Morgunblaðið - 18.07.1962, Page 11
Miðvikudagur 18. júlí 1962
MORGVNBLAÐIÐ
11
*
Við hittum þau
á Þingvöllum
í HÓPI Borigíirðinga, sem
riðu á Þingvöll, vakti atlhygli
mina myndarleg kona með
spilandi fjör í augunum.
Mér var tjáð að þetta væri
Ástriður húsfreyja Sig'urðar-
dóttir á Oddsstöðum í Ivun-da-
reykjadal. — Ég hugsaði mér
að ná tali af henni á mótinu,
en hvenær sem ég sá benni
bregða fyrir, var hún um-
ikringd hópi glaðra vina og ætt
ingja. Loks tókst mér að af-
króa hana undir hesíbúsvegg
1 ausandi rigningu, sem skol-
aði stöfunum jafnóðum úr
minnisbókinni minni. Og
(þesisu tók hún með sama bros-
inu og án þess að láta sér
detta í hug að reyna að kom-
aist undan þessum óþægind-
um.
Ég komst að því, að áður en
hún lagði af stað, þurfti hún
að vaka við að rýja kindur, og
Ástríður, lengst til hægri ræðir við Jón bónda í Skollagróf og Svönu húsfreyju á Korpúlfsst.
Frændi Ástríðar, FIosi Ólafsson, leikari (iengst til hægri)
reið með henni á Þingvöll og annar frændi hennar, Hjalti
Pálsson, (í miðið) á móti henni. Myndin var tekin er þau
hittust.
auk þess vair hún byrjuð að
búa sig undir að taka á móti
góðum gestum í áttræðis af-
rnæli móður sinnar, Vigousar
Hamnesdóttur, nú í dag.
Og þegar ég kvaðst hafa frétt
að ijo-.ui viiia ætlaði að ríða
með þeim hjónuun heim af
mótinu, ssigði hún bara: — Já,
það eru 15 búnir að tala um
að gista, en það er nú auð-
velt. Það er tvíibýli á Odd-
stöðum. Hanna, systir mín,
býr með Ragina-ri Olgeirssyni
manni sínum á jörðinni á
móti okkur, svo húsin eru tvö.
Ætli kök'urnar heima séu ekki
farnar að mygla meðan ég er
hér, bætti bún svo við og
skellihló.
■— Þið hljótið að hafa góða
hjál-p?
— Nei við höfum fátt af
fólki, aðeins 14 ára stuiku og
svo er sonurinn, Sigurður,
sem er- 12 ára. Hann er að
slá meðan við erum í burtu.
Annars skrapp Kristján, mað-
urinn minn, heim aftur á bíl
á föstudagskvöld til að mjólka
og leyfði mér að vera kyrri.
— Svo skilst mér að heim-
ilið sé alltaf fullt af bömum
í sumardvöl?
— Þetta er stór fjölskylda,
en sum bamanna hafa nú
ekki verið lengi. Núna eiru
hjá okkur 5 yn-g.ri en 12 ára.
Er ég furða mig á því að
hún skuli ekki vera of þreytt
til að nenna að ríða á
hestamarmamót, svaraði hún:
— Ég er aldrei þreytt í svona
slarki. Það á svo vel við mig
að vera í fjölmenni og innan
um kátt fólk. Og mér hefur
alltaf þótt gaman að hestum,
síðan ég var krakki.
— Hafið þið marga hesta?
— Það em 12 hjá okkur og
7 á hinu búinu. Annars get ég
nú lítið farið á bak. En
Kristján temur á veturna með
því að fara alltaf ríðandi á
húsin. Karlmennirnir hafa
það fram yfir okkur húsfreyj-
urnar að geta verið úti.
— Fellur þér betur að vera
úti?
— Já, mér þykir það
skemmtilegra. Og þó, óg sætti
mig vel við inniverkin.
— Dagurinn hlýtur að
verða þér drýgri en mörgum
okkar hinna, þú ke.mst auð-
vitað æðiseint í bólið?
— Við förum yfirleitt ákiaf-
lega seint að sofa á vorin.
Vomóttin er svo björt og mað
ur þarf ekiki að sofa mikið.
— Ekki einu sinni á mor.gn-
ana?
— Ja, ég er ekki sivo ár-
risul. En Kristján er jafnlhress
snemma á morgnana, þó við
förum seint að sofa. Meðan
leyfilegt var að veiða á nótt-
unni, fór hann stundum upp
kl. 4 og renndi í Grímsá, ef
von var á gestum oig vantaði
lax í soðið.
