Morgunblaðið - 26.07.1962, Side 17
Fimmtudagur 26. júlí 1962
MORGVNBLAÐIÐ
17
— Hugleiðingar
Framh. af bls. 12i
inn viðurkennir að það megi
þakka Bómarsamningnum með-
al annars, að nú sé bundinn
endir á hinar þrálátu styrjald-
ir milli Þýzkalands og Frakk-
lands, stríðshsettan í heiminum
sé því allt annars eðlie og hættu-
legri. En þótt prófessorinn sjái
þetta, þá virðist hann ekki sjá
það, að einmitt af þessum ástæð
um er það þýðingarmikið fyrir
.Vestur-Evrópuþjóðirnar að
styrkja þetta bandalag og þessa
samvinnu. Og Evrópa er ekki
aðeins Þýzkaland og Frakkland.
Þátttaka annarra Evrópuþjóða
í Efnahagsbandalaginu og þeirri
einingarstarfsemi, sem þar á sér
stað á stjórnmálasviðinu, hún er
auðvitað sprottin af því að þess-
ar þjóðir gera sér það ljóst, að
þær hljóta, eins og nú er kom-
ið málum í heiminum ,að sæta
svipuðum örlögum og aðrir
ríkjahópar og efnahagsbandalög,
t. d. Sovétríkin og Bandaríki
Norður-Ameríku. Þau eru stað-
reyndir og eftir þeim staðreynd-
um neyðast þjóðir Evrópu til að
haga sér.
Æðri verðmæti
Mér líkaði það mjög vel, að
prófessorinn minntist á æðri
verðmæti, það er að segja
verðmæti, sem eru æðri en hin
efnislegu verðmæti. Hann segir,
að fólkið, sem hafi mestan á-
huga á Rómarsamningunum sé
fólk, sem hafi lífsskoðun sem sé
skyld efnishyggju. Hin æðri
verðmæti, sem hann svo nefnir,
segir hann muni verða fyrir
hnekki í skipulagi, sem eigi að
ráða í Efnahagsbandalaginu.
Samanburður, sem hann gerði,
mundi sýna, sagði hann, hvað
hann teldi persónulega æðri
verðmæti.
„Takmarkið með öllum fram-
förum er annað og æðra en að
bæta lífskjörin. Það er menn-
ing, andi og siðgæði. Það er sú
- lífslist að hjálpa öðrum.
Þessi mikla speki er arfur sem
við höfum hlotið frá fornum
hugsuðum og spekingum á Aust
urlöndum. Hann hefir borizt
okkur aftan úr öldum í ýmsum
myndum, en alltaf er áherzlan
lögð á sjálfsíhugun, rósemi,
gæzku og skyldurækni, en ekki
á jarðneskar þarfir.
Ef verk verður að vinna má
ekki gera það til að hagnast á
því eða ná valdi yfir öðrum,
heldur af gæzku og skyldu-
rækni. Mahatma Gandhi hefur
dregið þessar göfugu eigindir í
hina frægu setningu: Ósegjan-
lega mikil andstaða gegn hinu
illa og um leið óségjanlegur kær
ieikur til þess sem gerir illt.
En meira virði en jafnvel hið
göfugasta verk er að ganga í
sjálfan sig, komast til skilnings
og öðlast sálarfrið. Með því einu
að æfa svo andann, verða menn
frjálsir frá veraldlegri blekk-
ingu heimsins, fýsnum og þján-
ingum".
Já, svo mörg voru þau orð um
samanburðinn á lífsskoður aust-
urs og vesturs. Ég leyfi mér að
gera tvær athugasemdir. Hið
fyrra er hin leiðinlega fáfræði,
sem kemur fram í tilvitnuninni
í Gandhi. Enginn maður getur
farið svo oft í kirkju, að hann
heyri ekki prestinn segja úr
ræðustólnum þessi orð: Við eig-
um að hata syndina, en elska
syndarann. Hann gerir þetta af
þeirri einföldu ástæðu, að þetta
er ein af þeim setningum og eitt
af þeim atriðum, sem kirkjan
leggur hvað mesta áherzluna á,
enda sótt í biblíuna, sem er miklu
eldri en Gandhi, sem lifði fram
á miðja þessa öld. Nýja testa-
mentið er gegnsýrt af þessum
boðskap. Jesú sýndi það skýrt í
yerki, að hann hugsaði svona.
