Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 15
Miðvikudagur 27. júní 1962
MORGVNBLAÐIÐ
15
Frelsisbarátta Kúrda
— uppreisn þeirra í írak hefur staðið í ái
XJPPBEISN Kúrda í írak hef- kommúnistum,
ur nú staðið í rúmt ár, þrátt
fyrir tiiraunir stjórnar lands-
ins til þess að binda endi á
hana. Foringi uppreisnar-
manna er Mulla Mustafa Barz-
ani, leiðtogi þjóðernishreyfing
ar Kúrda. en hann og fylgis-
menn hans hafa hneigzt til
vinstristefnu í stjórnmálum.
Orsök uppreisnarinnar er
skerðing á rétti Kúrda, en á
hann hefur mjög verið gengið
undanfarin ár, þrátt fyrir þau
loforð sem þeim voru gefin
um aukið sjálfstæði, eftir bylt
inguna í írak 1958.
Um langt árabil hefur gætt
mkiillar óánægju meðal
Kúrda, eða allt frá því um
1920, er samningur sá var
gerður, er nefndur er Sevres-
samningurinn, og átti að
tryggja þeim sjálfstjórn. Það
samkomulag var þó aldrei
haldið, og í stað þess að vera
nú sameinaðir, er að finna
þjóðarbrot Kúrda í fjórum
löndum, Tyrklandi, Persíu,
írak og Sýrlandi.
Því hefur verið haldið fram
að uppreisn Kúrda sé studd af
og sé aðeins
möguleg vegna stuðnings
þeirra. Þeir, sem bezt þekkja
til, segja það hins vegar mjög
orðum aukið. Það, sem fyrst
og fremst heldur Kúrdum sam
an, í baráttu sinni, er tryggð
einstakra þjóðflokka við höfð-
ingja sína, — og tengsl þeirra
allra. Öll barátta þeirra, þrátt
fyrir að hún fari raunverulega
fram á mörgum stöðum, miðar
að því að skapa eitt ríki,
Kurdistan, þar sem allir þjóð-
flokkarnir, sem telja um 5
milljónir, gætu sameinazt.
Þótt svo kunni að fara, að
Mulla Mustafa takizt að vinna
sjálfstæði til handa þeim
Kúrdum, um 1 milljón tals-
ins, sem búa 1 írak, þá myndi
það á engan hátt draga úr
lönguninni til að skapa eitt
ríki. Mesta hindrunin á þeim
vegi er hins vegar fátækt
Kúrdanna sem eru algerlega
háðir nágrönnum sínum um
lífsafkomu.
í írak og Sýrlandi starfar
flokkur Kúrda, Demokrata-
flokkurinn sem byggir stefnu
sína á því að höfða til þjóð-
erniskenndar. Að öðru leyti
er stefna flokksins mjög í
anda Marxisma. Þótt flokkur-
inn starfi aðeins opinberlega
í þessum tveimur löndum, þá
er lítill váfi talinn leika á því,
að hann starfi leynilega bæði
í Tyrklandi og fran, þótt ekki
liggi neitt fyrir um styrkleika
hans þar.
Þótt styrkleiki Kúrdanna
liggi fyrst og fremst í tryggð
þjóðflokkanna við foringja
sína, þá fer sívaxandi sá hóp-
ur, sem hlotið liefur menntun,
og byggir völd sín, sem eru
allmikil, fyrst og fremst á
henni, en ekki á samheldni
þeirri, sem lengst af hefur
bundið Kúrda sterkustum
böndum.
Mustafa Barzani er þó for-
ingi, sem byggir völd sín bæði
á stuðningi menntaðra og
ómenntaðra, ekki sízt hinna
síðasttöldu. Segja má, að hann
hafi hlotið skírn sína sem
stjórnmálamaðUr, er. stofnað
var Mahabad-lýðveldið 1946.
Hvatamenn að stofnun þess
voru Rússar, sem þá höfðu her
setu í N-fran. Tilgangurinn
var að staðfesta sjálfstjórn þá,
sem persneskir Kúrdar höfðu
fengið viðurkennda í Teheran.
1941 féll íranska stjórnin
vegna íhlutunar Rússa og
Breta. Snemma árs 1945 var
Demokrataflokkurinn stofnað-
ur, þ. e. nokkru áður en lýð-
veldið komst á fót, sem laut
stjórn flokksins.
