Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 24
Fféttasímar Mbl — eftir lokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Vettvangur Sjá bls. 13 151. tbl. — Föstudagur 6. júlí 1962 Æðarungar drep- ast af olíuhrák- inni í Hvalfirði Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær sökk olíupramminn Has- kell á Hvalfirði á miðvikudag, er olían braut skilrúm og flæddi fram í lúkar skipsins. í gær- ikvöldi fékk blaðið ‘þær fréttir frá Hvalstöðinni að olíulag væri í flekkjum á firðinum og olíu- brák í fjörunni. Hefði sézt fugi ósjálfbjarga fýrir neðan Mið- Sand og væri talið að æðarkoll an á firðinum væri í mikilli Ihættu.' Fuglar höfðu horfið af sjónum neðan við Hvalstöðina, jþegar olíubrákin kom. Um miðnætti var brákin komin inn fyrir Þyrilsnesið, þar sem er mikið æðarvarp. Ungarnir voru þar í hópum í fjöruborðinu svart ir að neðan og áttu ekki annað eftir en drepast. Kollumar virt ust einnig orðnar þungar á sér. Höfðu menn áhyggjur af því að svartolían kynni að. setjast utan á hvalina, er þeir væru Rætt um virkjun Jökulsár á Fjöllum ÞINGMENN Noðlendinga og Austfirðinga hafa boðað til fundar á Akureyri kl. 2 á sunnudaginn og er boðið til fundarins fulltrúum frá sýslu- nefndum og bæjarstjórnum í þessum landshlutum. Fundar- efnið er: Virkjun Jökulsár á Fjöllum. Þeim Jakobi Gislasyni, raf- orkumálastjóra, Eiríki Briem, forstjóra Rafmagnsveitna ríkis- ins, og dr. Jóhannesi Nordal, bankastjóra, hefur sérstaklega verið boðið að sitja þennan fund, og er gert ráð fyrir að þeir greini þar frá ýmsum tæknilegum- og fjárhagslegum atriðum í sambandi við raf- ©rkurannsóknir og , hugsanlega stóriðju hér á landi. Ný frímerki í dag í DAG, 6. júlí, gefur Póst og . símamálastjórnin út 3 ný frí- merki. Er á merkjunum mynd af húsi Fiskifélagsins við Skúla götu. 6 kr. merkin eru brún, 4 kr. merkin græn og 2 kr. merk in btá að lit. Frímerkin eru prentuð hjá Courvoisier S/A, La Chaux de Fonds, Sviss. dregnir inn fjörðinn og spilla þeim. Ekkert skip kom inn með hval í gær, en Hvalur 6 var væntan legur með 2 búrhvali um mið- nætti. Og hin skipin í nótt og í dag. Reynt að innsigla olíuna Skv. upplýsingum sem Mbi. fékk hjá Olíufélaginu í gær leigði félagið vélbátinn Leó og kafara til þess að fara á staðinn síðdegis í gær. Var ætlunin að kafarinn færi niður að skipinu og verður reynt að innsigla olí uná í skipinu á hafsbotni. Sagði talsmaður Olíufélagsins að fél- agið myndi gera allt sem í valdi þess steeði til þess að hindra það að olían kæmist í sjóinn meira en orðið væri. Tímanum og Oiíuféiaginu ber ekki saman við skipaskrá Lloyds Segja Olíufélagið eiga Haskell — Lloyd segir eiganda í London — farið í kring- um íslenzk log Á FORSlÐU „Tímans“ í gær er skýrt frá því að olíupramm- inn LW Haskell sé eign Olíufé- Iagsins. 1 viðtali við Mbl. í gær staðfesti Guðni Hannosson, full- trúi bjá Olíufélaginu, að skipið væri eign félagsins. Kemur þetta ekki heim við það sem segir um skipið í Lloyd’s Regi- ster of Shipping, sem skráir eiganda þess Esso Export Ltd. í London, en svo sem skýrt hefur verið frá var Haskell skrásett þar. Hinsvegar hefur skráning skipverja á Haskell farið fram hjá lögskráningu skipshafna hjá tollstjóraemb- ættinu, og skyldutryggingar og önnur gjöld hafa verið inn- heimt hjá Olíufélaginu hf. (Jr því að „Tíminn“ segir, og Olíu- félagið staðfestir, að það eigi skipið, hlýtur að vakna sú spurning hvenær það hefur verið keypt, hvað kaupverðið hafi verið og síðast en ekki Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri á Akranesi AKRANESI, 5, júlí — Fyrsti íundur hinnar nýju bæjarstjóm ar á Akranesi var haldinn hér í dag, hófst kl. 5 síðdegis. Sam- starf Sjálfstæðismanna og Al- þýðuflokksmanna heldur áfram. Áður en gengið var til bæjar- stjórakosninga skýrði Jón Árna son, alþingismaður frá samkomu lagi því sem orðið hefði milli fyrrnefndra flokka og sagði frá þeim málum sem flokkarnir hefðu orðið sammála um að beita sér fyrir. sízt, hvort það hafi verið með leyfi gjaldeyrisyfirvaldanna að Olíufélagið