Það er einhver vandræðalegur
fáfræðisvipur yfir flestu því sem
prófessorinn segir þegar hann
er kominn út fyrir ramma og
landamæri ökonometríunnar.
Ætti annar maður í hlut en Ragn-
ar Frisch, mundi mér finnast til-
burðirnir brosiegir.
Hitt atriðið er það, að hann
segir að það sé meira virði en
jafnvel hið göfugasta verk að
ganga í sjálfan sig. Lífsskoðun
prófessorsins er þess vegna ekki
kristin, heldur austræn, enda
minnist hann hvergi á kristin-
dóm í boðskap sínum. Bæði í
ræðu hans og riti ríkir í rauninni
sjálfið eitt-
Sjáum við nokkur veruleg
merki um mismun þessara lífs-
skoðana? Já, vissulega.
f hinum vestræna heimi hefir
mikil áherzla verið lögð á það
að mennta alþýðu manna, þrátt
fyrir það skipulag, sem prófessor-
inn kallar hið óupplýsta peninga-
veldi. Á íslandi var byrjað á
alþýðumenntuninni og almennri
skólaskyldu. í sveitum voru
byggðir unglingaskólar, þrátt
fyrir mikil vanefni, og jafnvel
notuð til þess erlend lán, áður
en hafizt var raunverulega handa
um framfarir landbúnaðarins.
En hvernig er svo ástandið í
löndum hinnar austrænu lífs-
speki? Indland hefir nú verið
sjálfstætt talsvert á annan ára-
tug. Þar eru byggð stálver og stór
fyrirtæki. En ennþá er engin al-
menn skólaskylda í landi
Gandhis. Þetta kalla ég að byrja
á öfugum enda Hér eru að mínu
áliti menn, sem skilja ekki að
maðurinn sjálfur er undirstaða
og 'uppistaða atvinnulífsins, að at-
vinnulífið er kerfi mannlegra
samskipta.
Bremsan
Eitt af því sem prófessorinn
finnur að Rómarsamningnum er
að hann feli í sér sjálfvirka
bremsu á efnahagsstarfsemina.
Hann tók dæmi um bíl, sem er
útbúinn sjálfvirkri bremsu,
þannig að hann fer á ferð, en
eftir nokkra stund tekur brems-
an að gera vart við sig og bíllinn
stöðvast með rykk, fer síðan á
stað aftur og eftir nokkra stund
stöðvast hann á ný o.s.frv. Þetta
er mynd af efnahagskerfinu eins
og Rómarsamningurinn gerir ráð
fyrir því, sagði prófessorinn.
í þessu dæmi prófssorsins
koma mjög skýrt fram eftirtekt-
arverðar hliðar á skoðunum hans.
Ég ætla að taka annað dæmi til
samanburðar, ekki í bíl, heldur
lifandi veru. mann. Eftir svo sem
16 tíma vöku tekur bremsan í
taumana. Maðurinn leggst fyrir
og liggur meðvitundarlaus kring-
um átta klst. Síðan rís hann á
fætur á ný Eftir aðrar 16 stund-
ir tekur bremsan enn í. Þannig
er lífið. Það er eins og við segj-
um stundum: líf, það er hreyfing,
það er brcyting, en stundum er
það doði eða jafnvel svefn. Þetta
er lífsins æðasláttur.
Efnahagslífið eru samskipti
mannanna fyrst og fremst. Af
þessu leiðir að efnahagslífið er
lífrænt fyrirbrigði. Einn svipur
þess er líkastur æðaslætti lifandi
veru. Vélin er hins vegar dauður
hlutur. Hún er ólífræn. Starfsemi
hennar er háð öflum hins ólíf-
ræna eðlisheims. í þessu litla
dæmi kemur því fram mikill
munur á viðhorfi okkar til efna-
hagslífsins. Annar lítur á efna-
hagslífið sem vél, hinn sem líf-
rænt fyrirbrigði.