Um svipað leyti hafði Barz-
ani flúið frá írak, eftir mis-
heppnaða' byltingartilraun.
Hermenn hans urðu styrkur
stjórnarinnar.
Það má til marks hafa um
stuðning Rússa, hve lífdagar
lýðveldisins urðu fáir. Rússar
höfðu lofað stjórninni hernað-
araðstoð. en er til kastanna
kom, var sá stuðningur aðeins
íólginn í einkennisbúningum
á æðstu menn innan hersins.
Það sem afdrifaríkara varð
fyrir Mahaband-lýðveldið, var
samkomulag það, sem systur-
ríki. þess í Azerbazjan, er
byggði völd sín á hermdar-
verkum og ofsóknum, gerði
við ráðamenn í Teheran. Þar
með var Mahabad-lýðveldið
komið í minnihlutaaðstöðu í
Azerbazjan.
Eftir að lýðveldið leið undir
lok veittu Rússar Barzani
hæli. Hann og fylgismenn
hans dvöldust í Rússlandi
næstu 12 árin unz Kassem,
hershöfðingi, bauð þeim að
flytja til frak eftir uppreisnina
þar. Þótt Barzani dveldist svo
lengi í Rússlandi, sem raun
bar vitrá, þá naut hann aldrei
trausts kommúnista. Sovét-
Kúrdarnir, sem eru aðeins um
60.000,, eru í algerum minni-
hluta í dag.
Því hefur verið haldið fram,
að vopn þau, sem Kúrdarnir
nota nú í uppreisn sinni í írak,
hafi verið send þeim frá
Tékkóslóvakíu og Rússlandi.
Þótt þau séu þaðan, uppruna-
lega, þá er ekki svo. Vopnin
eru herfang. Kommúnistaupp-
þot þau, sem efnt hefur verið
til í Baghdad, eru ekki gerð
í þeim tilgangi að styðja
Kúrda í frelsisbaráttu þeirra,
heldur til að gera aðstöðu
Kassems erfiðari. Ekkert hef-
ur komið fram, sem bendir til
þess, áð Rússar hafi aukið að-
stoð sína við Barzani. Á sama
hátt og Bandaríkin og Bret-
land, þá reyna Rússar að ving
ast við Arabaríkin. Þjóðernis-
tilfinning þeirra mælir mót
sjálfstæði Kúrdanna.
Kommúnistar líta því sjálf-
stæðislöngun Kúrda á sinn sér
staka hátt, sem m. a. hefur
komið fram í því að hið
kommúniska alþjóðasamband
stúdenta, IUS, hefur fimm
sinnum,. síðan 1958, neitað Stú
dentasamtökum Kúrda í Ev-
rópu um upptöku. Hins vegar
hefur ISC CoSec, Alþjóðasam-
band stúdenta, boðið Stú-
Framh. á bls. 16.
BÆ JARST JÓRN ARKO SNINGAR:
Bæjar- og sveitarstjórnarkosning
ar fóru fram 27. maí í 42 kaupstöð-
um og kauptúnum. í kaupstöðun-
um fékk ^ Sjálfstæðisflokkurinn
samtals 27.390 atkv. og 52 borgar-
og bæjarfulltrúa, Framsóknarflokk
urinn 9480 atkv. og 23 fulltrúa, Al-
þýðubandalagið 9255 atkv. og 20
fulltrúa, Alþýðuflokkurinn 7619
atkv. og 18 fulltrúa, en óháðir list
ar og flokkasamsteypur 4426 atkv.
og 15 fulltrúa. í Reykjavík hlaut
Sjálfstæðisflokkurinn 9 fulltrúa
kjörna, Alþýðubandalagið 3,
Framsóknarflokkurinn 2 og Al-
þýðuflokkurinn 1 (29).
TÖTGERÐ:
Lifrarsamlag Vestmannaeyja hefur
tekið á móti yfir 2 þús. lestum af lifur
á vertíðinni (1).
Löndun stöðvuð úr síldveiðibátun-
um þar sem svo mikið heufr borizt
að landi að ekki er hægt að taka við
meiru (1).
Eyjabátar fara á veiðar með línu
©g síldveiðar (4).
Mikil síld berst til Akraness (8).
