Morgunblaðið - 22.08.1962, Blaðsíða 2
MOnCUNBLAÐlÐ
Miðvikudagur 22. ágúst 1962
Mjög fjölsótt héraðs-
mót í Borgarfirði
SÖ>ASTLIÐINN sunnudag héldu
Sjálfstæðismenn í Borgarfjarðar-
sýslu og Akranesi hið árlega hér-
aðsmót sitt í Ölver undir Hafnar-
fjalli. Sótti mótið mikill mann-
fjöldi, um 800 manns, og fór það
fram með mestu prýði.
Samkomuna setti með ávarpi
Jón Árnason, alþingismaður, og
stjórnaði henni síðan.
Dagskráin hófst með því, að
Kristinn Hallsson, óperusöngvari,
söng einsöng; undirleik annaðist
Skúli Halldórsson, píanóleikari.
Að loknum söng Kristins flutti
Sigurður Ágústsson, alþingismað
ur ræðu.
Þessu næst flutti formaður
Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Bene
diktsson, dómsmálaráðh., ræðu.
Að ræðu ráðherrans lokinni söng
Þórunn Ólafsdóttir, söngkona,
einsöng.
Fluttur var gamanleikurinn
„Mótlætið göfgar“ eftir Leonard
White og fóru með hlutverk leik-
ararnir Valur Gíslason og Helga
Valtýsdóttir. Síðan sungu þau
Kristinn Hallsson og Þórunn Ól-
afsdóttir tvísöng við undirleik
Skúla Halldórssonar.
Var ræðumönnum og listafólk-
inu mjög vel fagnað.
Dansleikir voru í ölver bæði á
laugardagskvöld og sunnudags-
kvöld, voru mjög fjölsóttir og
fóru vel fram.
Stokk séi
undnn
ukkerinu
f fyrradag lá við að slys
yrði um borð í dýpkunaskip-
inu Leó, ex það var að varpa
akkerum uppi undir landstein-
um í Hvalfirði. Br akkerið
var látið falla, stefndi það á
mann, og hafði hann ekki önn
ur ráð en að stinga sér í sjó-
inn til að verða ekki fyrir
því, en akkerið vegur um 200
kg. Maðurinn, sem heitir Ein-
ar Halldórsson, hinn þekkti
knattspyrnumaður úr Val
synti að bát við skipshliðina,
og varð ekki meint af volkinu.
Fundur í fulltrúaráði
Sjálfstæðisfél. á ísafirði
Föstudaginn 4. þ.m. var hald-
inn funduir í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisfélaganna á ísafirði. Var
fundurinn haldinn í samkomu-
húsinu Uppsölum og hófst kl. 9
e.h.
Formaður fulltrúaráðsins,
Matthías Bjarnason, bæjarfull-
trúi setti fundinn og skýrði til-
efni hans.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, flutti ræðu um
skipulag og starfsemi Sjálfstæð-
isflokksins með tilliti til þeirra
skipulagsbreytinga, sem nú er
verið að gera á flokknum.
Síðan fór fram kjör á fulltrú-
uf í kjördæmisráð Sjálfslæðis-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi.
Þá urðu nokkrar umræður um
Hætta
v/ð Erm-
arsund
ÞEIR félagar Eyjólfur Jóns-
son og Axel Kvaran sem ráð-
gert höfðu tilraun til að synda
yfir Ermarsund, hafa skotið
því áformi á frest fram í ágúst
næsta sumar. Ástæðan er sú
að báðir hafa orðið fyrir veik-
indum, en þar sem margir.
hafa lagt fé fram til að þeim
mætti tilraunin gerleg, vilja
þeir vera í bezta formi og'
góðri æfingu.
Eyjólfur fékk taugaveiki-
bróður og var illa úti í þeirri
veiki. Axel fékk slæma sina-
skeiðabólgu eftir sundið í Eyja
firði og varð að læknisráði að
taka sér frí. Á sunnudag lagði
hann til sunds frá Neeti við
Elliðaár og synti inn í höfn,
8 km leið á 3% tíma. En hann
fann að 3 vikna stopp frá æf
ingu hafði haft sín áhrif og
hefur því einnig frestað til-
raun sinni við Ermarsund eins
og Eyjólfur.
