Morgunblaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. júlf 1262 M ORCUN BL'AÐlÐ 11 Þessi skoðun byggist á því, að leyst hafa verið úr læðingi xiý öfl. Einstaklingurinn nýtur nú meira frelsis en áður til að hagnýta krafta sína og ein- Æskan nýtur sólarinnar og veðurblíðunnar. REYKJAVÍKURBRÉF ibeiia þeim að þeim sviðum, sem Ibann æskir. ^ A tímum „vinstrl stefnunnar" var allt reyrt í höft og fjötra. A viðskiptasviðinu var leiðin tíl að bjarga sér sú, að vera þrautsetinn á nefndarskrifstof- tinum, koma sér vel við þetta ráðið eða hitt til að ná sér I leyfl og hlunnindi. ! Þá skipti minnstu máli, hvort xnenn voru atorkusamir og hag- sýnir, en nú er þjóðfélagið að breytast I átt til þess sem er með ððrum lýðfrjálsum þjóð- um, þar sem framfarimar eru mestar. Ekki sízt af þess- um sökum er ærin ástæða til bjartsýni. í Árangurinn hefur þegar orð- Ið mikiH eins og öllum er kunn- ugt. Við höfum aflað okkur verulegra gjaldeyrisvarasjóða, en fyrsta skref viðreisnarinnar hlaut að vera það að treysta fjárhaginn, jafnvel þótt menn yrðu um tíma að leggja nokk- uð að sér. En nú hefur grund- völlurinn verið lagður og á hon um verða byggðar mestu fram- kvæmdir, sem þekkzt hafa hér- lendi3. Miklar rannsóknir Vonir standa til þess að stór- virkjanir og stóriðja til út- flutnings sé á næsta leiti. Er kappsamlega að þessum mál- um unnið af hinum færustu mönnum. Einn liður þessa undirbún- lngs — og sá mikilvægasti — eru rannsóknir fallvatna til að ganga úr skugga um, hvar stórvirkjanir séu hagkvæmastar og vinna nauðsynlega undir- búningsvinnu. Til þessara rannsókna er nú varið háum upphæðum, sem eumum kann að vaxa í aug- um, en' þeir peningar koma fljótt aftur, ef unnt reynist að hagnýta þau auðævi, sem við eigum í orkugjöfunum. Einn þáttur þessara rann- sókna beinist að gufuvirkjun í Hveragerði til raforkuvinnslu Hafa vélar i slíka virkjun þeg- ar verið boðnar út. En þegar verðtilboð liggja fyrir verður tekin endanleg afstaða til þess, hvort tilraun verður gerð til að hagnýta jarðhitann ÚJ rafmagns vinnslu. Laugard. 21. júlí Mörg járn í eldiimm fslendingar hafa nú fleiri járn í eldinum en nokkurn tima áður. Síðan- viðreisnin hófst og útflytjendur fengu rétt verð fyrir framleiðslu sína, hefur þróast ýmiss smq^rri iðnaður til útflutnings og stöðugt bæt- ast við fleiri og fleiri greinar slíkrar framleiðslu. fslendingar eru þegar orðnir flugþjóð, en á sviði siglinga hafa ekki verið nægar framfar- ir, sem fyrst og fremst bygg- ist á fáránlegum verðlags- ákvæðum, sem mjög hafa rýrt hag Eimskipafélags fslands. Aukin tækni er hagnýtt á flestum sviðum athafnalífsins og stöðugt berast fregnir af nýjungum. Fyrir nokkrum dögum kom t. d. til landsins sanddælu- skip, sem leysir erlendan að- ila af hólmi í þjónustu við Sementsverksmiðjuna, en mun jafnframt dæla byggingarefni á land. Einhvern tíma mundu það hafa þótt tíðindi, þegar ís- lenzkur aðili tekur við verk- efnum af útlendingum og sparar þjóðarbúinu háar upphæðir í erlendum gjaldeyri, en á þess- um tímum mikilla framfara þykir þetta sjálfsagður hlutur, og þannig á það að vera. Merki velmegimar Eitt merki velmegunar er hinn geysimikli innflutningur einkabifreiða. Til skamms tíma var því haldið fram, að eign eigin bifreiðar væri lúxus og enn eru þeir menn til sem agnúast yfir því að fólki sé gert kleift að eiga sinn fjölskyldubil. Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni haldið því fram, að heppilegra væri að lækka nokk uð aðflutningsgjöld á bifreiðum en hækka þess í stað benzín- skatt og verja jafnframt aukn- um fjármunum til vega- og gatnagerðar úr varanlegu efni. Á því sviði eins og svo mörg- um öðrum hefur Reykjavíkur- borg forustuna. Nú er meir unnið við gatnagerðarfram- kvæmdir en nokkurn tíma áð- ur og áætlun hefur eins og samkönd kunnugt er verið gerð um fulln aðarfrágang allra gatna í Reykjavik á 10 ára tímabili. En ástandið á fjölförnustu vegum er að verða óviðunandi og versnar eftir því sem- bílum fjölgar. Þess vegna verður einn ig þar að gera stórátak til úr- bóta. Dæmi um ósæmi- lega írétta- mennsku Þegar Morgunblaðið setti 'rr.m þ-ssi s. andi aðflutningsgjöld af bifreið um, kynntust menn enn einu sinni hinni ósæmilegu frétta- mennsku Tímans. í mikilli forsíðu-„fregn'‘ sagði það blað, að fengin væri stað festing á „orðrómi", sem þeir Tímamenn sögðust hafa heyrt, og væri á þann veg að hækka ætti benzínið í hvorki meira né minna en 7 kr. hvern líter og jafnframt að afnema að- flutningsgjöld af bílum. Þennan „orðróm" hafði Morg unblaðið auðvitað aldrei heyrt og sjálfsagt engir. Blaðinu var meira að segja kunnugt um, að engin ákvörðun hafði verið tek in um það að lækka aðflutn- ingsgjöld og enn í dag veit blað ið ekki, hvort það verður gert, þótt sú skoðun þess sé óbreytt að þáð ætti að gera. Sjálfsagt hafa einhverjir tek- ið trúanleg þau ósannindi Tím- ans, að ákveðið væri að af- nema aðflutningsgjöld af bif- reiðum. Þeir menn ættu að minnsta kosti að geta gert sér grein fyrir óáreiðanleik þessa blaðs, sem einskis svífst í póli- tískri valdastreitu og virðir að vettugi öll boðorð heilbrigðrar blaðamennsku. Leiöinlcjí deila Síðustu dagana hefur mikið verið skrifað um blaða- mennsku og upphófst sú rimma út af ræðu, sem Adenauer kansl ari hélt, en fréttastofum bar ekki saman um það, hvort hann hefði vikið að íslandi eða á hvern veg hann hefði gert það. Enda þótt þetta skipti . (Ljósm. Mbl.: ól. K. M.) minnstu máli, þar sem fyrir liggja skýlausar yfirlýsingar ís- lenzkra ráðherra um að þau orð, sem sumar fréttastofur höfðu eftir Adenauer kanslara, að ísland hefði sótt um aðild að Efnahagsbandalaginu, ættu enga stoð í veruleikanum, þá hefur Morgunblaðið gert allt sem í þess valdi hefur staðið til þess að upplýsa hið rétta í málinu. Blaðamenn Morgunblaðsins hafa þá fyrirskipun að leitast við að skýra sem réttast frá hlutum, alveg óháo því, hvort fréttirnar séu góðar eða slæm- ar, „heppilegar" eða „óþægileg- ar“ fyrir þá stefnu sem blaðið fylgir. Og þeir hafa líka fyrir- skipanir um að birta ekki óá- reiðanlegar fréttir eða vera sjálfir með getsakir, ef málin liggja ekki ljóst fyrir. Gela orðið á mistök Það skal að vísu játað að það er nokkur aðstöðumunur hjá Morgumblaðimi og þeim blöðum, sem áður voru nefnd. Morgun- blaðið eitt hefur, ásamit ríkisút- varpinu, fréttasamband við stærstu fréttastofu heims og þá sem einna áreiðanlegust er tal- in, en hin blöðin hafa ekki slíka þjónustu. Að því er kommúnistablaðið varðar, þá bætist það við, að þvi er fyrirskipað að flytja „fréttir" Tass-fréttastofunnar rússnestou, sem eiga að þjóna sama tilgangi og „fréttir" Timans að mati for- ystumanna Framsóknarflokksins, Iþ.e.a.s. að vinna í þágu flokksins. En þessi aðstöðumunur er samt ekki fullnægjandi afsökun fyrir þessi blöð. Fréttaleysi þeirra má oft rekja til þessarar staðreynd- ar, en rangtúlkun fregna og fals- anir er af öðrum toga spunnið. Þar er um að ræða iðju, sem for- dæmd er af heiðarlegum blaða- mönnum og fréttastofnuraum um víða vefbld. Kommúnistamál- Þegar þess vegna barst skeyti frá NTB-fréttastofunni, sem ó- glöggt var, vegna truflana, þá sneri Morgunblaðið sér til þeirrar fréttastofu sem það og ríkisútvarpið hefur samband við og bað hana að kanna mál- ið niður í kjölinn. Niðurstöðu þeirrar könnunar