Hafinn flutningur á síld til Noregs
(9).
Á lokadaginn hafði orðið góður með
alafli á Suðurnesjum og í Vestmanna
eyjum (11)
Togarinn Hallveig Fróðadóttír kem
ur til Reykjavíkur með 1800—1900 tunn
tir af síld (12).
18. Þús. tunnur af síld frystar síðan
tíldveiðar hófust við S-Vesturland á
Sl. hausti (13).
Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveð
ur rækjuverð (15).
Vélbáturinn Þorbjöm í Grindavík
aflahæsti bátur vertíðarinnar með
»46,5 lestir (16).
Fiskaflinn 65,3 þús lestir fyrstu 2
inánuði þessa árs (17).
Á þriðja hundrað- aðkomumenn á
vertíð í Ólafsvík (18).
Heildarafli Flateyjarbáta 1829 lest-
Ir (19).
Helgi Helgason á Patreksfirði afla-
tiæsti bátur á Vestfjörðum, með 875,8
lestir (19).
Heildarsíldveiðiaflinn við Suð-Vest
urland á vertíðinni 1,3 millj. uppmæld
ar tunnur, Mest magn hefur borizt til
Jteykjavíkur (22).
Hvalvertíðin hafin (22).
13.465 lestir bárust til Sandgerðis á
Vetrarvertíðinni (25).
Svanur RE 88 var aflahæstur Reykja
víkurbáta á vetrarvertíðinni, aflaði
730 lestir (27).
Rækjuleit hafin fyrir Vestur- og
Worðurlamdi (27).
Norsku flutningaskipin hætt síldar
fiutningum. Fluttu alls 2344 lestir (29).
Pegar vélskipið Guðmundur l>órðar
son hætti síldveiðum hafði báturinn
aflað yfir 50 þús. tunnur á vetrar
vertíðinni (30).
Varðskipið Ægir hefur hafið rann-
sóknir á síldargöngum að Norður-
landi (30).
Aflahæsti báturinn á Bíldudal,
Andri, var með 666 lestir á vertíðinni
(31).
Ægir verður var síldar út af Látra
bjargi (31).
VEÐUR OG FÆRÐ
ísröndin heldur nær íslandi en
venjulega (4).
Kólnar í veðri og snjóar í Eyja-
firði (5).
Enn ófært um Siglufjarðarskarð, þar
sem skarðið hefur enn ekki verið rutt
(9).
Veturinn varð beitarsæll í Borgar-
fyriði eystra (10).
Umferðatakmarkanir víða á vegum
vegna aurbleytu (10).
FRAMKVÆMDIR:
Togaranum ísborg breytt í flutninga
skip (1).
Aluminiumvinnsla hagstæðasta leið
in til stórvirkjunar á þessum áratug
að dómi verkfræðingaráðstefnunnar
(1).
Póst- og símamálastjómin tekur upp
telex-þjónustu milli íslands og út-
lamda (1).
Heildaráætlun gerð um fullnaðarfrá
gang allra gatna í Reykjavík á næstu
10 árum (3).
Hafnarbúðir, nýtt verkamannaskýli
tekið í notkun í Reykjavík (3).
Nýtt gistihús 1 Bolungarvík (4).
Flugfélag íslands flytur skrifstofur
sínar í Bændahöllina (4).
Gísli Halldórsson, verkfræðingur,
finnur upp nýjan síldarsjóðara (5).
Framkvæmdir hafnar við sundhöll
í Kópavogi (9).
Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði end
urbyggð (9).
Ný sundlaug vígð á Siglufirði (10).
Bygging nýju slökkvistöðvarinnar
boðin út í sumar (11).
Frá 1960 hefur verið stöðug undir
búningsvinna við skipulag 165 þús.
manná byggðar á Reykjavíkursvæð-
inu (12).
Almenna byggingarfélagið að hefja
hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn (12)
Nýr veitingastaður, Hallarmúli, tek
ur til starfa í Reykjavík (13).
Nýr bátur, Gullfaxi NK 6, kemur
til Neskaupstaðar (13).
Hafin er vinna við raflögn á 5
býli í Kjósarhreppi (15L
Höfðavatn opnað út í sjó til þess
að bæta silunginn þar (15).
Á næstu tveimur árum verður fram
kvæmd stórfelld stækkun vatnsveit
\mnar í Reykjavík (16).
