Morgunblaðið - 18.07.1962, Page 18
18
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagiir 18. julí 1962
Á LAUGARDAG og sunnudag
mætast Bandaríkin og Rúss
land í landskeppni í frjálsum
íþróttum. Sérfræðirgar búast
við 10—14 stiga sigri Banda-
ríkjamanna í keppni karla en
Tvö töp Víkinga
í Færeyjum
i LIÐ Víkings í 3. aldursflokki
sem gist hefur Færeyjar lék á
föstudagsk völd við liðið TB
(Torshavns Boldklub). TB
vann með 3 gegn 2. Á laugar-
dag léku Víkingar við úrvals-
lið Þórshafnar i þessum ald-
ursflokki. Færeyingar unnu
enn með 4—1.
Víkingar áttu að halda heim
með „Drottninigunni“ á mánu-
dag.
Keflnvík og
Reynir unnu
Tveir leikir íóru fram í keppni
2. deildar um siðustu helgi. Vík
ingar fóru til Sandgerðis og
kepptu við Reyni. Reynismenn
unnu með 3 gegn engu.
í Hafnarfirði mættust Hafn-
firðingar og Keflavík og unnu
Keflvíkingar með 3 mörkum
gegn 1.
Keflvíkingar hafa nú hreina
forystu í 2. deild með 12 stigum
og eiga þrjá leiki eftir. Þróttux
hefur 10 stig og á 4 leiki eftir.
um met
að Rússar vinni kvennakepn-
ina með yfirburðum.
Keppnin fer fram á velli
Stanford háskkólans og þegar
eru 100 þúsund miðar seldir.
Sjónvarp og útvarp muniu
„flytja“ keppnina til milljóna
manna.
Síðast þegar löndin mætt-
ust voru sett 5 heimsmet. Er
búizt við að þetta geti endur-
tekið sig m. a. segist hástökkv
arinn Brummel vera í góðri
þjálfun og geta sett met, og
er hann vill standa við orð sín
verður hann að stökkva hærra
en 2,25 m.
^pw?OTj^WA7KSV.,rt;.v*»wv.^v.v,v.:.y.:.y««'/.wzTO:TW.’.w?.w.y.v/
. t r Vf rrr r rrr, j rrr rrr f rrrr trr / r.-r. r. p^/trr.-r.- -rr r.-. rr.-r wv r r rrr rym
llngur Reykvíkingur vann
íslandsmeistaratitii í golfi
Sýndi yfirvegaban leik
og vann á mesta öryggi
REYKVÍKINGAR báru af í golf
íþróttinni á landsmótinu í Vest-
mannaeyjum. Þrír ungir menn
úr Golfklúbbi Reykjavíkur röð-
uðu sér í efstu sætin á sunnu-
daginn er hinn erfiði lokasprett-
ur var leikinn, 36 holur og stóð
keppnin þá í 12 tima. Ungur
Reykvíkingur og áður lítt þekkt-
ur vann íslanidsmeistaratitilinn,
fyrst og fremst á yfirveguðum
leik alla keppnisdagana þrjá og
í öðru lagi á mjög góðum enda-
spretti, en á síðustu þremur hol-
unum komst hann fram fyrir Jó-
hann Eyjólfsson er halnaði í öðru
sæti.
Eftir fyrsta daginn var Ólafur
Bjarki Raignarssoin með 4 högga
forskot, en hamin missti það for-
skót fljótt. Annan daginn ,gekk
Árna I ngimundarsy ni bezt og
komst í 1. sæti. Þá var keppnin
(hálfnuð. Vann Árni það afrek
þennan dag að leika einn hring
á vellinium á 34 högigum en „par“
er 35 högg. Sama bragð lék Lár-
ur Ársælsson á sunnudaginn.
Síðasta daginn komn allt aðrir
og nýir mernn fram á sjónarsviðið
og tóku forystuna. Jóhann Eyj-
ólfssom ihafði forystuna er 3 hol-
ur voru eftir, höiggi minna en
Skíðavaka Ferða-
I félags Islands
o
SL. LAUGARDAG fór rúmlega
|§§ 30 manna hópur á vegum Ferða-
§§§ félags íslands og skíðakennar-
anna Eiríks Haraldssonar og
Valdimars örnólfssonar til viku
dvalar í sæluhúsinu í Kerlingar-
fjöllum. í fyrrasumar voru haldn
ar skíðavikur af sömu aðilum, en
í sumar er fyrirhugað að fara
fimm ferðir.
Meðfylgjandi mynd var tekin
af skíðalandinu í fyrrasumar, en
nú er þar mun meiri snjór og
gott skíðafæri. Með þessum ferð
um er fólki gefið tækifæri að iðka
skíðaíþróttina í háfjallasól í júlí
og ágústmánuð. Þátttakendum er
«éð fyrir fæði og þegar veður er
slæmt og á kvöldin er haldið uppi
skemmtiatriðum fyrir fólkið.
Næsta skíðavika hefst 25. júli
næst komandi.
