Morgunblaðið - 22.08.1962, Side 19

Morgunblaðið - 22.08.1962, Side 19
Miðvikudagur 22. ágúst 1962 MORGUNBLAÐIÐ 19 Þjóövarnorrit- stjórar til Tímans DAG-BLAÐIÐ Tíminn hefur nú xáðið til sín ritstjóra Frjálsrar þjóðar, Magnús Bjarnfreðsson. Verður Magnús blaðamaður við Tímann og byrjar starfið í næsta mánuði. Fyrirrennari Magnúsar hjá Frjálsri þjóð var Jón Helga- son, sem síðar réðist ritstjóri við Tímann og starfar þar enn. — Sjúkravagnar Framhald af bls. 1. eð nokkur hreyfði hönd eða fót bonum til aðstoðar. í tilkynningunni er einnig tek In sú afstaða til óeirðanna í Vestur-Berlín, að þser séu til þess eins fallnar að gefa Austur-I>jóð- verjum og Rússum vopn í hend- ur. Segir í yfirlýsingunni, að eetuliðsstjóramir og borgarstjórn ir skilji mæta vel, að íbúar borg- erinnar séu reiðir og sárir, en Iþeir megi ekki láta tilfinningar eínar hlaupa með sig í gönur, Iþannig að grafizt undan einingu setuliðsins, borgaryfirvaldanna og íbúanna, því að þar með væri uppfyllt von Sovét- og Ulbricht stjórnanna. • Vilja ekkl vernd lögreglu Óeirðir urðu miklar í Vestur- Berlín seint í gærkvöldi og slös- uðust nær þrjátíu manns, þar af Ihelmingur lögreglumenn. Beita varð táragasi til þess að dreifa mannfjöldanum. í dag var stein- um kastað að rússneskri járn- brautarlest, sem fór um Vestur- Berlín; voru allar rúður í ■ lest- inni brotnar. Talsmaður bandaríska setuliðs ins skýrði frá því í dag, að eovézki herforinginn, Tarasov, hefði reynt að ná fundi banda- ríska setuliðsstjórans í því skyni eð mótmæla því, er grjóti var kastað í strætisvagn er flutti sovézka hermenn að rússneska minnismerkinu í Vestur Berlín. Watson, setuliðsstjóri, neitaði að taka á móti Tarasov, en lét skila til hans, að hann fengi sömu viðtökur og sendiboði Vesturveld enna er bar Siganov, setuliðs- Btjóra Rússa fundarboð þeirra. I.oks var frá því skýrt í kvöld, að rússneska setuliðs- stjómin hefði mælst til þess, að bandarikir hernienn hættu að sjá rússneskum strætisvögn um fyrir lögreglufylgd, eins ©g þeir gerðu á mánudag, er vagninn var grýttur. Því hafa setuliðsstjórar Vesturveldanna svarað, að þeir ákveði sjálfir, hvað þeir telji réttast að gera og geri á yfirráðasvæði þeirra i Berlin. ’ í kvöld sendu Rússar bryn- varða bifreið til minnismerkis- ins í stað strætisvagns. prófessor Mstialsv Keldyst sagði Um kvöldmatarleytið hafði þegar verið komið fyrir banda- rískum sjúkravagni, en rætt er um að biðja alþjóðlega Rauða- krossinn að taka við þessari þjónustu. • Hvít bók í Bonn var skýrt frá þvl i dag, að Konrad Adenauer, Kanzl ari hyggist skrifa stjórnum fjór- veldanna út af abburðunum í Berlín undanfarið og ennfremur muni hann láta gera Hvíta bók um þróunina í Berlín frá því múrinn var reistur fyrir ári. Happdræfti Framíhald af bls. 6. 109.360 110.611 110.855 111.062 11.206 111.346 111.353 112.266 112.394 112.490 112.714 112.812 112.928 114.289 115.127 116.378 11B.170120.OS3 120.244 120.272 120.851 122.029 122.184 123.356 123.494 123.646 123.706 124.491 125.114 126.238 127.077 127.319 127.474 127.709 127.930 129.469 129.497 129.616 129.683 130.598 130.697 130.768 130.777 130.923 131.066 1312042 131.722 133.416 133.567 134.056 134.293 134.318 134.742 134.682 134.846 136.573 136.193 136.246 136.730 136.883 137.256 137.899 138.146 138.494 139.506 J39.531 140.17« 140.287 141.151 143.845 144.243 145.100 145.471 145.769 146.780 148.026 148.745 149.446 149.879 149.880 (•Birt átu ábyrgöod). — Geimfararnir