Morgunblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 15
Sunnudagur 1. júlí 1962
MORGUISBLAÐIÐ
II
*****
— Litla-Hraun
Framhald af bls. 10.
ur, liggur bara og er þá enda-
laust að velta fyrir sér . . . Eg
[held að ekki sé haegt að hafa
það betra eftir aðstæðum. —
Verst er þegar dómar dragast.
Nú bíður hér einn með yfir-
vofandi la'ngan fangelsisdóm,
sem Hæstiréttur fellir ekki
fyrr en í haust. Það reynir
geysilega á taugarnar. >á er
maður alltaf að vona að tím-
inn kunni að verða styttur.
En eftir að ákvörðun er tek-
in, sjá menn með heilbrigða
skynsemi, að þó þetta hafi
komið fyrir mann í ölæði,
verður að reyna að horfa fram
á veg. Þeir sem hafa fengið
lengri dómana, líta þannig á
það. Aftur á móti hættir þeim
sem hafa styttri fangelsisdóma
til að vera sífellt að bera sam
an við aðra og finnst þá sitt
hlutakipti óréttlátt.
Líkar ekki erfiðisvinna
eða skipanir
Er fylgdarmaður minn var
á Litla-Hrauni hafði hann
byrjað að kenna nokkrum
föngum ensku og síðan hann
kom þaðan hefur hann fengið
senda stíla til leiðréttingar. Á
leiðinni hafði ég komizt að
því að einn leiðrétti stíllinn
átti að fara til 22 ára gamals
pilts, sem reynzt hefur gæzlu
mönnum flestum erfiðari. Sl.
5 ár er hann búinn að afplána
alls yfir 50 mánaða fangelsis
dóm og á nú eftir um 14 mán-
uði.
Er ég leit inn í klefann til
hans, sá ég að hann ér einn
þeirra fanga, sem í frístund-
um sínum búa til falleg nisti
úr tekviði með haganlega í-
brenndu mynstri og stöfum.
Eg rak líka augun í ritvél, en
hann fullyrti að hann gerði
ekkert með hana, og væri alls
ekki að læra neitt eða búa sig
undir nokkurt starf er hann
kæmi út. Hann hefur tekið að
sér þvottana á Litla-Hrauni,
þvær á hverjum mánudegi
sængurföt úr helmingnum af
klefunum ag annað sem til feli
ur. — Eg kýs það helzt, segir
hann, því þá er ég einn. Mér
er illa við sífelldar fyrirskip
anir.
Hann segir mér að gér líði
illa í fangelsinu. Þó reyni
hann að humma þetta allt
fram af sér. Erfiðust sé bar
áttan við sjálfan sig. Ekki virð
ist ha nn vita almennilega
hvers vegna það er svona erf
itt að hafa hemil á sjálfum
sér — og þó. — Maður byrgir
svo mikið inni og svo ef ein
hver geðshræring kemur þá
er hætt við að maður geri ein
hverja vitleysu. Og taug-
arnar eru þá ekki í sem beztu
laigi. Nú finnst honum hann
hafa verið beittur órétti. Fóst
urmóðir hans dó og hann bað
um að fá að fara við jarðar-
förina, en fékk ekki vegna
fyrri hegðunar í fangelsinu.
Eg hef reynzt þeim of erfiður,
segir hann. Það gleymizt svo
sem ekki það sem hann hefur
gert. Og hann gleymir þá ekki
heldur. Núna hefur hann þó
það meiri sjálfstjórn en áður
að hann hefur hemil á sér.
— Ef þér líður svona illa
hlýturðu að vera með allan
hugan við það hvenær þú
sleppur út. En þegar þú loks-
ins færð frelsið, þá er eins og
þú hugsir um það eitt að kom
ast hingað aftur:
— Já, það er rétt. Hér hugsa
ég sífellt um það hvenær ég
sleppi út. En svo fer maður
bara út í skemmtanir og vit-
leysu ag gefur sér engan tíma
til að hugsa, þegar það er feng
ið. Og þá gerist eitthvað. Eg
veit svo sem að ef ég hætti,
þá verður það ekki öðru vísi
en með því að skipta um fé-
lagsskap ... En hann gefur
lítið út á það hvort hann yfir
leitt hugsi sér að gera það.
— Hvernig gengur sambúð
in við fangaverðina?
— Það hefur orðið breyting
á föngunum, svarar hann. Það
• er eins og öll lætin hafi hætt
þegar ég hætti, bætir hann
við og brosir drýgindalega. En
sambandið mætti vera betra
milli fanga og fangavarða. Það
segir ekkert þó við brosum
hver framan í annan. Eg leita
eftir höggstað á þeim, þ.e.a.s.
ef mér finnst þeir hafa gert
mér eitthvað, hvort sem það
er rétt eða ekki. Hinsvegar
hafá þeir breytzt til batnaðar,
eins og ég sagði áðan. Eink
um er það betra síðan þessi
nýi tók við hælinu. Nú hefur
fangi meiri tækifæri til að
leita réttar síns. Það er alltaf
hægt að fá að tala við hahn
og hann gefur sér tíma til að
hlusta á mann utan fasta við
talstímans á fimmtudögum.
