Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. júlí 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Miklar endurbætur síldarverksmiðiunnar í Neskaupstað Fyrsta síldin berst þangað H Neskaupstað, 1. júM. TJNDANFARIÐ hefruir verið hér mikið urn að vera, hjá síldar- saltendum og Síld.arvinnislunni Ihf, til undkibúnings síldarmót- töku. í sumar verða hér fjögur eíldarplön, en í fyrra voru aðeins tvö, Sæsilfur hf., sem er elzta sildarsöltunarfyrirtækið, og Drífa hf., sem tók til starfa í fyrrasumar. Þeir, sem bætast við í sumar, eru Máni hf. og Sam- vinnufélag útgerðarmanna starf- raekiir söltunarstöð 1 félagi við aðkomumenn. Bryggjan út af hafnarplaninu hefur verið stæfckuð og saltar Drífa þar, og hefur gðstöðu á planinu. Verið er að gera all- mikla uppfyllinigu vestan við bæjarlbryggjuna og fær Sæsilfur það til afnota. Máni hf. byggir mifclá upp- fyllingu inn á Strönd, Fram af k Hér sér á löndunarstokkinn, þar sem færiböndin flytja síidina í þrærnar. Vélskipið Gullfaxi undir löndunarkrananum í Neskaupstað t með fyrstu sildina er berst hinni endurbyggðn verksmiðju. ^ Shell portinu, og verður Shell hryggjan notuð til löndunar. í nýbygigðu húsi þar hjá verður aðstaða handa starfsfólki, mötu- neyti og svefnskáli. Söltunarstöð er sivo inn við fiskvinnslu- stöðina og þar er einnig verið að gera uppfyllingu. Saltað verður á bryiggju hafnarsjóðs, sem er þar út af. Þessi tvö nýju sötunar- plön verða senniiega tilbúin til móttöku upp úr miðjum þessum mánuði. Unnið hefur verið að miklum endurbótum á . útbúnaði Síldar- vinnslunnar 'hf, og eru þessar helztar: Byggð var bryggja fram af verksmiðjunni og sett þar tvö löndunartæki. Áður var aðeins eitt tæki og var það staðsett á bryggju hafnarsjóðs fram af fisk vinnslustöðinni. Smíðaðir voru tveir sildargeymar, sem tafca samtals sextán þúsund mál, en fyrir var 10 þúsund mála þróar- gejnmsla. Þá vair og smáðaður 11 hundruð tonna lýsisgeyimir, en fyrir er 1000 tonna geymir. Bf svo ber undir, er einnig hægt að geyma lýsi í síldargeymi. Vélsmiðjan Oddi á Akureyiri framkvæmir þessa tankasmíði, og hefur verkinu miðað vel áfram. Á hverju ári hafa verið gerðar NESKAUPSTAÐ 30 júní. — f nótt kom m/'b Þráinn NK 70 hingað, en hann hefur verið í þurrafúaviðgerð á Akureyri frá því í fyrra haust, og fer strax á síldveiðar. Þráinn var sænskur blöðru- bátur, en var svo til allur end- urbyggður, og er nú ekki þekkj- anlegur fyrir sama bát. Miá heita end'urbætur á verksmiðjunnl, og er nú vonast til, að hún geiU skildfe 4500 mála afköstum á sól- arhring. Framhald á bls. 14 að allt sé nýtt, nema brúin. Báturinn var jafnframt steekk- aður mikið og er nú um 90 tonn, en var áður liðlega 60 tonn. Hér er því kominn nýr Þráinn, fallegasta sfcip. Skipstjóri á mb. Þráni er Jón Ölversson. Eigandi er ölver Guðmunds- son, Neskaupstað. Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli ritar Vettvanginn í dag. — Um kirkju- löggjöf frá tímum einveldis og örbjargar. — Skálholt hefur verið endur- reist. — En það vantar húsbónda á staðinn. — Greinina nefnir höf- undur. — „Skálholt er of stórt fyrir smáa hugsun“ BKKl ÞARF lengl að renna aug- um yfir gildandi kirkjulög til að ganga úr skugga tim, að þar er gróðurinn ærið sinuborinn, svo að enginn bálkur íslenzkra laga kemst þar til jafns. Stafar þetta fyrst og fremst af því, að ekki hefir verið hirt um að setja ný 'lagaákvæði eftir því, sem