Morgunblaðið - 22.07.1962, Side 3
* l;
Sunnudagur 22. júlí 1962
MORGVNBLAÐIÐ
Biskupinn yfir Islandi framan við nýju kirkjuna í Skálholti.
Skálholtskirkja vígð næsta sum-
ar á helgasta grunni landsins
BISKUP tslands, hr. Sigur-
björn Einarsson bauð frétta-
miinnum í Skáiholt sl. föstu-
dag, á Þorláiksmessu í sumri,
eins og áður hefur verið frá
skýrt. Unnið hefur vetrið að
nýju kirkjunni, að undan-
fömu sett í hana loft úr falleg
um viði sem Norðmenn
hafa gefið, nýbúið að steypa
gólfið í kórnum og fyrir dyr-
um stendur að setjá á gólfið
flísar. Sagði biskup, að von-
ir steeðu til að hægt yrði
náesta sumar að vígja þessa
kirkju, sem stendur á helg-
asta grunni þessa lands.
í kirkjuna eru nú komnar
3,5 millj. kr., en mikið hefur
verið gefið í hana frá Norður-
löndum. Alls munu komnar í
uppbygginguna í Skálholti ríf-
lega 10 millj. og er þá talið
ibúðarhús fyrir bónda og
stórt hús á hlaðinu, sem bíður
eftir sínu hlutverki. >ví er
þó ekki lokjð að innan.
Sagði biskup, að nú færi að
líða að því að kirkjan verði
fulilbúin og vígð. En hvað tek
ur svo við? Töluvert hefur
verið raett um hlutverk staðar
ins, uppástungur verið marg-
ar og ekki laust við að óþolin-
mæði gætti í tali manna. Sjálf
ur sagði bjskup, að sér fynd-
ist ekki óeðlilegt að nokkurr-
ar umhugsunar þyrfti hér við.
Á þessari stundu væri ísl. þjóð
kirkjan einhuga um einn hlut,
að í Skálfaolti skuli verða
kirkjulegt menntasetur. Um
það hefði skapast eimhugur
og undirbúningur bominn á
rekspöl. Það fyrsta yrði lýð-
hástkóli. Hann gat þess, a'ð lýð-
háskólafólkið danska hefði
verið okkur góðir stuðnings-
menn í 100 ára frelsisbaráttu
okkar, síðast en ekki sízt í
'handritamálinu, Lýðháskól-
arnir á Norðurlöndium starfa
á kristnum grundvelli. Ætti
lýðháskólalhugmyndin í Skál-
holti, sem var eitt af fyrstu
aitriðunum á stefnuskrá Skál-
holtsfélagsins, miklu fylgi að
fagna á Norðurlöndum og
mundi það leiða til þess að
sbofnunin yrði samnorræn
stofnun. Sá helgidómur,
sem nú er að rísa, væri nor-
rænn og til hans hetfðu borizt
margar dýrindis gjafir frá
Norðurlöndum. Mundi hann
efla norræna samvinnu og það
mundi lýðháskóli einnig gera.
Þá vék biskup að misskiln-
ingi sem komið hefði fram
um tillögur hans sjálfs varð-
andi biskupstól í Skállholti.
í upphafi var á stefnuskrá
Skálholtsfélagsins að vígslu-
biskup Skállholtsdæmis skyldi
sitja í Skálholti og £á þau
verkefni, sem heppileg þættu.
Þá ritaði biskup grein í Víð-
förla, þar sem hann lagði
þetta til, en bætti við að hann
ætti þar ekki við að bisikup-
inn yfir íslandj flyttist frá
Reykjavík í Skálholt. Þessi
hugmynd fékk ekki nægilegt
fylgi, m.a. ekki á kirkjuþing-
inu 1953, þar sem samlþykikt
var að biskupar skyldu vsra
tveir, annar á Afcureyri með
aðstöðu til divalar á Hólum og
hinn í Reykjavík með aðstöðu
til dvalar í Skálholti. Þetta er
það síðasta sem kirkjan hef-
ur látið frá sér fara um mál-
ið og kvaðst biskup verða að
telja þetta endanlega skoðun
hennar. Kvaðst hann hafa orð-
ið var við, að sér sé persónu-
lega legið á hálsi fyrir að
biskupinn yfir íslandi skuli
ekki vera kominn í Skálholt,
en sæmilega athugulir menn
hljóti samt að sjá að sú ákvörð
un sé ek'ki á hans valdi.
