Morgunblaðið - 19.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 19. Sgúst 1962 MORCVNBLAÐIÐ 13 Af hver ju að breyta afreki 1 ögrun? Síðustu geimferðaafrek Rússa eru aðdáunarverð. En menn hljóta að spyrja, af hverju svo hafi verið á haldið, að hin tmiklu afrek séu endilega gerð að ögrun. f því skyni að sanna ógnarmátt sinn hefur sovétstjóm in valið þeim tíma rétt eftir að hún byrjaði helsprengjur á ný. Sennilega er það og ekki ein- ber tilviljun, að þetta hringsól skyldi eiga sér stað á ársafmæli svívirðingar veggsins þvert í gegnum Berlínarborg E.t.v. er þetta undanfari nýrra átaka Sovétstjórnarinnar til að tryggja sér varanleg ráð yfir Austur-Þýzkalandi með friðar- samningum við leppstjómina þar í landi. Slíkur bægslagang- ur er þó óþarfur fyrir einræðis- herrana í Moskvu. Gereyðingar- máttur þeirra var mönnum þeg- ar áður nógu kunnur. Áhrifin verða öfug við það, sem ætlazt er til. Afleiðingin verður sú ein, að frjálsir menn sannfærast enn betur en áður um, að þeir mega sízt af öllu slaka á vörnum sín- um. „Vmáttubandið“ Litlar líkur eru og til þess, að menn gleymi í bráð hinu ömur- lega hlutskipti Austur-Þjóð- Flugvélar Landhelgisgæzlunnar, Sif og Rán. (Ljósm. Mbl. Markús). andi, að góðærið fær notið sín. Almenningur hefur aldrei átt við betri kjör að búa, fjárhagur ríkisins stendur í blóma og efna- hagur þjóðarheildarinnar er tryggari en nokkru sinni fyrr. Kommúnistar ætla enn að breiða yfir nafn og númer Það segir einnig sína sögua um það, hvernig stjórnarandstöð- unni hefur farnazt, að kommún- istar skuli nú enn einu sinni vera í undirbúningi með að breiða yfir nafn og númer. Al- þýðubandalagsdulan þykir vera orðin of gagnsæ, svo að ætlunin er að leggja hvorttveggja niður, Alþýðubandalagið_ og sjálfan Sósíalistaflokkinn, sameiningar- flokk alþýðu. Enn er ekki vitað hvaða nýtt nafn verður valið. Enginn þarf þó að ætla, að flokk urinn breyti um eðli, þrátt fyr- ir öll nafnaskiptin. Tilgangur- inn er raunar sá að gefa til kynna, að tengslin við Moskvu verði rofin. Því til frekari á- herzlu vinnur Lúðvík Jósefsson að því öllum árum að steypa Einari Olgeirssyni af stóli sem höfuðerindreka Moskvuvaldsins og formanni Sósíalistaflokksins. Á Hannibal minnist enginn, með hann er farið sem hvern annan bandingja. • • Oruggur REYKJAVÍKURBRÉF s—.——. Laugard. 18. dgust ■ verja. Enn ein sönnun um þrá þeirra til að brjótast úr fang- elsinú, sem búið er að breyta heimkynnum þeirra í, birtist á æskulýðsmótinu í Helsingfors nú fyrir skemmstu. Þangað voru einungis sendir unglingar, sem leppstjórnin taldi örugga fylgis- menn sína. Engu að síður notaði nær tíundi hluti þátttakendanna þetta færi til að flýja. Ekki vantaði þó, að á þeim væru hafð ar strangar gætur. Eitt ráðið til þess að halda í þá var, að þegar Austur-Þjóðverjarnir komu og fóru á mannamót voru þeir látn- ir tengjast „vináttubandi", þ.e. halda í hendina hver á öðrum, svo að enginn gæti slappið úr hópnúm! Slíkar aðfarir lýsa bet- ur eðli stjórnarfarsins heldur en þrumur helsprengjanna eða hringsól geimfaranna. Landhelgis- gæzlan efld Fátt hefur orðið landhelgis- gæzlunni að meira gagni en öfl- un flugvélar í hennar þjónustu fyrir sjö árum. Flugbáturinn, sem þá var fenginn, er nú úr sér genginn, enda er slík- ur farkostur orðinn svo fá- gætur, að vaxandi örðugleikar hafa verið á að afla til hans varahluta. Voru þess jafnvel dæmi, að einstök stykki hafi þurft að sækja alla leið austur til Ástralíu. Þess vegna hefur verið kannað undanfarna mán- uði, hvort unnt væri að fá með viðráðanlegu verði vél, sem gæti komið I stað hinnar, sem úrelt er orðin. Þegar lítt notuð