Morgunblaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 17
Laugardagur 23. júní 1962 MORCV1SBLAÐ1Ð 17 Sextugur i dag: Grímur Bjarnason pípulagningameistari GRÍMUR Bjarnason, pípulagn- ingameistari, er sextugur í dag. Hann er fæddur og uppalinn á Stokikseyri. Þar er víðsýni hvað mest í byggð á landi hér. í suðri er hafið svo iangt sem augað eygir, og teygir hugann til að spyrja „hvað er bak við yztu sjón arrönd“. í aðra áttir eru fjar- laeg fjöll eins og „risar á verði við sjóndeildarhring“, og eggja Ihugann til að brjótast í gegnum fylikingarnar og vita, „hvað hin- um megin býr“. Sérstaklega leit aði hugurinn á vesturarminn. Fjallagarðurinn í vestri var eins og blátt fortjald fyrir sviðinu við Faxaflóa, þar voru helztu menntastofnanir landsins, fjöl- þættasta athafnalíf og fjölbreytt ustu tækifæri til fjár og frama. Á uppvaxtarárum Gríms stóð hagur Stokkseyrar með hvað mestum blóma. Véltæknin var að rísa á legg og leysa hin frum stæðu verkfæri af hólmi. Ára- skip þokuðu fyrir vélbátum, orf og hrífa fyrir sláttu- og rakstr- arvélum. Stokikseyri varð mesta útgerðarstöð vélbáta við suður- strönd landsins — að undan- teknum Vestmannaeyjum. Verzl un var mikil við bændur úr upp sveitunum, og hafskip fluttu vörur milli Stokkseyrar og er- lendra hafna. Iðnaður var nokk- ur, einkum húsbyggingar. Fólk flutti inn í þorpið. Stokkseyri var vaxandi byggð. Átökin við hafið efldi áræði og æðruleysi, véltæknin nýja og umsvifamik- ið atvinnulíf jók framtakssömu fólki stórhug og bjartsýni. Nýr barnaskóli var byggður og Itvöldskóli starfaði öðru hvoru fyrir unglinga. Félög unnu á fjöl breyttum sviðum. Ungmennafé- Iag sá æskunni fyrir fjölþættum menningarlegum viðfangsefnum í tómstundum. Það jók skilning ungra manna á mætti samtaka og veitti þeim þjálfun í félags- legum störfum. Grímur gekk í ungmennafélagið, er hann hafði aldur til, og tók brátt virkan þátt í störfum þess. Foreldrar Grims voru hjónin Jóhanna Hróbjartsdóttir og Bjarni Grímsson. Jóhanna er af Bolholts- og Víkingslækjarætt. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um, sem bjuggu stóru búi við mikil efni að Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Grímur og systkini hans byggðu móður sinni þar sumarbústað. Hefur hún dvalið þar undanfarin sum- ur á bernskustöðvunum. Bjarni var af Bergsætt. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, eem bjuggu við mikla rausn um- fangsmiklu búi að Óseyrarnesi við ölfusá. Grímur Gíslason fað- ir hans, var einatt kenndur við þann bæ, og kallaður Grímur í Nesi. Hann var nafrukunnur mað- ur fyrir framtakssemi, dugnað og ósérplægni í framfaramálum héraðs síns. Dr. Guðni Jónsson prófessor hefur ritað litla en merka bók um ævi hans og niðja, — sem eru mangir og merkir. Grímur Bjarnason var látinn heita eftir afa sínum og þótti líkjast nafni. Hann ólst upp hjá foreldrum eínum, sem bjuggu á hinu forna höfuðbóli, Stokkseyri, við ágæt efni og mikla rausn, sem þau bæði áttu kyn til. Bjarni hafði mörg járn í eldinum. Hann var nafnkunnur formaður í Þorláks- höfn á vetrarvertíðum. Á öðr- um tímum árs var hann verk- Btjóri og