Morgunblaðið - 27.06.1962, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. júní 1962
í KVÖLD kl. 8.30 verður
fyrsti leikur danska úrvals-
liðsins, sem hingað er kom-
ið í boði KR, á Laugardals-
vellinum. Danirnir mæta þá
Fram — liðinu, sem nú hef-
ur forystu í 1. deild.
* GÓÐ DÖNSK LBÐ
Það ríkir mikill spenn-
ingur varðandi þessa dönsku
heimsókn. Danir eiga góða
knattspyrnumenn, sem unn-
ið hafa stóra sigra. Úrvals-
lið Sjálands — eins og þetta
— hafa unnið hér stóra
sigra, en umfram allt sýnt
góða knattspyrnu. Þeir búa
yfir knattspyrnu, sem leikin
■Ma
k\U
Jón stokk
2.01 m.
k INNANFÉLAGSMÓTI ÍR í
gær stökk Jón Ólafsson 2.01
m í hástökki. Jón stökk þá
hæð í „öllum galla“ þ. e. a. s,
í skjóifötum sem íþróttamenn
nota. Hann reyndi þrívegis við
2.04 (metið er 2.03) en tókst
ekki.
Jón byrjaði á 1.90 m og fór
'í 2. tilraun, fór 1.95 í 1. og
2.01 í fyrstu, allt í „fullum
skrúða" sem fyrr segir. Má sjá
að han er í góðri þjálfun.
í dag fer Jón utan til
Moskvu þar sem hann keppir
á miklu alþjóðlegu móti. Síð-
an heldur hann til Noregs og
mun alls fá 4—6 kappmót í
ferðinni. Verður gaman að
fylgjast með árangri hans.
er af hraða, nákvæmni og
skjótri hugsun. Það hefur
ætíð verið gaman að horfa
á dönsk úrvalslið hér, og
þetta Xið ætti ekki að gefa
hinum fyrri eftir, ekki sízt
ef haft er í huga að Sjálandi
bættist nú mikill liðsstyrkur
þar sem Akademisk Bold-
klub er, en félagið flutti frá
Kaupmannahöfn til útborgar
og telst nú til Sjálands. Eru
margir leikmanna AB með í
förinni nú.
★ UM MIKIÐ A» KEPPA
Ofan á allt þetta bætist að
íslenzkir knattspyrnumenn hefja
nú lokaundirbúning að lands-
leik við Norðmenn. Leikirnir
við Dani eru því einskonar
lokapróf fyrir þá — og loka-
próf á það hvernig landsliðið
eigi að skipa, en sæti í lands-
liði £r mesti heiður, sem ís-
lenzkum íþróttamanni getur
hlotnast.
Það verða því án efa margir
á vellinum í kvöld. Þar ætti að
sjást góð knattspyrna. Þar er
til mikils að keppa.
Síðara mark Fram. Guðm. ósk. (8) skorar. Aðeins Bjarni Fel. sést af vörn KR.
Ljósm. Sv.Þormóðsson.
Enn jafntefli KR og Fram
En Fram hefur forystu
Þeim ætlar að veitast erfitt
að gera upp sínar sakir, gömlu
keppinautunum Fram og K.R. í
blíðskaparveðri mættust liðin á
Laugardalsvellinum í fyrra-
kvöld. Var þetta seinni leikur
þeirra í fyrstu deild. íslandsmóts
ins, og svo fór, að einu sinni enn
máttu þau skipta með sér stigum
en það er fjórða skiptið í röð
Má það all óvenjulegt teljast í
knattspymu þar sem á ýmsu
veltur og styrkleikahlutföll
breytast til og frá.
Staðan í fyrstu deild gerði það
að verkum, að mikill spenning
ur var fyrir þessum leik, en
samt var ekki mjög margt áhorf
enda í þessu fagra veðri. Svo
1
Geir marvörður Fram brosti
aldrei sækir Geir knött í netið
er KR loksins jafnaði, — en
. Það verða bakyerðir að gera.
virðist vera sem ferðir í Laugar
dal séu of strjálar og menn fara
þangað því mun síður en vestur
á Melavöll, sem liggur betur við
allri umferð. Það er hagur allra
íþróttafélaganna, að sem flestir
áhorfendur leggi leið sína á völl
inn, og því ætti að leggja áherzlu
á, að gera mönnum það sem auð
veldast. Þetta mega forráða-
mennirnir hafa í huga.
Við skulum þá snúa okkur að
leiknum. Fyrstu mínútumar
fóru að mestu 1 „upp(hitun“, en
fljótlega kom í ljós, að leikur
Fram var öllu ákveðnari og hei!
steyptari. Þeir sköpuðu sér upp
lögð færi og bæði Baldur og
Ásgeir áttu hættuleg skot af
færi, en framhjá. Samt var það
K.R., sem var fyrra til að skora
en með góðri aðstoð miðvarðar.
Fram. Halldór Lúðvíksson fékk
knöttinn á vítateigslínu fyrir
miðju marki og hugðist spyrna
fram völlinn, en hitti- ekki knött
inn. Hjá honum stóð Gunnar
Felixson, vel staðsettur og var
hann ekki seinn á sér að nota
opið færi. renna knettinum á
unda-n sér inn í teiginn og skor-
aðj örugglega, óverjandi fyrir
Geir markvörð.
Þetta var að vísu nokkuð hart
fyrir Fram, en þeir létu mótlæt
ið ekki á sig fá, heldur hófu
sókn að nýju, sem færði þeim
fljótlega góðan ávöxt. Það var
hinn efnilegi Ásgeir Sigurðsson
sem jafnaði fyrir Fram og á
HVERNIG Á AD SKIPA IANDSLH)?
