Morgunblaðið - 23.06.1962, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. júní 1962
B aðfatafízkan
og sundkeppni
I DAG kl. 3 er sundmótið í
Vesturbæj arlauginni, þar sem
m. a. verður efnt til tízkusýn-
ingar á sundbolum og ýmis
öirnur skemmtiatriði fara
fram.
En aðallþáttur mótsins er
ceppni fólksins sem líklegt er
.ð keppi á Evrópumeistara-
.nótinu. Má vel ætla að ísl-
metin — og meira að segja
Norðurlandnmetin séu í hættu
því sundfólkið æfir mjög vel.
Mót þetta er haldið í fjár-
öflunarskyni fjrrir ferðina.
Vonandi koma sem flestir, ef
ekki til að sjá sundið þá til
að sjá nýjustu tízku í sund-
fötum eða náttfata og blöðru-
boðsund.
■#>
Svíþjóð vann
Noreg 2-0
OSLO, 21. júní. — Síþjóð vann
Noreg eins og búizt var við í
fyrsta leik Evrópubikarkeppninn
ar í knattspymu, með 2:0. Norð-
menn höfðu almennt búizt við
méiri markamun. Norska liðið
stóð sig þó ekki betur en vænta
mátti. Það var sænska liðið sem
olli vonbrigðum. Þetta var sama
liðið og sigraði Tékka, er kom-
ust í úrslit heimsmeistarakeppn-
innar, með 3:1 í vor. Bæði mörk-
in komu í fyrri hálfleik.
100 lönd í alþjóöa-
körfuboltasambandi
Alþjóðakörfuknattleikssam-
handið (Federation Internation-
ale de Basketball Amateur)
eða FIBA, eins og það er kall-
að í daglegu tali, var stofnað í
Genf í Svisslandi, 18. júní 1932.
Stofendur voru körfuknattleiks-
sambönd eftirtalinna þjóða:
Argentínu, Grikklands, ítalíu,
Nýtt heimsmet
4.94
á stöng
HINN frábæri finnski stang-
arstökkvari Pennti Nikula
setti nýtt heimsmet í stangar-
stökki á móti í Kauhava í
Finnlanidi. Hann stökk 4,94 m.
Bandarikjamaðurinn Dave
Tork hefur stokkið 4,93 m en
það hefur enn ekiki hlotið við-
urkennángu, m. a. vegna þess
að deilt er um hvort leyfa á
að nota trefjaglerstangir.
Þetta er í annað sinn sem
Nikula stekkur hærra en
Tork. Fyrir nokkrum dögum
stökk hanm 4,94 m en þá fór
stöngin undir rána en slíkt
striðir á móti reglum, þó að
maðurinn sjálfur fari yfir
rana.
Lettlands, Portúgals, Kúmeníu,
Svisslands og Tékkóslóvakíu.
Hinn 18. júní síðastliðinn
varð FIBA því þrítug. A þessu
þrjátíu ára tímabili hefur
FIBA vaxið fiskur um hrygg,
og er nú orðið eitthvert stærsta
sérsamband, sem til er í heim-
inum í dag.
Hinn 15. maí sl. náði með-
limatala FIBA 100, en þann
dag var körfuknattleikssam-
bandi Vestur-Indía-sambands-
ríkisins veitt inntaka í FIBA.
Með þessu er körfuknattleiks-
sambandið orðið eitt hið stærsta
af alþjóðasamböndunum.
Heiðursforseti FIBA er Léon
Bouffard í Genf, en forseti
aðalstjórnar FIBA er Antonio
dos Heis Carneiro frá Rio de
Janeiro.
Aðalritari FIBA er R.
William Jones, brezkur maður,
sem gegnir störfum æskulýðs-
málafulltrúa UNESCO, með að-
setri í Múnchen.
«
ár Alþjóðamót
Nýlega er lokið fyrstu
meistarakeppni í körfuknatt-
leik milli Afríkjuríkja, en körfu
knattleikur á miklum vinsæld-
um að fagna meðal íbúa þeirr-
ar heimsálfu. Úrslit urðu þessi:
1. Arabíska sambandslýðveld-
ið, 2. Súdan, 3. Marokkó, 4.
Guinea og 5. Eþíópía.
