Morgunblaðið - 22.08.1962, Side 10

Morgunblaðið - 22.08.1962, Side 10
10 Miðvikudagur 22. ágúst 1962 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MORGVNBLAÐ ~Já_________ IÐ IITAN UR HEIMI Hve lengi tekst Frökkum að hindra aðild Breta að EBE? UMRÆÐ URNAR UM A USTUR VIÐSKIPTIN TTinar miklu umræður, sem að undanförnu hafa ver- ið í dagblöðum um austur- viðskiptin svokölluðu, hafa mjög stuðlað að því að allur abnenningur gerir sér nú ljós ari grein en áður fyrir því hvers eðlis þessi viðskipti hafa verið og eru. Má draga niðurstöður þess- ara umræðna saman í stutt mál, og er þetta það helzta: Frá Rússlandi kaupum við ýmsar „standardvörur", svó sem olíur, jám og timbur. Hafa þessi viðskipti gengið nokkurn veginn snurðulaust þrátt fyrir innflutnings- frelsi. Þó að viðskipti þessi séu á sumum sviðum óhag- kvæmari fyrir okkur en kaup á frjálsum mörkuðum höfum við samt keypt meira af Rúss um en þeir af okkur, þannig að við skuldum þeim allmikl- ar fjárupphæðir, sem við óskum að greiða í íslenzkum afurðum, en þeir hafa enn ekki keypt. Um önnur kommúnistaríki gegnir yfirleitt allt öðru máli. Þaðan hafa mestmegnis verið keyptar fullunnar iðn- aðarvörur, sem í mörgum til- fellum hafa reynzt illa og verið á óhagkvæmu verði auk margháttaðra erfiðleika við afgreiðslur. Vörugæðin þekkja menn og hafa raunar betri aðstöðu nú að undanfömu en áður til að dæma einnig um verðið vegna samanburðar við verð vöru, sem annars staðar er keypt. Ætti því ekki að þurfa að eyða að því mörgum orð- mn. En enda þótt íslendingar haldi uppi viðskiptahömlum til að vernda vörukaup í þess um löndum þá hefur þeim ekki tekizt að afgreiða sam- kvæmt samningum. Sumar vörutegundir hafa alls ekki verið afgreiddar, aðrar kom- ið of seint eða þá að öðru visi hefur verið afgreiit en um var samið. Af þessu hafa sprottið margvísleg vand- ræði og nú eigum við íslend- ingar inni háar fjárhæðir hjá sumum þessara landa, sem þau virðast ekki geta greitt með framleiðsluvörum sín- um. ÞVINGUÐ VÍÐSKIPTI egar það er hugleitt að ís- lendingar eru eina ríkið í Vestur-Evrópu sem við- heldur viðskiptum við komm únistaríkin með innflutnings- þvingunum, sést hve órétt- mætar eru ásakanir stjórnar- andstæðinga um það að ís- lenzka ríkisstjórnin sé vís- vitandi að eyðileggja við- skipti við kommúnistaríkin. Á rúmum þriðjungi inn- flutnings okkar eru nú inn- flutningshöft einungis í þeim tilgangi að tryggja það að verulegur hluti þessara vara séu keyptar í kommúnista- ríkjunum, því að reyndin hefur verið sú að sáralítið hefur verið keypt þar, þegar heimilt hefur verið að kaupa vörurnar annars staðar. Ýms önnur Evrópulönd hafa veru- leg viðskípti við kommún- istaríkin án þess að þau séu þvinguð. Byggjast þau við- skipti á því að kommúnista- rí'kin gera sér grein fyrir því að í þeim viðskiptum verða þau að vera samkeppnisfær og senda því sínar beztu vörur á þessa markaði á seiri hagkvæmustu verði. En í við skiptunum við íslendinga hefur þetta ekki skipt máli, því að þeir hafa einir setið að markaðinum. Hinn 9. þ.m. gerði Mbl. þessi viðskipti að umræðu- efni í ritstjómargrein og sagði þá m.a.: „Auðvitað eru það hags- munir útgerðarinnar að geta selt sem mest og víðast, og þeir hagsmunir eru vissulega þungir á metunum, en tak- mörk eru þó fyrir því hvaða byrðar er hægt að leggja á herðar neytenda til að gæta hags útgerðarmanna. Við það mat verður að hafa hliðsjón af hagsmunum þjóðarheild- arinnar“. Um það þarf ekki að deila að íslenzkir neytendur hafa stórskaðazt á viðskiptunum austantjalds, þar sem þeir hafa verið neyddir til að kaupa verri og dýrari vörur til neyzlu en ella. Hitt er líka staðreynd að síðan kommúnistaríkin gerðu sér grein fyrir því að við ættum annarra kosta völ en að kaupa hjá þeim hefur verið mun betra að ná viðskipta- samningum á heilbrigðum grundvelli. Þess vegna hefur viðreisnin beinlínis stuðlað að því að heilbrigð viðskipta- sambönd kæmust á við þessi ríki. ...