Morgunblaðið - 26.07.1962, Síða 11

Morgunblaðið - 26.07.1962, Síða 11
yimml udagur 26. júlí 1962 MOBGVNBLAÐIÐ 11 -i Sjötugur Gísli J. B. ÞEIR munu ekki margir núlif- andi Reykvíkingar, sem jafn- lengi hafa verið tengdir störfum yið hið gamla Hafnarstræti og Gísli Júlíus, sem þar hefur unn- ið látlaust að heita má frá 1922. Allir, sem við strætið hafa starf- að um lengri tíma þekkja Júlla, eins og vinir hans og kunningj- ar gjarnan kalla hann. Hann er vel þokkaður af öllum, sökum góðleika síns og tryggðar. Ef hægt er að segja um nokkurn, að hann hafi aldrei gert á hlut annars manns, þá er það Gísli Júlíus. Hann hefur aldrei miðl- að illu, heldur ævinlega verið veitandi þess, sem gott er. Hann hefur látið hverjum degi nægja sína þjáningu og lítt um það hirt, þótt hann alla ævi hafi verið fátækur af fé. En hins vegar hefur hann ævinlega ver- ið rikur af því, sem hvorki ryð né mölur fá grandað, þ. e. kær- leika til manna og dýra; og öf- undsverð eru þau böm, semhon um hafa kynnzt, því hann er allra manna beztur og hlýjastur við börn, sem á vegi hans verða, þótt aldrei hafi hann sjálfur kvænzt né eignazt afkvæmi. Annað einkenni þessa góða manns er gjafmildi hans, sem einkum nær til vina hans, barn- anna. Þegar tekið er tillit til tekna hans er hann stórgjöful- asti maður, sem sá er þessar lín- ur hripar hefur kynnzt um æv- ina. Aldrei er hann glaðari en þegar hann getur miðlað börn- unum óvæntum smágjöfum, oft algjörlega að tilefnislausu. Hann er hinn glaði gjafari. Það er skoðun þess, sem þetta hripar, að við eigum í rauninni það eitt, sem við höfum gefið. Sé það rétt þá er Gísli Júlíus í sannleika ríkur maður. Gísli Júlíus Borgfjörð Gísla- , son er fæddur þ. 26. júlí 1892 að Bjargar-Steini í Stafholts- tungum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Gísli búfræðingur Þorbjarnarson og kona hans Jó- hanna Þorsteinsdóttir. Fluttist / dag: Gíslason hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1893, þar sem hann hefur síðan alið aldur sinn, að því undanskildu að hann hefur stundað ýmis störf um skemmri tíma út um land, svo sem verið á síld, í vegavinnu o. s. frv. Eins og getið var i upphafi hefur hann lengst af verið tengdur Hafnarstræti við störf sín. Fyrst vann hann hjá Helga heitnum Eiríkssyni, sem seldi hvítöl í Hafnarstræti 15 í mörg ár. Vann hann hjá Helga í 17 ár og bjó jafnframt heima hjá húsbónda sínum. Minnist hann Helga heitins og Sesselju konu hans sem beztu húsbænda, sem hann hafi nokkru sinni haft. Hefur sú fjölskylda haldið tryggð við Gísla Júlíus fram á þennan dag, þótt hann eftir lát Helga hafi haft aðra húsbænd- ur. Hann hefur síðan starfað við ýmsar matsölur í Hafnarstræti svo sem „Hvol“, „Brytann" og nú síðast „Borðstofuna“, sem Sveinn Símonarson rekur. Hef- ur hann einnig reynzt Gísla Júlíusi hinn bezti húsbóndi, að ógleymdri konu hans, Valgerði. Allir vinir Gísla Júlíusar færa honum heillaóskir í dag af til- efni sjötugsafmælisins og óska þessum góða