Hér kemur greinilega fram, að
prófessorinn er einn af hinum svo
nefndu social engineers, þjóðfél-
ags- eða mannfélagsverkfræðing-
um. Það eru mennirnir, sem trúa
á skipulagið á höftin, á boðin, á
bönnin. Þeir móta manninn,
teygja hann og þvinga. Þeir
beygja hann undir þá nauðsyn
sem tækniþróunin hverju sinni
skapar, með valdi, ef ekki öðru
vísi. Þetta viðhorf kemur fram
í stjórnmálunum sem einræði og
kúgun. Piófessorinn hefir samt
uppgötvað að í Austurlöndum er
til vizka uin æðri verðmæti.
Menn eins og prófesorinn tala
oft um heildarskipulagningu at-
vinnulífsins í léttum tón, áætlun-
arbúskap og eiga þá við allt ann-
að en að styrkja ramma hins
: frjálsa atvinnulífs og hinar opin-
beru stofnanir þess. Af því sem
ég sagði um skoðanir mínar á
eðli atvinnulífsins, þá hljóta
menn að sjá, að ég skoða skipu-
lagningu atvinnulífsins sem skipu
lagningu á mönnum. Með skipu-
lagi og höftum erum við að
þjarma að manninum bæði líkam
lega og andlega. Með skipulagn-
ingu og höftum gétum við, segja
áhangendur áætlunarbúskaparins
og sósíalismans, aukið efnalega
velferð mannsins, þótt við gerum
hann ófrjálsari. En hváð verður
þá um hinri veglega sess hinna
andlegu verðinæta þegar frelsið
er farið? Mín persónulega skoðun,
svo ég noti orðtak prófessorsins,
er sú, að við hið frjálsa atvinnu-
líf, með þeim takmörkunum sem
við teljum samrýmanlegar hinum
vestrænu frelsishugsjónum, gefi
okkur í senn ekki aðeins meiri
efnalega velmegun, heldur einnig,
sem höfuðafurð, meira mannlegt
frelsi en nokkurt annað þjóð-
skipulag, sem við höfum þekkt.
Það er skipulag sem með dreif-
ingu hagvaldsins bindur að
nokkru hendur manna eins og
prófessorsins til þess að gera til-
raunir á mönnunum, manni, sem
að því er bezl verður séð, hefir
mestan áhuga á sjáfinu.
Nýlendukúgun
Eitt af því sem hann sagði að
birtist í Efnahagsbandalaginu
væri fölsk alþjóðarækni. Þó sagði
hann frá því að bandalagsríkin
ætli að láta hin nýstofnuðu ríki
Aríku, sem þeim eru tengd, fá
160 milljónir dollara á ári til
efnahagslegra framfara í fimm
ár. Þetta finnst honum lítið. Rétt
er ,að upphæðin mætti vera meiri
og mun vera hærri, en miðað við
það sem menn hugsuðu sér fyrir
svona 20 árum verð ég að segja
það að þetta er stórkostlegt. Ný-
lega las ég einhversstaðar að að
stoð Frakka einna við hin van-
þróuðu lönd næmi einum millj
arð dollara á ári, svo hér er eitt
hvað málum blandað.
Því má gjarnan bæta við, að
það er hið mikla land, þar sem
peningasjónarmiðinu og sam-
keppnishugsuninni er hreykt yf-
ir allt annað, eins og prófessor-
inn orðaði það, sem á upptökin
að þessari miklu alþjóðlegu sam
fajálp.
í -ræðunni sagði prófessorinn
meðal annars: Bandálagslöndin
vilja halda áfram að arðræna
gömlu nýlendurnar. Þetta arð-
rán, eins og við heyrðum af vör
um prófessorsins sjálfs, byrjar á
því að veita þeim stórkostlega
efnahagshjálp.
Annars hljómaði margt það sem
prófessorinn sagði um Ameríku
mjög einkennilega af vörum hag
fræðings.
í sambandi við Ameríku minnt
ist prófessorinn á löggjöf, sem
þar er í landi, gegn auðhringum
og á líka að vera í Evrópu, sam-
kvæmt Rómarsamningnum.