'.'■::'-ú-Jr£riÍr&ClÍíCt#:ÍÁr:áicí&:r£r2r!ríS.<i:r:t£<i:rSrr:;’.
Óttar. en keppnin lauk með 2
högga forskoti Óttars. Það voru
rólegar taiugar og yfirvegaður
leikur sem færði þessuim unga
lögfræðistútdent sigurinn. Hann
lék vel ailan tímann, en bezt er
miest á reyndi.
Hann laiuk 72 holum á 307
höggum, Jóhann Eyjófsson not-
aði 309 högg, Pétur Björnsson
310. í 4. sæti var fyrrv. íslainds-
meistari Gunnar Sólnes með 318
högg og 5. Lárus Arsælsson Vest-
mainnaeyjum 319 högg.
í 1. flokki vann Kristján Torfa
son VE mieð 319 höggum. 2. var
Ólaifur HaJberg Rvik með 335
högg, 3. Ragnar Síeinbergsson
AK 340 högg.
í 2. flokki vann öli Þórarins-
son Veistm.ey. 178 högg (36 hol-
ur). 2. Sveinn Þórarinsson Vest-
mannaey. 182 og 3. Jón Guðm.
Ak. 187 högg.
íslandsmótið í hanðknattlelkl
karla utanhúss hófst í fyrrat
kvöld. Fin-.m lið taka þátt íJ
mótinu. Ásbjörn Sigurjóns-1
son form. HSÍ setti mótiffi
með stuttri ræðu en síðant
kepptu Víkingur og ÍR. Víkí
ingur vann öruggan sigur;
21—15, hafði allan tímann'
yfir.
KR og FH háðu tvisýnaní
leik framan af en FH vannf
að lokum með nokkrum yf-J
i irburðum 24«—17.
FH vann
Víking 7—4
ÍSLANDSMÓT í handknattleifc
kvenna utanhúss hófst í Kópa-
voigi á sunnudagskvöld og áttu
þrír leikir að fara fram.
í þeim fyrsta (KR—Breiðafelik)
mætti KR liðið keki til leiks svo
Breiðablik fókk ódýran sigur. En
leitt er að stór félög skuli henda
slíkit að mæta ekki og tilkynna
engin forföll.
Þá mættust FH og Víkingiur I
mtfl. FH vann öruggan sigux 7—4,
í hálfleik stóð 3—0. Baráttan
varð mi'kil í síðari hálfleik og
höfðu Víikingsstúlkiurnar betur,
en forskot PH var stórt fyrir
þær.
í 2. fl. bvenna vann Ármann
Keflavik með 8—0.
Enska knatfspyrnan ■>
JUVENTUS hefur keypt hinn
fræga spilara Amarildo frá Bota-
fogo í Brasilíu fyrir 185 þús. pund.
Amarildo kom í stað Pele í nýaf-
staðinni heimsmeistarakeppni og
stóð sig mjög vel. Sjálfur fær
hann 35 þús. pund af kaupverðinu
auk 400 pund í laun á mánuði.
Þessi kaup þýða, að Juventus
mun selja John Charles til Leeds,
en það er gamla félagið hans, sem
seldi hann fyrir 5 árum. Juventus
hefur auk þess sýnt mikinn áhuga
á hinum fræga útherja frá Brasil-
íu, Garrincha. Hefur félagið boðið
háar fjárhæðir í spilarann og m.a.
er ætlunin að hann fái sjálfur 60
þúsund pund
Luton hefur boðið Ted Drake
framkvæmdastjórastöðu með um
3000 pund í laun á ári. Drake var
áður íramkvæmdastjóri hjá
Chelsea, en var látinn hætta störf
um sökum þess hve liðinu gekk
illa.
Chelsea hefur sýnt mikinn á-
huga fyrir að kaupa Ray Craw-
ford frá Ipswich, en ekki er vitað
um verð. — Engin tilboð hafa
borizt í Peter Brabrook og Mel
Scott, sem Chelsea hefur ákveðið
að selja.
Southampton hefur boðið f
Geoff Strong, miðherja Arsenal,
en ennig er vitað, að Norwich og
Blackburn, hafa einnig mikinn
áhuga á þessum leikmanni.
Brentford hefur boðið 15 þús,
pund í innherjann Johnny Dick
frá West Ham. Dick hefur leik«
ið mjög vel undanfarið, en er óá-
nægður með þá samninga, sem
West Ham hefur boðið.
Mikið er rætt um að Inter-Mil,
an muni skipta á Hitchens og
Kurt Hamrin frá Fiorentina. —.
Héfur félagið jafnvel boðizt til
að greiða 15 þús. pund að auki.
I. S. I.
A - LANDSLIO
B - LANDSLIÐ
keppa á Laugardalsvellinum i kvöld og hefst leikurinn kl. 8:30,
Dómari: VALUR BENEDIKTSSON.
K. S. f.
Komið og sjáið 22 beztu
knattspyrnumenn fslands.
Verð aðgöngumiða:
Stúkusæti kr. 30,*, stæði kr. 20,-, barnam. kr. 5,-
Knattspyrnusamband íslands.