keypti skipið? Hjálmar Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri, tjáði Mbl. í gær að Haskell hefði komið til fslands um 1950, áður en hann tók við embætti skipaskoðun- arstjóra. Skipið, sem er byggt 1915, var þá of gamalt til þess að skrásetja mætti það á ís- landi, en samkvæmt íslenzkum lögum má eigi flytja inn og skrásetja skip eldri en 12 ára. Þarf til slíks sérstök lög frá Alþingi, líkt og með hvalbát- ana og Hæring á sínum tíma. Haskell hefur því aldrei verið skrásettur hér, heldur í London. Skipaskoðunarstjóri sagði að hann hefði aldrei haft afskipti af Haskell, sökum þess að skipið var ekki skrásett hér. Lögskráning skipshafna í Reykjavík tjáði Mbl. í gær að áhöfnin á Haskell væri skrá- sett hér. Hefðu venjulegar skyldutryggingar og önnur gjöld, sem fara í gegnum lög- skráninguna, verið innheimt hjá Olíuféfaginu hf. Það hlýtur að teljast í hæsta máta kynlegt, hversu högum þessa skips hefur verið háttað. Eigi Olíufélagið skipið, eins og það og „Tírninn" segja, virðast kaupin á því að hafa farið fram á ólöglegan hátt. Þá var skipið of gamalt til þess að mega flytjast inn hér, og er það því skiljanlegt að látið hafi verið líta út sem Esso Export í London ætti það. LAUST eftir kl. eitt i gær- dag varð lítil telpa Jóhanna Hauksdóttir, Laugavegi 71., fyrir bíl á Skúlagötu. Telpan var á leið yfir götuna, er bíll kom aðvífandi. Bílstjórinn snarhemlaði um leið og hann sá telpuna, en bíllinn snerist og varð telpan fyrir aftur bretti hans í snúningnumi. Mei-ddist hún á höfði og félkk blóðnasir en ekki alvar- lega. Myndin var tekin á slysstaðnum rétt áður en sjúkrafoíllinn kom. Félagi telp1 unnar heldur í höndina henni til huglhreystingar. Milli bíls og dyrastafs UM 8 leytið í gærkvöldi varð maður, Helgi Þorvaldsson, á milli bíls og dyrastafs í vöruskemmu Jökla h.f. við Kleppsveg og var fluttuir í Slysavarðstofuna. — Þetta var einn af starfsmönnun um í vöruskemmunni og var hann í dyrunum er vörubíll bakk aði inn. Helgi er handleggsbrotinn, skaddaður á læri og talinn meira meiddur. Hann var fluttur í Landspítalann. Bæjarstjóri var kosinn Björg vin Sæmundsson, verkfræðingur með 6 atkvæðum, 3 seðlar voru auðir. Jón Árnason, alþingism., var koeinn forseti bæjarstjórnar og varaforseti Hálfdán Sveins- son. í bæjarráð var kjörinn auk þeirra Daníel Ágústínusson. Hinn nýkjörni bæjarstjóri er verkfræðingur að menntun og hefur verið bæjarverkfræðingur á Akranesi við góðan orðstír undanfarin 4 ár Oddur Magnús Kjartansson dæmdur til að greiða 18,500 kr í sekt og meiðyrðabætur vegna skrifa Þjóðviljans um Hverfisgötu 32 KVEÐINN hefur verið upp dóm ur í bæjarþingi Reykjavíkur yfir Magnúsi Kjartanssyni, rit- stjóra „Þjóðviljans“ vegna meið yrðamáls, sem frú Jónína Jóhann esðóttir, Hverfisgötu 32, höfðaði vegna óvenju rætinnar og ógeðs legrar átrásar þjóðviljans, sean birti mynd af húsi hennar, og var í „fréttinni“ undir fyrirsögn inni „Stúlkubarn dregið með of beldi inn í mellubæli," talað um „melluhreiður“, gamlar og reynd ar „gæsir“, sem allar ærlegar taugar hafa verið upprættar ijá“ og annað ámóta orðbragð við haft, sem vart er prenthæft, enda hér um að ræða einhverja verstu tegund sorpblaðamennsku, sem um getur á íslandi. Var Magnúsi Kjartanssyni gert að greiða frú Jónínu kr. 12.000.00 í meiðyrða- bætur, 3.000.00 kr. sekt til ríkis- sjóðs, og komi 7 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan aðfararfrests í mál- Inu, 3.000.00 krónur I málskostn- að og kr. 500.00 til að standast kostnað af birtingu dómsniður- stöðu eða samtals 18.500.00. SækJ andi fyrir hönd frú Jónínu var Örn Clausen hdl. en verjendur Ragnar Ólafsson hrl. og Sigurð- ur Baldvinsson, hrl., sem flutti málið. — Er bér um að ræða einhverjar hæstu meiðyrðabæt- ur, sem greiddar hafa verið á Is- landi. Mál þetta var nöfðað vegna greinar, sem birtist ásamt mynd götu 32, í Þjóðviljainum, sem út kom 9. janúar lí>62, en grein þessi er svohljóðandi: „Stúlkubam dregið með ofbeldl inn í mellubæli: Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.