Morgunblaðið - 27.06.1962, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. júní 1962
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús_ Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 3.00 eintakið.
AÐ ÞORA AÐ TALA
Bandarískir landgönguliðar ganga á Iand í Bangkok, Thailandi sl. mið'vikudag. Komu þeir til
Thailands að ósk stjórnarinnar þar vegna innrásarhættu frá Laos. — Hin nýja Laos-stjórn
hefur nú krafizt þess að lið þetta verði á brott úr Thailandi.
Tshomhe vill hlé á
viBrœðunum við Adou'a
k ður en sú harðvítuga |
deila, sem íslendingar
lentu í við Breta, náði há-
marki sínu með valdbeit-
ingu, var margsinnis á það
bent, að gera ætti tilraun
til að ræða málin, til dæmis
innan vébanda Atlantshafs-
bandalagsins, og voru þeir
margir, sem gerðu sér von-
ir um að á þann hátt gætu
íslendingar sigrað. Þessari
ábendingu var hafnað af
þeim mönnum, sem þá fóru
með völd, enda var megin-
markmið kommúnista að
koma í veg fyrir farsæla
lausn deilunnar. Hún átti að
þjóna því markmiði að
veikja Atlantshafsbandalagið
og helzt að rjúfa bönd okk-
ar við vestrænar þjóðir.
Segja má að bollalegging-
ar um það, hvemig farið
hefði, ef íslendingar hefðu
reynt að ræða málin, hafi
litla þýðingu úr því sem
komið er. En að gefnu til-
efni er rétt að víkja að því,
sem síðar varð, þ.e.a.s. því
hagstæða samkomulagi, sem
Islendingar náðu við Breta.
Blað Framsóknarflokksins
spyr nú að því nær dag
hvem, hvað Ólafur Thors
hafi átt við í hinni merku
ræðu sinni 17. júní, þegar
hann vék að því að lægja
þyrfti þjóðemishroka og
efla gagnkvæman skilning
þjóðanna á þörfum og ósk-
um annarra. Raunar talaði
forsætisráðherra svo skýrt,
að allir gátu skilið orð hans,
líka þegar hann vék að land
helgismálinu, en gangur
þess skal þó stuttlega rifj-
aður upp.
Með útfærslu landhelg-
innar 1952, sem' gerð var á
grundvelli laganna um vís-
indalega verndun fiskimiða
landgrunnsins frá 1948, var
búið að ryðja brautina og
átti málið eftir það að verða
tiltölulega auðleyst. Vinstri
stjórnin hélt hinsvegar væg-
ast sagt illa á málum. Hún
bauð Bretum boð, sem mun
hagkvæmari vom fyrir þá
en sú lausn, sem síðar
fékkst. En þær samninga-
umleitanir fóru út um þúf-
ur. —
Málið fór auðvitað í al-
gjöran hnút, þegar íslenzk
stjómarvöld neituðu að
reyna að tala við gagnaðil-
ann. Með þeirri ákvörðun
var að sjálfsögðu girt fyrir
að nokkurt samkomulag
gæti náðst. Upp úr þessu
skapaðist síðan, eins og fyr-
irfram var vitað, hreint
hernaðarástand.
Þannig var umhorfs, þeg-
ar vinstri stjómin hrökklað-
ist frá og nýir menn tóku
við. Þeim tókst að ná miklu
betra samkomulagi en
vinstri stjórnin hafði boðið
og þeim tókst að koma á
friði og sættum milli þess-
ara tveggja vinveittu þjóða.
En hvernig tókst þetta?
Þar er komið að því
meginatriði í ræðu Ólafs
Thors, að jafnt beri að forð-
ast stífni og hroka eins og
talhlýðni og undirgefni.
