Morgunblaðið - 26.07.1962, Side 22

Morgunblaðið - 26.07.1962, Side 22
22 ntORCTnvnrrAÐiÐ Fimmludagur 26. júíí 1962 Akranes túk forystuna í gær Vann á Akureyri 3:1 AKURNESINGAR hafa tekið hreina forystu í íslandsmóti 1. deildar. — í gærkvöldi unnu Skagamenn Akureyringa á Akureyri með 3 mörkum gegn 1 og þessi sigur færir þá upp í efsta sæti í deildinni með stigi meira en 4 næstu lið, og eiga fjögur efstu liðin (Akranes, Fram, Valur og KR) öll þrjá leiki eftir. Leikurinn á Akureyri þótti góð ur en sigurinn 3—1 heldur stór til að gefa rétta mynd af- leikn- um. Engum blandaðist hugur um að Skagamenn verðskulduðu sig- ur fyrir leikinn, en Akureyringar voru óheppnir, skoruðu m. a. sjálfsmark. Mikill fjöld’ áhorfenda var að leiknum í gær þó hann færi fram á óheppilegasta tíma eða kl. 7 síðdegis. Veður var framúrskar- andi gott, logn og hlýja. Akurnesingar náðu forystu þegar á fyrstu mínútu leiksins. Voru Akureyringar ekki alveg búnir að átta sig á tilverunni, þegar knötturinn lá í neti þeirra. Brunuðu Skagamenn upp völlinn og varð úr þvaga við mark Akur- eyrar, og úr þeirri þvögu tókst Jóhannesi Þórðarsyni útherja að skora. Fékk Einar ekki að gert í markinu, þó markið þætti held- ur ódýrt. En Akureyringar tóku smám saman leikinr í sínár hendur og áttu frumkvæði í leiknum allan fyrri hálfleikinn. Tókst þeim á köflum að byggja upp langvar- andi sóknarlotur á mark Skaga- manna, og þegar um hálftími var af leik, jafnaði Skúli Ágústsson fyrif Akureyri. Var mark hans fallegt eftii góða sókn og langa. Staðan í hálfleik var 1—1. Strax í upphafi síðari hálfleiks ná Akurnesingar aftur foryst- unni. Var Ingvar þar að verki og skoraði með skalla eftir lag- legt upphlaup. Eftir þetta mark náðu Akurnes- ingar algerum undirtökum í leikn um og náðu oft laglegum leik. Leikur þeirra þótt laglegur væri á köflum, gaf þó ekki mörk, en Akureyringar skorðu eitt sjálfs- mark. Ætlnði bakvörður að senda Einari markverði knöttinn, en sendi yfír hann og rakleitt í mark. Heimildarmaður Mbl. kvað leik inn að sínum dómi hafa verið góðan. Fyrri hálfleikur var hrað- ari og oft skemmtileg tilþrif. í síðari hálfleik var snerpan ekki eins mikil og þá megnuðu Akur- eyringar ekki að veita næga mót- spyrnu. Eins marks munur hefðu Tugþraut Á laugardag og sunnudag | fer fram tugþraut Meistara / mótsíns í frjálsurn íþróttum Hefst keppnin kl. 3 á laugar dag og fer fram á Laugardals vellinum. Síðari kcppnisdag- inn, á sunnudag hefst keppn- in kl 2. Keppendur eru skráð ir tveir Valbjörn Þorláksson' IR og Kjartan Guðjónsson KR | Samtímis þrautinni fer fram ' keppni í 10 km. hlaupi, en , keppendur eru Kristleifur' Guðbjörnsson og Agnar Levy og í 4x800 m boðhlaupi er ein sveit skráð, sveit KR. verið réttust úrslit þessa leiks, sagði heimildarmaðurinn. 