Morgunblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. júlí 1962 Nær allir Akra- nesbátar farnir norður Akranesi, 28. júní. FJÓRAR dragnótatrillur voru á sjó héðan í dag. Ailahæstur var Flosi með 1 tonn. Aflinn er helm- ingur koli, en hitt ýsa og þorskur. Allir bátar, sem norður fara á síld héðan eru komnir á miðin, utan tveir, Bjarni Jóhannesson og Ver, og er nú verið að setja í Bjarna kraftblökk og nýtt í Ver. Upp úr mánaðamótum fer nýi bátur Sigurðar Hallbjarnarsonar h.f. og verður hann sá tuttugasti_ þegar við teljum önnu Þráins Sigurðssonar með. — Oddur. — Laxaseiði Framh. af bls. 3. sl. vetur, Var ákveðið að skoða svæðið með vorinu, sem við gerðum, og er það álit okkar að vatnasvæðið sé að mörgu leyti heppilegt. A.m.k. er nægilegt vatn í án- um, en að vísu má gera ráð fyrir að vatnið sé fremur kalt fyrir lax, þótt ekki sé hægt að fullyrða um það að óreyndu, en bleikjuveiði hefur verið þarna. Um árn- ar má segja að í þeim virð- ast fremur fáir veiðistaðir, en e.t.v. mætti lagfæra það síðar, ef tilraunin heppnast. Þessi tilraun stendur í a. m. k. 8—10 ár, o"g leggur fé- lagið sig í nokkra áhættu, mikill áhugi er á því að koma vatnasvæðinu í veiði- horf, ef hægt væri, sagði Óli J. ólason að lokum. Glært — POLYTEX— til blöndunar í — POLYTEX-tnálningu, gefur meiri gljáa og auðveldar hreingerningu. — POLYTEX— plastmálning er mjög auðveld í meðförum og ýrist lítið úr rúllu. — Viðloðun er frábær á nýja sem gamla málningu. rsiöfFD VESTFIRÐINGUR, Eyjólfur að nafni, fór í skemmtiferð til Reykjavíkur. Þegar Eyjólfur kom aftur heim til sín var hann spurður frétta úr Reykjavík: Fátt þar að sjá — nema beitarleysi fyrir skepn- ur oig langt að. reka fénað í vatn. Þegar ég kom til Reykja- víkur árið 1906 var hafnleysi hér. Skipið hreppti NA rok, er það var statt á Breiðafirði. Lagðist út við Engey aðfara- nótt föstudags. Eftir tvo sól- arhringa 'brauzt stýrimaður skipsins í land með póstinn, en neitaði að taka farþega í bátinm af öryggisástæðum. Morguninn eftir var komið blíðalogn. Tíu árum síðar voru mann- virki hafnarinnar í smíðum og þá nær fullgerð. Það var ekbert letimók á landi eða sjó að sjá, um fátækt manns og manna er búið að skrifa nóg. Nægjusemi og sparsemi voni dyggðir þjóðarinnar, fyrir þær fórnir erum við sem nú lifuni miklir af sjálfum okkur, og megum vera það. Margir ungir að árum hafa tekið stein úr götunni. Borgin var heppin með inn- flytjendur úr sveitum lands- ins. Mest þótti mér bera á Ámesingum og Rangæingum, þó skauzt. einn og einn Hún- vetningur inn í hópinn. Um Vestfirðinga tala ég lítið (vegna mín), þeir voru hér í Myrkur í bæ í stórhópum — enda vildu- hvergi vera nema á sjó. Og ætti maður einmæli við þá, töldu þeir að Vestfirðingar hefðu kennt Sunnlendingum sjómennsku. Reykjavík mætti muna það, að í hina ungu borg fluttu menn, sem færir voru um verkleg átök í trausti þess að bærinn yrði byggileg- ur. Hér voru einu tækifærin til að stofna heimili. Úti um hinar dreifðu sveitir var tak- mörkuð yirðing fyrír slíku tiltæki tveggja persóna. Við fáum þau á — hreppinn. Þegar dæma skal um borg vora fyrr og nú, verður flest- um mönnum orða vant. Ég heyrði aldrei talað um fegurð Esjunnar eða sólsetur, heldur ekki um tign fjaila og fjarða. Þetta þurfti ekkert umtal, þetta var sjálfsagt. „Gefðu þig bara að vinnunni." Við eldri menn höfum þess- um bæ og borg roargt að þakka og getum greitt fyrir okkur að nokfcru með góðum hug einum til þeirxa, sem sofnaðir eru. Um borg vora í dag og á morgun? Lífsvilji og lífsgleði vill nú engar hömlur á veg- inn (svo segjum við hinir gömlu). Það mátti líka breyt- trogum ast að hætt væri að bera inn myrkur í trogum í hús manna. Kristján Guðmundsson. Seli. Bréf sent Mbl. Engin málefnasamningur gerður Stokkseyri, 28. júní 1962. TÍMINN og Alþýðublaðið hafa að undanförnu reynt að gera