Morgunblaðið - 18.07.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 18.07.1962, Síða 2
2 M0RGUNRLAÐ1Ð Miðvikudagur 18. júlí 1962 •r < * - Á fundi með Lange Framh. af bls. 1 höfuðdráttum hér á eftir. Hann •agði, að það hefði verið fært í tal þegar hann var bér á ferð xneð Ólafi konungi í fyrra, að hann kæmi til íslands í heim- eókn að sumri. Svo var það fyrir einum og hálfum mánuði að förin til íslands var álkveðin, en þó þurfti ráðherrann áður að fara til Brussel að kynna mlál- stað Noregs fyrir ráðamönnum Efnahagsbandalagsins þar í borg Þegar Lange var að því spurð ur, hvort hann hefði heyrt þau ummæli Ragnars Frisch, að ráð- herrann hefði hagað ferðaáætlun sinni til íslands í samræmi við ferðir hagfræðingsins, svaraði hann þessu til: „Frisoh má vera í þeirri trú ef hann vill, en eitt er víst að hún á ekkert síkylt við raunveruleikann. “ Að vísu hafði ég heyrt, þegar ég var hér á fundi utanríkisráðherra Norður- landa seinni partinn í maí, að von væri á norska hagfræðingn- um hingað, en ekki vissi ég hven ær hann kætmi.“ I.axinn jók á náttúru- fegurðina. Lange talaði mikið um ísl- enzka náttúrufegurð og gat þess að sér hafi verið ógleymanlegt að heimsaekja Norðurland, „Mér mun aldrei líða úr minni fegurð- m við Laxá í f>ingeyjarsýslu,“ sagði ráðherrann, en aðstoðar- maður hans Skaut því þá inn I, að það hafi verið haft í flimting- um í fylgdarliði ráðherrans fyr- ir norðan, að Lange hafi litið upp, þegar hann hafði landað 12 punda laxi úr Laxá í Þingeyj- arsýslu, horft yfir héraðið og sagt: „Mikið er nú fallegt hérna.“ Islenzka í menntaskólunum. Aðspurður sagði utanrífkisráð- herrann, að nú hefði verið óikveð ið að norskir menntaskólanem- endur gætu valið um það, hvort þeir lærðu fornnorsku eða ís- lenzku í skólum sínum, eins og áður hefur komið fram í fréttum. „Og þegar ég fór frá Osló,“ hélt Lange áfram, „talaði ég við ís- lenzka a-mbassadorinn þar, sem var nýkominn frá því að vera viðstaddiur opnun fyrsta náms- skeiðsins sem haldið er í ís- lenzku fyrir norska 'menntaskóla -kénnara. Námskeiðið var haldið uppi í Guðbrandsdalnum og tóku þátt í því 50 kennarar." Munur- inn á fornnorsku og íslenzfcu sagði hann vera fólginn í fram- burði. Þeim sem lærðu framburð svonefndrar fornnorsfcu (þ.e. forn íslenzku) kæmi íslenzfca spánsfct fyrir sjónir fyrst, þegar þeir heyrðu hana. Snorri og Heimskringla. Þá var ráðherrann spurður um Snorra Sturluson oig Heims- kringl-u. Hann sagðist hafa far- iðmeð ið með foreld-rum sínum til út- landa 8 eða 9 ára gamall og bú- ið erlendis nokfcurn tíma. Þá hafi frænka hans ein gefið honum Heimdkringlu, svo hann hefði með sér til útlanda eitthvað sem mundi binda hann trauStum bönd um við Noreg. Heimsfcringla var eitt fyrsta meiriháttar ritið sem hann las. „Ég hef gefið sonum mínum Heimiskringlu, þegar þeir hafa orðið 12-13 ára og tel að það sé ebki undantekning í Nor- egi,“ sagði hann. Þá gat hann þess, að það væri í senn einkenni legt og Skemmtilegt fyrir Norð- sögurnar og fslendingasögurnar menn, sem hefðu lesið konunga- að koma til fslands og rifja upp þessi gömlu kynni með því að heyra íslenzk ömefni og bæjar- nöfn. „Það var mikil stemning, þegar við stóðum fyxir utan Reyk holt og horfðum á Snorrastytt- una um daginn,“ sagði ráðfherr- ann. í Noregi er litið svo á að Snorri hafi verið fremstur allra þeirra, sem hafa varðveitt gamla sögu Noregs oig er hann mjög virtur sem sagnfræðingur og listamaður. En í