Hann segir, að ameríska sam-
steypan General Electric hafi ver
ið dæmd 29 sirtnum fyrir að
brjóta lög um auðhringa, en hún
blómgist eftir sem áður.
■ Mér dettur í hug í þessu sam
bandi, að þegar verkalýðurinn
byrjaði fyrst að skipuleggja sam
tök sín í Bretlandi, þá voru verka
lýðsforingjarnir teknir og dæmd
ir samkvæmt lögum um sam-
særi gegn ríkinu. Yfirvöldin
þóttust sjá í þessum samtökum
samsæri og létu lögin um sam-
særi ná til þeirra. Nú, hins vegar
þykjumst við vita betur í þeim
málum. En væri ekki hugsanlegt
að lög, sem væru þannig, að fyrir
tæki, sem dæmt er 29 sinnum
samkvæmt þeim, lifir eftir sem
áður góðu lifi, væri eitthvað ekki
við hæfi?
Með því á ég við að ef til vill
er lögunum eitthvað ábótavant,
frekar en fyrirtækinu. Væri ekki
hugsanlegt, að það væri eitthvað
athugavert við lög, sem eitt af
fremstu atvinnufyrirtækjunum í
Bandaríkjunum ætti tíðum í
höggi við, en stæði þó alltaf jafn
rétt eftir? Eru „glæpirnir"
kannski' ekki svartari en glæpir
verkamanna, sem voru að leita
að einhverju mótvægi gegn valdi
atvinnurekendanna? Hefur lög-
gjafinn, sem setti lögin í raun
og veru skilið þau fyrirbrigði,
sem hann var að setja lög um?
Eg held mér sé óhætt að full-
yrða, að það eru ekki svo fáir
bandarískir hagfræðingar sem
Einbýlishús
er til sölu við Miklubraut. Húsið er nýstandsett.
Máiflutningsskrifstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9 — Símar 14400 — 20480
Afgreíðslustarf
Stúlka óskast
Egilskjör
Laugavegi 116.
Byggingalóð óskast
Lóð óskast undir fjölbýlishús (eitt stigahús). Einnig
kæmi til greina lóð undir minna hús Tilboð, merkt:
„Reykjavík — 7564“, sendist afgr. blaðsins fyrir
mánudagskvöld.
líta þessi mál allt öðrum augum
heldur en prófessor Frisdh. Stór
fyrirtækin eru vaxin upp úr
tækniþróuninni og sú staðreynd
bendir til þess að með þurfi nýj
an skilning en ekki gamla hleypi
dóma.
Það er einkennilegt, að lífs-
kjör almennings skuli vera hvað
bezt, þar sem auðhringarnir eru
hvað voldugastir, .og að það ér
einmitt þar sem hin stórfellda
efnahagslega samhjálp milli
þjóða, sem er í uppsiglingu átti
sín upptök. Það er einkennilegt
að frelsi manna er hvað mest
þar sem hið svokallaða óupp-
lýsta penningaveldi er hvað mest
í algleymingi, að því er prófessor
inn segir. Mér sýnist af orðum
prófessorsins, að hann sé ákaf-
lega glámskyggn á sína eigin sam
tíð og efnahagsfyrirbrigði sam-
tíðar sinnar. Þetta kemur mjög
greinilega fram þegar hann er að
reyna að réttlæta sleggjudóma
sína um Efnahagsbandalagið.
Útlendu djöflarnir
Það mætti skrifa sérstaka
grein um það sem ég mundi vilja
kalla demonológíu prófessorsins.
Það mætti skrifa sérstaka grein
um hið illa og hlutvek hins illa í
fyrirlestri hans, þar með talið
útlendu djöflana. En ég nota
þessi orð, útlendu djöflarnir,
vegna þess, að þau hafa fengið
sérstaka merkingu. Þetta eru orð
in, sem Kínverjar notuðu um
hvítu mennina, þegar þeir komu
fyrst til Kína.
Það situr eins og hryllingur i
prófessornum, að erlendar þjóð-
ir skuli njóta auðlinda annarra
þjóða, sérstaklega smáþjóðanna.