Og það bezta við hann er að
hann gefur ákveðin svör, ann
að hvort er þetta hægt eða
það er ekki hægt. Fangaverð-
irnir eru svo sem ekkert afleit
ir . . . en fangarnir gefa held
ur ekki tilefni til annars.
Að lokum segir hann- mér,
að hann,voni að hann verði
ekki látinn sitja út allan tím
ann eða fram á næsta sumar.
Hvað hann ætli að taka sér
fyrir hendur, er hann kemiur
út? Ekki vill hann viður- 1
kenna að hann hafi neitt hugs
að um það. En hann ætlar
ekki aftur á togara. Honum lík
ar ekki erfiðisvinna, e.t.v.
atafar það af því að hann er
búinn að liggja svo lengi í
leti þarna, segir hann. Von-
andi stendur þetta allt til
bóta, en hvaða bóta, það veit
hann ekki.
Magnús Gíslason fré Stokks
eyri hleypir abkur út. Hann
er einn af þremur fangavörð
um, sem eru við gæzlu þenn
an sunnudag. Kl. 9 eru vakta
skipti. Þá fara þessir þrír á-
samt þeim þremur sem taka
við og læsa hvern fanga inni
í sínum klefa. öðru hverju er
svo hringt á þá fram til mið-
nættis og einhver fangavarð-
anna fer og hleypir fanga
fram á salerni. Fangaverðirn
ir segja aðspurðir að það
hvarfli aldrei að þeim að þeir
séu ekki eins öruggir • og
heima hjá sér við störfin
þarna. Eftir miðnætti fellur
allt í ró, þar til menn eru
vaktir kl. 8 og klefarnir opn-
aðir aftur.
Fangaverðirnir eru 9 alls.
Forstöðumaðurinn á Litla-
Hrauni, Guðmundur Jóhanns
son, sem tók við á sl. hausti,
var áður lögregluþjónn í
Reykjavík. Hann var í nokk
urra daga sumarfríi um
þessa helgi. Auk þess starfa
við búið 3 verkstjórar og 1
fjósameistari.
Er við ókum aftur til
Reykjavíkur, barst talið enn
að fangavist og lífinu innan
lokaðra dyra. Samfylgdarmað
ur minn lét þá þau orð falla,
að jafnvel þó líkamleg aðbúð
í fangelsum sé óaðfinnanleg,
þá geti enginn gert sér í hugar
lund hvað það er að vera
sviptur frelsi sínu og lokaður
inni. Hann segist ekki munú
gera tilraun til að útskýra það
fyrir neinum, sem ekki hafi
reynt það sjálfur.
— E. Pá.
Úti- og
innihandrið
ur jarm.
VÉLSMIÐJAN
Sirkill
Hringbraut 121.
Símar 24912 og 34449.
Skrúðgarðaúðun
með
Diazinon
Óþarfi að loka garðinum. —
Drepur ekki fugla.-
Ameriskar
kvenmoccasiur
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Sími 22-8-22 og 19775.
ferda
slysa
tryggingar
ALMENNAR
SKÓSALAN
Laugavegi 1
SKURÐGRÖFUR
með ámoksturstækjum til
leigu. Minni og stærri verk.
Tímavinna eða akkorð. Innan-
bæjar tða utan. Uppl. í sima
17227 og 34073 eftir kl. 19.
Pósthússtræti 9.
Síml 1-77-00.
ouició
&
oóir
Óvenjuleg verðlækkun á blóm
um.
Rósir frá kr. 3,50
Nellikkubúnkt kr. 25.
Blómstrandi Hawai-rósir.
Gróðrastöðin við Miklatorg.
Símar 22822 og 19775.
Hreinsunarkrem — Citrónudagkrem — Ferskjudag-
krem — Speeial-næringarkrem — Anti Pore-næringar-
krem — Jprtakrem — Andlitsvatn — Handáburður__________
Make 6 litír.
GangsféHahellur - Garðhellur
EHÉE
NÝTT; Höfum nú fyrirliggjandi hinar vinsælu hellur ca. 20x40x9 cm. með rauð-
leitri, slípaðri, „terrazzó-líkri“ áferð á aðeins kr. 12.00 stk. Einnig með grófri, rauð
leitri áferð á kr. 9.50 stk. og úr steypu með sléttri, grárri áferð á kr. 9.50 stk. —
Tökum við pöntunum á 50x50x7 cm. hellum með rauðleitri, slípaðri, „terrazzó-
líkri*' óferð á kr 30.00' stk. og með venjulegri áferð á kr. 25.00 stk.
Bjóðum hagstæða greiðsluskilmála — sendum heim.
Sýnishorn hjá Byggingaþjónustunni, Laugavegi 18A.
Jón Loftsson hf.
HRINGBRAUT 121 — SÍM 10600.