Sjálfur Mvaðst hann geta
sagt að þeir staðir væru fáir
sem hann vildi heldur eiga
heima á en Skálholt. í fyrsta
lagi væri hann sveitamaður, í
öðru lagi hefði hann á upp-
vaxtarárum sínum divalizt þar
á næsta bæ hjá föður sínum,
og þá bæri hann töluverðar
taugar til þessa staðar. Og í
samtali við blaðamenn kvað
bisbup það sína sfcoðun, að
annað hvort múndj verða, að
vígslubiskup yrði fluttur í
Skálholt eða biskup landsins.
Biskup kvað sér óhætt að
fullyrða, að kirkjunnar menn
fyndu til ábyrgðar og fyndist
sér bera að hafa forgöngu um
málefni Skáliholts. En nauðsyn
leg.t væri að kirkjan fengi úr
því skorið hvort hún hefði
heimild til að hafast þar eitt-
hvað að og einnig að hún
fengi stuðning til þess að
koma í framkvæmd því sem
með þarf. — Það er kirkjan
sem hefur skapað þá helgi
sem yfir staðnum býr, sagði
biskiup. Þess vegna hlyti að
vera eðlilegt að kirkja lands-
ins fengi staðinn, ásamt hæfi-
legum fjárstuðningi. Kvaðst
biskup þeirrar trúar að ef
kirbjunni yrði veitt þessi til-
trú og þetta tækifæri, þé
mundi verða í Skálholti það
sem yrði þjóð okkar til lyft-
ingar og blessunar.
Séra Jónas Gislason:
Prói Guðs
,„En svo bar viS, er mannfjöld-
inn þrengdist að honum og hlýddi
á Guðs orð. og hann stóð við Gen-
esaretvatnið, að hann sá tvo bába,
er stóðu við vatnið, en fiskimenm-
irnir voru farnir frá þeim og voru
að þvo net sjn. Fór hann þá útí
annan bátinn, sem Símon átti, og
bað hann að leggja litið eitt frá
landi. Settist hann þá niður og
kenndi mannfjöldanum úr bátnum.
En er hann hafði lokið rseðu sinni,
sagði hann við Símon: Legg þú út
á djúpið, og leggið net yðar til
fiskidráttar. Og Simon svaraði og
sagði: Meistari. vér höfum setið
í alla nótt og ekki orðið varir, en
en eftir orði. þínu vil ég leggja
netin. Og er þeir höfðu gjört það.
lokuðu þeir inni mikla mergð fiska
en net þeirra rifnuðu. Og þeir
bentu félögum sínum í hinum
bátnum, að þeir skyldiu koma og
hjálpa sér, og þeir komu og drekk-
hlóðu báða bátana, svo að við lá,
að þeir sykkju. En er Símon Pét-
ur sá þetta, féU hann að knjám
Jesú og sagði: Far þú frá mér,
herra, því að ég er syndugur mað-
ur. Því að hann var gagntekinn af
undrun og allir þeir, sem með hon
um voru, út af fiskiafla þeim. sem
þeir höfðu fengið, sömuleiðis og
Jakob og Jóhannes Zebedeussynir,
sem voru félagar Símonar. Og Jes-
ús sagði við Símon: Vertu óhrædd-
ur, héðan i frá skalt þú menn
veiða. Og þeir drógu báta sina á
land, yfirgáfu allt og fylgdu hon-
um." Lúk. 5, 1-11.
I.
Stunduim, er ég hef lesið frá-
sögn guðspjallsins í dag um köll
un Símonar Péturs til trúar og
starfs fyrir Jesúm Krist, hef ég
spurt sjálfan mig: Hvað hefði
gerzt, ef Símon hefði neitað að
verða við beiðni Jesúm um að
leggj a netin aftur til fisikidrátt-
ar?
Orð Jesú hljóta að hafa hljóm-
að undarleiga í eyrum hans. Sím-
on Pétur þefekti vel þetta vatn,
án alls efa miklu betur en þeir
menn aðrir, sem höfðu ekiki að-
alatvinnu sína við það bundna
og sóttu daglega björg sína í
djúp þess. Hann þekkti beztu
fiskimiðin. Hann vissi, hvenær
helzit var fiskivon. Hann vissi
eflaust ekki síður, hvenær von-
lítið væri að leggja netin,
Nú hafði Símon setið heila nótt
og alls ekki orðið var. Er hann
kemur að landi í dögun, hefur
hann verið sannfærður um, að
nú væri lítil von um afla að sinni
og alls enginr. þann dag, enda
ekki rétti ttminn til veiða. Svo
mætir hann Jesú.
