Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 8

Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 8
8 MORGXJTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. júní 1962 Stanzað við Varmahlíð í Skagafirði. VIÐ hittum Markús Jónsson, bónda á Borgareyrum undir Vestur-Eyjafjöllum, á förn- um vegi fyrir skemmstu. Hann var að koma úr skemmtilegri bændaför norð- ur í land, sem Eyfellingar höfðu farið í tilefni 75 ára afmælis búnaðarfélagsins í sveit þeirra. Raunar átti Búnaðarfélag Merkurbæja sitt stóra afmæli í fyrra, en 1 þá var 'ekki kostur að halda það hátíðlegt. Félagið var stofnað af nokkrum framá- mönnum af Merkurbæjun- um og nokkru síðar annað félag í austurhluta sveitar- innar, er voru síðan sam- einuð undir nafni hins fyrr- nefnda. — Sumir halda veizlur heima í sveit sinni á af- mæli sem þessu, en það þótti okkur ekki nógu frum- „Er irm á lendur andinn fer" legt, vildum enda gera okk- ur nokkurt gagn á þessum tímamótum, auk skemmtun- arinnar, og því varð þetta að ráði. Félagið okkar hefur starfað vel alla tíð og átt góðum og gegnum forystu- mönnum á að skipa, segir Markús. — Við lögðum upp í þessa för hinn 16. dag júnímán- aðar og vorum alls 66 í för- inni, bændur og . konur þeirra, ásamt farastjóra og bifreiðastjórum. • — Farastjórann lagði Bún- aðarfélag íslands okkur til, Gunnar Árason, skrifstofu- stjóra félagsins, sem gegndi því hlutverki með ágætum í samráði við formann fé- lags okkar, Árna Sæmunds- son, bórida í Stóru-Mörk. — Ekið var að austan um Þingvelli, Uxahryggi og allt norður í Reykjaskóla í Hrútafirði, þar sem Vestur- Húnvetningar tóku á móti okkur með boði. Síðan Var gist á ýmsum bæjum í V- Húnavatnssýslu. Á þjóðhá- tíðardaginn var svo haldið ' norður í Skagafjörð og Glaumbæjarsafnið skoðað, en síðan setið boð bændafröm- uða í Skagafirði að Varma- hlíð. Þaðan var svo haldið norður í Eyjafjörð og setið boð Eyfirðinga að 'Freyvangi. Um kvöldið var komið að Laugum í Þingeyjarsýslu og setið boð Suður-Þingeyinga, en gist síðan á bæjum í Reykjadal og Aðaldal. — Hinn 18. júní var haldið fyrir Tjörnes og þeg- ið boð Norður-Þingeyinga í Skúlagarði, en þaðan haldið um Ásbyrgi að Dettifossi um Hólsfjöll og í Mývatnssveit og setin veizla Búnaðarfé- lags íslands í Reynihlíð, en síðan gist hjá bændunum í Reykjahlíð. Fjórða daginn var svo haldið til Akureyr- ar og þar setið boð KEA og dvalizt alllanga hríð, eða svo lengi að ekki vannst tími til að sækja heim Hóla í Hjalta dal, sem ráðgert hafði verið, en um kvöldið vorum við í boði * Austur-Húnvetninga í • Húnaveri og síðan gist í Ból- staðarhlíðarhreppi og Langa- dal. — Hinn 20. júní var svo haldið í Hreðavatnsskála og setið hádegisboð hjá Borg- firðingum, en síðast tók Búnaðarsamband Kjalarnes- ings á móti okkur í Hlé- garði og þar með var hinni raunverulegu bændaför lok- ið. — Móttökur allar í þess- ari .för voru svo ánægjuleg- ar og rausnarlegar að vart fá orð lýst. Móttökunefndir bændasamtaka í hinum ýmsu héruðum komu víðast á móti okkur að sýshimörk- um og fylgdu okkur úr hlaði. Mér virtist allt, er ég sá hjá bændum nyrðra, bera I vott um mikla búmenningu 1 og framfarahug og ég vil þeta þess að við hjónin gist- um á fjórum bæjum á leið okkar og á þeim voru þrjú íbúðarhúsanna ný, svo greinilega ber það vott á- framhaldandi nýsköpun land 1 búnaðarins. 