50 ára frjálsíþróttastarf og 40 ára gömul af rek á skrá Jóhann Bernhard rifjar upp blóma- skeiðin og beztu afrek islenzkra frjálsijyróttamanna ARIÐ 1962 er að ýmsu leyti sögu legt fyrir ísl. frjálsíþróttaunn- endur. A þessu ári eru t. d. lið- in 15 ár frá stofnun Frjálsíþrótta ráðs Rvíkur (FÍRR) og 35 ár frá fyrsta meistaramóti Islands í frjálsum íþróttum. Síðast, en ekki sízt, er nú liðin um það bil hálf öld síðan hér var fyrst farið að keppa í frjálsum íþrótt- um samkvæmt alþjóðaleikregl- um, en það var einmitt á stofn- ári 1S1 (1912) sem fyrsti íslenzki frjálsíþróttamaðurinn (Jón Hall dórsson) tók þátt í Olympíuleik- um. — Á þessu 50 ára tímabili hafa ísl. frjálsíþróttir lifað mörg blómaskeið, bæði hvað árangur og þátttökufjölda snertir, eink- um 1920—1930, 1943—1951 og 1956—60, en jafnframt lent í hálf gerðum öldudal þess á milli eins og gengur. En jafnvel þótt á- horfendur að frjálsíþróttamót- um hér í Rvík hafi farið fækk- andi síðustu árin, þá verður þeirri staðreynd ekki haggað, að í frjálsum íþróttum hafa íslend- ingar náð beztum árangri á al- þjóðamælikvarða. Blómaskeið Hér er því miður ekki rúm til að nefna nöfn allra þeirra afreksmanna, sem hafa varpað ljóma á nafn íslands á hverjum tíma, enda var það ekki fyrr en á 3. tug aldarinnar, sem eitthvað fór að kveða að ísl. frjálsíþrótta mönnum á erlendum vettvangi. Má þar nefna sem dæmi þá Jón Kaldal, Garðar S. Gíslason, Helga Eiríksson og Geir Gígju, sem voru allir nokkurs konar brautryðjendur í sínum íþrótta- greinum. Þá er og skylt að geta tveggja af Olympíukeppendum fslands 1936, þeirra Sveins Ingv- arssonar og Sigurðar Sigurðsson ar, en sá síðarnefndi vann sér það til ágætis, að verða fyrsti íslendingurinn, sem komst í að- alkeppnina í frjálsum íþróttum á þeim vettvangi — eða í þrí- stökki. Var það nokkurs konar fyrirboði þess, sem skeði 20 ár- um síðar í sömu íþróttagrein. Annars mun óhætt að fullyrða, að þátttaka og árangur ísl. frjáls íþróttamannanna á EM 1946 hafi verið áhrifamesta skrefið í þá átt að kynna getu þeirra fyrir öðr- um þjóðum. Þá vann íslending- urinn Gunnar Huseby fyrstur Evrópumeistaratitil með þeim afleiðingum, að umheimurinn fór skyndilega að fá aukinn á- huga fyrir íslandi og ísl. íþrótta- menningu. Næstu 5 ár var sigurförinni haldið áfram, enda bættust þá í hópinn afreksmennirnir Torfi Bryngeirsson (sem varð EM- meistari 1950 ásamt Huseby), Finnbjöm, Clausenbræður, Skúli Guðmundsson, Óskar Jónsson, Guðm. Lárusson, Hörður Har- aldsson og Ásmundur Bjarnason svo aðeins nokkrir þeir helztu séu nefndir. Náði sú sigurför hámarki 1951, er við sigruðum bæði Norðmenn og Dani í lands- keppni, en það var einstætt af- rek í sinni röð, sem okkur hefur ekki tekizt að vinna aftur sl. 10 ár. Eftir þetta blómaskeið færð- ist nokkur deyfð yfir ísl. frjáls- íþróttamenn, enda tóku margar af helztu stjörnunum sér hvíld frá keppni og mynduðust þá skörð, sem erfitt reyndist að fylla jafnóðum. Árið 1956 kom þó aftur talsverður fjörkippur í frjálsar íþróttir, enda höfðu þá nýir afreksmenn komið til sög- unnar, svo sem Hilmar, Svavar og síðast en ekki sízt Vilhjálm- ur Einarsson. Setti sá síðast- nefndi allt á annan endann með því að vinna silfurverðlaun í þrístökki á Olympíuleikunum 1956 og setja nýtt Olympíumet (16,26), sem stóð þó aðeins í nokkrar klukkustundir. Á Síðustu árin En jafnvel þótt nýir afreks- menn færu nú óðum að bætast í