Skymastervél fékkst fyrir tæki- færisverð suður í Portúgal, var ekki áhorfsmál um að rétt væri að kaupa hana. Nú er þessi vél komin til landsins og virðist í öllu vel á sig komin. Af ein- hverjum ástæðum er óheimilt að velja aftur nafnið á gömlu vél- inni og hefur hin nýja því feng- ið heitið Sif, sem raunar er mætavei viðeigandi. Vonandi verður Sif jafn gifturík og Rán hefur reynzt, Flugþol hennar er talið meira og hún að ýmsu öðru leyti hentari til gæzlu- starfs. En ógerningur er að halda Uppi viðhlýtandi gæzlu á hinum miklu hafsvæðum, sem fiskveiðilögsaga íslands nú nær yfir, nema með atbeina flugvél- ar. Sigurinn ekki lengur vefengdur Stóryrði og svívirðingar stjórnarandstæðinga náðu há- marki, þegar samið var um lausn landhelgisdeilunnar fyrir einu og hálfu ári. Nú eru þeir hættir að minnast á það mál. Reynslan hefur svo gersamlega gert að engu allar ófarnaðarspárnar, sem þá voru bornar fram. ís- lenzkir fiskimenn hafa notið góðs af hinni stækkuðu fiski- veiðilögsögu, sem þá var samið um. Hættan, sem stafaði af ó- friðnum á miðunum, er úr sög- unni og Bretar nota sér mun minna en búizt hafði verið við hin takmörkuðu, tímabundnu veiðiréttindi. Allur almenning- ur 'viðurkennir nú orðið, að það var sannmæli, sem þá var sagt, að með landhelgissamningnum við Breta unnu íslendingar einn sinn stærsta stjórnmálasigur. Þannig má snúa ófriði og vand- ræðum upp í sátt og samlyndi, þegar hyggilega er að farið. Fetum sama vegínn um lausn annarra vandamála A sama veg og ekki verður véfengt, að ríkisstjórnin gerði rétt í þessu mikla vandamáli, mun koma á daginn að afstaða hennar til Efnahagsbandalagsins er mótuð af raunsæi og hygg- indum. Þar hefur verið valinn sá kostur að fylgjast náið með öllu, sem gerist og kynna aðil- um sérstöðu okkar til að greiða götuna síðar meir og firra því að nokkuð sé gert, er útiloki að réttmætt tillit verði til okkar tekið. Enn er ekki tímabært fyr- ir okkur að taka ákvörðun um, hvort eða með hverjum hætti við eigum að tengjast bandalagi þessu. Fyrst verður að fást úr því skorið, hverjir gerist full- komnir aðilar þess. Fyrir okkur veltur þar á mestu um aðild Breta, Dana og Norðmanna. Fyr- irsjáanlega bíða enn margir mán uðir þangað til ijóst verður, hvort úr aðild þessara ríkja verður. Allir eru þessir samning- ar svo flóknir og viðurhluta- miklir, að þeir taka mun lengri tíma en ráðgert hafði verið. Ef bandalagið verður svo stórt sem horfur eru á, þá er fs- lendingum búin mikil hætta af því að standa alveg utan við. Með því sköpum við okkur ekki aðeins miklu lakari samkeppnis- stöðu og fyrirsjáanleg útgjöld, heldur afsölum okkur öllum á- hrifum á meðferð mála og á- kvarðanir, sem úrslitaáhrif geta haft um afkomu okkar og fram- tíð. Full undanþágulaus aðild mundi hinsvegar verða okkur erfiðari en nokkrum öðrum. Ein- hverskonar aukaaðild sýnist því vera vænlegasta leiðin. Alger misskilningur er, þegar sumir tala svo sem einungis sé til ein tegund aukaaðildar, sú, sem Grikkir hafa samið um sér til handa. Eðli aukaaðildarinnar fer algjörlega eftir því, sem um semst í hverju einstöku tilfelli. Það er því mikjð undir því kom- ið að vel sé á málum haldið af okkar hendi. Núverandi ríkis- stjórn sannaði með landhelgis- samningunum við Breta, að henni er að fullu treystandi í hinum vandasömustu milliríkja- samningum. Gerðu sjálfa sig að fíflum Það var ekki í landhelgismál- inu einu, sem stjórnarandstæð- ingar gerðu sjálfa sig að fíflum. Hið sama átti sér stað í umræð- unum um efnahagsmálin. Varn- aðarorð Karls Kristjánssonar — manns, sem ella er ekki vanur að tala af sér — um „móðuharð- indi af mannavöldum", voru