1 — Við hittum okkur til mikillar ánægju þrjá fyrr- verandi sveitunga okkar, sem nú eru búsettir á Norð- urlandi. Voru það ólafur Jónsson frá Yzta-Skála, sem nú býr í Gröf í Skagafirði, og Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ, sem einnig er bú- sett í Skagafirði, og síðast Guðrún Jakobsdóttir frá Holti, sem nú býr á Vikinga- vatni. Þetta fólk ferðaðist með okkur um hin nýju heimahéruð sín. — Ég vil að siðustu flytja Kjalnesingum, Borgfirðingum og Norðlendingum alúðar- þakkir fyrir hönd okkar Ey- fellinga fyrir frábærar mót- tökur og fyrst og fremst for- ystumönnum bændasamtak- anna á hverjum stað, sem stóðu straum af öllum þess- um vinafagnaði. Þá vil ég vegna okkar hjónanna þakka fólkinu á bæjunum, sem við gistum, fyrir alúð- legar móttökur og beztu að- hlynningu. Við gistum á Efra-Núpi í Miðfirði, Ytra- Fjalli í Aðaldal, Reykjahlíð við Mývatn og Geitaskarði í Langadal. — Og loks varð þessi vísa til, sem vottur þakklætis til fararstjórans okkar, segir Markús; „Er inn á lendur andinn fer — áður lítið kunnar, — Eyfellingar óska sér yðar fylgdar, Gunnar“. Norski milljón kr. sjóðurinn til skógræktar tekur til starfa ósló, 25. júní. (NTB) SKIPUÐ hefur verið íslenzk- norsk nefnd, til þess að sjá um ráðstöfun á þjóðgjöfinni — einni milljón norskra króna — sem Stórþingið ákvað hinn 27. maí sl. ár að færa íslendingum. Konungur Noregs skýrði frá gjöf þessari, er hann var í op- inberri heimsókn á Islandi síð- astliðið sumar. Skal fénu varið til skógræktar á íslandi — og í því sambandi til eflingar á menningarsamskiptum Islands og Noregs. Samkvæmt. reglum þeim, er um ráðstöfun gjafarinnar skulu gilda, tilnefna ríkisstjórnir beggja landanna 2 menn í nefnd ina, þ.e. sinn manninn hvor, en sá þriðji er skógræktarstjórinn á fslandi. Af hálfu íslendinga hefur nú verið skipaður í nefndina Hákon Guðmundsson, formaður Skógræktarfélags ís- lands, sem jafnframt verður nefndarformaður. Norska utan- ríkisráðuneytið hefur skipað norska sendiherrann í Reykja- vík, Bjarna Börde, til þess að taka sæti Norðmanna. Og með þeim situr svo í nefndinni Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri. f þágu hverskyns skógræktarmála Um reglur þær, er settar voru um ráðstöfun gjafarinnar, er að öðru leyti það að segja, að henni skal fyrst og fremst varið í einhverja stórfram- kvæmd á sviði skógræktar, sem orðið getur sýnilegt og varanlegt tákn um tilgang gjafarinnar — og varðveitt minninguna um hana sem þjóðgjöf. Að öðru leyti má ráð- stafa af fénu til skiptiheim- sókna norsks og íslenzks skóg- ræktarfólks, könnunarferða sér- fræðinga, upplýsingastarfsemi 1 þágu skógræktar o. s. frv. Frumkvæði Anderssen-Rysst Hugmyndin um slíka þjóð- gjöf Norðmanna til eflingar skógrækt á íslandi kom fyrst fram árið 1958 frá Torgeir Anderssen-Rysst, þáverandi sendiherra Norðmanna í Reykja vík. Norska stjórnin tók svo málið upp að nýju haustið 1960, eftir að ýmsir aðilar höfðu hvatt til framgangs þess. — Gjöfinni er m.a. ætlað að sýna þakklæti Norðmanna í garð íslendinga fyrir mikils- verða aðstoð við Noreg í síðari heimsstyr j öldinni. Jindrich Rohan og Sinfóníuhljómsveitin HLJÓMSVEITAR.STJÓRI Sinfón íuhljómsveitar íslands og Ríkis- útvarpsins, Jindrioh Rohan, held ur nú af landi burt eftir árang- ursríkt starfsár, og er þá rétt að staldra við og huga að starfi þessa