hópinn, þ. á m. Valbjörn, Krist- leifur, Jón Pétursson og Jón Þ. ólafsson — og Vilhjálmi tækist Myndin er úr leik FH og Víkings í fyrrakvöld Bergþór er kominn í skotstöðu og skorar. — Ljósm.: Sv. Þormóðsson. loks að jafna hið staðfesta heims met í þrístökki árið 1960 (16,70 m), þá er nú svo komið hér heima fyrir, að áhugi fyrir frjálsum íþróttum kemst varla í hálfkvisti við það, sem hann var fyrir 10—15 árum. Að vísu hefur verið talsverð« ur áhugi meðal sveina, drengja, unglinga og kvenna a.m.k. síðan 1957, er FRÍ kom í framkvæm4 ýmsum jákvæðum skipulags- breytingum. En betur má ef duga skal og því þurfa allir að* ilar, leiðtogar, þjálfarar og kepp endur að taka höndum saman, enda er til mikils" að vinna að freista þess að forða æskulýðn- um frá sjoppum, sorpritum og annari óhollri tómstundaiðju. í tilefni áðurnefndra tíma- móta, er ekki úr vegi að íhuga hvar við stöndum í dag, miðað við afreksmenn undanfarinna 50 ára. Er þá kannski heppilegast að láta tölurnar tala, enda sýna þær bezt hvar er um framfar- ir, kyrrstöðu eða afturför að Framh. á bls 23 BEZTU isl. frjálsiþróttaafrekin fri upphafi. KARLAR 100 m lilaup: ártals 10.3 Hilanar tH>rbjörnsson, Á 57 10,5 Finnbjöm Þorvaldsson, ÍR 49 10.5 Haukur Clausen, ÍR 51 10.5 Ásm. Bjarnason, KR 52 10,7 Höröur Haraldsson, Á 50 10,7 Guðmundur Lárusson, Á 50 10,7 Örn Clausen, ÍR 51 10.7 Guöm. Vilhj álmsson, ÍR 54 10.8 Pétur Sigurösson, KR 52 10,8 Sigm. Júlíusson, KR 56 10,8 Höskuldur Karlsson, ÍBK 57 10,8 Valbjöm Þorláksson, ÍR 58 200 m. hlaup: 21.3 Haukur Clausen, ÍR 50 21.3 Hilmar t>orbjörnsson, Á 56 21.5 Hörður Haraldsson, Á 50 21.6 Ásm. pjarnason, KR # 54 21.7 Finnbjöm Þorvaldsson, tR 49 21.8 Guömundur Lárusson. Á 49 22,0 Höskuldur Karlsson, ÍBK 56 22,1 Valbjörn Þorláksson, ÍR 58 22.3 Pétur SigurÖsson, KR 5® 22,3 Guðm. Vilhjálmsson, ÍR » ÍR-mótið í 1. ágúst Frjálsíþróttamót ÍR sem frestað var um síðustu mánaðamót vegna veðurs, verður háð 1. ágúst næstkomandi. Keppt verður í eft irtöldum greinum: 80m grinda- 'hlaupi sveina, lOOm hlaupi drengja, 200m hlaupi, 1500m 'hlaupi, 4xl00m bðhlaupi, 60m hlaupi telpna 16 ára og yngri, kúluvarpi, spjótkasti, sleggju- kasti, langstökki, þrístökki og há stökki. Þátttaka tilkynnist Jóni Þ. Ól- afssyni, síma 15456 i síðasta lagi 30. júlí. KR haföi 9 marka forskot í hléi sn vann með 3 mörkum í FYRRAKVÖLD fóru fram tveir leikir i meistarafiokki karla á íslandsuiótinu í útihandknatt- leik karla. SH vann Ármann með 19 gegn 11 og KR vann Víking með 17 gegn 14. SH hafði öll tök í leiknum gegn Ármanni, en hinn leikurinn var sviftingameiri. KR náði algerum tökum á leiknum í byrjun og stóðu leikar 13—4 fyrir KR í hálf- leik. En þá komust Víkingar í gang og leik lauk með 17—14. Víkingar unnu því síðari hálfleik með 10 gegn 3. f kvöld verður mótinu fram haldið og leika þá í meistara- flokki Víkingur og Ármann —. áreiðanlega jafn og tvísýnn leik- ur, og ÍR gegn KR. Þá fara einnig fram úrslit I riðlakeppni í 3. flokki. í A-riðli leika til úrslita Ármann og FH og í B-riðli Valur og KR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.