Morgunblaðið - 26.07.1962, Side 10

Morgunblaðið - 26.07.1962, Side 10
10 MORGl 1SBLAÐ1Ð Fimmludagur 26. júlí 1962 Tilraunir með Telstar hafa heppnazt vel Vísindamenn mjög dnægðir m.*ð arangunnn Frá því að sjónvarps- hnettinum Telstar var skot ið á braut umhverfis jörðu 11. júlí sl. hafa verið gerð- ar margar tilraunir með hann bæði hvað viðkemur sjónvarpssendingum og símasambandi og hafa þær allar heppnazt vel. Vísinda menn þeir, sem byggðu hnöttinn og skutu honum á braut eru mjög ánægðir með árangurinn af tilraun unum og telja hann betri, en þeir þorðu að vona. ★ ★ ★ Sl. mánudagskvöld voru i fyrsta skipti sendar sérstak- lega undirbúnar dagskrár um hnöttinn yfir Atlantshaf frá Bandarikjunum til Evrópu og Evrópu til Bandaríkjanna. Sjónvarpsnotendur i Evrópu fylgdust með hluta fundar Kennedys Bandaríkjaforseta með fréttamönnum, sáu John Glenn geimfara og atriði úr Macbeth, sem sjónvarpað var frá Shakspeara leikhúsinu í Ontario í Kanada. Bandarísk ir sjónvarpsnotendur sáu myndir frá ýmsum stöðum í Evrópu t.d. London, Róm, Norður-Svíþjóð og nokkrum iðnaðarhéruðum. ★ ★ ★ Með sjónvarpshnöttum á borð við Telstar eru mörkuð þáttaskil í fjarskiptasam- bandi þjóða og heímsálfa á milli. Hefur tilkoinu Telstar verið líkt við tilkomu ritsíma og talsíma. Talið er að slíkir sjónvarpshnettir eigi eftir að gegna mjög mikilvægu hlut- verki bæði hvað sjónvarp og talsíma snertir. Og þeir séu lausn vandamáls sem innan tíðar hefði steðjað að varðandi símasamband, því að gert er ráð fyrir að eftir tæp 20 ár anni símalínur þær, sem nú liggja milli landa og heims- álfa ekki nema tuttugasta hluta þess eímasambands, sem þá verður þörf fyrir . ★ ★ ★ Eins og skýrt hefur verið frá eru það tal- og ritsímafé- lagið American Telephone Tvær af fyrstu myndunum, sem sendar voru yfir Atlantshaf frá Evrópu. A efri myndinni sjást brezkir vísindamenn í Goonhilly og á þeirri neðri frönsk söngkona. Lyndon Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, t skoða líkan af Telstar. — og yfirmaður AT & T. E. J. Mc Neely and Telegraph Company (AT&T), sem standa að til- rauninni með Telstar. Á sl. ári gerðu þessir aðilar með sér samning um að gera til- raun til að skjóta sjónvarps- hnetti á braut umhverfis jörðu. Sérfræðingar AT&T höfðu hugleitt smíði slíks hnattar frá 1954, er. 1958 hóf- ust þeir handa um byggingu hans. Telstar var skotið á loft frá Canaveralhöfða í Fiorida 11. júlí sl. og innan stundar til- kynnti NASA, að hann væri kominn á braut umhverfis jörðu. Brautin var ekki aiveg sú sama og ráðgert hafði ver- ið, en brátt kom í Ijós, að það kom ekki að sök. Fyrsta myndin, sem sjónvarpað var rnn hnóttinn sást aðeins í Bandarikjunum og var hún af bandaríska fánanum. Fyrsta símtalið um hnöttinn fór einnig fram innan Banda ríkjanna og ræddust þeir við Frederick R. Kapj>el, formað ur AT&T og Lyndon Johnson varaforseti Bandaríkjanna. Var Kappel staddur í Andov- er í Maine þar sem hin sér- staka móttöku- og sendistöð fyrir Telstar er, en Johnson í Washington. Telstar hafði farið fimrn hringi umhverfis jörðu, þeg- ar fyrsta tilraunin var gerð til að sjónvarpa yfir Atlants haf, en þá var afstaða hnattar ins til stöðvarinnar í And >v er og móttöku- og sendistöðva í Bretlandi og Frakklandi hag stæð. Fyrsta myndin frá Banda- ríkjunum sást eins greinilega til stöðvarinnar á vestur- strönd Frakklands eins 'og •henni hefði verið sjónvarpað frá stöð í rúmlega 30 km fjar lægð. Fyrstu myndirnar sem tekið var á móti í Breilandi voru óskýrar, en þær næstui voru greinilegar. Að þessumi vel heppnuðu tilraunum lokn- um voru gerðar tilraunir með símtöl yfir Atlantshafið, sem einnig gengu að óskum. Næstu daga eftix að Teistar var skotið á loft voru sendar myndir til Bandaríkianna frái sendi- og móttökustöðvunum í Goonhilly í SV-England og Pleumer Boudou á vestur- strönd Frakklands. Sáu banda rískir sjónvarpsnotendur franska samgöngumálaráð-. herrann og ýmsa franska skemmtikrafta og brezkr vís indamenn í Goonhilly á sjón varpstjöldum sínum. ★ ★ ★ í Bandaríkjunum eru nú nokkrir aðilar að hugleiða byggingu gervihnatta á borð við Telstar og eitt fyrirtæki Huges Aircraft & CO vir.nur að tilraunum með svonefnda „samstillingar hnetti“. Til þess að alheimssjónvarp komist á um hnetti af söma Aðrar þjóðir en Bandarík- in hugleiða einnig smíði sjón varpshnatta og má t.d. nefna Þjóðverja ítali og Japani, en þá síðastnefndu dreymir um að hægt verði að 3jónvarpa Olympíuleikunum, sem haldn Hluti sendi- og mottokustoovarinnar í Andover. gerð og Telstar þurfa allt að 50 slíkir að vera á braut um- hverfis jörðina. Mesta fjar- lægð hnattanna frá jörðu er innan við 6000 km. en til þess að hægt sé að sjónvarpa um slíka hnetti þurfa þeir að sjást frá tveimur móttöku- og sendi stöðvum í einu. Áætlað er að samstillingarlhnettiir eins og sá, sem nú er í smíðum verði sendir á braut í 35,600 km fjarlægð frá jörðu. Eiga þeir að fylgja jörðinni sem fasta- stjörnur og myndu þrír slíkir nægja til að koma á alheims- sjóvarpi. ir verða í Tokio 1964 um gervi hnetti þannig að allur heimur inn geti fylgzt með þeim. Áður en alheimssjónvarp kemst á, hvort sem það verð- ur um hnetti á borð við Tel- star eða samstillingarhnetti, þá eru mörg vanöamál, í því sambandi, sem eftir á að leysa t.d. hvað snertir eignarétt, um sjón með hnöttunum og önn- ur atriði í sambandi við þá. Ráðgert er að haldin verði ráðstefna í Genf að ári, þar sem fjallað verður um þessi mál. HIÍMRDALS- 8KÖLI Hressingarhelmil júli — ágúst Njótið hvíldar og hressingar í sumarleyfinu. Finnsk baðstofa, nudd, kolbogaljós, böð. Fyrsta fiokks þjónusta. Hringið í síma 02 og biðjið um Hlíðardalsskóla. Daglegar ferðir frá B. S. í.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.