- .... - - • Flestir fréttaritarar, er fjallað hafa um samningaviðræðurnar í Brússel um væntanlega aðild Breta að efnahagsbandalaginu, virðast á einu málli um, að Frökk- um sé um að kenna, að ekki varð þar komizt að endanlegri niður- stöðu. Eins og kunnugt er, slitnaði upp úr viðræðum fyrir nokkru. Stjórnmálamenn í V-Evrópu virð ast þó flestir þeirrar skoðunar, að þar með sé ekki ráðið, að ekki verið af aðild Breta. Þvert á móti hafa margir þeirra tekið í þann streng, að aðeins sé um hlé að ræða, og betri árangur muni nást er viðræður hefjast síðar á haustinu: Að svo skyldi fara um þessar viðræður, sem raun varð á, kem- ur sér að mörgu leyti illa fyrir VIÐSKIPTIN í FRAMTÍÐINNI að leikur ekki á tveim tungum að valdamenn í kommúnistaríkjunum hafa fyrst eftir að viðreisnin hófst talið að hún myndi fara út um þúfur og þeir gætu áfram ákveðið kjörin í viðskiptum við íslendinga, því að okkur væri nauðugur einn kostur að skipta við þessi ríki í miklum mæli. Vinir þeirra, kommúnistar hér á landi, og raunar ekki síður Framsókn- armenn, styrktu þá í þessari trú. Nú gera þeir sér hins vegar grein fyrir því að við eigum annarra kosta völ en samþykkja þau kjör, sem þeir á hverjum tíma ákveða. En þegar svo er komið að við getum við samningaborð- ið sagt, við kaupum því að- eins vörur fyrir austan tjald að þær séu svipaðar að gæð- um og verði og annars stað- ar, þá munu viðskipti þessi líka verða á sama veg og við- skipti annarra Vestur-Ev- rópu-þj óða við kommúnista- ríkin. Út af fyrir sig er það eðli- legt að útvegsmenn vilji að viðhaldið sé þvinguðum við- skiptum við Austur-Evrópu og vera má að það reynist nauðsynlegt að einhverju leyti, en hitt er líklega af- farasælast, bæði fyrir útVeg- inn og þjóðarheildina, að við- skipti þessi væru frjáls, þann ig að þangað mætti flytja hverja þá vörutegund, sem útflytjendur óskuðu og kaupa þar hvaða vöru sem innflytjendur vildu þar kaupa. Á þann hátt einan fengist líka rétt mat á hag- kyæmni þessara viðskipta. Verð þess gjaldeyris sem út- flytjendur fengju fyrir vörur sínar fyrir austan tjald færi þá eftir því hvað innflytjend- ur vildu greiða fyrir þennan sama gjaldeyri. brezku stjórnina. Ekki liggur enn endanlega fyrir, hver verður afstaða bandalagsríkjanna til þeirra mála, er mest varða brezka Samveldið. Brezka stjórn in mun hafa haft í hyggju að leggja fasta áætlun um þau mál fyrir ráðstefnu fulltrúa Sam- veldislandanna, er hefst í Lond on 10. september nk. Hætt er nú við, að sú ráðstefna nái ekki til- gangi sínum, það er, að taka á- kveðna afstöðu til aðildar Breta Við þvi má búast, að andstaðan innan Samveldisins gegn aðild- inni kunni að aukast, vegna þess, hve illa hefur gengið að semja um hagsmuni Samveldisins. Andstaða Frakka Síðasti fundurinn, sem haldinn var, stóð langt fram á nótt. Er umræður höfðú staðið nær 12 tíma, gerðist fulltrúi Luxembourg svo þreyttur að hjálpa varð hon- um af fundarstað. Það sem batt endi á umræð- urnar var krafa franska utan- ríkisróðherrans, Couve de Mur- ville, um að Bretar féllust á á- ætlun þá, sem kennd er við land búnaðarráðherrann franska, Pis ani. Hún felur í sér, að Bretar greiði mun hærra verð, bæði fyr ir landbúnaðarvörur þær, sem þeir keyptu, eftir að af aðild yrði. Á það bæði við vörur frá Samveldislöndunum og löndum efnahagsbandalagsins. (Frakkar framleiða mest af þeim vörum, bandalagsríkj anna). Trygging