Morgunblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 10
10
MORCl ISBLAÐIB
Sunnudagur 1. júlí 1962
L
Afbrot framin
ölæði algengust
HEIMSÓKN ARTÍ MINN á
vinnuhælinu á Litla-Hrauni í
Flóa ætti eiginlega skv. reglu
gerð að vera um 2 tímar e.h.
á sunnudögum. En þar sem
áætlunarferðirnar frá Reykj a
vík eru kl- 9 á morgnana og
fram hjá Litla-Hrauni til
Reykjavíkur kl. 5:30, þá fá
ættingjar og vinir fanganna
29, sem þar eru, að koma
strax á sunnudagsmorgun,
borða hádegismat og dveljast
megnið af deginum inni hjá
þeim. Sl. sunnudag slóst ég í
för með manni, sem nýlega
hefur verið á Litla-Hrauni og
ætlaði í heimsókn til fyrrver-
andi samfamga sinna, átti við
suma erindi, þar sem hann
reynir að verða þeim að liði
og reka fyrir þá ýmis erindi í
bænum.
Er við ókum austur Hellis-
heiðina í glampandi sólskini,
komst ég að raun um, að það
sem föngunum hafði helzt leg
ið á hjarta, var að biðja hann
um að athuga fyrir sig hvort
nokkur von væri um eftirgjöf
af fangelsistíma, eftir þriðj-
ung af fangavist, helming og
svo framvegis. Og samferða-
maður minn tjáði mér, að
hann teldi það til mikilla bóta
og hagræðis, ef komið yrði á
laggirnar nefnd, eins og víða
er erlendis, sem fylgist með
föngunum og tekur til endur-
skoðunar hvort þeir eigi að
sitja af sér allan dóminn eftir
ákveðinn tíma, t.d. þriðjung
af fangelsisvistinni og gerir
síðan tillögur til dómsmála-
ráðherra. — Þetta mundi
verða til þess að fangarnir
vissu á hvaða- stigi málsins
þeir hefðu von um endurskoð
un og eftirgjöf og hvenær
ekki.
Hliðið á girðingunni var ó-
læst. — Við gengum inn og
meðfram snoturlega ræktuðu
blómabeði. — Sami fanginn
ræktar þetta blómabeð á
hverju vori. Hann var hér í
fyrravor og í ár var hann kpm
inn inn aftur í tæka tíð til að
búa það undir sumarið, segir
samferðamaður minn bros-
andi. Sunnan við húsið liggja
Víninu að kenna — og þó
Sá sem ég hitti fyrst að
máli, er í einum af stærri
klefunum, enda er hann bú-
inn að vera þarna lengur en
ýmsir aðrir, taka út 3 ár af
10 ára fangelsisdómi. Þetta er
25 ára gamall piltur, útitek-
inn og liðlegur í hreyfingum'
Hann sezt á rúmið sitt og
býður okkur sæti á stólum.
Klefinn er grænmiálaður, mál
aðar myndir á veggjum, gerð
ar af laghentum fyrirrennur-
um hans, taflborð málað á
borðplötu, útvarp á litlu
borði og nokkrir reyfarar. —
Hér er yfirleitt svipuð lesn-
ing og maður hefur til sjós,
segir hann til akýringar og er
ég rek augun í skrín, snotur-
lega skreytt með kuðungum
og skeljum, segir hann mér
að eftir að búið er að læsa
hvern fanga inni í sínum klefa
kl. 9 á kvöldin, þá hafi hann
sér til dundurs, ásamt því að
WMWWi
handfangi, er það mikið sál
arlegt áfall. En mér hefur
gengið vel að laga mig eftir
aðstæðum, eftir að ég kom úr
Steininum hingað austur. Það
er slíkur reginmunur að það
skilur enginn, sem ekki hefur
lent í því. Þar er ekkert að
gera annað en æða eirðar-
laus um klefann og bíða þess
að eitbhvað gerist. En það ger
ist ekkert. Auðvitað hlýtur
það að reyna á taugarnar að
vera ófrjáls, þegar árunum
fjölgar, þó ég sé ekki farinn
að finna svo mjög fyrir því.
En maður verður að taka af-
leiðingum af sínu afbroti. Það
er þýðingarlaust að saka aðra
um það. Eftir að dómur er fall
irm, er ekkert að gera annað
en reyna að búa í haginn,
þannig að manni' geti liðið
sem bezt úr því sem komið er.
— Og rimlarnir fyrir glugg
unum, hafa þeir truflandi á-
hrif?
þegar ég framdi mitt. afbrot
og man það ekki. Þetta mun
hafa gerzt á andartaki. Það er
e.t.v. hægt að kenna víninu
um það — og þó ekki. En
eitt er víst, ég smakka aldrei
vín framar. Nóg að það komi
manni einu sinni í bölvun.
