Morgunblaðið - 26.07.1962, Page 8
8
M o » r. n w f» r 4 x> f fþ
Fimmtudagur 26. júlí 1962
Umferð hleypt ó
Acsturveg í huirst
Fyrsti
katrli Kefiavíkur-
steyptur í sumar
vegar
Rætt við vegamálastjóra um helztu
framkvæmdir í sumar
BLAÐIÐ hafði í gær tal af Sig-
urði Jóhannssyni, vegamála-
stjóra og innti hann frétta af
framkvæmdum við vegagerð og
brúasmíðar á yfirstandandi
sumri. Lét vegamálastjóri þess
getið í upphafi máls sín, að til
vegagerða væri á þessu ári veitt-
ar alls kr. 28.8 millj. en til brúar-
smíða væri varið kr. 26.2 millj.
þar af kr. 13.5 millj. úr brúa-
sjóði.
— Talsverðar framlkvæmdir
eru nú í Borgarfirði og nágrenni
og muh nú verða smíðuð brú á
Draglá á Draghálsvegi. Er hún
16 m á lengd.
Smíði nýrrar brúar á Gljúfurá
lokið í haust.
—• Allmikið er unnið víða um
Borgarfjarðar- og Mýrasýslur og
aná geta þess, að nú er kominn
skaplegur vegur allt fram að
Karlmannstungu, en af fram-
kvæmdum lengra uppi í Borgar-
firði má telja endurbyggingu
brúarinnar yfir Gljúfurá athyglis
verðasta. Er hún byggð fyrir fé
brúarsjóðs og áætlaður kostnað-
ur við hana er um 4 millj. kr.
Brú þessi er mikið mannavirki,
eins og fram hefur komið í blöð-
um og er áætlað, að umferð um
hana geti hafizt í haust. Brúin,
sem er 63 m á lengd og í þremur
höfum, hefur 7 m breiða ak-
braut. Vegurinn liggur beint á
brúna og losna ferðalangar þann-
ig við hinn illræmda krók, sem
liggur niður að gömlu brúnni.
Á neðanverðum Mýrum er
unnið að Þveriioltavegi og mun
lagningu hans verða lokið í haust,
4 sleppt
úr stofu-
fangelsi
Madrid, 23. júlí — AP.
ÞAÐ var tilkynnt í dag, að
fjórum OAS-foringjum, sem
setið hafa í stofufangelsi, hafi
nú verið sleppt úr haldi, og
þeim leyft að fara úr landi,
eða dvelja hvar sem er á
Spáni. Meðal þeirra eru Pierre
Lagaillard sem dæmdur hafði
verið til 10 ára betrunarhúss-
vinnu af frönskum dómstól,
og J. Ortiz, sem dæmdur hafði
verið til dauða.
en auk þess er unnið að Saura-
vegi.
Lagningu vegar fyrir Ólafsvík-
urenni hefst í sumar.
— Á sunnanverðu Snæfells-
nesi er unnið að Útnesvegi hjá
Hólaihólum og í sumar verður
byrjað á veginum fyrir Ólafs-
víkurenni. Venjulega er mjög
illfært fyrir Ennið, því vegurinn
liggur í fjörunni, rétt ofan við
sjávarmál og gengur sjór yfir
hann á flóði. Hinn nýi vegur
mun verða ssíðasti áfang-
inn í vegagerð umhverfis Snæ-
fellsnes og styttir mjög leiðina
frá Sandi til Ólafsvíkur. Verður
nú hafizt handa við að leggja
veg upp að Enninu, en síðan
verður að sprengja hann inn í
bergið á löngum kafla og mun
hann liggja í u.þ.b. 15—20 m.
hæð yfir sjó. Vegagerð þessi
mun verða mi'kið mannvinki og
kostnaðarsamt
•— Við veginn milli Ólafsvíkur
og Grafarness, Búlandshöfðaveg,
sem opnaður var fyrir umferð í
fyrra, er einn.g unnið nú í sum-
ar.
í Dölunum er aðallega um að
ræða minni háttar framkvæmd-
ir, þar er nú hafi bygging nýs
mjólkurbús og því keppast menn
við að komast í vegasamiband og
er m.a. unnið við Klofnings- og
Skarðsstrandarveg og var brú
gerð á Haukadalsá, og er hún
um 40 m á lengd.
— í Gilsfirði kemst í umferð
3 km. nýr vegur á Holtahlíð, en
vegurinn hefur þar legið eftir
fjörunni og hafa menn orðið að
sæta sjávarföllum til að komast
eftir honum.
Stöðugar framkvæmdir .» Vest-
fjörðum.