— Mér er sagt að Borg-
firðingar hafi mikla trú á ljós-
móðurhöndum þínum, Ástríð-
uir, segja að þú hafir aldrei
misst barn. H/vað hefurðu tek-
ið á móti mörgum börnuim?
— Þau eru ekki svo mörg.
Eitthvað um 150. Og því mið-
ur hafa tvö böm, sem ég hefi
tekið á móti fæðst andvana.
Annað var tvíburi. Við síð-
ustu fæðingu var ég þó
hrædd. Móðirin var 16 ára
stúlka og þetta var fótafæð-
ing. Laeknirinn var ekki kom-
inn. En þetta gekk allt vel.
Annars er þetta núna svo auð-
velt, ég hefi svo yndælan
lækni, Þórð Oddsson, sem er
fljótur að bregða við. Það er
mikill munur eða aður, þegar
ekki var um anriað að gera
fyrir Ijósmóður og lækni en
ganga eða fara á nestum. Þá
var oft erfitt að komast
yfir Grímsána. Stundum á
vetrum hélt hún ekki manni,
þá gat ég oft farið á skíðum
á krapinu yfir.
— Ég hefi heyrt af því látið
að þú sért dugnaðarforkur í
aliri félagsstarfsemi í sveit-
inni og félagslynd mjög.
— Ég þarf alltaf að hafa
liflegt í kringum mig og
margt kátt fólk. Ég held ég
gæti aldrei sætt mig við ann-
að en hafa eitithvað að gera.
— Hefur þig þá aldrei lang-
að úr sveitinni í fjöknennið?
— Nei, mig hefur ekki lang
að til annars en bua á Odds-
stöðum, þar sem ég er fædd
og uppalin. Og það ræður
kannski úrslitum að maður-
inn minn er svo mikið fyrir
búskap. Annars er alitaf eitt-
hvað að geraist í sveitinni lika.
Ekki aðeins á sumrin heldur
líka á vetuma. Á haustin eru
réttirnar, svo kemur þorra-
blótið o. s. frv., aUtaf eitthvað
fnamundan að hlakka til.
Þó finnst mér haustið leið-
inlegast, þegar verið er að
drepa þetta fallega fé, sem
kemur niður af fjöllunum. Öll
slátrun fi-nnst mér svo dapur-
leg.
— Kemur þetta ekki upp i
vana?
— Nei, ég venst því aldrei
að horfa upp á féð drepið nið-
ur. En við því er ekkert að
gera.
— Hvað hafið þið stórt bú?
— Við höfum 13 í fjósi, um
250 kindur og dálítið af hest-
um. Það er alit og sumt.
Mér þótti notalegt að hitta
þessa brosmildu, kátu konu í
srvona ausandi grárri rign-
ingu, þar sem allir óðu leðj-
una í ökla. Ég er viss um að
hún er ein af þessum konum,
sem allt unir sér og dafnar í
kringum — böm, gestir, blóm
og skepnur. — E. Pá.
Þórdísariunrfur
— skógrækt
Húnvetningafélagið í Reykja-
vík efndi til skógræktarferðar í
Þórd'ísarlund þann 23. júní s.l.
og vil ég fyrir hönd skógrækt-
arnefndar Húnvetningafélagsins
flytja öllum þeim sem þátt tóku
í ferð þessari beztu þakkir fyrir
þátttöku sína. Einnig vil ég
þakka stórhöfðinglegar móttökur
þeirra sæmdarhjóna Oktavíu
Jónasdóttur og Halldórs Jónss-
onar á Leysingjastöðum, sem
buðu öllu skógræktarfólkinu að
lokinni gróðursetningu til veizlu
sem og þau hafa gert áður er
komið hefur verið til gióður-
setningar, einnig flyt ég þakkir
Ingþóri Sigurðssyni bónda á Um
svölum og konu hans sem veitt
hafa skógræktarfólkinu höfðing
legustu móttökur, og Ingþóri fyr
ir eftirlit hans með lundinum,
sem hann hefur haft frá því
fyrsta og það endurgjaldslaust.
Einnig flyt ég þakkir Pétri Ól-
ofssyni bónda í Miðhúsum sem
öll vorin sem gróðursett hefur
Hunvetifinga
verið í lundinum, hefur komið
okkur til hjálpar við gróðursetn
inguna með börnum sínum.
