Morgunblaðið - 22.08.1962, Síða 11
Miðvikudagur 22. ágúst 1962
MORGVNBLAÐIÐ
11
1.
Margir hafa vonað og viljað
®ð Sameinuðu þjóðirnar fengju
smámsamam aukið verksvið og
vald, þannig að með þeim þokað
ist mannkynið fram á við í átt
til allsherjar-réttarríkis. En því
miður bregður til beggja vona í
(þeim efnum á síðari árum — eins
og allar líkur eru til að komi
greinilegar í ljós en áður á ails-
Iherj arþinginu. sem hefst eftir
tæpan mánuð.
Útgjöld Sameinuðu þjóðanna,
hafa vaxið frá því sem upphaf-
lega var ráð fyrir gjört, og sér
staklega við aðgerðir þeirra til
verndar innanlandsfriði í Kongó,
sem nú kostar 140 milljónir doll-
ara á ári, og er sízt útlit fyrir að
sá kostnaður fari minnkandi, né
yfirleitt nein von um að landið
verði bráðlega fnðað. Til þess að
Kristján Albertsson:
Framtíð Sameinuðu þjóðanna
standa straum af þessum kostn-
aði hafa Sameinuðu þjóðixnar
orðið að taka 200 milljón dollara
lán, og reyna að jafna bví niður
á allar þjóðir sem að þeim súinda
Varð jafnvel lítið land eins og
ísland að leggja fram sinn skerf
til þeirrar lántöku, 1 viðbót við
íramlög til friðargæzlu í Kongó.
JWá nærri geta að ýmsar þjóðir,
sem þurfa á öllu sínu að halda
heima fyrir, séu lítið hrifnar af
eð þurfa ár eftir ár að standa
straum af miklum 'herafla og
fjárfrekum hjálparaðgerðum í
einu af Afríku-löndum, og horfa
fram á að svipaðra aðgerða verði
þörf í fleiri ríkjum — því nú á að
íeggja alla áherzlu á að flýta sem
tnest stofnun nýrra sjálfstæðra
rikja á svarta meginlandinu, en
(hinsvegar ekkert leyndarmál að
sumar þær þjóðir sem öðlast eiga
6jálfstæði, eru mjög ilia undir
allan þann vanda búnar sem því
fylgir.
Rússar og önnur kommúnlsta-
riki neituðu sem kunnugt er að
leggja fram fé til aðgerðanna í
Kongó, enfremur Belgía og Frakk
land. Þá vaknaði sú spurning
hvort ríki Sameinuðu þjóðanna
gætu einfaldlega neitað þáttöku í
Ikostnaði við þær framkvæmdir,
sem ekki væri veitt fé til á
fjárlögum stofnunarinnar. Var
því ágreiningsefni skotið undir
Alþjóðadómstólinn ; Haag. Hann
felldi í sumar þann úr-
skurð, með 9 atkvæðum gegn 5
®ð öllum meðlimarikjum bæri að
greiða sinn hlut af kostnaði við
*llar aðgerðir Sameinuðu þjóð-
anna, og í sama hlutfalli og hvert
þeirra geldur sinn skerf tíl út-
gjalda á reglubundnum fjárlög-
um. Úrskurður dómslólsms hef-
ur þó aðeins gildi sem ráðgef-
andi samiþykkt. Kemur nú til
Jcasta allsherjarþingsins í haust
að hafna honum eða staðfesta
hann. Gert að ráð fyrir að hann
verði staðfestur.
En sú staðfesting myndi hafa
hinar mestu afleiði.ngar. Spurn-
ingin yrði þá sú, hvort einfald-
ur meirihluti á bingi Sameinuðu
þjóðanna gæti hvenær sem er
lagt þær fjárhagsbyrðar á öll
ríki stofnunarinnar, sem honum
þætti þarflegt eða nauðsynlegt?
Á síðari árum hefur þeirri hug
mynd verið hreyft að skattleggja
skyldi árlega öll rneðlimaríkin,
um vissan hundraðshluta af þjóð
ertekjum þeirra, og því fé varið
til þess að flýta íyrir íramförum
( svokölluðum vanþróuðum lönd
um, og skyldi öll sú fjáröflun
fnamkvæmast af Sameinuðu
þjóðunum og í þeirra nafni.
Hvemig stæðu ríkin að vigi
með að hafa hemil á slíkri skatt
lagningu, ef búið væri að aðhyll
ast þá meginreglu af Sameinuðu
þjóðunum, að hverju ríki sé skylt
að beygja sig fyrir samþykktum
allsherjaiþingsins um fjárfram-
lög til alls, sem því kynni að
detta í hug að vilja framkvæma?