hjörtum Norð- manna ákipa fornsögumar ekki eins stórt rúm og í hjörtum ís- lendinga, en samt þefckja öll norsk Skóla-börn Snorra Sturlu- son og hafa lesið eitthvað af rit- verkum hans. Lange var spurður að því, hvort hann hefði gleymt heims- málunum á ferðala-gi sínu um fs- land og sagði hann það vera. Hann hefði að vísu gluggað í fyrirsagnir íslenzkra blaða og Guðmundur á Rafnkels- stöðum í Garði sjötugur SJÖTUGUR er í dag hinn þjóð- kunni afla- og útgerðarmaður, Guðmundur Jónsson á Rafnkels- stöðum í Garði. Hann eir faeddtw 18. júlf 1892, sonjur hjónanna Jórunnar Guð- mundsdóttur, ljósmóður, og Jóns Ásmundissonar. Guðmundur er borinn og baimifæddur 1 Garðin- um, og þar fór hann að stunda sjóróðra með föður sinum 12 ára gamall. 18 ára hóf hann for- menmsku á veríáðarskipi, seim hann keypti ásaant föður sínum. Var hann formaðiur á opnum skip um í Garði uim 20 ára bil. Snemma fór hann að gera út og verka afla a£ eigin bátum. Guðmundur hefur ávallt fylgzt mjög vel með útgerðarmálum og öllu því, er að sjóskn lýtur. Gerði hann snemma út vélbáta, eem ýmist vóru í hans eign eða leigu. Segja kunnugir, að Guð- mundur hafi jafnan haift fyrsta flokks bátia, veiðariæri, sjómenn og skipstjóra, enda er aflasæld báfca hains viðhruigðiö. Hann á nú fjóra báta, þeirra á meðal hi-nn firæga Víði II. Þess má geta til gaimans, að skipstjórinn á Víði II, Eggert Gíslason, er sonarsoniur Eggerts Gíslaisonair í Kothúsuim í Garði, en hjá honum reri Guðmundur 13 ára, og þá upp á fullan hlurt, og síðan fjór- ar vertíðiir í röð. — Auk út- gerðarinmar rekur Guðmuindur frystilhús í Sandgerði. — í hreppsneif-nd Gerðeiht'epps hefur ihann setið í 25 ár. í dag er einnig 45 ára hjú- skaparaÆmæli Guðmundar og Guðrúnar Jónaisdótfcur Þau hafa eignazt átta börin og lifia fimm 'þeirra. Tveir synir aóu ungir og sá þriðji, Garðar, d-rufciknaði. Þau hjónin eru nú stödd í Skodsborg Badeansta-lt, Dan- xnörfcu. Lange. fengið send fréttayfirlit úr norSku blöðunum, en einkum hefði hann gefið sig á vald ís- lenzkri náttúru og ræfctað vin- áttu við hérlenda vini sína. Efnahagsbandalagið. Að lokum var ráðherrann spurður um Efnahagsbandalagið og aðild Noregs að því. Hann sagði, að Noregur hefði nú ákveð ið að æskja um uppöku í banda- lagið. Norðmenn gætu fallizt á Rómiarsamninginn, en þeir ættu við ýmis vandamál að stríða, sem yrði að leysa úr. Hann hefði farið til Brussel að ræða þessi vandamál við forsvarsmenn Efnabagsbandalagsins og tíminn leiddi í ljós, hver árangurinn yrði af þeim afchugunum sem nú færu fram. Þegar athuguð hefði verið aðild Noregs að Efnahags- bandalagin-u, hefur komið í ljós að norskur landbúnaður og sjáv arútvegur mundu eiga í nokkr- um erfiðleikum. En það er trú manna að innan þess ramma sem fjallað er um sjávarúítveg og landbúnað í Rómarsamningnum, verði hægt að gera samning við Norðmenn, sem þeír geti vel við unað. Frekari viðræður, sem að öllum líkindum hefjast í októ- ber, munu sýna, hvort sú verði ekki reyndin. Bkki er gert ráð fyrir því, að afstaða Bretlands til bandalagsins verði ljós orðin fyrr en í byrjun næsta árs og þá fyrst mætti vænta þess að málið fari að skýrast, hvað aðild Norðmanna við kemur. Þá yrði það mál norsku ríkisstjórnarinn- ar að taka ákvörðun, en jafn- frarnt yrði látin fara fram þjóð- arafckvæðagreiðsla í NoregL Þá sagði ráðherrann, að mikið hefði verið rætt um hina efna hagslegu hlið slíkrar aðildar en minna um þá pólitísku, ekki sízt