Á Vestfjarðarleiðinni, er nú
unnið við Vatnsfjörð og gerð
hefur verið bni á Mjóufjarðará
á Þingmannaheiði. í Önundar-
firði hafa verið byggðar tvær
smábrýr inni í fjarðarbotninum
og tekinn í notkun vegarkafli,
sem styttir leiðina til Ísafjarðar
um 3 km. Við sunnanvert Djúp er
aðeins unnið að ögurvegi og
standa vonir til, að akfært verði
út í ögur í haust og verður m..a.
byggð brú á Laugardalsá í ögur-
hreppi. Á Ströndum er unnið við
veginn frá Gjögri inn í Reykja-
fjörð og einnig á svonefndum
Selstrandarvegi norðan við Stein
grímsfjörð og á Strandavegi
sunnan Guðlaugsvíkur. Á
Strandavegi verður endurbyggð
gömul trébrú á Þambá.
Ný brú á Blöndu —
tveggja akbrauta.
— I Húnavatnssýslum standa
miklar framkvæmdir fyrir dyr-
um og má þar helzt nefna, að
í sumar er unnið við að srníða
nýja brú yfir Blöndu hjá Blöndu
ósi. Gamla brúin, sem nú er orð-
in alltof mjó og veikbyggð, er
önnur af tveim brúm á landinu,
sem byggðar voru fyrir aldamót
og standa enn, en Blöndubrú var
byggð árið 1897. Nýja brúin verð
ur 69 m á lengd í þrernur höfum
og munu iiggja tvær akbrautir
eftir henni, en 1 m gangbrautir
munu liggja hvorum megin
vegna mikillar umferðar gang-
andi fólks um brúna, en eins og
kunnugt er, liggur hún í miðju
þorpinu. Verður önnur akbraut-
in tekin í notkun í haust, en síðan
verður að rífa gömlu brúna, svo
að unnt verði að hefja -vinnu
við hina akbrautina og hefjast
þar framkvæmdir í haust. Næsta
sumar verður þannig akfært eftir
tveim brautum um brúna. Nýja
brúiin er að því leyti merkileg,
að hún verður fyrsta brúin á
landinu, sem byggð er úr for-
spenntri steypu, en sú aðferð hef
ur allmikið verið notuð við brúa-
smíðar erlendis með góðum ár-
angri.
Strákavegi miðar vel.
— f f Skagafirðinum verður
byggð 40 m. brú á Hofsá í Vestur
dal og auk þess brýr á Vala-
dalsá og Sæmundarhlíðará. í ut-
anverðum firðinum verður full-
gerður vegur frá Hofsósi til Haga
nesvíkur og á þeirri leið var
byggð brú á Stafá. Töluvert er
unnið í Siglufjarðarvegi ytri,
svonefndum Strákavegi, áleiðis
að Strákum, þar sem jarðgöng-
in munu koma, en þau verða
um 900 m á lengd.
— í Suður Þingeyjarsýslu er
töluvert unnið að Fnjóskadals-
vegi og er ráðgert að endur-
byggja brúna á Fnjóská hjá Lauf
ási. í S-Þingeyjarsýslu er annars
aðallega unnið í Þingeyjarsýslu-
braut, sunnan Húsavíkur og um
hverfis Tjörnes. í N-Þingeyjar-
sýslu standa yfir framlkvæmdir
urohverfis Kópasker og milli
Raufarhafnar og Þistilsfjarðar.
Þar var opnaður ruðningsvegur
í hitteðfyrra og verður þar brú-
aðar ár, Kollavíkurá og Víði-
nessá.
Vegur opnast með Austfjörðum.
— Á Austurlandsvegi verður
tekinn í notkun 4 km. vegar
kafli á Mývatnsöræfum og vænt-
anlega verður lokið við kaflann
frá Víðidal að Skarðsá, vestan
Möðrudals. — Á Fljótsdalshéraði
hafa verið byggðar tvær brýr í
Jökulsárhlíð í Fögruhlíðará. Von
ir standa til, að í sumar verði ak
fært frá Stöðvarfirði yfir í Breið
dal og þá opnast leið með fjör-
unum allt frá Reyðarfirði til
Breiðdalsvíkur og verður byggð
20 m brú á Stöðvará. — Á Austur
landisvegi, sunnan Lagarfljóts
hefur töluvert verið unnið í
Skriðdal, Breiðdalsheiði og
einnig á Austurlandsvegi á Beru
fj arðarströnd og Hamarsfirði. Á
Berufjarðarströnd verða byggð-
ar tvær smábrýr, en sá kafli er
nú hinn versti á leiðinni til
Hornafjarðar.
— f Austur-Skaftafellssýslu
verður byggð brú á Reyðará
Lóni og unnið er að Suðurlands-
vegi um Mýrar, vestan Horna-
fjarðarfljóts. — Eins og kunnugt
er, var um sl. helgi opnuð til um-
ferðar 138 m. löng brú á Fjallsá
á Breiðamerkursandi
í Vestur-Skaftafellssýslu verð-
ur nokkuð unnið í Eldhrauni,
Búland'svegi og ýtt hefur
verið upp 8 km. vegi á Mýrdals
sandi, milli Hafurseyjar og
Múlakvíslar. Er sá vegur aðal-
lega ætlaður fyrir vetrarumferð.
Unnið er að endurbyggingu þrú-
ar á Klifanda í Mýrdal. Er það
103 m löng brú, byggð úr strengja
steypubitum. Einnig verða end-
byggðar brýr á Skógá undir
Eyjafjöllum, en hún er 36 m
löng, á Affalli og önnur smábrú
þar skammt frá.