samveldislandanna á að vera sú, að þau fái sama andvirði fyrir minna magn af útfluttum landbúnaðarvörum til Bretlands. Það magn, sem Breta vantar þá, gerir áætl- unin ráð_,fyrir að keypt verði, sennilega að mestu leyti frá bandalagsríkjunum. Þetta myndi þýða stóraukin útgjöld brezkra neytenda. — Þá gerir áætlunin ráð fyrir, að hluti þess hærra verðs, sem Bretar yrðu að greiða skv. áætluninni, rynni í sérstak- an verðjöfnunarsjóð bandalags- ins. Edward Heath, varautanríkis- ráðherra Breta, andmælti þessu og kvaðst ekki geta lagt slíkar byrðar á brezku þjóðina. Afstaða hinna bandalags- þjóðanna. Mikil gagnrýni hefur komið fram, vegna þessarar undirstöðu Frakka, bæði í Englandi og inn an bandalagsríkjanna. Hefur gagnrýninnar gætt í skrifum margra blaða, jafnvel í Banda- ríkjunum. Ekkert blað mun þó hafa tekið dýpra í árinni en Lundúnablaðið „Daily Mail“, er sagði: „Ef Frakkland neitar Bret um um aðild, mun á það verða litið af næstu kynslóðum sem óvin Vesturlanda.“ Raunverulega stóð deilan ekki svo mjög um atriði hagfræði- legs eðlis, heldur um pólitísk at- riði. Couve de Murville er aldrei sagður hafa dregið dul á þá skoð un sína} frekar en DeGaulle, for- seti, að hann sé mótfallinn því að fleiri lönd gangi í efnahags- bandalagið. Frakkland telur sig stórveldi innan þess nú og kann vel við. Gangi Bretar hins vegar í bandalagið, þá fylgja fleiri lönd á eftir. Tímaritið „Newsweek" segir: „Það er sá ótti, að Frakk- land, sem nú er í fararbroddi hinnar nýju Evrópu, muni glata aðstöðu sinni, sem leiddi til þess n------------a Bróðir T. E. Lawrence (Ara- bíu-Lawrence), sem er prófessor að atvinnu og heitir A. W. Law rence, hefur gefið út stóra bók, þar sem birt eru úrval bréfa þeirra, sem Aarabíu-Lawrenca fékk send. Þeirra á meðal er bréf, sem Sir Winston Churchill ritaði hinum fræga manni. Eitt af skemmtilegri bréfum, sem í bókinni eru, er frá rithöf undinum og þúsund þjala smiðn um Noel Cov/ard. Arabíu-Lawr- ence ritaði honum á sínum tíma bréf og undirskriftin var aðeins númer hans í Konunglega flug- hernum. Upphaf bréf Noels hljóð ar svo: „Kæri 338171! s Leyfist mér að kalla þig 338?" Óvenjulegt, en skemmtilegt , orðalag til að bjóða manni dús! □-----------------------□ að viðræðurnar í Brussel fengu svo skjótan endi.“ Beneluxlöndin. Þau eru mjög ánægð með tilkomu efnahags- bandalagsins, og telja að með þátttöku í því hafi þau komið sér vel fyrir. Þau eru ekki mót- faltin aðild fleiri ríkja, og fylgja hugmyndinni um víðtæka efna- hagslega sameiningu. V-Þýzkaland. Bonn stjórnin er sögð mjög hlynnt því að tengja hinn frjálsa hluta Þýzkalands ^yaxandi evrópskri heild. Italía. ftalir hafa reynt eftir fremsta megni að koma því þann ig fyrir, að Bretum yrði auð- velduð aðild. Hins vegar virðist viðleitni ítala ekki hafa borið árangur — enn þá. ítalía telur aukið efnahagssamstarf Evrópu- ríkjanna mjög þýðingarmikið, sérstaklega með tilliti til auk- ■innar velferðar í s-hluta lands- ins. Þeir vilja víkka markað þann, er þeir jiú selja iðnaðar- vörur til. Fralkkar, þ.e.a.s De Gaulle oig ráðherrar hans vilja tryggja Frakklandi forystuhlutverk I sameinaðri Evrópu. Bretar hafa lengi getið sér orð fyrir að vera stórveldi á stjórnmálasviðinu, og ef að aðild þeirra yrði, þá óttast Frakkar að þeir myndu hafa meira að segja um stjórnmála- þróun Evrópu sem e.t.v. myndi varpa skugga á Fralkka og D« Gaulle. Eftirmálin. Edward Heath hefur lýst þvl yfir, að hann telji mikinn árang- ur hafa náðst í Briissel, þrátt fyr ir að vandamáli* um landlbúnað- arframleiðslu Samveldisins hafi ekki verið leyst. í sama streng tólk die Poua, Frh. á bls. ia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.