birti Morgun blaðið að sjálfsögðu, og aldrei gat komið til mála að falsa eitt eða neitt eða stinga undir stól. Þetta er sú blaðamennska, sem ábyrg blöð viðhafa um heim allan. Þar með er þó auð vitað ekki sagt að þeim geti aldrei orðið á mistök. í því máli, sem hér hefur verið rætt um, sést t. d. að á- byrgum fréttastofum og heiðar- legum blöðum ber ekki saman um ummæli Adenauers. Þegar ræða er flutt og blaðamaður á í stuttu máli að skýra frá efni hennar, getur auðvitað alltaf eitthvað skolazt til, en ef slíkt hendir, reyna heiðarlegar frétta stofnanir að bæta úr því. Allt fyi ir flokk- inn En hér á landi eru til blöð sem rekin eru af pólitískum flokkum í þeim eina tilgangi að vinna viðkomandi flokkum fylgi. Þau hafa fyrirskipanir um það að hagræða fréttum í þágu flokksins, stinga undir stól því sem óþægilegt er, snúa út úr öðru og þenja út aukaatriði, ef því er að skipta. 1 Þessum ljóta þætti íslenzkrar Það er á allra vitorði í hinuwi frjálsa heimi, að kommúnista- blöð eru ekki rekin til þess að flytja réttar fréttir. Þess vegna dettur engum manni í hug að líta í þau blöð, ef hann vill fá sem greinilegasta yfirsýn yfir atburði. Erlendis þetokja menn líka gulu pressuna, óábyrg blöð, sem blaðra um hitt og annað. En fyrirbæri eins og Tíminn er mun nærri .einstætt. Þar virðast blaðamenn til dæmjs hafa fyrirskipanir um það að birta ekkert sem mikilvægt er í þró- un þjóðmála, ef það kemur Framsóknarflokknum illa. Ekki minnist Morgunblaðið Iþess til dæmis að Tíminn hafi gert grein fyrir hinum hagstæða viðskiptajöfnuði, söfnun gjald- eyrisrvarasjóða eftir að íslend- ingar höfðu allt frá styrjaldar- lokum verið hálfgildings bón- bj argarmenn o.s.frv. Samlhliða slíku framferði og nær daglegum dæmum um bein- ar falsanir ætlast þetta blað til þess að á það sé litið sem heið- arlegt fréttablað og verður jafn- vel svo sármóðgað, þegar greint er frá framferði þess, að það líkir andstæðingum sínum við Hitler og fasískan glæpalýð. í sannleika sagt er heldur leið- inlegt að munrahöggvast við slíka menn og má vera að niðurstaðan verði sú að láta þetta blað lönd og leið og hætta að skipta sér að því hvað þar stendur skrif- að. Vorliugur f Þótt veður hafi verið rysjótt framan af sumri, er vorhugur í mönnum og sér þess víða xnerkL j Hér á landi er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að árferði sé igott við allar greinar atvinnu- | iífsins. Þótt útlit sé fyrir að 1 heyfengur verði í ár með minna móti, þá bætir hitt úr, að veiði- horfur á síldarvertíðinni eru xneð bezta móti | Atvinna er nú eins mikil og hún hefur mest orðið áður og afkoma manna batnar jafnt og þétt. En það sem meira er um vert, er að ekkert útlit er fyr- ir að hér sé um stundarfyrir- bæri að ræða. Þvert á móti er fyllsta ástæða til að gera ráð fyrir vaxandi framleiðslu og stöðugt bættum lífskjörum. • • Oflin leyst úr læðingi Góð frétta- blaðamennsku hafa mena kynnzt í bandalagsblöðunum, Þjóðviljanum og Tímanum, að undanförnu. Auðvitað er ekkert við því að segja að stjórnmálaflokkar tryggi sér málgögn til að túlka stefnu sína, en þegar þeir gefa út blöð, sem jafnfrar.it þykjast vera fréttablöð og nota „frétta- mennskuna" í flokkspólitískum tilgangi, þurfa menn að vera á varðbergi. Deila sú, sem að undanförnu hefur staðið um orð Adenauers, hefur í sjálfu sér litla þýðingu, aðra en þá, að hún hefur opn- að augu manna fyrir fréttaföls- unareðli tveggja íslenzkra blaða og einkum þó Tímans, sem ekkert varðaði um frétta- skeyti NTB eða fregnina SJálfa, fyrr en hann hélt að hann gæti notað hana í þágu Framsókn- armennskunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.