Morgunblaðið - 14.06.1962, Síða 23

Morgunblaðið - 14.06.1962, Síða 23
Fimmtudagur 14. júní 1962 MOPCVHBT AÐTÐ 23 Evrópuráðið veitir fé til menntamála EVRÓPURÁÐIÐ hefur undan- farið unnið að því að efla starf sitt á sviði menningarmála. M. a. hefur verið sett á stofn Sam- vinnuráð um menningarmál (OCC), og hélt það fund í Stras- bourg fyrir nokkru. Veitti ráðið að þessu sinni um 13 millj. króna til ýmiss konar menningarstarf- semi, sem tengd er samvinnu Evrópuríkjanna. M. a. var veitt fé til sérfræðingaskipta milli ríkja, og er þess að vænta, að ísland njóti góðs af. Ásgeir Pét- ursson sýslumaður sat fund ráðs ins af íslands hálfu, og er hann nýkominn heim. Samvinnuráðið ákvað að efnt skyldi til ráðstefnu um stofnun nýrra háskóla og ræddi um að- stoð á sviði menntamála við van- þróuð lönd Þá var rætt um end- urbætur á tungumálakennslu og um listsýningar Evrópuráðsins. Áttunda sýning stendur nú yfir í Vínarborg, og hafa verið feng- in til hennar verk frá ýmsum löndum, sem öll eru gerð um árið 1400. Næsta sýning verður í Aþenu 1964 og þar sýnd býzönsk list. Á vegum samvinnuráðsins starfa þrjár fastanefndir og fjalla um æðri menntun og vís- indastörf, um almenna menntun og tæknimenntun og um fræðslu utan skóla. Hafa fslendingar tek- ið þátt í störfum þessara nefnda. Skýrslur frá nefndunum voru lagðar fram og ræddar á fundi samvinnuráðsins. Gestirnir að vestan ■ Snjór I Esju UM miðnættið í gærkvöldi komu vegfarendur inn á ritstjórnina og sögðu þær fréttir að farið væri að snjóa í Esjuna og væri hún farin að grána niður í miðj ar hlíðar. \ Einn metri - eitt stig ÍÞRÓTTAVIKA Frjálsiþrótta- sambandsins verður haldin á Melavellinum dagana 10.—17. júní, kl. 5 til 8 síðdegis. FRÍ hefur gefið út stigatöflu, sem notuð er við keppnina, en samkvæmt henni þurfa þátttak- endur að ná eftirtöldum árangri til að fá eitt stig í keppninni: 100 m hlaup, 16 sekúndur; 1500 m hlaup, 6 mínútur; há- stökk, 1 meter; kúluvarp, 5 m. Lágmarksafrek i kvennagrein- um eru aðeins lægri: 100 metra ttilaup, 18 sek., hástökk, 0,80 m og kúluvarp 4 metrar. ift'.'íál Ein af aðalgötunum í miðri hinni endurreistu Varsjá. Varsfá endurbyggð: Pólsk sýning í Bognsnlnnm í GÆRMORGUN komu eftirtald ir Vestur-íslendingar í heim- sókn til íslands: Mrs. Soffía Fowler, Winnipeg, Manitoba Mrs. Kristin Johnson, Winnipeg, Manitoba Mr. John Dahl, Dunblane, Sask. Mrs John Dahl, Dunblane, Sask. Miss. Laufey Melster, Sebastopol, Calif. Mr. B. Janussen, Burnaby, B.C. Mrs. Johanna Larusson, Vancover, B.C. Mr. Albert Anderson, Winnipeg, Manitoba Miss. Gudrun Sigurdson, Winnipeg, Manitoba Mr. Helgi Olsen, Winnipeg, Manitoba. Mrs. Helgi Olsen, Winnipeg, Manitoba. Mrs. Anna Eyford, Winnipeg, Manitoba. Mrs. Gudny Seibel, Kenora, Ontario. Mr. Th. J. Skagfjord, Selkirk, Manitoba Mrs. Th. J. Skagfjord, Selkirk, Manitoba LAUGARDAGINN 16. júní n.k. kl. 4 e.h. opnar sendiherra lýð- veldisins Póllands á íslandi, Kazi mierz Dorosz, sýningu á ljós- myndum, „Varsjá 1945 — 1961“, i Bogasal þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er rakin í stór- um dráttum uppbygging Varsjár á þeim sautján