á sínum tíma mælt af þungri al- vöru en eru nú hvarvetna höfð í flimtingúm. Jafnvel Framsókn armenn eiga nú ekki nógu mörg orð um góðærið, er ríki í land- inu. Þeir sýnast þó lítið hafa lært. Enn fjasa þeir um sam- drátt og stöðnun, þegar meiri atvinna og framkvæmdir eru en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðar- innar. Nöldur þeirra sprettur af því, að engum fær lengur leynzt hvílíkir falsspámenn Framsóknarherrarnir hafa reynzt. Þeir treystu því að ekki væri unnt að rétta fjárhaginn við nema með þeirra atbeina. Á daginn hefur hinsvegar komið, að það er ekki sízt að þakka á- hrifaleysi Framsóknar að nú hefur tekizt að leysa vanda, sem áður virtist óviðráðanlegur. — Svo var á meðan Framsóknar- menn höfðu aðstöðu til að fleyga allar framkvæmdir með sérhyggju og synjun á því að láta eitt yfir alla ganga. Þegar góðæri var snúið upp í hallæri Forystuskortur Framsóknar átti drjúgan þátt í því, að mesta aflaári sem þá hafði gengið yfir landið, árinu 1958, var snúið í hallærið, sem leiddi til uppgjaf- ar V-stjórnarinnar. Eðlilegt er að Framsóknarmenn reyni að breiða yfir frammistöðu sína þá og fá almenning til að gleyma upplausninni sem við blasti. En lýsing Hermanns Jónassonar 4. desember 1958 á úrræðaleysi, sundrung og vesöld V-stjórnar- innar mun ekki falla mönnum úr minni í bráð. Bersögli Her- manns þá bætir úr mörgum mis- gerðum hans og gerir að verk- um, að þrátt fyrir allt stendur þjóðin í þakkarskuld við hann. Sanngjarnari dómur um eigin verk hefur aldrei verið kveðinn upp. Það er því að vonum að oft sé til hans vitnað. Alveg gagnstætt því, sem þá tókst til, hefur farið að þessu sinni. Nú eins og þá er góðæri af náttúrunnar völdum. Mun- urinn er, að hyggileg stjómar- stefna hefur orðið þess vald- Moskvumaður Lítillækkun Einars Olgeirs- sonar mun engan blekkja. — Lúðvík Jósefsson er að vísu til með að þfegða sér í allra kvik- inda líki. Þjónustusemi hans við mennina i Moskvu er hinsvegar sízt minni en Einars. Báðir eru gallharðir, sannfærðir kommún- istar. Eftir að Lúðvík hafði unnið það, sem hann telur sitt mesta afrek, að skapa ófriðinn um landhelgismálið 1958, lagði hann tafarlaust leið sina austur til Moskvu til þess að þiggja þar þau laun, sem trúum þjóni ber. fslendingarnir, sem með Lúð- vík voru á Genfarráðstefnunni 1960, hafa lýst framkomu Lúð- víks þá. Þegar á reyndi afhjúp- aði hann sig sem hreinan erind- reka Sovétstjórnarinnar og lét sér sæma að bera fram hótanir um afarkosti þjóð sinni til handa,, ef takast kynni að leysa landhelgismálið á friðsaman hátt. Sjálfstæðismenn í sóknarhug Þegar litið er á alla aðstöðu í stjórnmálum okkar nú, þá er eðlilegt, að Sjálfstæðismenn séu hvarvetna í sóknarhug. — Þeir hafa nú í sumar mjög eflt sam- tök sín hvarvetna um landið. — Skipulag flokksins er komið í ör uggara horf en hingað til hefur verið. Mörg ný flokksfélög hafa verið stofnuð, fulltrúaráð kjörin og um síðustu helgi var stofnað kjördæmisráð í Vest- fjarðakjördæmi, en áður höfðu slík verið stofnuð í öllum hin- um kjördæmunum, utan Reykja- víkur, þar sem fulltrúaráðið starfar með sama hætti og áður.' Vegna stofnunar kjördæmisráð- anna hafa forystumenn flokks- ins í öllum byggðarlögum hitzt, borið saman ráð sín, rætt sam- eiginleg áhugamál og hvatt hvern annan til ötullar baráttu fyrir hinn góða málstað. Hvar- vetna hefur komið í ljós, að al- menningur fagnar hinni nýju kjördæmaskipan. Menn skilja, ekki sízt í þeim héruðum, sem fjarlægust eru Reykjavík, að þeir hafa nú miklu sterkari að- stöðu en áður til að koma hags- munamálum sínum fram. Meðan Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.