verzlunarmaður við aðal út- og innflutningsverzlun- ina á Stokkseyri og rak jafn- framt sveitabú. Hann gegndi einatt trúnaðarstörfum fyrir eveitarfélag sitt. Heimili þeirra hjóna var fjöl- mennt og glaðvært, frábærlega myndarlegt og bar glöggan svip húsbændanna. Þar var oft gest- kvæmt og öllum vel fagnað, hvort heldur voru höfðingjar eða umkomulitlir langferðamenn eða börn úr næstu húsum, sem áttu erindi við Grím eða systkini hans, sem 5 hafa náð fullorðins- aldri. Grímur fór ungur að vinna á búi foreldra sinna við fjölbreytt störf -til lands og sjávar. Og er hann hafði lokið námi í barna- og unglingaskólanum á Stokks- eyri fór hann suður til náms, gekk fyrst í Flensborgarskólann í Hafnarfirði, og brautskráðist úr Verzlunarskóla íslands 1921. Eftir heimsstyrjöldina fyrri breyttist mjög hagur kauptún- anna austan fjalls. Hafskip fluttu ekki lengur vörur milli þeirra og erlendra hafna, þær voru nú fluttar á bifreiðum frá höfuðstaðnum. Verzlunin í sjáv- arþorpunum dróst saman, útgerð in bar sig illa, og atvinnan minnkaði. Þá leituðu margir til Vestmannaeyja eða vestur yfir fjöllin. Fjölskylda Gríms flutti til Reykjavíkúr. Aðstæður og verkefni urðu talsvert önnur en á Stakkseyri, en dugnaður og framtakssemi hin sama og áður. Systkinin luku öll skólanámi, sum í verzlunar- skóla önnur í iðnskóla, sjó- mannaskóla og kvennaskóla. Þau tóku hér við miklum og margþættum störfum, en héldu ágætlega saman, eins og ein- huga skipshöfn undir ágætri for- mennsku. Fjölskyldan byggði sér mynd- arlegt hús við Barónsstíg og þar andaðist Bjarni Grímsson 1944 Síðar byggðu bræðurnir, Grím ur og Haraldur íbúðarhús á Reynimel 28 og búa þar með móður sinni í veglegum húsa- kynnum á fögru og friðsælu heimili við engu minni umsvif, rausn og myndarskap en þeir vöndust í uppvextinum á Stokks eyri, þótt heimilið sé fámennara og húsfreyjan eldri. Grímur á eina dóttur barna, Jóhönnur Telmu. Hún er gift Einari raffræðingi Þórðarsyni, Þau eiga tvö börn ung en efni- leg, Jóhönnu og Grím. Eftir að Grímur og foreldrar hans fluttu til Reykjavikur, stundaði hann fyrst margs kon- ar störf á sjó og landi, en lærði síðar pípulagningar og hefur lengi verið meistari í þeirri iðn. Hann hefur haft með höndum mörg verk og stór í iðngrein sinni. Hefur því margur notið ylsins af handarverkum hans og þeirra manna, sem hann hef- ur haft verkstjórn fyrir. Hann hefur jafnan borið hag stéttar sinnar fyrir brjósti. Gekkst hann því fyrir stofnun félags meðal pípulagningameist- ara, sem verzlar með vörur, er þeirri iðngrein heyra tii, og hefur hann verið formaður þess frá upphafi. En Grímur hefur vakandi áhuga á fleiri sviðum og þeim næsta ólíkum. Hefur hann gerzt virkur félagi og hlut- hafi í allmörgum samtökum hér syðra, einkum á sviði bygginga og verzlunarmála, en einnig verið félagi um rekstur gróður- húsa austan fjalls, svo eitíhvað sé nefnt. Stendur því fé hans víða fót- um. En þess hefur hann aflað með frábærum dugnaði, hagsýni og stórhug, sem ekkert á skylt við smásálarlegt nurl. Grímur hefur að vonum notið hins mesta trausts starfsfélaga sinna. Hann var í stjórn Sveina- félags pípulagningarmanna á sinni tíð, síðan í stjórn Meistara félags pípulagningarmanna og nú formaður þess. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Meistarasambands byggingar- manna, og hefur verið formaður þessara ungu samtaka síðan 1960. iðnaðarmanna í framkvæmd. Grímur lærði pípulagninga- iðn hjá Ríkharði Eiríkssyni, pípu lagningameistara í Reykjavík. Hann var formaður Sveinafélags pípulagningamanna í nokkur ár, sat í stjórn Iðnaðarsambandsins og síðar Sveinasambands bygg- ingamanna. Árið 1936 öðlast Grímur meist araréttindi í iðn sinni, og eftir það eru honum falin margvís- leg trúnaðarstörf fyrir Félag pípulagningameistara í Reykja- vik. Hann er nú formaður þess félags og hefur lengst allra gengt því starfi. Hann hefur setið á mörgum Iðnþingum fyrir félag sitt. Grímur tók þátt í stofnun Meistarasambands bygginga- manna 1958 og sat í fulltrúa- ráði þess, þar til hann var kjör- inn formaður sambandsins 1960. Það hefur verið Meistarasam- bandi byggingamanna mikið lán, að Grímur Bjarnason varð þar áhrifamaður frá byrjun og síðar formaður. Það hefur fallið í hans hlut að móta starf þessa unga félags, og þar hafa notið sín kostir hans aðgæzla samfara dugnaði og áhuga. Um leið og ég sendi Grírni, vini mínum, beztu afmæliskveðj- ur, óska ég þess, að Meistara- samband megi lengi njóta starfs krafta hans. B. H. Óttazt um f jalla- garpa KATMANDU, 20. júní (NTB) — Fjögurra manna bandarísk- ur leiðangur, sem hugðist reyna að klífa Gayachung Kang tind- inn í Himalajafjöllum, hefur ekkert látið frá sér heyra, síð- an hann hélt frá búðum sínum 3. maí sl. — Leiðangursmenn höfðu þá aðeins með sér mat- væli til 20 daga útivistar. Stjórnarvöldin í Nepal, sem skýrt hafa frá þessu, óttast, að leiðangurinn hafi villzt af leið sökum slæmra veðra og týnzt. — Leiðangursstjóri er próf. Woodrow Wilson Sayre, dóttur- sonur Bandaríkjaforsetans fyrr- verandi. tJr trjáræktarstöðinni í Múlakoti. Alaskaösp, sem gróður- sett var árið 1949. Hún er nú orðin yfir 10 m. á hæð. Mörgum öðrum ábyrgðarmikl- um störfum hefur hann gegnt bæði innan félaga og á verk- legum sviðum, þótt þau verði ekki talin hér. Hefur' fjölþætt menntun hans komið að ágæt- um notum í ábyrgðarmiklum og vandasömum forustustörfum, Grímur reyndist góður náms- maður í skólum, en afburða nem andi í skóla lífsins og hefur jafn an tekið hæstu prófin þegar mest hefur á reynt og við legið. Hann er maður vel ritfær og prýðilega máli farinn, en er þó meiri á borði en í orði. Hann hefur hlotið í ríkum mæli mann- dóm og kosti ágætra ætta. Svip- mótið við afa hans, Grím í Nesi, leynir sér ekki eftir því sem dr. Guðni Jónsson lýsir honum í fyrrnefndri bók. Tek ég því upp nokkrar línur úr henni, að mér sýnast þær í einu og öllu geta eins vel átt við afmælisbarnið. „En það eru þó ekki fyrst og fremst þessir hlutir (þ. e. fram- kvæmdir, auður og forustustörf), sem gera Grím minnisstæðan og sköpuðu honum traust og virð- ingu. Það var miklu fremur mað urinn sjálfur, lifandi áhugi hans á öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, dugnaður og hagsýni, stórhugur og bjartsýni að ógleymdum