Hætt er við að. mörgum ríkjum
einkum hinum stærri, mundi
þykja slík þróun fyrir það víð-
sjárverðari, að nálega virðist ó-
hugsandi að hægt verði að hverfa
frá þeirri skipan, sem nú er, að
hvert ríki hafi eitt atkva?ði. Þann
ig hafa minnstu þjóðirnar — ís-
land, Luxemhurg, Albanía, Af-
ríkurríkin Togoland, Mauritanía,
Somaliland — jafnt atkvæði og
Bandaríkin, Indland og hin
evrópsku stórveldi (Sovét-Rúss-
land hefur þó 3 atkvæði, vegna
þess að Úkraina og Hvíta- Rúss-
land eru sjálfstæð meðlimaríki).
Nú er þing Sameinuðu þjóð-
anna aðeins ráðgefandi þing, en
yfirgnæfandi meirihluti þjóð-
anna hafa hingað til talið sig
siðferðislega skyldar til þess að
leggja fram það fé, sem krafist
hefur verið til þess að standa
straum af framkvæmdum. Hvem
ig færi ef þessi siðferðilega
skylda yrði í framtíðinni gerð að
laglegri kvöð?
Svo virðist sem vera ætti sann
gjarnt samræmi, annarsvegar
milli valds og áhrifa sérhvers
hóps af meðlimaríkjum á sam-
þykktir allsherjarþingsins, og
hinsvegar vilja þeirra og getu
til að taka á sig ábyrgð af fram
kvæmd þeirra. En viss hluti með
limaríkja seni eru fulltrúar fyrir
mikinn minmhluta mannkynsins
geta hvenær sem er borið ofurliði
fulltrúa mikils meirihluta mann
kynsins. Fulltrúar 180 þús. Is-
lendinga og 325 þús. Luxemborg
ara hafa jafnt atkvæði og full-
trúar 180 milljóna Bandarikja-
manma og 400 milljóna Indverja.
Fulltrúax 200 miHjóna í ríkjum
Mið- og Suður-Ameríku hafa 20
atkvæði. í Afríku búa nú rúmar
20 milljónir og hafa nú þegar 29
atkvæði á allsherjarþinginu, en
munu hafa um 40 atkvæði þegar
allar nýlendux hafa öðlast sjálf-
stæði. 70 smáríki, sem til samans
greiða 6% af framlögum til Sam
einuðu þjóðanna, geta myndað
þann tveggja-<þriðju hluta meiri-
hluta, sem til þarf að samþykkja
meiriháttar aðgerðir. Af þessu er
ljóst, að mörgum muni hrjósa
hugur við að auka vald Samein
uðu þjóðanna meðan núverandi
jafn atkvæðisréttur allra ríkja
helzt,
S.
En hvaða líkur eru bá á því,
að þessu verði breytt i eðlilegra
horf — og að þar með aukist
líkur á, að þær þjóðir, sem mest
mega sin, fal-list á að auka ald
og verksvið Sam. Þjóðanna?
í stofnskránni er gert ráð fyrir
endurskoðun, og nú þegar ei rætt
um nauðsyn á að breyta ákvæð-
unum um atkvæðisrétt meðlima
ríkja. En lausnin verður vaía-
laust mjög vandfundin.
Menn hugsa sér að ákveðið
yrði að ríkin hefðu mismunandi
mörg atkvæði eins og til dæmis
nú á sér stað í ýmsum alþjóða-
stofnunum, svo sem Aliþjóðabank
anum og Alþjoða-gjaldeyrisstofn
uninni, þar se'm atkvæðaréttur
fer eftir framlagi fjármagns af
hálfu hinna einstöku ríkja. Á
þingi Efnahagsbandalags Evrópu
hafa stóru rikin, Vestur-Þýzka-
lond, Frakkland, Ítalía, hvert
36 atkvæði, Holland og Belgía
hvort 14 og Luxemiburg 6 at-
kvæði.
Gjöldum til Sameinuðu þjóð-
anna er jafnað niður á ríkin með
tilliti til efnahags þeirra, þjóðar
tekna og íbúafjölda. Ekki væri
hægt að miða atkvæðisrétt á
alliherjarþinginu við framlag
þjóðanna. því þá myndu fáein
bezt stæðu löndin ráða öllu, og
til dæmis Bandaríkin fara með
nálega einn þriðja hluta atkvæða
Bkki væri heldur hægt að miða
eingöngu við mannfjölda ríkj-
anna, því iþá myndu viss f jölmenn
lönd fá vald, sem ekki stæði í
neinu eðlilegu hlutfalli við getu
og vilja til að taka á sig ábyrgð
á framkvæmd erfiðra og kostn-
aðarsamra samþykkta. Heyrst hef
ur sú tillaga, að hinum stærstu i
ríkjuim, Bandaríkj'unum, Sovét-
Rússlandi, Xndlandi, verði útlhlut
að 30 atkvæðum hverju, en
minnstu ríkjum 1 atkvæði.