árum, sem liðin eru, síðan nazistar lögðu borgina í eyði í síðari heimsstyrjöld. Varsjá hafði verið að byggjast í’sjö aldir, er síðari heimsstyrjöld brauzt út, og íbúatalan var 1.300.000. Á sex mánuðum var borgin að heita má jöfnuð við Fyrsti bæjar- stjórnarfundur á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI 13. júní. — Hin nýkjörna bæjarsjórn Sauð- árkróks hélt sinn fyrsta fund sl. þriðjudag. Kosnir voru forsetar, kosinn bæjarstjóri og einnig var kosið í fastanefndir. Rögnvaldur Finnbogason var endurkjörinn bæjarstjóri með 5 atkvæðum. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Guðjón Sigurðsson, fyrsti varaforseti Sigurður P. Jónsson, og annar varaforseti Björn Daviðsson. Þá var og tekin fyrir kæra þeirra I-listamanna, en þeir fara fram á að þeim verði dæmd tvö utankjörstaðaatkvæði, sem merkt voru með bókstafnum A. Var henni vísað til umsagnar kjörstjórnar eins og lög mæla fyrir. í dag er norðan stormur og kalt, engir bátar hafa róið sl. tvo daga vegna brims. — jón. F áksliappdrættið DREGIÐ VAR I happdrætti Hestamannafélagsins Fáks á ann an hvítasunnudag. Hesturinn kom á nr. 1935, en hringferð kringum land á nr. 3690 — (Birt án ábyrgðar). Skátaskáli Akurnesinga undir Skarðsheiðinni AKRANESI, 13. júní. — Nýlokið er við að grafa grunn undir Há- kot, gamalt timburhús á Kirkju- braut 28, er skátafélag Akraness keypti fyrir nokkru. Upphaflega var ráðgert að flytja það inn í Kornahlíð í Svínadal. Því var breytt og nú er grunnurinn, 50 ferm. stór, grafinn uppi undir Skarðsheiði, norðan Leirar, sem fellur ofan úr Leirárdal. Þá er búið að steypa í grunninn og jörð þornar, á að flytja Hákot og fara upp melana af þjóðveginum móts við Skorholt. Skátarnir ætla að nota húsið til útilegu á sumrum og einnig á vetrum, því skíða- brekkur eru þar nógar. Eins og einni bæjarleið austar er bærinn Efraskarð. Eftir 300 m. langa göngu frá fjallsrótum upp snarbratta fjallshlíð, er kom- ið upp í Vatnsdal. Þar stendur skíðaskáli Akurnesinga, 7 ára gamall og brekkur upp af, hver annarri girnilegri. Framan við skálann er vatn, 350 m. langt og 100 m. á breidd, prýðilegt skauta- svell að vetrinum. — Oddur. jörðu. 17. janúar 1945, er nazistar urðu að yfirgefa hana, var hún gjörsamlega mannlaus. íbúarnir höfðu ýmist verið drepnir eða flæmdir burt. En fólkið lét ekki bugast. Það sneri aftur til rúst- anna, þótt þeir skiptu að vísu tugum þúsunda, sem aldrei áttu afturkvæmt, og hið erfiða upp- byggingarstarf var hafið. Smám saman urðu rústirnar að þoka fyrir nýjum byggingum. Og nú, eftir sautján ára þrotlaust starf, hefur Varsjá verið reist að nýju og ber á ytra borði fá merki hinnar hörmulegu eyðileggingar stríðsáranna. Sýningin verður opin daglega frá kl. 4 — 8 e.h. til 26. júní, og er öllum heimill aðgangur. ( Fréttatilkynning frá sendiráði Póllands). Rauð þota yfir Reyhjávík í G Æ R veittu vegfarendur í Reykjavík því athygli að þota, sem virtist rauð á lit, var á flugi yfir bænum. Mbl. spurðist fyrir um þessa þotu hjá flug- turninum í Reykjavík og kom í ljós að þetta er þota flugmála- stjórnar Bandaríkjanna, sem kemur hér á nokkurra mánaða