Morgunblaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. júní 1962 MORGVNBIAÐIÐ py, % . ... .. n % . • % • 'TO-'T f • ' •• ’ - ' —V? "-OrtW^ ««v ^ STAKSTEI Wlí « Við verk þarf stóra gaura Saumar og ger ir við h jólbarða ÞAÐ ERU fá störf, sem konur hafa ekki tekið að sér og sinnt af engu minni prýði en „sterkara kynið.“ Eitt er það þó, sem fáa hefur órað fyrir, að fyrir augu þeirra aetti að bera hér á íslandi, en það er kona við hjólbarðaviðgerðir. Við Eskihlíð í Reykjavík stendur Mtið grótt timbur'hús. Þar búa ihjónin Elsa Guð- mundsdóttir og Steindór Steindórsson, í kjalaranum reka hjónin hjólíbarðaverk- stæði. Er blaðamann og ljós myndara Mbl. bar þar að garði, stóð frúin úti á hlaði og tvíhenti heljarmikið járn- rör, sem hún lét dynja á hjól barða. Þegar hún sá þess óboðnu gesti, sem ekki höfðu neitt dekk meðferðis, leit hún upp, þurrkaði svitann af enninU og lagði frá sér þennan feiknagaur, sem á máli fag- manna nefnist „afslóttarjárn" Heldur var hún ófús að lláta ónáða sig við vinnuna en lét þó tilleiðast að lokum. „Hvað olli því, að þér hóf uð að Jeggja stund á þetta erfiða starf, sem flestum virð ist varla vera við kvenna hæfi?“ „Það er satt, að það er bæði erfitt og óhreinlegt, en ég set óhreinindin ekki fyrir mig, ef ég aðeins get þvegið þau af mér á eftir. Börnin eru farin að heiman nema eitt, og ekki dugir að hanga iðju- laus. Eiginmaður minn vinn- ur annars staðar á daginn og þegar ég sá, hve margir við- skiptavinir urðu frá að hverfa, fannst mér ekkert standa mér nær en að taka sjálf til við viðgerðirnar — Hve lengi hafið þér unn ið að þeim? — Það er nú orðið rúmt ár. — Og þér setjið erfiðið ekki fyrir yður — Satt að segja, er þetta ekki meira erfiðj en af heim ilisstörfum og mér finnst, að konur eigi ekki að hika við að vinna störf sem þetta, ef heimilisannir leyfa og kraft- ar eru til þess. — Hvenær byrjið þér á morgnana? — Við opnum kl. 7 og ég er við þetta þar til maðurinn minn kemur heim á kvöldin, en þá tekur hann við og vinn ur einnig um helgar. ' — Og hve lengi er opið? — Meðan einhver kemur með dekk. Hingað hafa oft komið eftir miðnætti bílstjór ar utan af landi og orðið að fó gert við strax. Við erum ekki að setja það fyrir okk- ur. Það hefur borgað sig, því þeir koma þá flestir aftur, þegar springur næst. Nú þurfti frúin að bregða sér inn og er hún opnaði hurð ina, sást fyrir innan á spjald, sem á stóð „Barnaföt til sölu“. Aðspurð kvaðst hún sauma í frístundum sinum, bæði eftir pöntun og á lager. Er agndofa blaðamaðurinn spurði: „Hvaða frístundum?“ kvað hún þær gefast nógar á kvöldin og um helgar. — Og hvort líkar yður bet ur að vinna við saumaskap eða hjólbarðaviðgerðir? — Mér er alveg sama. Aðal atriðið er að gera eitthvað. Annars hefur saumurinn held ur Qrðið útundan hjá mér upp á síðkastið, því oft er meira en nóg að gera við að bæta dekkin. Þegar við böfum okkur af stað, sjáum við, að frú Elsa hefur á ný gripið járnkarlinn inn tveim höndum og lætur hann dynja á hjólbarðanum, sem óþolinmóður bílstjóri bíð ur eftir, því ekki dugir að láta viðskiptavinina bíða, ef viðskiptin eiga að blómgast. Sameiginlegt átak fslendingar geta verið stórtæk ir, þegar þeir leggjast á eitt til lausnar miklu vandamáli, og þannig var það í vetur, þegar ákveðið var að gera stórátak til að reisa við lánasjóði landbúnaS arins, sem orðnir voru gjald- þrota eftir óstjórn vinstri stefu unnar. Var þá ákveðið að þjóðin í heild sameinaðist um að byggja sjóðina upp að nýju, enda hlýtur það að vera hagsmunamál heild arinnar að uppbygging í sveitum landsins geti aukizt ár frá ári, búin stækkað og framleiðslan aukizt. Vandamálið var leyst með því annarsvegar að veita ríf legar fjárhæðir úr ríkissjóði og hinsvegar með nokkru álagi á landbúnaðarvörur, sem neytend ur greiddu og svipuðu gjaldi, sem greitt af var bændum. Þeir mótmæltu sem sízt skyldi T.R. hyggst efla skák- kennslu meðal unglinga ‘ AÐALFUNDUR Taflfélags Reykjavíkur var nýlega haldinn. Starfsemi félagsins var þrótt- milkil á s.l. ári, þannig að þátt taka í Skákmótum félagsins hef- ur aldrei verið meiri, og fjárhag ur þess fór batnandi. Húsnæðisvandræði hafa mjög háð allri starfsemi félagsins, því að í þeim efnum hefur það ver- ið á algjörum hrakihólum. A næsta starfsári hyggst félagið hefja fjárhagslegt stórátak til að leysa þetta vandamál, og verður íþví samabndi leitað stuðnings allra unnanda skákíþróttarinnar é