— f Rangárvallasýslu er unnið
að ýmsum vegum, Rangárvalla-
vegi efri, endurbyggingu Suður-
landsvegar í Holtum o.fl.
— í Árnessýslu hefur verið
unnið í Laugardalsvegi í sam-
bandi við brýr á Skillandsá og
Brúará, en þær voru teknar í
notkun si. haust og opnuðu leið
frá Laugarvatni til Geysis og
unnið verður í Gullfossvegi og
Grafningsvegi og er byrjað að
ryðja jeppaveg yfir Lyngdals-
heiði.
Líkur á að Þrengslavegur verði
opnaður í haust.
— Framkvæmdir standa nú
yfir við Austurveg um Þrengsli.
Sem stendur eru unnið austan
við Vindheima, upp fjallið. Von-
ir standa til þess, ef nægilegt
fjármagn fæst, að urtnt verði að
hleypa umferð á Austurveg í
haust og losna þannig við snjó-
makstur á Hellisheiði.
Byrjað að steypa Keflavíkurveg
i haust.
— Nú er unnið á tveimur stöð
um í Keflavíkurveginum, sunn-
an við Hafnarfjörð og á Voga-
stapa. Ráðgert er, að fyrsti 5
km kafli vegarins verði steyptur
haust og mun það verða rétt
sunnan við Hafnarfjörð. ..
Viðhald erfitt sakir kostn-
aðar vegna klakaskemmda
á sl. vetri.
— Vegna kvartana, sem sífellt
heyrast um slælegt viðhald veg-
anna, lét vegamálastjóri þess get
ið, að enda þót sl. vetur hafi
hafi ekki verið mjög snjóþung-
ur, varð hann vegargerðinni helm
ingi dýrari en veturinn þar á und
an, vegna skemmda af völdum
holklaka. Þær hafa eklki verið svo
miklar í heilan áratug og varð
að verja 5 millj. kr. hærri upp
hæð í vor til að bæta skemrodir
eftír veturinn en vorið áður.
i, og gerir það svo aftur að
Þetta bitnar svo á sumarviðhald-
verkum, að ekki er unnt að búa
vegina nægilega vel undir vetur-
inn og styrkja þá, svo búast má
við, að klakaskemmdir verði
mjög miklar næsta vetur, ef
hart verður í ári. — Kostnaður
vegna vetrarskemrodanna hafa
einnig í för með sér, að ekki er
unnt að verja nægilegu fé til
nauðsynlegra aðgerða, s. s. að
breikka mjó ræsi og lagfæra
ýmsa hættulega staði.
— Nú í sumar hefur verið unn
ið að því að láta upp ný merki á
aðalvegunum frá Akureyri til
Austurlands og einnig hafa merki
verið sett upp á fjölförnum leið-
um í Árnessýslu.
★
Reynt að græða
upp flögin við vegira
— Á undanförnum árum hef-
ur verið reynt að fækka smá-
fjárveitingum til nýbyggingar
vega og hafa fjárveitingarnar
stærri, þannig að hagnýta megi
betur stórar vinnuvélar. Þörf-
in á nýjum vegum er víða mjög
aðkallandi og nauðsynlegur
fullnaðarfrágangur við vegi, s.s.
að græða upp flög eftir jarð-
ýtur, verður venjulega að bíða
þar til árið eftir, að unnt er
að sé í flögin, en þá hefur fjár-
veiting til vegarins stundum
verið færð til annars vegar og
þessar aðgerðir þvá orðið að
sitja á hakanum. Þar sem sam-
felldar fjárveitingar eru til vega
ár eftir ár, er reynt að græða
upp flögin, en á því eru þó
ýmsir erfiðleikar, einkum af
völdum sauðfjár, sem slítur upp
gróðurnálina, því vegna kostn-
aðar er ekki unnt að girða þessa
nýrækt. Efitir því sem unnt verð
ur að taka fyrir stærri og sam-
felldari vegi í einu lagi og
vinna markvisst frá ári til árs,
verður mögulegt að ganga þann
ig frá vegunum, að þeir valdi
ekki hreinum landspjöllum.
ÍEinn sólskirsdaginn fyrir
helgina, þegar rykið þyrlað-
ist upp af bjóðvegunum og
smaug inn um hverja rifu
á bílunum og fyllti vitin,
urðu vegfarendur á veginuml
austur fyrir Fjall, fjarska
fegnir að sjá þennan bíl í
brekkunni við LækjarbotnaJ
Mennirnir voru að strá á vegl
ínn rykbindiefni, og á kafl-i
anum sem bað var komið á,
lyftist ekki nokkurt rykkom.1
Verkfæri
Rýmingarsala Rýmingars la
Vegna breytinga á verzluninni, munum við næstu daga
selja aUsitonar handverkfæri með góðum afstætti.
Verzlun B. H. BJARNASONAR H.F.
Aðalstræti 7, Reykjavík — Sími 13022.