fresti, til að prófa radíótæki og blindlendingartæki á Keflavík- urflugvelli og gerir þá um leið mælingar á tækjum Reykjavík- urflugvallar. Þetta er Boing 707, með rautt stél og nef, og hefur áður verið sagt nánar frá henni í blaðinu. Serkir neita öllum samningum við OAS OAS segist nú munu gereyða öllum verð- mætum í Alsír, íyrir kosningor Tunis Paris, Algeirsborg, 13. júní — AP — NTB. BEN YOUSSEF Ben.Khedda, forsætisráðherra alsírsku útlaga- stjórnarinnar, lýsti því yfir í Tun is í dag, að ekki kæm; til mála, að OAS-mönnum eða öðrum Ev- rópubúum í Alsír yrðu veitt næin sérréttindi. Samkomulagið frá Evian væri sá grundvöllur, sem framtið Alsír yrði reist á, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1. júli. nk. Þá ganga til atkvæða um 9 sinmum fleiri Serkir en Evrópu- menn, svo að einsýnt er um úr- slitin. Skömmu síðar var tilkynnt í útvarpsstöð OAS, í Alsír, að öll- um Evrópumönaium, sem hyggð- ust yfirgefa Alsír yrði úthlutað bensínskammti, svo að þeir gætu eyðilagt allar eigur sínar. áður en þeir héldu af landi brott. Var Evrópumönntum tekinn vari fyrir því, að ef þeir skildu eftir nokk- ur verðmæti mættu þeir búast við sérstökum aðgerðum. Jafn- framt lýsti þulurinn þvi yfir, að OAS samtökin myntdu sjá svo um, að engin verðmæti yrðu eftir, í landinu, er Serkir tækju við stjórn þess. Það er nú Ijóst, að Serkir hyggjast grípa til margs konar aðgerða til að breyta skipulagi mála í Alsír, er þeir koma til valda. Tilkynnti BenKhedda, að eitt hið fyrsta, sem hin nýja stjórn landsins myndj taka sér fyrir hendur, væri að skipta upp stórjörðum, og bæta með því hag smábænda í landinu, sem mest mætti vera. Jafnframt gat forsætisráðherr- ann þess að ýmsar aðrar breyt- ingar yrðu gerðar, til þess að bæta hag landsins eftir ástand •það, sem ríkt hefur undanfarin ár. Skoraði hann á alla Evrópu- menn að greiða atkvæði með sjálfstæði landsins, því að þann- ig yrði hag þeirra bezt borgið. Minnti hann á, að Evrópumenn myndu halda borgararéttj sínum næstu þrjú árin, og þeir myndu njóta fullra réttinda, sem aðrir borgarar landsins. Flóttinn frá Alsír virðist nú aukast með hverjum deginum sem líður. Upplýsingamálaráð- herra frönsku stjórnarinnar, Peyrefitte, tilkynnti í dag, að síð ustu 12 dagana hefðu um 92.000 flóttamenn komið til Frakklands frá Alsír sumir hverjir allslaus- ir, og hefðu 25.000 manns þegar beðið um aðstoð frönsku stjórn- arinnar. Útvarp OAS endurtók í dag hótanir um að eyða öllum verð- mætum í Alsír á næstu dögum, en sagði þó, mörgum til mikillar furðu, að enn væri ekki öll von úti um samkomulag við Serki. Þykir það brjóta í bága við yfir- lýsingu BenKhedda, fyrr um dag inn. Vitað er, að kröfur OAS, þær sem frétzt hefur um, eru ekki í bága við Evian samkomulagið, heldur miða að því, að fá OAS viðurkennt sem stjórnmálaflokk í Alsír. Jafnframt hafa þeir far- ið fram á, að Evrópumenn fái að starfa í „force locale", það er lögregluliði, sem nú er serkneskt. OAS-menn réðust í dag á skrif stofur alsírsku járnbrautanna og gas- og rafmagnsstöðvar. Þr:r skólar urðu eldsvoðum að bráð. Mrs. Gudrun Hallson, Vancover, ft.C. Mr. V. Anderson, Nortíi