Hafin er bygging tollgeymslu í
Reykjavík (15).
Sótt um lóð fyrir Veðurstofu íslands
(17).
Bátalón ,f Hafnarfirði smíðar tvo
tilfarsbáta (19).
Ríkisútvarpið kemur upp endur-
varpsstöð á Raufarhöfn (20).
Sjö skólahús í smíðum í Reykjavík
(22).
I>riðja ófanga hitaveituáætlunar
Reykjavíkur lýkur fyrir áramót (23).
Ný kjörbúð tekur til starfa í Nes-
kaupstað (23).
Nýtt félagsheimili vígt í Neskaup-
stað (24).
Ný og sérkennileg kirkja reist í Ól-
afsvík (25).
BÓKMENNTIR OG LISTIR:
Kjarvals-málverk selt á 22 þús. kr.
(1).
„Undir veggjum veðra'* nefnist ný
ljóðabók eftir Baldur Ragnarsson (1).
„Lifandi manna land“ nefnist ný
ljóðabók eftir Pórstein Jónsson frá
Hamri (1).
Leikfélagið Stakkur sýnir Bör Börs
son 1 Keflavík (4).
Sjálfsævisaga dr. Hannesar I>orsteins
sonar, þjóðskjalavarðar, komin út (5).
Myndlistarfélagið heldur vorsýningu
í Listamannaskálanum (5).
Jón Jónsson heldur málverkasýningu
(5).
Merkar heimildir um aftöku Bjarna
á Sjöunduá nýfundnar í þjóðskjala-
safninu í Reykjavík (5)»
Sjónleikurinn „Júpiter hlær“ sýnd
ur á Bíldudal (9).
Veggteppi eftir Júlíönnu Sveinsdótt
ur sett upp í Hæstarétti Dana (12).
Sýning á myndum Collingwoods hald
in í Reykjavík (12).
106 mönnum úthlutað listamanna-
launum (13).
Komin er út myndskreytt útgáfa af
Passíusálmunum (13).
Flateyringar sýna sjónleikinn „Pét
ur kemur heim“ eftir Leslie Sands
(13)\
Sinfóníuhljómsveitin heldur hljóm
leika undir stjórn Olav Kiellands (16).
Lúðrasveit drengja á Akureyri leik
ur 1 Reykjavík og víðar (16).
„Myndir úr Strandasýslu“ heitir ný
útkomin myndabók, sem Tryggvi Sam
úelsson hefur gefið út (17).
Hafin er útgáfa á nýju tímariti er
nefnist Leikritið (17).
Norski stúdentakórinn í söngför
hér (19).
Karlakórinn Geysir á Akureyri í
söngför um Suðurland (22).
Tveir rússneskir listamenn í heim-
sókn á vegum Tónlistarfélagsins (29).
Hljómsveitarverk eftir Jón Nordal
frumflutt á hljómleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar (30).
Helgi Tómasson, listdansari, dansar
á heimssýningunni í Seattle (30).
Nýtt listasafn verður reist í Kópa-
vogi eða Reykjavík (31).
Leikfélag Reykjavíkur hefur sýning
ar á „Kviksandi'* úti á landi (31).
MENN OG MÁLEFNI:
Bandarískur prófessor, Arvid T.
Lonseth, flytur fyrirlestur við Há-
skóla íslands um sagnfræði (1).
Ámi Pétursson, kennari, settur
skólastjóri að Hólum (3).
Ingi R. Jóhannsson hraðskákmeistari
Reykjavíkur (4).
Japanskur, jarðskjálfafræðingur
heimsækir ísland (9).
Nýr brezkur sendiherra í Reykja-
vik E. D. Boothby (9).
Rauði Kross íslands heiðrar I>orstein
Sch. Thorsteinsson, fyrrv. formann
sinn (10).
David Brimbart, einn af framkvæmd
arstjórum Alþjóðasambands æskulýðs
iélaga heimsækir ísland (10).
Dr. Sigurður I>órarinsson skipaður
formaður Raunvísindadeildar Vísinda
sjóðs og dr. Jóhannes Nordal Hugvís
indadeildar (11).
Jóhann Axelsson ver doktorsritgerð
1 Lundi (12).
Guðrún Bjarnadóttir úr Ytri-Njarð-
vík kjörin „Ungfrú ísland 1962“ (15).