allmik ið veður úr því, að samkomulag hefur tekizt mili Sjálfstæðis- og Alþýðubandalagsmanná um stjórn Stokkseyrarhrepps næstu fjögur ár. Þó að þetta sé nöldur óánægðra manna, sem hafa „misst af stræt- isvagninum" og tæplega þess vert að hlaupa með það í blöðin undir feitletruðum fyrirsögnum eins og gert hefur verið, vildi ég gefa á þessu fyrirbæri ofurlitla skýr- ingu. Þessi ádeiia kemur úr hörðustu átt hvað Alþýðuflokksmenn snertir, sem fyrr og síðar hafa verið reiðubúnir til samstarfs við kommúnista hér og báru ábyrgð á þeim meirihluta sem réði í hreppsnefndinni síðasta kjörtíma bil, og hefðu nú að sögn kunn- ugra manna verið fúsir til að halda því áfram með því að kjósa kommúnista fyrir oddvita, ef þeir mættu ráða sveitarstjór- ann. En enginn vilji var fyrir hendi, hvorki hjá Alþýðubandalags- mönnum né Sjálfstæðisflokknum að sækja sveitarstjóra utan af landsbyggðinni, né ráða hingað krata í það starf alókunnugan öllum hreppsmálum og fákunn- andi í hvað hér hentaði bezt. Slíkt gæti orðið ofviða' fá- mennu og fátæklegu sveitarfélagi og óhagstætt að mörgu leyti. Enda eru vandfengnir menn til þess starfa og reynsla misjöfn þar sem sá háttur hefur verið á hafður. Alþýðuflokksmenn hér höfðu nú verið í sífelldri leit að sveitar- stjóra um þriggja vikna skeið, en lítið orðið ágengt_ þrátt fyrir þó þeir fengju til þess frest á frest ofan. Var dráttur á þessu orðinn mjög bagalegur vegna inn heimtu gjalda og óafgreiddra mála sem söfnuðust fyrir. Kratar undrast það mjög að Sjálfstæðismenn og Alþýðu- bandalagið hafí komið sér saman um stjórn hreppsins eftir að Sjálfstæðismenn hefðu gagn- rýnt Alþýðubandalagsfulltrúanna mjög harðlega fyrir kosningar vegna slæmrar ráðsmennsku og sleifarlags á sjtórn hreppsmál- anna, en þeirri gagnrýni var engu síður stefnt að Alþýðuflokkn- um sem var í samstarfi með kommúnistum í fyrrverandi hreppsnefnd. Að vísu var það þeirra bezti maður, sem nú er dæmdur úr leik vegna sjúkdóms. Eins og venja er til er það algengt að tveir eða fleiri flokk- ar sameinist um stjórn hrepps- mála að loknum kosningum, þeg- ar enginn einn flokkur hefur náð nægilegum meirihluta til þess. Jafnvel voru Alþýðuflokks- menn í kosningabandalagi við Kommúnista og Framsóknarflokk inn við síðustu kosningar á Sel- fossi og víðar um landið með slagorð á vörunum að „allt sé betra en íhaldið“. Hér fengu kratarnir óskipt at- kvæði Framsóknar, og af því staf ar að þeir bættu við sig einum manni sem þeir eru montnir af. Eftir kosningarnar hafa þeir staðið úrræðalausir og heillum horfnir og rnega nú hugga sig við það að segja eins og refurinn sem ekki náði í vínberin „þau eru súr“. Hins vegar megum við Sjálf- stæðismenn vel við una, sem að- eins eigum tvo wienn af sjö í nefndinni, að fá bæði varaodd- vitann og sveitarstjórann, sem að lögum fer með þau störf, sem oddvita eru falin, enda þótt til þess hafi fengizt fulltingi Alþýðu bandalagsmanna að nokkru leyti — sem þrátt fyrir ólíkar skoð- anir í landsmálum hafa meiri reynslu og þekkingu á hrepps- málum, en aðrir þeir sem völ var á hér til samstarfs. Og sam- vinna við þá nær ekki lengra en það, að enginn málefnasamning- ur var við þá gerður né verður gerður um stjórn eða stefnu sem fylgt verði á kjrtímabilinu um framkvæmdir eða annað. Allt slíkt verður að ráðast eftir atvikum og því sem efnin leyfa hverju sinni v Ásgeir Eiríksson, Blíðveður ÞÚFUM 26. júná, — Blíðveður hefir verið nú síðustu daga, Byrjaður er rúningur sauðfjár, einkum geldfjár. Sauðburði er lokið, sem gekk ágætlega. Mink- ur sást nýlega við Botnsá, en fátifc finnst af grenjum. Þó eru refir víða á sveimi. Vegavinna í ögurvegi gengur vel. Er jarðýtuvinna komin langt tíl að Heljarurð á Breiðfirðinga- nesii Unnið er að vegagerð á sýsluvegi fram Heydal í Mjó- firði. — V. P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.