Það mundi lítið þýða að fara
héðan með þá hugsun að
verða e.t.v. aftur ölvaður. —
Maður er búinn að leggja nóg
á aðstandendur sína, þó ekki
sé byrjað aftm á sama leik.
— Jú, það er lang algeng-
ast að menn komi hingað eftir
afbrot framin í ölæði. Það er
satt að segja hending ef menn
lenda hér öðruvísi.
Minnst verkefni á veturna
Meðan fangarnir eru að
borða hádegismatinn, göng-
um við um staðinn. Nautgrip
ir búsins, 60 að tölu, eru úti,
og fé, 110 kindur, komið á
fjall. Aðalviðfangsefni fang-
Litla Hraun
FréttamaBur Morgunblaðsins
heimsækir Litla-Hraun
nokkrir fangar í sólbaði. —
Sunnudagurinn er frídagur,
en vinnuskylda kl. 9—6 aðra
daga vikunnar. Vaktmaður
opnar með lykli fyrir okkur
rimlahurð sem er fyrir úti
dyrunum, og í vaktmannsklef
anum, þar sem þrír verðir
sitja og tefla, gef ég upp nafn
ið mitt. Þetta er ákaflega ein-
falt og ólíkt þægilegra en ég
„á að venjast". Eg hefi einu
sinni áður komið í fangelsi, í
Belgíu, er ég fór þangað með
verkefni sem fangarnir áttu
að vinna. Þá hafði heyrzt
mikið lyklaglamur og 5 hurð-
um verið upp lokið og læst að
baki mér, auk þess sem ég
varð að gera skriflega grein
fyrir erindinu, áður en ég
fékk að ljúka því. í fylgd með
samferðamanni mínum gat ég
hitt nokkra fanga að máli í
klefum þeirra, kaus það held
ur en gefa mig á tal við pilt-
ana sem sátu við spilaborð eða
þá sem voru að koma frá að
synda í sjónum í fylgd með
gæzlumanni.
lesa og hlusta á útvarp, að
búa þessi snotru skrín, sem
hann og annar fangi láti selja
iýrir sig í bænum. Gæzlumenn
fari með þeim niður í fjöru,
þar sem þeir tíni skeljar og
kuðunga. Á daginn ekur hann
traktor eða vinnur önnur
störf sem til falla. Milli vinnu
tíma og lokunartíma er oft
leikinn fótbolti úti. — Það er
gott að verða vel þreyttur til
að sofna fljótt, segir hann.
Annars kemur þetta reglu-
bundna líf upp í vana og verð
ur svo sjálfsagður hlutur, að
þau hátíðakvöld sem ekki er
lokað fyrr en á mdðnætti, þá
er maður orðinn eirðarlaus
löngu fyrr og farinn inn til sín
í rólegheitin.
— Hugsa? Eg hugsa ekki.
Það er um að gera. Einn og
einn telur dagana og þá geng
ur allt miklu verr. Eftir að
hafa lesið um fangelsi og
fangavist, hélt ég að þetta
væri miklu verra. í fyrsta
skipti, sem maður lendir fyr
ir innan læsta hurð með engu
— Það er eins gott að hafa
dregið fyrir, svo þeir sjáist
ekki. En þeir verða sjálfsagt
að vera þarna. Ekki að vita
hvað kynni að koma yfir
mann andartak á kvöldin og
næturna, þó fangarnir séu
mjög frjálsir við vinnu sína
á daginn og engum detti í hug
að reyna að hlaupast á brott.
Það hefur ekki komið fyrir
síðan ég kom hingað og yfir-
leitt hefur ekkert út af borið.
Og út á samfanga eða fanga-
verði hefi ég ekkert að setja,
— Fylgistu með því sem ger
ist utan við þennan stað, þeg
ar þú veizt að þú ferð ekki
héðan í bráð?
— Já, hér ríkir engin tilfinn
ing fyrir því að mann varði
ekki um það sem er að gerast
fyrir utan. Allir eru sólgnir í
blöð og útvarp og það er geysi
legur munur að vera í sam-
bandi við fólk sitt gegnum
heimsóknir. Þó þetta hafi kom
ið fyrir, þá verður langt líf
fram undan að afplánun lok-
inni. Eg var dauðadrukkinn,
anna er að vinna á buinu og
að kartöflurækt haust og vor
Einnig er unnið að >vi a
steypa plötur og 1 vor grofu
þeir fyrir grunni nýs vinnu
skála fyrir hælið, sem ætlun
in er að nota á veturna, þeg
ar verkefnin eru minnst. A
vatni fyrir neðan hælið liggja
skrítnir bátar mieð blaktandi
veifum við heimatil'búna
bryggju, líkast því sem strák
ar gera sér af vanefnum.