Þegar við stjómartaum-
unum tóku menn, sem gátu
talað og þorðu að tala al-
þjóðlegt tungumál, var mál-
ið auðleystara en áður hafði
verið haldið. Samningaum-
leitanir vom teknar upp án
hroka, en líka án minni-
máttarkenndar, og þær báru
þann árangur að íslending-
ar náðu hinum hagkvæmu
samningum.
Bezta staðfestingin á því
að samkomulagið við Breta
er haglcvgemara en þau
sjónarmið, sem íslendingar
börðust fyrir á Genfarráð-
stefnunum, er sú, að naum-
ast mundi nokkur sannur,
íslendingur í dag vilja rifta
samkomulaginu við Breta
gegn þvi að lögbinda 12 míl-
ur sem alþjóðareglu. — Þá
værum við bundnir við þau
fiskveiðitakmörk, en nú er-
um við óbundnir, vegna
þess að til vom menn, sem
þorðu að mæta gagnaðilan-
um á jafnréttisgrundvelli.
AUKIN MENNTUN
ví miður hafa Islendingar
ekki gert sér nægilega
grein fyrir nauðsyn þess að
stórauka vísindastörf og al-
menna menntun. Ánægju-
legt er þó til þess að vita
að úr vísindasjcði skuli nú
hafa verið veittir ríflegir
styrkir, sem nægja munu
til margháttaðra vísindaiðk-
ana, sem í náinni framtíð
og fjarlægari eiga eftir að
bera margvíslegan arð.
En það er þó ekki ein-
göngu hin fjárhágslegu sjón-
armið, sem hafa ber í huga,
því að það er rétt sem Ás-
geir Pétursson, sýslumaður,
benti á í þjóðhátíðarræðu í
Borgarnesi, að menningin
er ávöxtur og arður af
mennta- og fræðslustarfi.
Hann benti jafnframt á að
íslendingar gætu haft hlið-
sjón af þróun mála hjá
tveimur miklum menningar-
þjóðum, Dönum og Sviss-
lendingum.
íslendingar eiga ekki síð-
ur tækifæri ’en þessar tvær
þjóðir, sem eru frábærlega
menntaðar og hafa á að
skipa góðum iðnaðarmönn-
um og tæknifróðum. Þessar
þjóðir eru ekki auðugar að
hráefnum fremur en íslend-
ingar, en engu að síður eru
þær í fremstu röð iðnaðar-
þjóða.
„HUGSJÖN"
FYRIRTÆKISINS
Fregnir þær, sem Morgun-
blaðið hefur birt af
hótunum um atvinnukúgun
á Selfossi, hafa að vonum
vakið mikla athygli. En
Tíminn er samt ekkert
banginn við að verja málið.
Hann talar í gær um þá
„hugsjón, sem fyrirtækið
leitast við að koma í fram-
kvæmd“ og hneykslast á
því, að allir starfsmenn
Kaupfélags Árnesinga séu
ekki fúsir til að berjast fyr-
ir „hugsjóninni“.
En hver er sú „hugsjón",
sem Kaupfélag Árnesinga á
að „leitast við að koma í
framkvæmd“? Naumast fer
á milli mála hver hún er.
Það er sú „hugsjón“ að ná
ofurvaldi yfir sem flestum
þáttum atvinnulífsins, gera
sem allra flesta einstakl-
inga fjárhagslega háða sam-
tökum þeim, sem forkólfar
Framsóknarflokksins stjórna
sem pólitísku einkafyrir-
tæki sínu.
Þetta ofurvald á síðan að
nota til að styrkja Fram-
sóknarflokkinn og. þá leið-
toga hans, sem einskis svíf-
ast til að ná völdum. Þetta
er sú mikla „hugsjón“, sem
allir starfsmenn samvinnu-
félaga eiga að berjast fyrir
að dómi Framsóknarflokks-
ins. Annars eru þeir sagðir
„undarlega skapi farnir“ og
„kynlegir kvistir“.