dreng langra líf- daga. , , Æ. K. Nýtízku hœð um 150 íerm. 6 herb eldhús og bað auk sér þvotta- herbergi, er til sölu á 1. hæð við Sólheima. Sér inngangur og sér iutalögn. Óvenjulega falleg og vönduð íbúð. ■Vlálflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austui'stræti 9 — S-mar 14400 — 20480 IVfann vantar á Smurstöðina Sætúni 4. Helzt vanan. — Sími 16227. Vestmannaeyjar Hef kaupendur að ýmsum gerðum íbúðar- og einbýlishús um. Til sölu vélbátar 16 og 38 tonn. BRAGI BJÖRNSSON, lögfræðiskrifstofa sími 878, Vestmannaeyjum. Nauúungarupboð Annað og síðasta uppboð á húseigninni Bakka, Sel- i tjarnarneshreppi með tilheyrandi loð, þinglesin eign Kjartans Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri | n.iðvikud. 1. ágúst kl. 14. Sysiumaðurinn í Gullb.ringu og Kjósarsýslu. Bezt - Utsala - Bezt KJÓLAR —JAKKAR — PILS — BUXUR —BLÚSSUR — SLOPPAR — SUNDBOLIR o. m. fl. Stórkostlegur afsláttur Klapparstíg 44 Skóval Austurstrœti Stórglæsilegt úrval af enskum kvenskóm frá CLARK’S, NOVIC og LOTUS. Skóval Austurstræti 18, Eymundssonaxkjallara. Til sölu traktor með ámoksturstækjum í góðu lagi. Einnig St. Pauls sturtur á sex tonna bil og hálsing og öxull í Mercedes Benz vörubíl ’55. Upplýsingar í sima 10 B Vogum. Dömur I sumarfríið Sportbuxur allar tegundir — Stuttbuxur — tílpur og jakkar — Sumarpeysur — Blússur — Baðfatn- aður — Undirfatnaður — Skyrtublússukjólar kr. 549— H J Á B Á R U Austurstræti 14. 2 og 3 herb. íbúðir í Vesturbœnum 2 og 3 herbergja íbúðir í fjölbýJishúsum við Kapla- skjólsveg til sölu. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk ásamt söllu sameiginlogu innanhúss múr- húðuðu. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Málflutnings- og Fasteignastofa. SIGURÖUR REYNIR PÉXURSSON, hrl, AGNAR GÚSXAFSSON, hdl. BJÖRN PÉXURSSON, fasteignaviðskipti. \ustúrstræti 14- Símar 17994 og 22870. Utan skrifstofutíma 35455. íbúðir til sölu 3ja og 4ta herb. hæðir í sambýlishúsi við Safamýri. Seljast tilbúnar undir tréverk, sameign inni múrhúðuð, húsið fullgert að utan. Mikil sameign i kjallara. Agæt teikning. Hag- stætt verð. 5 herb. hæðir í sambýlishúsi við Háleitisbraut. Selj- ast með fullgerðri miðstöð, sameign inni múr- húðuð, húsið fuilgert að utan, tvöfalt belgiskt gler. Bilskúrsréttur. Sér hitamæling. Lán lur. 100 þús. til 10 ára. 2ja, 3ja og 4ra herb. hæðir í sambýlishúsi við Háa- leitisbraut. Seljast tilbúnar undir tréverk, sam- eign inni múrhúðuð, húsið fullgert að utan. Sér miðstöðvariögn fyrir hverja íbúð. Mjög góð teikning. 3ja herbergja rúmgóð hæð tilbúin undir tréverk við Kleppsveg. Tvöfalt gler. Sameign inni múr- húðuð. Hitaveita væntanleg. 3ja herbergja íbúð á góðum stað á Seltjarnarnesi. Er í góðu standi. Bílskúrs_'éttur. Útborgun að- eins kr. 125 þús. Hefi einnig ýmsar aðrar stærðir og gerðir af íbúðum.. . ÁRNI STEFÁNSSON, hrl, Málflutningur — Fasteignasala. Suðui-göiu 4 — Sirrú 14314 og 34231.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.