Nú byggjast öll alþjóðleg við-
skipti á því, að þjóðirnar veita
hvor annarri aðgang að auðlind
u’m sínum. Við tökum íslenzka
þorska og sendum þá til útlanda
handa útlendingum til að éta.
Einn af forfeðrum okkar orti á
sinni tíð: Sé ég eftir sauðunum,
sem að koma af fjöllunum og
étnir eru í útlöndum.
Hann hugsaði eitthv.að líkt og
prófessorinn. fslenzkt kjöt var
étið erlendis, hugsið ykkur! En
skynsamir menn sjá það, að
þetta hefur sína kosti. Við fáum
í staðinn af auðlindum annarra
þjóða. Við flytjum inn erlent
járn og stál, erlend kol og er-
lenda ávexti og margt annað
fleira. Við . fáum útlendinga til
að vinna fyrir okkur og smíða
handa okkur vélar, sem við telj
um hag í að nota.
Prófessorinn kallaði meira að
segja náttúruauðlindirnar „natur
herligheter," þ. e. a. s. náttúru-
dásemdirnar, til þess að gefa hug
takinu nógu pólitískan áróðurs-
blæ. Hann virðist líta svo á, að
,það sé um að ræða að stela feg
urðinni úr löndum okkar. Er það
furða þótt hann telji það lífslist
að hjálpa öðrum? Er það furða
þótt hann prediki menningu,
anda og siðgæði? En hann segir
líka, að maðurinn eigi að ganga
í sjálfan sig. Það er víst bar sem
hundurinn liggur grafinn.
Hann segir „eftir Gandhi", að
við eigum að veita hinu illa and-
stöðu og um leið sýna ósegjan-
legar kærleika þeim sem gerir
illt. Þetta virðist þó ekki eiga að
gilda jafnt um alla menn, enda
væri það kristin hugsjón, ekki
austræn.
Stuttur bíltúr.
Prófessorinn hefur verið kynnt
ur þjóðinni sem vísindamaður.
Hins vegar hefur engin áherzla
! verið lögð á það, að skýra þjóð-
! inni frá því að erindi hans var
algjörlega óvísindalegt Sjálfur
, undirstrikaði prófessorinn á
nokkrum stöðum í erindinu hið
óvísindalega eðli þess. Þar sem
hann fjallaði um óvisindalega
hluti sagði hann nokkium sinn-
um að það sem hann segði væri
byggt á persónulegu mati sínu
En því miður gerði hann þetta
ekki allstaðar þar sem það átti
við.
Eg ætla að bregða mér i öku-
ferð með prófessornum og aka
hinum skrykkjótta bil sem hann
sagði okkur frá. Við erum rétt
komnir af stag begar prófessor-
inn tekur til máls og segir: hest
ana, sem verða á vegi okkar
ætla ég að kalla geitur og geiturn
ar hesta. Eg hefi ekkert við
þetta að athuga. Þetta er algjör
lega vísindalegt. Svipað þessu
gera menn oft i visindastörfum
eða kennslu, og þjónar það þá
einhverjum tilgangi þótt ekki sé
það alltaf ljóst í fyrstu. Ljóm-
andi er þetta falleg geit, segir
prófessorinn. Já segi ég Og horfi
rólegur á skjóttan hest stökkva
yfir skurð, því ' að hinir inn-
byggðu sjálfvirku hemlar eru
farnir að segja til sín. Prófessor
inn heldur áfram. Þetta nafn
geit, er stutt og laggott heiti á
þessari skepnu sem þið íslend-
ingar kallið þarfasta þjóninn, og
er nú notað í visindamáli. Eg
lít snöggt á prófessorinn, þótt
bíllinn hafi tekið annan kipp.
Það er glampi í augum hans. En
hversvegna er prófessorinn ' að
segja mér rangt til? Vill hann
koma inn hjá mér einhverjum
’hugmyndatengslum, sem ég
myndi ekki átta mig á eftir öðr
um leiðum? Veit hann að orðið
geit hefir tvennskonar merkingu
á íslenzku og er það það sem
j hann á við? Hvað vakir fyrir
honum? Þegar við stígum út úr
. bílnum er prófessorinn enn með
glampa í augunum og sigurbros
, á vör. Eg hristi bara höfuðið.