Morgunblaðið - 22.07.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 22.07.1962, Síða 10
Sunnuðagar 22. júll 1962 1 10 JMmognsiiritafrifc' Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. •Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjalö. kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MOÐGUN VIÐ FINNSKU ÞJÓÐINA Otúdentaráð Háskóla íslands ^ og tveir íslenzkir mennta menn, sem stundað hafa nám í Finnlandi, birtu ný- lega yfirlýsingar, þar sem þeir vöruðu íslenzka æsku við hinu svokallaða „heims- móti“ kommúnista, semhald ið er í Helsingfors í sumar. Benda þeir á, að mót þetta er haldið án þátttöku æsku- lýðssamtaka Finnlands, nema þeirra, sem rekin eru áveg- nm kommúnista. Hinfinnsku æskulýðssamtök hafa lýst því yfir opinberlega að þau vilja enga aðild eiga að þessu móti, og þau telji mjög óæskilegt að það verði hald- ið í Finnlandi. Finnsk stúd- entasamtök hafa einnig lýst því yfir, að þau muni enga fyrirgreiðslu veita þátttak- endum í móti þessu. Hvernig stendur á þessari afstöðu finnskrar æsku og fixmsku þjóðarinnar yfirleitt til „heimsmóts“ kommún- ista? Ástæðu hennar þarf ekki lengi að leita. Hinn alþjóð- legi kommúnismi hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að ræna finnsku þjóðina frelsi hennar og sjálfstæði. Sovétríkin hafa farið með hemaði á hendur hinni finnsku smáþjóð og reynt að brjóta hana undir sig. Leið- togar rússneskra kommún- ista hafa ekki hikað við að blanda sér í finnsk innan- landsstjómmál á hinn frek- legasta hátt. Er öllum heim- inum í fersku minni fram- koma Krúsjeffs í sambandi við forsetakosningamar síð- ustu í Finnlandi, þegar for- seti Finnlands var látinn elta forsætisráðherra Sovét- ríkjanna alla leið austur í Síberíu til þess að ná af hon um tali og freista þess að boma í veg fyrir ofbeldis- áformin gagnvart finnsku þjóðinni. Umboðsmenn Moskvu- valdsins hér heim á íslandi hafa ekki hikað við að hvetja kommúnista hér á landi til þess að taka þátt í „heimsmótinu“ í Finnlandi. Sú staðreynd verður hins vegar ekki sniðgengin, að það væri hrein móðgun við finnsku þjóðina, ef stór hóp- ur íslendinga sækti þetta „heimsmót“ kommúnista, Hinir íslenzku mennta- menn, sem varað hafa Is- lendinga við að sækja fyrr- greint mót, komast m. a. að orði á þessa leið: „Finnar hafa, eftir að þeir mynduðu fullvalda lýðræðis þjóðfélag, orðið að berjast til þess að halda frelsi sínu og einmitt við þau öfl, sem þeir telja, að standi að baki fyrmefndu „heimsmóti æsk- unnar“.“ Þetta er vissulega rétt. — Finnska þjóðin heyir stöð- uga baráttu við hinn alþjóð- lega kommúnisma, sem ógn- ar frelsi hennar og sjálf- stæði. Það er hetjulegri vörn og hugrekki finnsku ^ þjóðarinnar að þakka, að umboðsmönnum hins alþjóð lega kommúnisma hefur ekki ennþá tekizt að draga land hennar austur fyrir 1 jámtjald. Þess vegna er 1 Finnland í dag frjálst land og finnska þjóðin hefur glugga sína opna út aðNorð urlöndum og hinum frjálsa heimi, enda þótt einræðisrík ið í austri hafi þröngvað kosti hennar á ýmsa lund. En Finnar eiga óskipta sam- úð Islendinga í baráttu sinni fyrir frelsi og sjálf- stæði. Aðeins örfáir um- boðsmenn Moskvuvaldsins á íslandi styðja hinn rúss- neska málstað, málstað of- beldis og einræðis. PRESTUR OG BÓNDI CJíðastl. föstudag birtist hér ^ hér í blaðinu samtal við sr. Eggert Ólafsson, prófast að Kvennabrekku í Dölum. Séra Eggert er uppalinn í Reykjavík. Hann