LEOPOLDVILLE, 25. júní (AP
— NTB) — Moise Tshhombe, rík
isstjóri í Katanga, lýsti því yfir
á mánudag, að sig fýsti að fresta
um sinn fundarhöldum með Cyr
ille Adoula, forsætisráðherra, svo
að sér gæfist tækifæri til að
skreppa í heimsókn til Elísabet-
ville í Katanga. Þar vildi hann
hugleiða málin í ró og næði.
Tshombe sagði í yfirlýsingu
sinni til blaðamanna, að hann
hefði borið fram þá ósk við full
trúa Sameinuðu þjóðanna í
Kongó, Robert Gardiner, að
hann kaemi þessu til leiðar.
Nokkur árangur náðst.
Viðræður þeirra Adoula og
Tshombe hafa snúist um fram-
tíð Kongó. Þegar hefur náðst
samkomulag um nokkur atriði,
en önnur hefur gengið mjög erf
iðlega að leysa. Tshombe lýsti
því yfir, að hann væri ánægður
með viðræðurnar fram til þessa.
Hann kvað Katanga-menn reiðu
búna til að láta um sinn nokkurt
fé af hendi'rakna til rílkisút-
gjalda í Kongó.
Tvísýn talninc; í
Perú
LIMA, 23 júní (AP). — Fernando
Belaunde Terry var enn á laug-
ardag atkvæðaflestur frambjóð-
enda í forsetakjörinu, sem fram
fór hér í Purú nýlega. Skipti hafa
hins vegar orðið í öðru og þriðja
sæti.
í fyrsta skiptið, síðaxi talning
hófst fyrir nær 2 vikum hefur
Vivtor Raul Haya de la Torre náð
öðru sæti. Manuel Odría, fyrrum
forseti, hafði áður komið næstur
Belaunde.
Síðustu atkvæðatölur eru sem
hér segir: Belaunde 447,857, Haya
de la Torre 417,851 og Odria
414 456. — Rúmlega þriðjungur
atkvæða hefur nú verið talinn.
Alls voru frambjóðendur við
forsetakjörið 7 talsins, en hinir
fjórir hafa fengið mun færri at-
kvæði. Þó munu þeir samanlagt
hafa nægilegt atkvæðamagn, til
þess að eiiginn hinn þriggja hljóti
þriðjung atkvæða, en þá flytzt
kosningin inn í þingið.
Tilkynningar beðið.
Þess hafði verið vænzt, að tiV.
kynning um nýjan árangur við-
ræðna þeirra Adoula og Tshom-
bes yrði gefin út á þriðjudag.
Þykir nú illa horfa um að svo
verði, þó að öll von hafi enn
ekki verið upp gefin.
SÓPRANSÖNGKONAN María
Callas mætti ekki í réttinum í
Mílanó, þegar hjónaskilnaðarmól
hennar og Gianbattista Meneg-
hini var á dagskrá nýlega. Lög-
fræðingur hennar bar annríki
við og sagði að söngkonan væri
að undirbúa sig undir þýðingar-
miklar söngskemmtanir.
María Callas og Meneghini
hafa aðeins hitzt einu sinni eftir
að þau slitu samvistum fyrir
tveimur árum, og það var í þess
um sama rétti í maí í vor.
Meneghini, sem nú er 65 ára,
fékk fimm blaðamenn til að
bera vitni í réttinum um það, að
hinn auglýsti vinskapur Callaa
og milljónamœringsins Onassis
hefði skert heiður hans.
Hann krafðist einnig fjárhags-
legs uppgjörs, þ.e.a.s. að honum
yrði dæimdar eignir þeirra, sem
nema að verðmæti um 500.000
pund. Hann kvað orsökina til
skilnaðarins hafa verið róðríki
eiginkonunnar.
Ef dómurinn fellur honum f
vil, stendur María uppi allmiklu
snauðari en áður — en hingað
til hefur hún haldið því fram,
að hún væri ekki að sækjast eftir
auðæfum Onassis, því hún ætti
nóga peninga.