gömul | úreltust. Er nú enda svo komið, j að mikill fjöldi þeirra er mark ! leysa ein, sem engum dettur í hug að fylgja, hvort sem framkvæmd- in horfir við kennimönnum eða Stjórnvöldum. Gefur auga leið, hve sú löggjöf hlýtur að vera ófullnægjandi, þar sem eiginn geðþótti verður eini leiðarsteinn- jnn í mörgum efnum. Engin stofn un önnur býr við löggjöf, sem að stofni til er frá tímum einveldis og örbjargar. í Jafnvel ein nýjustu lagaákvæð in, um skipan prestakalla, eru ekki annað en ný bót á gömlu fati, þar sem grundvallað er á allt annarri öld en við lifum á. Kemur m.a. í ljós, að íbúafjöldi prestakalla er svo mismunandi, að furðu gegnir, þar sem í nokkr um þeirra eru innan við hundrað jnanns, en í hinum fjölmennustu yfir tíu þúsundir. Þetta eitt gef ur nokkra vísbendingu um, hve vonlaust er, að góðir starfskraftar kirkjunnai nýtist við núgildandi löggjöf í kirkjumálum. Margir ólu þá von í brjóstl, að þátttaskil yrðu við tilkomu kirkjuþings, sem stofnað var með lögum frá 1957. En jafnvel þeirri iöggjöf er mjög áfátt, svo að þing inu verður varla legið á hálsi fyrir, þó að þar hafi engin stór- merki gjörzt enn. En hvað um það, íslenzka kirkjulöggjöf verð- ur að smíða upp frá grunni, þar sem m.a. sé tekið tillit til, að við erum uppi á 20. öld ofanverðri, en ekki á miðöldum. Biskupssetrið forna að Skál- holti hefur löngum goldið þess- arar fátæktar og sinnuleysis um örlög sín. En fyrir um hálfum öðr um áratug djarfaði þar fyrir degi, er áhugamenn bundust samtök- um um stofnun Skálholtsfélags- ins undir forystu núverandi bisk- ups. Árið 1947 haslaði hann mál- inu völl á þessa leið í riti sínu „Víðförla": „Enginn íslendingur getur hugs að út í sögu Skálholts næstliðin 150 ár án þess að hrylla við. Það er aumleg saga um vesaling, sem lætur plokka af sér spjarirnar og afhýðast æru og sæmd, vegna þess að hann hefir gefið frá sér og veit naumast til sín meir. Ákvæðum Gissurar biskups var riftað af erlendu valdi, sem lengi hafði að því unnið að fyrirkoma andlegu og efnalegu sjálfstæði kirkjunnar á íslandi. Um aldamót in 1800 tókst því að hryggspenna hinn íslenzka biskupsdóm — hann skyldi aldrei geta orðið brjóst fyrir íslenzkri menningu og manndóm framar. Hér naut og að fáheyrðra óhappa og óár anar sem yfir ísland dundu, og og íslenzkra yfirmanna, sem höfðu nálega týnt niður þræði íslenzkrar vitundar og lífsraka. Hrakningur biskupanna frá stól- uiium fornu, níðsla dómkirkn- anna og förgun stólseignanna er ein mesta uppgjöf þessarar þjóð ar. Hefði vart nokkur kynslóð landsins liðið slík hermdarverk neraa píndur gaddlýður Móðu- harðindanna og áttavillingar rati- onalismans. Vonum^ skemmra var dags að bíða á íslandi svo mjög sem syrti í skjáinn að kvöldi 18. ald ar. En ekki hefur enn dagað yfir Skálholti. Það hrakfall er óbætt. Svo illa sem dönskum yfirvöld- um fórst við Skálholt og inniend- um kotungum hinna óhappasælu aldamóta, þá hefur þjóðin ekki betrað verk þeirra síðan. Nú skyldi þess skammt að bíða, að leiðrétting. fáist þessa máls. Biskupsstóll í Skálholti aftur og kirkjulegt menntasetur — þetta eitt er stað og þjóð samboðið". □ Og hér fór sem oftar, þegar djarfmannlega er höfðað til ís- lenzkrar þjóðarvitundar, að al- menningur brást drengilega við og vildi ekki láta skutinn eftir liggja, þegar svo vel var róið í fyrirrúmi. Var fyrr en varði haf- izt handa um viðreisn staðarins og þá ekki með neinum