Fyrstu Evrópumeistarakeppni
unglingalandsliða er fór fram í
Bologna á ítalíu í apríl sl.,
lauk með sigri Tékka, en ann-
ars varð röðin þessi: 1. Tékkó-
slóvakía, 2. ítalía, 3. Spánn, 4.
á Hrafna-Fldka
öldurnar létt
RÓÐUR er íþrótt sem íslend-
ingar hafa gefið allt of lít-
inn gaum. — íþróttin sjálf
býður upp á hreyfingu, sem
veitir alhliða líkamsþjálfun
og fátt er skemmtilegra á
sólbjörtu sumarkvöldi en
róður á lygnum sjó í tæru
lofti og fögru umhverfi.
Lítill hópur manna stund-
ar þó róður hér á landi all-
an ársins hring. Tvær róðr-
ardeildir eða félög starfa
hér, róðrardeild Ármanns og
Róðrarfélag Reykjavíkur. —
Mbl. brá sér í heimsókn á
æfingu hjá Róðrarfélaginu í
fyrrakvöld og bregður hér
upp svipmynd þaðan.
Aðalbækistöð Róðrarfélags
ins er í Nauthólsvík. Þar
leigir félagið hálft hús Ár-
menninga og geymir þar
báta sína. Þrjár æfingar hef-
ur félagið í viku hverri,
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga frá kl. 8—10.
Róðrarfélagið á 3 báta vel
gerða. Tveir þeirra eru fyr-
ir byrjendur og heita Ing-
ólfur og Hrafna-Flóki, en
hinn þriðji er aðeins fyrir
þaulæfða menn, því svo
mjór og rennilegur er hann
að æfingu þarf til að sitja í
honum og róa án þess að
hvolfa. Sá heitir Hjörleifur.
Ekki eru nöfnin valin af lak-
ara taginu.
í vetur æfðu hjá Róðrar-
félaginu 10—20 piltar og
menn, en í sumar hafa þeir
ekki verið nema um 10 tals-
ins.
Það er þvi rúm fyrir
miklu fleiri og geta menn á
öllum aldri fundið í þessari
íþrótt skemmtun, ánægju og
yndi. Æft verður fyrir þátt-
töku í þremur mótum í
sumar, mót Róðrarfélagsins,
Reykjavíkurmót og íslands-
mót. Það eru án efa margir
sem gaman hafa af því að
taka í ár, það hefur löngum
verið eðli íSlendingsins. Og
nú er tækifærið í Skerja-
firði.
Myndirnar, sem hér fylgja,
tók Sveinn Þormóðsson og
sýna þær er piltarnir í
Róðrarfélaginu eru að setja
Hrafna-Flóka á flot og hin
er þeir taka í árarnar á
sléttum sæ.
Frakkland, 5. Pólland og 6.
Tyrkland.
■fr Ráðstefna I Múnchen
Hinn 4.—6. júlí nk. verður
VII. ráðstefna Evrópu- og Mið-
jarðarhafsdeildar FIBA haldin
í Múnchen. 1 ráði er að full-
trúi KKÍ mæti þar.
22.—29. sept. fer fram Ev-
rópumeistarakeppni kvenna í
Mulhouse í Frakklandi og 2.—
4. nóv. er Polar Cup-keppnin í
Stokkhólmi, en fsland hefur
tilkynnt þátttöku í þeirri
keppni.
Heimsmeistarakeppni karla
verður háð 1 Manilla á Filips-
eyjum 1.—15. des. nk.
Sumarið 1963 verður Evrópu-
meistarakeppni VarJa háð i Pól-
landi. v
ó Hólmnvík og Hofsósi
ÁRNI EYÞÓR JÓNSSON mun framvegis ann-
ast afgreiðslu Morgunblaðsins á Hólmavík. Ber
kaupendum blaðsins þar að snúa sér til hans,
svo og þeim í kauptúninu er óska að gerast
áskrifendur að Morgunblaðinu. — Árni Eyþór
mun jafnframt dreifingu blaðsins annast inn-
heimtu þess. \
Niels Hermannsson annast afgreiðslu Morg-
unblaðsins á Hofsósi, til fastra kaupenda blaðs-
v ins þar. Hann mim einnig, jafnframt dreifingu s
blaðsins þar í kauptúninu, annast innheimtu
þess. — Þeim Hofsósbúum, sem óska að gerast
áskrifendur að Morgunblaðinu, ber að snúa sér
til hans. —