I vor voru liðin 10 ár síðan
byrjað var að gróðursetja í iund
inum og því ástæða til að rifja
upp sögu Þórdísarlundar í stór-
um dráttum. Kristján Vigfússon
bóndi í Vatnsdalshólum gaf Hún-
vetningafélaginu í Reykjavík
landspildu sunnan við Vatnsdals
hóla á hinum fegursta og frið-
sælasta stað við svonefndan Þór
dísarlæk þar sem talið er að
fyrsti innborni Húnvetningurinn
sé fæddur, Þórdís dóttir Ingi-
mundar gamla landnámsmanns
að Hofi í Vatnsdal.
Húnvetningafélagið hófst strax
handa með að girða landið og
gróðursetja í það trjáplöntur, og
farnar hafa verið gróðursetning
arferðir öll vorin síðan byrjað
var þar á framkvæmdum að
undanskildu einu. Færi ég
Kristjáni beztu þökk fyrir rausn-
arskap þann sem hann hefur
sýnt með því að gefa landið
undir lundinn, og það er von
mín og jafnframt vissa um það
að með gjöf þessari hafi Kristj-
án reist sér þann minnisvarða
sem muni standa um ókomin ár
og halda nafni hans á lofti. Áv-
alt hefur Kristján verið búinn
að koma áburði að lundinum til
að setja með plöntunum og aldrei
tekið neina borgun fyrir, og kom
ið hefur Kristján til gróðursetn-
ingarinnar í lundinn í öll skipt-
in sem gróðursett hefur verið
þar.
Segja má að uppbygging Þór-
dísarlundar sé verk fárra manna
í Húnvetningafélaginu, og hefur
það aldrei haft af framkvæmd-
um þar neina fjárhagslega byrði.
Fjár til framkvæmda þar hefur
verið aflað með frjálsum sam-
skotum meðal félagsmanna og
annarra og hafa nokkrir einstakl
ingar styrkt þær með myndar-
legum framlögum og vil ég þar
fyrst nefna þá bræður Pétur og
Hannes Ágústssyni sem hafa á
hverju ári gefið fjárupphæð til
styrktar Þórdísarlundi, þeim og
öllum öðrum sem styrkt hafa
þetta málefni færi ég mínar
beztu þaikkir.
Halldór Sigurðsson frá Þverá
gróðursetti fyrstu piönturnar í
lundinum og gaf honum nafn.
Kristmundur Sigurðsson hefur
farið öll vorin sem gróðursett
hefur verið í lundinn, og kona
hans Svava Þórðardóttir hefur
farið í átta vor í gróðursetnirvg-
arferð, og munu þau hafa farið
oftast af þeim sem þátt hafa tek-
ið í gróðursetningarferðunum.
Kristmundur hefur af sérstök-
um dugnaði og fórnfýsi unnið að
uppbyggingu Þórdísarlundar og
á þar ábyggilega drýgstann hlut
að máli. Flyt ég þeim hjónum
og öllum öðrum beztu þakkir fyr
ir vel unnin störf í þágu Þórdís-
arlunds.
Nú eru hæstu trén í Þórdisar-
lundi orðin meter á hæð og
hefur vöxtur þeirra farið fram
úr vonum þeirra sem bjartsýn-
astir voru, og það sem unnizt hef-
ur í Þórdísarlundi veitir full-
vissu um það að rækta megi
skóg á okkar kalda landi, og ég
vona að þessir landnemar sem
ég vil svo kalla plönturnar sem
gróðursettar hafa verið í Þórdís-
arlundi megi verða hvatning til
allra þeirra sem auka vilja'
gróðurfarslegt skraut lands okk-
ar og gera það hlýlegra og
byggilegra, og vekji álhuga
manna á aukinni skógrækt, og
þá ekki sízt í héruðum eins og
Húnavatnssýslu sem heita mega
skóglaus með öllu.
Og ég vona að sú æska sem
nú er að vaxa upp á landi okkar,
auki og bæti land okkar, og hún
megi „í lundum nýrra skóga“
finna trúna vaxa á landið og þá
miklu moguleika sem það hefur
upp á að bjóða, eða eins og skáld
ið Hannes Hafstein segir:
Sú kemur tíð að sárin
foldar gróa
sveitirnar fyllast akrar
hylja móa
brauð veitir sonum móður-
in frjóa
menningin vex í lundum
nýrra skóga“
Agnar Gunnlaugsson
AKRANESI, 17. júlí — Hingað
kom í dag umarbátunnn Fram
eftir 2 sólarhringa útivist. Land
aði hann 4 lestum af humar.
Dragnóta'báturinn Hafþór fisk
aði í nótt 1420 kg. Var það til
helminga koli og þorskur. Hepp
inn fiskaði á línu 400 kg.
— Oddur