kotungs brag. Níu alda afmæli biskups- stóls þar var minnzt veglega 1956 og allt sýndist leika í iyndi. Al- þingi og ríkisstjórn kappkostaði að veita staðnum þann búnað, að hann mætti rísa úr öskustó. Frændur okkar um Norðurlönd sendur dýrindis gjafir, og sólin hló í heiði. Skálholt í Biskups- tungum hefir nú verið endurreist að húsum með smíði nýrrar og reisulegrar dómkirkju, sem vænt anlega vurður vígð að sumri. Þar hefir risið virðulegur bóndabær, þar sem búskapur er rekinn með sóma. Land staðarins hefir verið ræktað, gömul hús og hrörleg rif in og nýr vegur lagður heim á staðinn. Og margt fleira mætti til nefna, sem gjört hefir verið staðnum til viðreisnar. Almenn- ingur í landinu og ríkisvald hafa sameinazt um þessar framkvæmd ir allar, enda ríkt mikill áhugi á endurreisn Skálholtsstaðar úr vansæmandi niðurníðslu. En það vantar húsbónda á staðinn. Nú bregður svo við, að enginn virð ist vita, hvað eigi að gjöra við Skálholt. Þetta er í senn rauna- legt og furðulegt, þegar komið er í þennan áfanga. Alþingismönnum ýmsum hefir runnið þetta til rifja. Þrívegis hefir á seinustu árum komið fram tillaga til þingsályktunar um, að hafinn verði undirbúningur að flutningi biskupsseturs að Skál- holti. Árið 1958 urðu 14 þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkunum til að flytja glíkt mál. Svipuð til- laga var enn flutt á seinasta þingi. En málið hefir dagað uppi. Á undanförnum árum hefir fjöldi kirkjulegra funda víðs veg- ar um land gjört samþykktir, er leggjast á sömu sveif. Á almennum kirkjufundi, sem háður var í Reykjavík í okt. sl. var þetta mál á dagskrá. Sá hóp ur áhugafólks, sem fundinn sótti, tók hiklausa afstöðu. Flutningur biskúpsseturs í Skálholti var ofar lega á baugi á prestastefnu fyrir 3 árum, en ályktun engin sam- þykkt um málið. Nú er þó svo komið, að annað hvort er að hrökkva eða stökkva. Við meg- um ekki láta dragast lengur úr hömlu að ráða við okkur, hvern hlut við ætlum Skálholtsstað. Og hér ber kiikjunni að taka foryst una. Glæsilegar framkvæmdir koma fyrir ekki, ef í þær vantar sálina. Á seinustu prestastefnu urðu nokkrir prestar til að bera fram tillögu um málið til þess eins og taka undir þann hljómgrunn, sem það virtist hafa fengið með þjóð- inni. Var hún að efni til sú sama og samþykkt var samhljóða á kirkjufundinum sl. haust og þar hneykslaði engan: „Prestastefna íslands 1962 beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar og alþingis, að þjóðkirkjunni verði afhentur Skálholtsstaður til eignar og um- ráða og veiti biskup íslands staðnum viðtöku fyrir kirkjunnar hönd, og sé hann húsbóndi stað- arins, enda telur prestastefnan að stefna bera að því, að Skál- holt verði biskupsstóll að nýju“. — Þessari tillögu um forráð bis- ups, þar -sem jafnframt væri stefnt að endurreisn biskupsstóls í Skálholti, var vísað frá. 0 í Skálholti hefir byggð haldizt samfellt frá ofanverðri 10. öld. Þar var fyrst reistur biskupsstóll á íslandi og þar sátu 45 biskupar í 750 ár. Og „þar er æðstur stað ur og dýrligastur á íslandi" að viti Páls biskups. Gissur ísleifs- son lét reisa kirkju í Skálholti þrí tuga að lengd og vígði hana Pétri postula. Hann lagði kirkjunni til mörg gæði, bæði í löndum og lausafé „og kvað á síðan, að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan ísland er byggt og kristná má haldast". (Hungurvaka).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.