félagssvæðinu. Þá hyggst fé lagið efla af alhug skátokennslu meðal unglinga og verður á þeim vettvangi haft samstarf við Æsku lýðsráð Reytkjavíkur. Þótt skákíþióttin sé eðlilega höfuðviðfangsefni félagsins, þá hefur verið ákveðið að gefa með limunum kost á iðkun annarra hollra íþrótta. Þannig mun félag- ið í sumar iðka knattspyrnuæf- inn ingar og keppa við fyrirtæki og aðra áhugamannahópa í þeirri grein, en eðlilega ékki taka þátt í opinberum knattspyrnumótum. Vonir standa til, að hinn lands- kunni knattspyrnumaður og stoákmaður, Gunnar Gunnarsson, bankamaður, veiti forstöðu þess um þætti í félagsstarfseminni. Jóhann Þórir Jónsson, eftirlits maður, var endurkjörinn formað- ur félagsins, en með honúm í stjórnina voru kjörnir þeir bankamennirnir Hilmar Viggós- son og Jóhann örn Sigurjónsson, Tryggvi Arason, rafvirkjameist- ari, Jón P. Emils, lögfræðingur, Björn Víkingur Þórðarson, gjald keri og Jónas Þorvaldsson, bók- bindari. Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í V-Hún stofnað HINN 15 júní s.l. var haldinn stofnfundur Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Vestur-Húna- vatnssýslu. Fundurinn var hald- á Hvammstanga. Fundar- stjóri var Benedikt Guðmunds- son, Staðarbakka, og fundarrit- ari Guðjón Jósefsson, Ás- bj arnarstöðum. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, framfcvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, ræddi um skipu lagsmál flokksins nrueð sérstöku tillti til flokksstarfseminnar í Norðurlandskjördæminu vestra. Nokkrar umræður urðu um Skipulagsmálin og tóku eftirtald ir fundarmenn til máls: Guðjón Jósefsson, Ásbjarnarstöðum, Benedikt Guðmundsson, Stað- arbakka, Sigurður Tryggvason, Hvammstanga og séra Gunnar Gíslason, alþingismaður. Á fund inum fór fram kosning í kjör- dsemisráð Sjálfstæðisfloitoksins i Norðurlandskjördæminu vestra. Lengi hefur verið álitið að bændasamtök væru ábyrgari í af stöðu sinni en ýms önnur hags- rr.'inasamtök. Þess vegna er hryggilegt til þes að vita, að þeg ar þjóðin gerði þetta stóra átak til stuðnings landbúnaðinum, skyldi eina mótmælaröddin, sem heyrðist, koma frá ýmsum for- ystumönnum bændasamtakanna sjálfra. Þeir einstaklingar og sá flokkur, sem að þeim mótmæl- um stóðu, hafa orðið sér til mik I illar minnkunnar og stórskaðað álit bændasamtakanna. Neytend ur hafa ekki mótmælt því að taka á sig nokkrar byrðar til að bjarga einum meiginatvinnuvegi landsins, en sumir þeirra, sem til þess eru kjömir að gæta hags landbúnaðarins, hafa hinsvegar ( látið i>ólitískt ofstæki ráða af- stöðu sinni. I Að hætti kommúnista Tíminn ræðir öðru hverju um samkomulagið við Breta í Iandhelgisdeilunni, þótt blaðið fáist aldrei til að svara spum- ingu Morgunblaðsins um það, hvort Framsóknarflokkurinn vildi nú rifta samkomulaginu við Breta, ef Bretar og aðrir féllust á lögfestingu 12 mílna, eins og við Islendingar börðumst fyrir á Genfarráðstefnunni. í gær segir blaðið: „í þessum margfræga samn- ingi er hinsvegar kveðið svo á, að íslendingar séu bundnir því ákvæði um aldir og ævi að til- Stjórn Fulltrúaráðsinsins skipa: Benedi'kt Guðmundsson, Staðar- __________________ batoka, formaður, Óskar Levý, ] kyiina Bretumr ef 7ið hyggj"umst breyta landhelgislínu og fá leyfi Ósum, Jóhannés Guðmundsson, ' Auðunnarsböðum, Sigurður Tryggvason, Hvammstanga og Þórarinn Þorvaldsson, Þorvalds- stöðum. Góð veiði erlenda flotans Raufarhöfn 22. júní. MJÖG mitoil og góð veiði er sögð hjá erlenda flotanum sl. nótt 50 mílur norður af Þistils- firði og Melratokasléttu en minna vestar. Köstin höfðu verið stór og gott að eiga við síldina. Eitt- hvað af íslenzkum skipum hefur kastað í morgun en ekki hefur fréttst um veiði — Einar. þeirra til þess að leggja málið undir alþjóðadóm“. Þetta kunna fréttafölsunar- blað, heldur því blákalt fram, að við þurfum Ieyfi Breta til að leggja ágreining i landhelgismál inu í framtíðinni undir albjóða- dóm, þótt það viti fullvel uS þvert á móti varð samkomulag um það, að báðir aðilar vawu skyldir til að hlíta alþjóðalögum l og leggja ágreining undir al- þjóðadómstólinn, ef þess væri i óskað. Síðan vitnar blartið til Einars Kvarans og segir að hætti konvnúniskra áróðursmanna: „Hvað mundi Einar Kvaran segja nú, ef hann matti halda ræðu á borgarafundi í Reykja- vík?“ Slík skrif eru óviðarkvæmileg og ættu Framsóknarmenn að I láta kommúnista eira um þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.