Jafnframt veikindum skorti
þá fé’aga eitthvert fé, en til-
raunin kostar ekki undir 90—
100 búsund krónur.
héraðsmót og tóku til máls Einar
Ingvarsson, bankastjóri, Matthí-
as Bjarnason og Þorvaidur Garð-
ar Kristjánsson.
FH Islands-
meistari
í GÆRKVÖLDI fór fram í Kópa
vogi aukaúrslitaleikur í fslands-
móti kvenna í handknattleik ut-
aiihúss. Ármann og FH voru jöfn
í mótslók á dögunum og mætt"
ust nú öðru siniti.
Leikurinn var ákaflega jafn og
að venjulegum leiktíma loknuim
var jafntefli. í framlengingu
tryggði FH sér sigurinn með 5
mörkum gegn 4. FH-stúlkurnar
eru því íslandsmeista rar aftur
1962.
Einn fremsti karlakór Norðurlanda:
„Muntra Musikanter"
heimsækja ísiand
Munu dvelja hér i 6 daga á vegum
,Jróstbræóra'
Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ
næsta er væntanlegur hingað
til lands finnski karlakórinn
„Muntra Musikanter" frá
Helsingfors — einn af allra
beztu kórum Norðurlanda og
sá stærsti, sem hingað hefur
lagt leið sína. Kórinn mun
dveljast hér í tæpa viku,
syngja á einum tónleikum í
Reykjavík, en einnig taka
þátt í hátíðarhöldunum á
Akureyri í tilefni af aldaraf-
mæli kaupstaðarins.
Það er karlakórinn „Fóstbræð-
ur“ í Reykjavík, sem hefur veg
og vanda af héimsókn finnska
kórsins hingað. „Fóstbræður“
voru, sem kunnugt er, í Finn-
landi á síðasta ári — og knýttust
þá traust vináttubönd milli kór-
anna tveggja. Á fundi með frétta
UM hádegi I gær var lægðin,
sem undanfarna daga hefur
verið suður í hafi, komin norð
ur undir ísland og nær þaðan
austur undir Noreg. Veður er
mjög stillt hér á landi en
dumbungislegt. Óvíða rignir
svo teljandi sé, en talsverð
þokubræla er við austur-
ströndina og úti fyrir Norður
landi. Hlýjast var í Rvík og
á Síðumúla, 13 st., en kaldast
á Hornbjargsvita, aðeins 7 st.
Veðurspáin kl. 10
í gærkvöldi:
SV-land og miðin: Hæg-
viðri, skýjað, rigning með
köflum.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Austan og NA gola,
þurrt að mestu en skýjað.
Vestfirðir og miðin: NA
kaldi, skýjað, þokusúld norð-
an til.
Norðurland til Austfjarða
og miðin: NA gola eða kaldi,
skýjað, víða þoka eða súld á
miðum og annnesjum.
SA-land og miðin: Hæg-
viðri, skúrir.
Horfur á fimmtudag:
Austan og NA kaldi, þurrt
veður á Suður- og Vestur-
landi, en skúrir austan lands.
.44
mönnum í gær sögðu þeir Ágúst
Bjarnason og aðrir forvígismenn
„Fóstbræðra“ frá því helzta í
sambandi við fyrirhugaða heim-
sókn hinna finnsku söngbræðra.
Mikill áhugi á fslandsför
Áhugi á Islandsförinni hefur
verið mikill meðal Finnanna,
sem gleggst kemur fram í því,
að þeir munu verða næstum tvö-
falt fjölmennari en í fyrra var
búizt við, þ. e. 74 talsins. Sjö í
hópnum cru gamlir kórfélagar, en
hinir allir núverandi söngmenn
hans, auk svo stjórnandans, Erik
Bergmans, Bergman, sem er nú
fimmtugur að aldri, er meðal
frægustu núlifandi tónskálda
Finna. Allir meðlimir „Muntra
Musikanter" eru fyrrverandi há-
skólaborgarar. Hefur kórinn starf
að í rúma átta áratugi og enginn
kór á Norðurlöndum gert eins víð
reist. Söngskrá kórsins er að mati
fróðra söngmanna frábær, alhliða
og ítarleg í senn; m. a. er þar
að finna verk eftir Stravinski,
sem karlakór mun aldrei áður
hafa flutt verk eftir hér á landi.