vegna þess að sexveldin hefðu ekki komið sér saman um leiðir í þeim efnum. Höfuðandstæðing- ur þess að Norðmenn gerist aðil ar að Efnahagsbandalaginu er Ragnar Frisch „og notar hann öll meðul til að koma í veg fyrir slíkt samstarf". Honum fylgja að málum margir lærisveinar hans, eins og kennaramir við Oslóarhá skóla, en meirihluti norskra hag- fræðinga og þeir, sem hafa haft nánustu afskipti af atvinnulífinu og mesta praktíska -þekkingu hafa fylgt stjórninni að málum. Meðal lærisveina Frisch nefndi Lange fjármálaráðherrann, iðnað armálaráðhcrrann, og launa- og verðlagsmálaráðherrann, sem nú | hefur lent í andstöðu við norsku stjórnina vegna þess að hanu fylgir Frisch að málum og mun hann segja af sér embætti í lok ágúsbmánaðar n.k. vegna ágrein- ings við stjórnina. Þegar Lange var spurður um, hvort hann hefði trúað því, með 1 an hann sat í fangabúðum Þjóð- verja í stríðinu að slík þróun gæti átt sér stað sem raun ber vitni, svaraði hann því til, að hann hefði áreiðanlega ekki getað trú að, að unnt yrði að hafa svo náið samstarf við Þjóðverja. En mik ill imeirihluti Vestur-Þjóðverja hefur eftir stríðið valið sér lýð- ræði og utanríkisstefna landsins gerir það ekfci aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt, að aðrar Evrópuþjóðir eigi við hana sam- starf, bæði í stjórnmálum, efna- hagsmálum og varnarmálum. Ráðherrann sagði að Vestur- Evrópulöndin ættu margt sameig inlegt. Saga þeirra væri tvinnuð saman, þó að á ýmsu hefði gengið á liðnum öldum, en deilurnar hefðu einnig, þegar tímar liðu orðið til þess að auka samstarf þeirra og kynningu. Vestur- Evrópuþjóðirnar ættu sameigin- lega menningu sína að rekja til hins forna Grikklands og auk þess játuðu þær allar kristna trú. Að vísu ættu margar aðrar Evrópuþjóðir ekki ósvipaðan arf og fyrr greinir, en ætíð hefðu verið einhver skil milli Austur- og Vestur-Evrópu. Nú væri svo komið að ómögulegt væri fyrir mörg Mið- og Austur-Evrópuríki að eiga efnahagslegt og pólitískt samstarf við Vestur-Evrópuríkin, vegna þess að eftir styrjöldina hefði verið rekin í þessum lönd- um efnahagsleg og pólitísk stefna, sem er í andstöðu við þróunina í Vestur-Evrópulöndunum. Þegar Lange var að því spurð ur, hvort mikil andstaða væri gegn aðild Ncregs að Efnahags- bandalaginu. sagði hann, að and stæðingar aðildarinnar væru í miklum minnihluta. Þeir væru andstæðir bandalaginu af tilfinn ingaástæðum, þeir gætu ekki séð það Vestur-Þýzkaland, sem hefur risið upp eftir stríðið, öðruvísi en í Ijósi þess Þýzkalands, sem spratt upp úr veldi nazismans. Þá var hann spurður um deil- urnar milli Spaaks og Gaitskell og sagði hann, að þær hefðu ekki komið neinum á óvart, sem fylgzt hefðu með. Spaak hefur verið talsmaður þess, að stofnað verði vestur-evrópskt sambandsríki, en Gaitskell hefur gengið gegn svo náinni pólitískri samstöðu. Þess ar mótsetningar hafi svo fengið útrás hjá Spaak á Brússel-fundin- um, enda sé hann skapríkur mað ur „og hcf ég kynnzt því sjálf- ur“, sagði Lange og hló. Annars kvaðst hann ekki gera ráð fyrir því, að sexveldin gætu á þessu stigi náð samkomulagi um póli tíska einingu ríkjanna. TIL SKÝRINGAR Til skýringar á ummælum Langes um orðaskipti Spaaks og Gaitskells, má geta þess að á fundi sósíaldemókratiákra stjóm- málaforingja frá 15 löndum, sem haldinn var í Brússel á mánudag, kastaðist í kekki milli Paul Henri Spaak, belgiska utanríkisráðherr ans og Hugh Gaitskell, formanns Verkamannaflokksins brezka. .