tékkneska, kærkomna gests. Jindrich Rohan ihefir nú á ein- um vetri stjórnað. hér fleiri hljómsveitarkonsertum en nokk- ur annar starfsbræðra hans á jafnskömmum tíma. Það eitt er merkur áfangi til að tryggja hljómsveitinni meiri stöðugleik í stjóm og starfi en verið hefir, ehda hafa hljómleikar hennar aldrei verið jafnvel sóttir sem nú. Jindridh Rohan hefir stjórnað tólf konsertum í hinum nýja tón- leikasal Háskólans og tíu skóla- hljómleikum. Á einum vetri hef- ir hann ennfremur flutt ellefu islenzk tónverk með hljómsrveit- inni, þar af fimm frumflutt. Við kynningu nýrra íslenzkra tón- verka hefir Rohan því verið af- kastamestur allra útlendra hljóm sveitarstjóra, er hér hafa unnið. Þegar Jindrich Rohan hóf starf sitt hér síðastliðið haust, setti hann markið hátt og gerði mikl- ar kröfur. Brátt mun hann iþó hafa séð að sérstæð tök hæfðu sérstæðu landi. Kröfurnar varð að miða við úttekinn þröska og reynslu. Allt annað var skortur á raunsæi. Með þessu móti varð samvinna öll æ betri. Skilningur á umhverfinu jókst og aðdáun á þeirri þrautseigju að byggja upp sinfóníuhljómsveit við örð- ug skilyrði. í höndum Rohans hefir hljóm- sveitin tekið mjög góðum fram- förum. Reglulegar æfingar hafa stuðlað að auknum og betri af- köstum en áður, áhuginn eflzt og samtökin batnað. Þannig hefir hljómsveitin fyrst nú sýnt, að til- veruréttur hennar er óvefengjan- legur. Þessi réttur byggist að verulegu leyti á skipulögðu, víð- tæku starfi í þjóðlífinu. Enda þótt þáttur thljómsveitarinnar hafi hér stórum vaxið, þá mun hann þó ekki enn að fullu nýttur. En rekstur sveitarinnar í vetur hefir sýnt, að fastur grundvöllur er lífsskilyrði. Þessi grundvöllur er nýr og stendur á þremur stoðum: 1) Fyrirfram samin heildar- verkefnaskrá fyrir allt starfsárið. 2) Fastráðinn hljómsveitar- stjóri. 3) Fastir áskrifendur að kons- erium (að nokkrum hluta). Þar við bætist, að hljómsveitin leikur nú í fyrsta sinni í boðleg- um konsertsal, þótt vi3s vand- kvæði séu jafnan á að sameina í sörnu húsakynnum konsertsal Og kvikmyndasal. Og við brott- för Jindriöh Rohans má minnast þess, að þessi- grundvöllur var lagður í samráði við hann undir eftirliti Ríkisútvarpsins. ' * Af eftirminnilegri frammistöðu Rohans og hljómsveitarinnar er vert að nefna sérstaklega sym- fóníu César Francks. Hér var arnsúgur í framsetningu, sam- skeyti öll þétt, tilfinning og skap í samræmi við höfundinn. Sym- fónían hljómaði réttilega sem heilsteypt listaverk. Þá ber að meta skilning Rohans á nauðsyn þess, að íslenzk tónskáld fái flutt verk sín. Hér hefir hann gengið fram fyrir skjöldu og vakið til bljómandi lífs mörg verk, er aldrei áður höfðu heyrzt. Fyrir það hlýtur hann einlæga þökk. Nú, er Jindrich Rohan hverfur af landi brott, er hann þakklátur landi og þjóð. Hann ber íslend- ingum gott orð fyrir góðvild og gestrisni og þa-kkar einkum. hljómleikagestum fyrir einstak- an áhuga, fólki sem hlustar á hljómleika einungis af innri þörf en ekki af sýndarhneigð. Og unga fólkið, sem oft var um helmingur konsertgesta, gefur góðar vonir um framtíðaraðsókn. Hallgrímur Helgason. Höfunm fengið failega danska nýtízku blómavasa marga liti, frá hinni velþekktu verksmiðju Hoimegaards Glasværk a/s Konunglegur hirðsali. Lítið í gluggana. HJðRTUR NIELSEN H.F. Templarasundi 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.