Burnaby, B.C. Mrs. V. Andersen, North Burnatoy, B.C. Miss. Elin Bildfell, North Burnaby, B.C. Miss. Jonina Steffansson, Winnipeg* Manitoba Mrs. A. Moldvan, Winnipeg, Manitoba. Mrs. Aug. Eyolfson, Lundar, Manitoba. Mr. Helgi Hornford, Elfros, Sask. Mrs. Helgi Hornford, Elfros, Sask. Miss. Anna R. Johnson, Vancover, B.C. Mr. Gudjon Johnson, Riverton, Manitoba. Mrs. Gudjon Johnson, Riverton, Manitoba. Mr. Karl Bjarnason, Baldur, Manitoba. Mrs. Karl Bjarnason, Baldur, Manitoba. Mr. R. Arnason, Elfros, Sask. Mrs. R. Arnason, Elfros, Sask. Mr. S. Wopnfjord, Arborg, Manitoba. Mrs. H. Wopnfjord, Arborg, Manitoba. Mr. Eiríkur Bjarnason, Arborg, Manitoba Mr. John Bergdal, Red Deer, Alberta. Mr. Heimir Thorgrimson, Winnipeg, Manitoba Mr. Freyr Thorgrimson, Crystal City. Manitoba Mrs. Hilma Bjorklund Winnipeg, Manitoba Mrs. Gudrun S. Vidal, Arborg, Manitoba. Mr. Gisli Gudjonsson, Blaine, Wash. Mr. Arthur A. Anderson, Winnipeg, Manitoba. Mr. Alistair Stewart, Winnipeg, Manitoba. Mr. Gisli Johnson, Winnipeg, Manitoba. Mr. Karl Hanson — / sveitarstjórn Frh. af bls. 10. um í Kanada, Bifröst, sem liggur meðfram Winnipeg- vatni. Hann hefur verið for- maður sveitarstjórnar í 6 kjör tímabil, eða 17 ár, en 1 sveitarstjórn eiga sæti fjórir íslendingar og tveir menn frá Galiziu í Rússlandi. í Bifröst búa um 5000 manns, aðallega Islendingar, Galiziumenn, Pól verjar og Tékkar, og hafa ís- lendingar verið allsráðandi í félagsmálum þar frá því þeir námu þar land. Af þekktum mönnum sem búa á svæðinu má nefna Guttorm skáld Gutt ormsson, og kvað Sigurður hann andlega heilbrigðan, þótt aldurinn væri orðinn hár, en sagði að hann færi lítið að heiman. Sigurður og Helga ætla að dveljast hér fram í ágúst, ferð ast um landið og heilsa upp á ættingjana víðsvegar um landið. Þau sögðu, að því mið ur fækkaði þeim óðum sem töluðu íslenzku vestanhafs, þó mi'kið hafi verið gert til að reyna að halda henni við. Áður fyrr hefði t. d. verið messað á íslenzku og börndn lært tungu feðra sinna í sunnudagsskólunum. „Þegar ég var að alast upp,“ sagði Helga, „voru allir fermdir upp á íslenzku, en nú er mess- að á ensku í íslenzku kirkj- unum. Það var dásamlegt að vakna áðan og heyra börnin leika sér úti og kallast á á íslenzku." — Hér vil eyöa Framhald af bls. 10. smíðar og við fiskvinnu, þeg- ar ekkert annað var að gera. Eftir stríðið fluttum við til Vancouver og þar hef ég búið síðan. Manninn missti ég fyr- ir 17 árum, en hann var heilsu laus siðustu árin sem hann lifði. — Ég hef komið tvisvar áður til íslands, sagði frú Jó- hanna Lárusson að lokum, árin 1948 og 1957. Landið hef- ur mikið breytzt á þeim ald- arhelming, sem ég hef verið fjarverandi, en það hafa líka orðið miklar breytingar í Kanada og liklega allsstaðar í heiminum. Ég hef lítið fleira að segja, sem í frásögur er færandi. Ég er enn við góða heilsu, get varla sagt ég viti hvað veik- indi eru, tala ekki verri ís- lenzku en ensku og er nú komin í síðasta sinn til föður- landsins. -O □----------------- Svar við gátu dagsins: Synd. □---------------------□

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.