— Spaak sagði, að ræða Gaitskell hefði haft að geyma „mörg athygl isverð atriði, en hlutar af henni hefðu verið hættulegir“. Gait- skell vék síðar að þeim ágrein- ingi, sem fram hafði komið, og sagði, að „hér Væri aðeins um að ræða vtnjulegan skoðanamun um fast pólitískt samband nokk- urra Evrópuríkja og Stór-Evrópu, þar sem tengsl landanna yrðu lausari",- Ummæli Spaaks voru á þann veg, að augljóst væri, að Bretland óskaði eftir því, að Evrópa félli á kné fyrir Bretlandi og bæði um aðild þess. Gaitskell sagði aftur á móti, að „mesta skekkja, sem Bretar hefðu gert, hefði verið að koma biðj- andi að dyrum Efnahagsbanda- lagsins. Slíkt hefði aldrei verið stefna Verkamannaflokksins". Spaak lýsti því yfir, að hann væri mjög hlynntur aðild Breta að Efnahagsbandalaginu, en það mætti þó ekki gerast á þann hátt, að stæði í vegi fyrir pólitískri sameiningu Evrópu. Gaitskell sagði í ræðu sinni, að hann vildi ekki styðja inngöngu Bretlands í pólitískt Evrópusam- band, en hann gæti ekki sagt, hvernig málin myndu horfa við eftir tuttugu ár. Eins og Efnahagsbandalagið er nú, sagði hann. ætti atkvæði Bret lands og eins af minni löndunum að nægja til neitunarvalds á móti ákvörðunum ráðherranefndarinn- ar. Það er sami synjunarréttur, sem Frakkland og Þýzkaland hafa í dag. Ef Evrópa ætti að vera framfarasinn- uð og líta til annarra landa, yrði að taka tillit til Samveldisland- Jianna. Gaitskell lýsti því einnig yf | ir, að hann teldi, að önnur Evrópu ríki virtu þá skoðun. Franskir þátttakendur töldu ræðu Gaitskells hafa valdið mikl um vonbrigðum. „Við höfðum vonazt eftir að heyra meira um evrópskan sósíal isma innan vébanda stórmarkaðs í framtíðinni, en í stað þess hlýdd um við aðeins á vandamál Sam- veldislandanna og Bretlands. Það verkaði á okkur, eins og litið væri aftur í tímann en ekki fram á við“. Orðaskipti þau, sem hér greinir, áttu sér stað á lokuðum fundi stjórnmálamanna frá öllum Evr- ópuríkjunum. Eftir fundinn sagði Gaitskell, eftir því, sem greinir í fréttastofu fregnum Reuters: „Það myndi ekki hafa í för með sér efnahagslegt tap, þótt Bret- land kysi að standa fyrir utan. Á sama hátt táknar þátttaka okk ar ekki efnahagslega frelsun“. Gaitskell virtist undrandi yfir gagnrýni þeirri, sem ræða hana vakti, sér í lagi hjá Spaak. Eg hef ekki gert annað en endurtaka það, sem ég hef þegar sagt í neðri málstofunni, sagði hann. Síðar efndi Spaak til blaða- mannafundar. þar sem hann virt ist leggja sig fram við að draga úr fyrri ummælum sínum um ræðu Gaitokells. Bretland gerir okkur valið erfitt, sagði hann. Ef við samþykkjum að það verði meðlimur Efnahagsbandalagsins, en þess óskum við, þá hættum við á, að stjórnmálaþróunin í Evrópu stöðvist um ófyrirsjáanlegan tíma. Togaraeig;endur greiða atkvæði Eins og kunnugt er var síðast liðinn miðvikudag frestað at- ; kvæðagreiðslu í Félagi ísl. botn vörpuskipaeigenda um samning þann við hásetafélagið sem und irritaður var 5. þ.m. Var þessi frestun gerð til þess að kanna möguleika á því að skapa rekstr j argrundvöll fyrir togarana. Skv. | þessu mun fara fram á fundi ( togaraeigenda í dag atkvæðagr. um samningana, sem undirritað ir voru 5. júlí, og úrslita um það hvort gengið skuli að þeim samningum er ekki að vænta fyrr en í kvöld. Utvarpsskák ABCDEFGH Hvitt: Ingi R. Jóhannssson. 47. Hd7-f7 Kh6-g6 48. Hf7xRf6t De5xHf6 49. Hc6xDf6f KxHfá 50. Df3-h5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.