drengskap og hjálp- semi“. Við merik tímamót í ævi manna leitar hugurinn oft til fyrstu kynna og rekur sig áfram til nútímans. Kynni mín við af- mælisbarnið hófust á bernsku- árum okkar og úr þeim orðið hálfrar aldar vinátta eða rúm- lega það. Þessi kynni verða ekki rakin hér, enda einkaeign, — ekki rædd, aðeins þökkuð. Á bernsku- og unglingsárum töldum við Grímur sextuga menn með gömlu fólki og úr leik lífsins, enda var það oft svo vegna öðrugra kjara og heilsufræðilegrar vanþekkingar. En tímarnir hafa breytzt. Það væri að vísu rangt að telja nú sextuga menn með ungu fólki, og þó engu síður hitt að telja þá til gamalmenna og dæma þá úr leik lífsins, enda láta þeir ekki gera það. Mun sanni næst, að þeir standa upp á sitt bezta á mörgum sviðum, ef heilsa er sæmileg, og þá sérstaklega til starfa þar sem lífsreynzla og hæfi leg gætni er nauðsynleg. Afmæl- isbarninu hefur til þess aukizt þrek við raun, afl með stærri verkefnum og hamingja með aldri og árum. Óska ég, að svo megi enn lengri verða. Bjarni M. Jónsson. EINN af þekktustu iðnaðar- mönnum höfuðborgarinnar, Grímur Bjarnason, pípulagninga meistari, er sextugur í dag. Hann hefur um árabil starfað að fé- lagsmálum iðnaðarmanna með dugnaði og alúð og átt þátt í að hrinda mörgum áhugamálum — Skógrækt Framhald af bls. 13. isins jörðina Skriðufell, sem er efsta jörð í Gnúpverjahreppi. Stór hluti hennar eru auðn og öræfi. En þetta land er nú byrjað að gró? upp eftir að Þjórsárdalur var friðaður árið 1938. Bækistöð Skógræktar ríkxsins í Þjórsárdal er í Selhöfðum. Þar hefur verið plantað í 50—60 hektara lands. Auk sitkagrenis og rauðgrenis hefur töluvert verið gróðursett þar af stafa- furu. Var byrjað árið 1948 að gróðursetja skóg í Selhöfðum. Er það sérkennilegt og fagurt land, þar sem skiptast á djúp- ir hvammar og háir ásar og höfðar. Er þarna víða allhár gamall birkiskógur. Hinar nýju trjátegundir kunna þarna ágæt lega við sig, sérstaklega rauð- grenið, segir Garðar Jónsson, forstöðumaður uppeldisstöðvar- innar að Tumastöðum í Fljóts- hlíð, sem er þarna með flokk manna við gróðursetningu. Ahugi og bjartsýni Það er ánægjulegt að dvelja stutta stund með skógræktar- fólkinu í Selhöfðum. Það er áhugasamt og bjartsýnt á fram tíðina. Og það talar um trjá- plönturnar, sem það hefur ver- ið að gróðursetja eins og börn, sem taka góðum eða hægum þroska. Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri, segir, að í stöðvum Skógræktarinnar um land allt vinni á hverju vori um 300 manns við trjáplöntun og uppeldi trjáplantna. — Oft er skortur á vönu fólki til þessara starfa. Á hverju sumri gróðursetur Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögin í hinum ýmsu landshlutum allt að 1,5 millj. trjáplantna. Þessar litlu trjáplöntur eru vísir framtíð- arskóga íslands. í skjóli þeirra munu nýjar kynslóðir vaxa upp og njóta arðs þeirra og fegurð- ar. Þess vegna ber sem flest- um íslendingum að leggja hönd á plóginn við hið nýja land- nám. Það er sú skuld, sem við öll eigum að gjalda í bætur fyrir rányrkju og skammsýni liðins tíma N S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.