er engu að síður mikill áhugamaður um búskap og býr rausnarbúi að prestsetri sínu. Áður fyrr voru svo að segja allir prestar landsins jafnframt bændur. Prestsetr in vom oft beztu jarðimar í hverri sveit og prestamir voru gildir bændur, sem oft og einatt höfðu forystu um nýjungar í búskap og fram- tak á sviði landbúnaðar. Breyttir þjóðlífshættir hafa haft í för með sér ger- breytingu á þessu sviði. — Færri og færri prestar stunda búskap og í sum prestaköll er ómögulegt að fá prest vegna þess að prest- setrið er sveitabýli. Fleiri og fleiri prestar flytja úr sveit- unum í nærliggjandi þorp og kaupstaði. Vel má vera að þessi þró- un sé eðlileg. Skortur á vinnuafli gerir ungum em-1 HORGUNBLADIÐ Jk___________ Kongúskar konur harðar í horn að taka ÞAÐ kemur sennilega eng um á óvart nú orðið, þótt fregnir berist af minni- háttar óeirðum í Kongó. Allt síðan landið öðlaðist sjálfstæði hefur ekki linnt deilum og átökum suður þar. Upp á síðkastið hef- ur þó verið heldur kyr- látara en stundum áður — þegar mannvíg og blóð ugir bardagar voru þar daglegt brauð. KATANGA- VANDAMALIÐ Aðskilnaðarkröfur Katanga héraðs halda lífinu í þeirri sundrungu, sem ríkt hefur í þessu unga lýðveldi. Þrátt fyrir látlaus fundarhöld leið- toga og margs kyns tilraunir til að koma á samkomulagi, eru mikilvægustu mál enn í mestu óvissu. Algjör og traustur friður kemst eflaust ekki á Kongó, fyrr en endi hefur verið bundinn á deilur Tshombe, ríkisstjóra í Kat- anga, við sambandsstjórnina í Leopoldville, sem Cyrille Adoula er fyrir. KONUR LATA TIL SKARAR SKRtÐA Þannig brutust út snemma i þessari viku harðvítug átök milli her- skárra kvenna Katanga-' ríkis og indverskra her- manna, sem í landinu dveljast á vegum Samein, uðu þjóðanna. Attu átök- Framhald á bls. 19. bættismönnum stöðugt erfið ara um vik að hefja búskap. En það er vissulega ástæða til þess að harma það, hve fáir prestar í sveitum lands- ins stunda búskap. Það er þess vegna mjög ánægjulegt að sjá ungan Reykvíking í prestastétt verða myndarlegan stór- bónda á svipmiklu prest- setri vestur í Dalasýslu. — Fordæmi séra Eggerts á Kvennabrekku er sannarlega til eftirbreyttni fyrir fleiri unga presta. SÍLDVEIÐARNAR tlinn góði síldarafli fyrir “ norðan og austan síðustu viku er öllum landsmönnum hið mesta gleðiefni. Vonandi verður framhald á góðri veiði, þannig að þessi Norð- urlandsvertíð skapi mikinn arð í þjóðarbúið og sjómönn um og útgerð bættan hag. Sannleikurinn er sá, að síldveiðarnar fyrir Norður- landi hafa að meira og mina leyti brugðizt. síðan ár- ið 1944. Vertíðin í fyrrasum- ar var að vísu sæmileg, en aflamagn flestra skipa þá var þó gersamlega ósambæri leg við það sem gerðist fyrr á árum, þegar síldin var sæmilega árviss fyrir Norð- urlandi. Hin nýja tækni hefur stór bætt aðstöðu til síldveiða hér við land. Það sannaðist bezt á síðustu vetrarvertíð. Þessi nýja tækni getur haft í för með sér byltingu í sjáv arútvegi landsmanna. Ef hægt verður að stunda síld- veiði meginhluta ársins mundi það hafa í för með sér stóraukið aflamagn og aukningu á verðmæti út- fluttra sjávarafurða. Það er að vísu mjög al- varlegt að verð á síldarlýsi hefur farið mjög lækkandi að undanfömu og erfiðleik- ar jafnvel skapazt á aðselja það. En margt bendir þó til þess að bæði síldarlýsi og síldarmjöl muni í framtíð- inni verða útgengileg vara á heimsmarkaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.