Það er margt gert sér til dund
urs, segir samferðamaður
minn. Annars kitlar sama f jósa
lyktin vitin og sömu sóleyj-
arnar gleðja augað sem ann
ars staðar á þessu vori. Eg
veiti því athygli, að girðingin
er langöflugust meðfram þjóð-
veginum, sennilega er það
eini staðurinn þar sem hún er
mannheld. Það lítur út fyrir
að hér sé meiri þörf á að
halda fólki úti en inni.
Við skoðum sellurnar í kjall
aranum, þar sem hægt er að
einangra illviðráðanlega fanga
um tíma. Þetta eru glugga-
lausir klefar með steyptum
rúmbálki og dýnu á, ljósi í
lofti, loftventlar út og fram á
ganginn og hiti sá sami og
annars staðar í húsinu. Þess-
ir klefar hafa ekki verið not-
aðir lengi til geymslu á föng
um vinnuhælisins, enda ekki
notaðir nema í ítrustu neyð,
að því er forstöðumaðurinn
tjáði mér síðar. En lögreglu-
yfirvöld sýslunnar fá að
stinga þar inn drukknura
mönnum, sem þarf að fjar-
lægja af almannafæri. Hann
telur þetta afleitt fyrirkomu-
lag. Iðulega sé komið með öl-
óða menn um miðjar nætur,
og hávaðinn í þeim véki upp
fangana í húsinu og valdi ó-
róa að næturlagi.
Okkur er boðið að borða.
Við borðið eru 4 konur, sem
eru í heimsókn hjá mönnum
sínum, hafa komið með morg-
unbílnum, ásamt 5 gestum öðr
um. Það ber á góma að ó-
þægilegt sé hve langt er milli
förða, því erfitt geti verið að
koma fyrir börnum svo
snemma dags og í svona lang
an tíma. Annars er mér sagt,
að margar konur komi annan
og þriðja hvern sunnudag
þrátt fyrir það. Á borðum er
súpa og steik og mjólk að
drekka. Maturinn er ljómandi
góður. Mér er sagt að einn
fanganna hafi nýlega tekið að
sér matseldina fyrir hælið. Og
eftir matinn fer ég í eldhúsið,
þar sem hann er að ganga frá
ásamt þremur aðstoðarmönn
Ekki dautt tímabil
— Eg hefi hugsað mér að fá
að vera áfram við eldamennak
una hér, segir þessi 32 ára
gamli Reykvíkingur, sem er
að afplána 10 ára fangelsis-
dóm. — Það er allt annað að
hafa þetta ekki dautt tímabil
í lífi sínu. Eg er búinn að vera
í eitt ár til aðstoðar matsveini
hér og langar til að fá ein-
hverntíma seinna meir mat-
sveinsréttindi. Nei, ég hefi
aldrei fengizt við slfkt áður
eða yfirleitt neitt. Maður hef
ur verið svo laus í rásinni. Þá
hlýtur illa að fara.
Honum hrýs auðheyrilega
hugur við að hann skyldi haia
framið annað eins afbrot í
ölæði og raun ber vitni. — Svo
mangir neyta áfengis og ég
skil ekki hvernig ég einn get
orðið svona undir áhrifum.
En úr því þetta hefur komið
fyrir mig einu sinni í ölæði,
þá get ég aldrei treyst því að
slíkt gæti ekki gerzt aftur,
ef ég smakka vín. Eg held að
þetta hafi verið meira en næg
lækning fyrir mig hvað áfeng
isnautn snertir, enda aldrei
langað í vín síðan.
— Er um nokkurt vín að
ræða hér?
— Nei, að vísu ekki. Það er
í rauninni skrítið, að þó hér
sé mikið af óreglumönnum, þá
bera þeir sig eklkert eftir því
að ná í áfengi. Þetta ár, sem
ég ér búinn að vera hér, hefi
ég aldrei orðið var við á-
fengi eða nautnalyf. Hér riik
ir mjög mikil reglusemi. —
Fangarnir vilja sýnilega líka
hafa það þannig. Guðmundur
Jóhannsson, forstöðumaður
hælisins, er mjög ábyggilegur
maður. Hann gefur strax á-
kveðin svör og allt sem hann
segir stendur sem stafur á
bók.
— Svo þér finnst þú ekki
vera að eyða lífi þínu hér til
einskis.
— Nei, þetta er ekki svo
voðalega mikill hluti af æv-
inni. Ef maður vill líta þann
ig á það, get ég sagt að fang
elsisvistin hafi stöðvað mig á
niðurleið. Maður hefði alveg
eins getað haldið áfram að
drekka sig niður í rennustein
inn. Og það er allt annað að
vera hér eða í tugthúsinu. Þar
er maður svo lengi innilokað-
Framh. á bls. 15.