En líkur á að einhver slík lausn
nái samþyklki virðist harðla litlar.
Vafalaust mun fjöldi minnihátt-
ar ríkja verja núverandi skipu-
lag harðri henc'i. Valdagleði
margra fulltrúa frá ríkjum með
nýfengið sjálfstæði er ekki lítil,
og ekki sennilegt að auðveit verði
að sannfæra þá um nauðsyn á
að skerða áhrif þeirra. Og engu
verður breytt nema með tals-
vert almennu samiþykki ekki
aðeins tveggja þriðju hluta ails
herjaiþingsins, heldur og allra
fimm stórvelda í óryggisráðinu.
Hvert þeirra getur beitt neitun-
arvaldi sínu til að stöðva sér-
hverja breytingu á stofnskránni.
í grein sem einn af reyndustu
fulltrúum I>ana á allsherjarþing
inu skrifaði í vor, man ég að hann
kveið því, að ef ekki tækizt að
breyta ákvæðum stofnskrárinn-
ar um atkvæðisréttinn, myndi
það koma hart niður á Samein-
uðu þjóðunum, veikja virðingu
þeirra og mátt. Hann mun hafa
komizt svo að orði, að þá yrði
hætt við að vestrænu veldin
tækju framvegis minna og minna
mark á samþykktum allsherjar
þingsins, teldu þær, fremur en áð
ur hefur verið, aðeins hafa gildi
sem meðmæli eða tilmæli, sem
engan geti skuldhundið, allr®
síz>t bá sem greitt hefðu atkvæði
gegn þeim. Og þar með myndi'
Sameinuðu þjóðunum byrja að
hraka.
Allar líkur á að svo reynist
ekki, að komizt verði hjá óheilla
þróun, meðan leitað verður með
samningum úrlausnar um nauð-
synlega endurskoðun á starfs-
skránni, hljóta fyrst og fremst
að vera bundnar við þær vonir,
að hin mörgu litlu, nýju ríki
neyti atkvæðisréttar síns með
velsæmi og hyggindum. Og í
því efni er ekki astæða til að
örvænta að óreyndu, því að
mörg þeirra líta svo á, að þau
eigi ekki hvað sízt Sameinuðu
þjóðunum frelsi sitx að bakka og
vita að engum ætti að vera um
það annara en einmitt smáþjóð
um heimsins, að stofnunin eflist
að virðingu og völdum, og geti
orðið það sem henni er ætlað að
verða smámloman: upphaf alls
herjarvalds til verndar réttar og
friðar.
A LAUGARDAGINN var
lokið við að reisa stoðir og
þakbita í nýrri byggingu
skipasmíðastöðvarinnar Stál-
víkur hf. við Arnarvog. Tók
verkið aðeins 16 klst., en það
var unnið af 6 mönnum og
kranabil.
Steinsúlurnar á myndinni,
sem var tekin áöur en verk-
inu lauk, voru gerðar af
Steinstólpum hf. og voru
þær fluttar í heilu lagi að
Arnarvogi og reistar þar.
Fyrirliugað er að stöðin”
verði gerð' úr tveimur mishá-
um sambyggingum og sézt
gólfflötur lægri byggingar-
innar á milli súlnaraðanna.
Stoðir í útvegg hærra hússins
verða sennilega ekki reistar
á þessu sumri, en þær munu
verða 13,3 metrar á hæð eins
og súlnaröðin vinstra megin
á myndinni. Munu þetta vera
hæstu steinsúlur, sem gerðar
hafa verið hér á landi.
Jón Sveinsson, tæknifræð-
ingur, sem er forstjóri Stál-
víkur hf., sagði blaðinu að
þessi fyrsta bygging yrði
fullgerð innan fárra vikna og
verður hún 13.500 fermetrar.
Gert er ráð fyrir að hefja
smíð'i 250 tonna stálskipa í
hinni nýju skipasmíðastöð
um næstu áramót. Kjartan
Sveinsson, tæknifræðingur,
teiknaði húsið, en bygginga-
meistari er Einar Hallmunds-
son. —