Það er engin tilviljun, að Jes-
ús velur bát Símonar sem ræðu-
stól, er hann flytur mannfjöld-
anum fagnaðarerindi guðsríkis-
ins. Þegar hann hefur lokið préd-
ikuninni, snýr hann sér til fiski
mannsins og segir við hann
Legg þú út á djúpið.
Biskup landsins, herra Sigurbjörn Einarsson, i hinu forna
Þorlákssæti við Skálholt.
Hversu undarlega hafa þessi
orð ekki hljómað í eyrum fisfci-
mannsins? Hann hafði hlustað
hugfanginn á prédikunina. Haim
hafði reyndar áður mætt Jesú
við Jórdan og hafði hrifizt af
boðskap hans. Á því er enginn
efi. En þessi orð Jesú koma hon-
um áreiðanlega mjög á óvart.
Hvað gat þessi ókunni farand-
prédikari vitað um fiskivon á
Geneservatni? Hlaut ekki Símon
sjálfur að vita miklu betur? Eng
inn efi er á því, að mannleg
skynsemi hefði svarað þessari
beiðni neitandi. Það er til einsk-
is. Ég hef reynt og ekki orðið
var.
En Símon var snortinn af
þessum manni ag þeim boðskap
sem hann flutti. Hann fann kraft
inn, sem hann talaði með. Og
um leið og har. tilkynnir honum
um hina árangurslausu veiði-
för um nóttina, er hann reiðu-
búinn að reyna aftur. Svo mik-
ið var traust hans á Jesú
Þá gerist undrið. Netin fyllast
á svipstundu. Fiskimennirnir
verða að biðja uni hjálp frá landi
Og Símon sannfærist endanlega
um, að hér stendur hann frammi
fyrir persónu, sem er einstök.
Hann sér máttinn, sem hann hef-
ur yfir að ráða. Hann hefur séð
kraftaverk gerast. Svo mi'kið er
honum lióst. Svo vel þefckir hann
vatnið sitt. Og um leið finnur
hann sig óverðugan að vera I
nálægð þessa manns.
Ég spyr aftur: Hvað hefði
gerzt, ef Símon hefði óhlýðnast
boði Jesú?
Einfaldelga þetta: Ekkert
kraftaverk. Engin sönnun á valdi
og mætti Guðs. Bkkert kall til
starfe. Símon hefði fallið á próf-
inu.
Símon var vissulega að ganga
undir próf þarna í bátnum. Jes-
ús var að prófa traust hans. Hann
var að prótfa, hvort hann væri
hæfur til hins mikla og háleita
hlutverks, sem honum var ætlað.
Og Símon stóðst prófið. Prótf
Jesú var ekfci fólgið í mati á
þekkingu eða lærdómi. Það var
fólgið í því að prófa traustið á
■sér, trú hjartans.
Áð trúa á Guð er að treysta
Guði skilyrðislaust, einnig þeg-
ar skynsemi okkar kann að segja
að hún skilji ekki til fulls. Að
trúa er að treysta þv1, að vilji
Guðs með líf okkar sé hinn bezti
jafnvel þótt hann stefni stund-
um í aðra átt en okkar eigin
vilji. Að trúa á Guð er fólgið í
því að fela Guði alla vegu sína
og treysta því, að hann muni vel
fyrir sjá.
Símon stóðst þetta próf. Þese
vegna gat Guð notað hann til að
vinna stórvirki í starfinu fyrir
guðsríkið.
Þannig próf leggur Guð oft fyr
ir okfcur mennina. Hann reynir
hlýðni oikkar við sig, hann reyn-
ir traust okkar á sér. Stundum
kann að virðast erfitt að sjá til-
gang Guðs í því, sem mætir okk-
ur, en þó er það víst, að hann
sleppir aldrei hendi sinni af nein
um þeim, sem honum treystir og
leitar sér hælis hjá honum.
Hefur þú staðizt próf Guðs?
Hefur þú þorað að fela þig al-
gerlega honum á vald í fullu
trausti til náðar hans?
Ef þú þorir að fela þig Guði á
vald, fær þú að reyna miskunn
hans og kærleika. Þá fær þú að
sjá kraftaverkið gerast í lifi
þínu.
Ef þú ert hræddur og þorir
ekki að hlýða boðum hans, þá
getur þú farið á mis við þá náð,
sem hann ætlaði að veita þér í
prófrauninni.
Lærum af guðspjalli dagsins
að treysta Guði. Lærum að fela
okkur honum á vald. Þá munum
við einnig fá að reyna náð hans
1 ríkum mæli.