Haraldur Jónasson bæjarstjóraefni
Sjálfstæðismanna á Akranesi (16).
Bragi Hannesson, hdl. bæjarstjóra
efni Sjálfstæðismanna 1 Kópavogi (19).
Grískir fiskkaupmenn í heimsókn
(19).
„Skálholtssveinninn" veittur Stein-
dóri Hjörleifssyni (22).
Sigurbjörn Þorbjömsson skipaður
fyrsti rikisskattstjórinn (23).
Dr. Kjeld Philip, efnahagsmálaráð-
herra Danmerkur, flytur fyrirlestur í
Reykjavík um markaðsbandalag
Evrópu (23). *
Prófessor Einar Ólafur Sveinsson
kjörinn heiðursdoktor við Uppsalahá-
skóla (30).
Bandaríkin veita prófessor Niels
Dungal 50 þús. dollara styrk til rann-
sókna á magakrabba á íslandi (31).
SLYSFARIR OG SKAÐAR:
Árni Ásmundsson, bóndi að Skála-
nesi við Seyðisfjörð, stórslasast, er
dráttarvél vetlur (1).
Maður blindast vegna neyzlu tré
spírituss (1).
Varðskipið Óðinn fer með björgun
arþyrlu til Grænlands til þess að ná
þar í fársjúkan mann (3).
Eldur veldur skemmdum í skógrækt
argirðingu við Hafravatn (4).
Brezki togarinn Ross Kenilworth frá
Grimsby sekkur út af Malarrifi. Mann
björg (5).
Vélskipið Guðbjörg Jónsdóttir frá
\
Reykjavlk sekkur undan Stapa (5).
Þrír ungir menn úr Njarðvík, bræð
urnir Einar og Sævar Þórarinssynir
og Eggert Karvelsson, farast með trillu
bát (5).
Bærinn að Garði 1 Þistilsfirði brenn
ur (6).
Leki kom að mb. Orra frá Patreks
firði. Báturinn dreginn til hafnar
(10).
Varðskipið Þór bjargar áhöfn noröka
síldarflutningaskipsins Elgo, og dreg
ur skipið síðan til hafnar (11., 12).
Síldartökuskipið Vimi leitar hafnar
á Seyðisfirði (12).
Vistheimilið að Kvíabryggju brenn
ur (13).
Tveir menn handteknir fyrir ávís
anafölsun (13).
Ör skotið í auga fimm ára drengs
svo hann missin sennilega sjón á
því (15).
Tveir drengir urðu undir legsteini
í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík
og slösuðust illa (16).
Tvítugur piltur, Erlingur Birgir Ól-
afsson, fórst í flugslysi í lítilli flugvél
(17).
Lambalát kemur upp á bæ í
Hreppum (17).
Náin samgangur við sauðfé drap
tvær kýr (19).
8 ára drengur brennist illa á Akra-
nesi (20).
Þrennt slasast í. hörðum bifreiða-
árekstri í Reykjavík (23).
Veggur hrundi á dreng og slasað-
ist hann mikið (23).
Mikill sinubruni í Málmey (23).
Ungur piltur féll í skriðu í skóla-
ferðalagi og slasaðist á höfði (23).
Flutningabíll brennur á Kambabrún
(24).
Skriða fellur úr Laugardalsfjall og
veldur stórtjóni í skógræktargirðingu
og á túnum (29).
FÉLAGSMÁL:
Samkomulag náðist ekki um hátíða
höld verkalýðsins í Reykjavík 1. maí.
Voru því tveir útifundir haldnir þann
dag (1., 3).
Gjaldskrá fyrir verMræðistörf
breytt (1).
Skátadagur haldinn í Reykjavík (1).
Ingólfur Kristjánsson endurkjörinn
formaður Félags íslenzkra rithöfunda
(1).
Kristján G. Gíslason endurkjörinn
formaður Félags íslenzkra st<>rkaup-
manna (1).
Helgi Jónsson, Selfossi, kosinn for
maður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Árnessýslu (1).
Félag vestfirzkra skreiðarframleið
enda stofnað (1).
Páll S. Pálsson kjörinn formaður
Húseigendasambands íslands (1).
Atli Ágústsson endurkjörinn for-