SJALDAN eða aldrei hefur
baráttan í 1. deild knattspyrn-
unnar verið jafn tvísýn og nú!
Fimm félög af sex, sem þar
keppa, koma enn tii greina
sem sigurvegarar, þó mótið sé
hálfnað. Sjaldan eða aldrei
hefur verið eins erfitt að
skera úr á milli manna, sem
mæta ættu sem fulltrúar lands
ins í landsleik.
Fyrsti landsleikur ársins
nálgast óðfluga þrátt fyrir
alla þessa erfiðleika og hinn
8. júlí verður íslenzkt landslið
að verja heiður lands síns
gegn Norðmönnum sem hing-
að koma. Þann dag verður ís-
lenzkt landslið að vera valið
og ailir vona að valið heppn-
ist vel og það verði sterkasta
heild isl. knattspyrnumanna
sem þá hleypur inn á völlinn.
Til að kann hug knatt-
spyrnuunnenda i þessum efn-
um, þá vill íþróttasíða Mbl. nú
sem oft áður efna til skoðana-
könnunar um það hvernig
velja eigi landsliðið. Oft hefur
almenningur ólíkar skoðanir
í þessum efnum — einkum
ólíkar skoðunum landsliðs-
nefndar. En svo að á engan
sé hallað verður landsliðs-
nefndin „dómari“ í skoðana-
könnun Mbl. Sá sem stillir
upp Iandsliði sinu eins og
landsliðsnefndin gerir það fær
í verðlaun tvo miða á lands-
leikinn, stúkusæti auðvitað.
Spurningin er þá. „Hvernig
á að skipa landsliðið?“
Frestur til að skila „kjör-
seðlum“ er til þriðjudagsins
3. júlí!
Hér fylgir svo „kjörseðill".
alksða„i:
Það skal tekið fram að
heimild er fengin fyrir því að
Þórólfur Beck leiki þennan
landsleik fyrir ísland. — Ber-
ist margar réttar ráðningar
verður dregið um það hver
vinning hlýtur.
Utanáskrift ráðninga er —■
, Morgunblaðið — íþróttir".
Landsliðið skal þannig skipað:
v. útherji
miðherji
h. útherji
v.' innherji
h. innherji
v. framv.
miðvörður
h. framv.
v. bakv.
h bakv.
markvörður
Nafn sendanda:
Heimilisfang:
hann einn heiðurinn af markinu
Fékk toann knöttinn við miðlínu
lék hratt inn að marki K. R.,
torissti tvo varnarmenn af sér
með fallegum bolvindum og
skoraði glæsilegt mark með
skoti rétt innan vítateigs. Þetta
var eitt af þeim óvenjulega
Skemmtilegu mörkum, sem við
toöfum svo sjaldan séð, síðan Rík
harður var upp á sitt bezta. Að-
eins tveim mínútum síðar tekur
Fram forystuna og var þar að
verki Guðmundur Óskarsson,
sem skoraði með föstu skoti af
stuttu færi, eftir góða fyrirgjöf
frá Ásgeiri. Við þetta mark náði
Fram undirtökunum í leiknum
og var mun jákvæðara út hálf-
leikinn. Þeir voru nærri því að
skora þriðja markið á 36. mín.,
er Guðmundur skaut laust að
opnu markinu upp úr þvögu,«-en
á síðustu stundu komst Hreiðar
fyrir knöttinn og gat stöðvað
toann, svo til á línu. Þannig var
staðan í hálfleik 2—1, hefði vel
getað verið 3—1 fyrir Fram og
nú var farið að fara um aðstand
endur K.R.
En þeir áttu eftir að lifna við.
Síðari hálfleikurinn var alger
andstæða toins fyrri. Nú var hrað
inn mun minni, og nú hafði K.R.
öll völd á vellinum. Mark af
þeirra hálfu lá í loftinu og vörn
Fram var ekki sem öruggust þeg
ar á herti. Jafnteflið kom þó
ekki fyrr en um miðjan hálfleik
inn og var þar aftur kominn
Gunnar Felixson, sem skoraði af
stuttu færi úr hálfgerðri þvögu,
með fjóra varnarmenn Fram i
kringum sig. Rétt áður átti Fram
sitt eina hættulega færi í þess-
um hálfleik, en það var, er Hall
grímur Scheving spyrnti að
marki frá markteig. Mark blasU
við, en Hreiðar var þarna kom-
in.n enn einu sinni og bjargaði
í horn á síðustu stundu.
Eins og áður segir var sdðaii
toálfleikurinn mun rólegar leik-
inn og fór meira fram á vallar-
miðju en sá fyrri, sem einkennd
ist af tíðum og hröðum upp-
hlaupum. Sóknarmenn Fraxn
Framh. á bls. 23
Jugóslavar hafa
forystu yfir Norð
menn.
NORÐMENN og Júgóslavar
heyja nú landskeppni í frjálsum
íþróttum. Eftir fyrri daginn hafa
Júgóslavar 55 stig gegn 49 stig-
um Norðmanna. Af úrslitum má
nefna: Þrístökk Stanisic Júgósl,
•15.31. 2. Jocic Júgósl. 15.14. Há-
stökk: Kavcic Júgósl. 1.98. 2,
Vang Nor. 1.95. 800 m hl. Sol-
berg Nor. 1.53.1 2. Hammarsland
1.53.4. Kringlukast Radosevic
Júgósl. 52.85. 2. Haugen Nor,
52.77. 3000 m hindrun Ellefsæter
Nor. 8.43.8 (Bislettmet). Hafner
Júgósl. 8.56.4. 5000 m hl. Teien
Nor. 14.15 4. Gervan Júgósl.
14.16.0.