Karlakórinn „Muntra Musi-
kanter“ hefur unnið mex-kilegt
brautryðjandastarf í norrænum
karlakórssöng. Hinir „kátu
söngvasveinar“ virðast líta á hlut
verk sitt sem flytjendur tónlist-
ar með stórum meiri alvöru en
algengast er um karlakórsmenn,
sem oft hættir til að gera úr
söngnum ánægjulega en áreyslu-
litla dægradvöl og láta þar við
sitja. Þetta viðhorf „Muntra
Musikanter" hefur orðið til að
tryggja þeim sérstakan virðing-
arsess meðal söngbræðra sinna.
Kórinn heíur frá öndverðu
leitazt við að kanna nýjar slóðir,
aðhæfa verkefnaval kröfum
breyttra tíma og víkka eftir föng
um hið íremur þrönga tjáningar-
svið karlakórssöngsins. í þessu
skyni hefur kórinn haft náið sam
starf við ágæt tónskáld heima og
erlendis, margoft veitt verðlaun
fyrir ný kórverk og þannig beint
og óbeint stuðlað að því, að til
hafa orðið ýms merk tónverk,
þar á meðal mörg fegurstu og
frægustu kórlög Sibeliusar, Palm
grens, Járncfelts o. fl. Á kórinn
í safni sínu mörg frumrit tón-
verka efiir þessa og aðra fremstu
brautryðjendur tónlistarinnar í
I NÝLEGA var Pósthúsið í \
Reykjavík málað hátt og lágt |
að utan. Myndina tók Ijós-1
myndari Mbl. af pósthúsinu
nýmáluðu í gær.
Ljósm.: Markús.
Finnlandi.
„En Muntra Musikanter“ hafa
ekki látið við það sitja að viða
að sér slíkum handritum. Þeir
munu hali frumflutt fleiri ný
kórverk en flestir aðrir sam-
bærilegir kórar og hafa ekki lát»
ið það aftra sér, þótt sum þeirra
virtust í fyrstu torsungin og
jafnvel lítt viðráðanleg. Svo vel
hafa þeir fylgzt með tímanum,
að þeir hafa um árabil haft á
söngskrá sinni einnig verk, sem
samin eru í hinum svonefnda
„tólf tóna stíl“. „
Einlr tónleikar i Reykjavik
Eins og fyrr segir mun kór-
inn dveljast hér í sex daga og
heldur því héðan hinn 2. septem-
ber. „Muntra Musikanter" halda
aðeins eina tónleika í Reykja-
vík og fara þeir fram í Háskóla-
bíói þriðjudagskvöldið 28. ágúst,
Eru þeir fyrst og fremst ætlaðir
styrktarfélögum „Fóstbræðra“ —<
en urrí sölu þeirra tiltölulega fáu
miða, sem eftir verða, er áform-
að að auglýsa í fimmtudagsblöð-
um.
Að venju mun verða kapp-
kostað að sýna gestunum þá
markverða staði, sem tími og
tækifæri gefast til að heimsækja,
meðan hin skamma dvöl þeirra
stendur; þ. á. m. munu þeir fara
til Bessastaða. Eru „Fóstbræður**
staðráðnir í að gera þeim Islands-
förina sem eftirminnilegasta.
ÞORSMÖRK
FÉLAG ungra sjálfstæðismanna
í Árnessýslu efnir til hópferða >
Þórsmörk um næstu helgi (25.
og 26. ágúst).
Farið verður frá Hveragerðl
og Eyrabakka kl. 1.30 ©g Sel-
fossi kl. 2. e.h. á laugardag. Um
kvöldið verður varðeldur og
kvöldvaka í Húsadal.
Þáttaka tilkynnist fyrir n.k.
föstudagskvöld til Georgs Michel
sen, Hveragerði, Verzlun Guð-
laugs Pálssonar, Eyrabakka og
Rafgeisla h.f. og Verzlun S. Ó.
Ólafsson, Selfossi.
Þórsmerkurferðir eru jafnan
mjög vinsælar og er ekki að eia
að mikil þátttaka verður í þess-
ari ferð ungra Sjálfstæðisnr.anna
í Árnessýslu, og hafa nú þegar
margir tilkynnt þátttöku sína.
Vegna bílaskorts eru allir þeir
sem fara ætla sérstaklega hvatt
ir til að tilkynna það sem allra
fyrst. Öllum er heimil þáttaka.