Framhald af bls. 1. inn i gufuhvolf jarðarinnar eftir geimferðina. En hann kvaðst hafa losnað við þessa tilfiningu þegar er bremsueldflaugarnar tóku við sér. Leiðin niður sagði hann hafa verið líkust þvi að aka í kerru eftir ósléttum vegi. Hann hefði verið afar feginn að finna fasta jörð undir fótum og hefði mesta löngun haft til þess að kyssa jörðina. Nikolajev sagði ennfremur að geimförin hefðu verið mjög nærri hvort öðru, en fjarlægðin hefði þó aldrei verið minni en fimm kílómetrar, enda hefði ekki verið ætlunin að þeir mættust alveg. Báðir geimfararnir komu niður í fallhlífum — með 200 km millibili og geimförin sjálf kvmu til jarðar skammt frá. Geimfararnir sögðu geimför þeirra hafa verið sömu gerð og geimför þeirra Gagarins og Titovs en þau vógu um það bil fimm lestir. Fréttamenn taka til þess að Popovitsj hafi verið mun örugg ari í framkomu á blaðamanna- fundinum en Nikolajev, hann sé að þvi er virðist vanari að koma fram opinberlega og haldmn meina sjálfstrausti. Svör hans þóttu snör og oft kjamgóð, og hlaut hann af og til klapp við- staddra fyrir hnyttin tilsvör. ★ Reyktur fiskur — kalt vatn. Nikolajev sagði það hafa ver- ið ánægjulegt augnablik, er hann heyrði rödd Popovitsj utan úr geimnum, það væri einkenniieg tilfinning og torveld að útsikýra fyrir öðrum, að vita sig sigla um himingeiminn í fylgd góðs vin- ar. Báðir kváðust hafa haft góða matarlyst. Fopovitsj naut þess mest að snæða „reyktan fisk úr Kaspíahafinu“ en Nikolajev þótti bezt „góða kalda Moskvu-vat.nið“. Popovitsj lýsti Ijósunum á jörðu niðri og stormum. Ljós- neistana, sem þeir Glenn og Titov hafa skýrt frá taldi hann stafa frá eldflaugaihreyflunum. Hann sagði geimfar Nikoijovs hafa ver ið eins og lítið tungl að sjá. Er Popovitsj var spurður, hvort hann hefði tekið nokkurt lyf við loftveiki, svaraði hann hví til að hann neytti aldrei lyfja, hvorki á lofti né láði. Forseti vísindaakademíunnar, prófessor Mstislan Keldysi sagði að rússneskir vísindamenn hefðu vitað um áhrifin af háloftaspreng ingum Bandaríkjamanna og sagði að ekki yrði unnt að senda menn i langar geimferðir um hríð, reyndar væri nú ekki hægt með góðu móti að senda menn hætra á Ioft en þeir Nikoljev og Popo vitsj fóru, án þess að þeirra biði hætta af nýja geislabeltinu. Ekki fengust neinar upplýs- ingar um næsta geitnfara Rússa, Blaðamenn spurðu, hvort þeim yrði leyft að fylgjast með næsta geimskoti, en því svaraði prófess orinn, að meðan Vesturveldin notuðu eldflaugar í hemaðar- skyni væri það ekki hægt, því að eldflaugamar, sem flyttu geim förin mönnuðu væru sams konar og þær, sem ætlaðar væru il hernaðar , Yrði á hlnn bðginn undirritað ur afvopnunarsamningur fyrir þann tíma væri það auðsótt mál. Loks báðu blaðamenn Popo- vistj að syngja fyrir þá eitthvað úr geimfarasöngnum nýja, sem þeir Nikolajev Iiöfðu átt að syngja á kvöldin áður en þeir fóru að sofa, en því neitaði Popovitsj. — I>að værl svo sem sjálfsagt sagði hatrn, ef etnliver væri hér til að leika undir — Uppi í himin geimnum léku stjörnurnar und- ir fyrir okkur. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglysa i Morgunblaðiiiu, en öðrum blöðum. Á myndinni sézt HS Denis- on 90 tonna sævængjaskip í reynsluferð nú fyrir skömmu' nálægt Long Island í Banda- ríkjunum. Skipið, sem er byggt úr alúminium, á að geta náð allt að 80 hnúta hraða, en um leið og hraðinn er orðinn 26 hnútar, lyfta vængirnir skipinu upp á yfirborð sjáv- arins, en við það minnkar mót- staða gegn hreyfingu skipsinsi og hraði þess eykst verulega. Ætlunin er, að skipið verði tilbúið á næsta ári. Mun það taka 60 farþega — Iþróttir Framh. af bls. 18. Á sundmótinu í gær setti franska sveitin Evrópumet í riðla keppni 4x200 m skriðsunds á 8.25.8. I 200 m bringusundi kvenna sigraði Lonsbrough Englandi (Olympíumeistarinn) á 2.50.2. Bimholt Hollandi varð 2. á 2.51.2 og Kaeter A -Þýzkal. nr. 3 á 2.52.2. Heimsmetið 2.48.0 á aust- ur-þýzk stúlka Karin Beyer en hún varð 6. í þessari keppni á 2.54.9. Keppnin fór fram í helli- rigningu og kulda. í undatnásum í sundknattleik vann Rússland í dag Pólland með 10:0. Rússar hafa þá unnið sinn riðil og fara í úrslit. í 4x100 m fjórsundi vann A-Þýzkaland á 4:09.0 (Nýtt Evrópumet). 2. Rússland 4:10.3. 3. Holland 4:10.9. 4. Frakkland 4:12.5 5. Ungverjaland 4:12.7. - U Thant Framhald af bls. 1. ríkjasambands í Kongó með aðild Katanga, en óskaði að það yrði með svipuðum hætti og gerist á Ítalíu eða í Sovétríkjunum. Tshombe minntist ekki einu orði á áætlun U Thants, en ræddi bit- urlega um „óvini Katanga“ er enn reyni að efna til vopnaðra aðgerða eða efnahagslegra refsi- aðgerða gegn fylkisstjórninni. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í New York, að aðilar Öryggisráðsins hafi í stórum drátt um samþykkt áætlun U Thants. Fulltrúar Bandaríkjanna, Bret- lands og Belgíu áttu sérstakan fund um málið í dag. Einhver ágreiningur er talinn um það, hvenær áætlunin skuli birt opin- berlega í einstökum atriðum, en U Thant mun því mjög andvígur, að fréttamönnum takizt að snapa uppi einstaks þætti hennar smátt og smátt. Ekki þykir ljóst, hver afstaða Bandaríkjamanna hefur yerið fyrirfram til slíkrar áætlunar, en talsmenn brezku stjórnarinnar hafa tekið skýrt fram, að hún eigi engan þátt í samningi henn- ar. Ljóst er þó, að Bandaríkja- stjórn er fylgjandi því, að Kat- angastjórn sé sýnd meiri harka til þess að binda endi á skilnaðar stefnuna ef þörf krefur, en Bret- ar og Belgar sem hvorirtveggja eiga mikilla hagsmuna að gæta í Katanga eru því andvígir. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum 1 Leopoldville, að Cyrille Adoula hafi þegar lýst sig samþykkan éætlun U Thants, enda þykir víst, að fulltrúi S.þ. þar, Robert Gardiner, hafi verið búinn að skýra honum frá megin efni henuar íyrirfram. — Utan úr heimi Framíh af bls. 10 efnahagsmálaráðiherra Hollandls, í Oslo í síðustu viku, þar sem hann ræddi við Norðimenn um væntanleiga aðild þeirra. Hann sagði, að efnahagsbandalagið væri nú sem óðast að treysta tengsl sin við flest lönd heims og fullyrti, að lönd í Afríku, Asíu og Evrópu myndi ganga í banda- lagið. Þau atriði, sem sammingar náð ust um í Brússel, eru m.a. þessi: Bjóða á nær öllum brezkum yfirráðasvæðum í Afríku og Kara biska hafinu aukaaðild (16 frönskumælandi Afríkuríki hafa þegar gert slíkan samning). • Hentuga verzlunarsamn- inga á að gera við Indland, Pak- istan og Ceylon, þannig, að þessi ríki geti haldið áfram útflutn- ingi sínum til Evrópu. M.a. á að fella niður tolla á te, sem flutt verður til bandalagsríkjanna, en hann var áður 18% (Indverjar hafa nær helming tekna sinna erlendis af teútflutningi). • Reynt skal að finna heppi- lega lausn á vandamálum Sain- veldisins, þannig að þau geti flutt út vörur til bandalagsríkj- anna. 1963 á að reyna að fá kom- ið á sérstöku alþjóðlegu verzl- unarsamkomulagi, sem styrkja á aðstöðu þeirra landa, sem nær eingöngu framleiða hnáefni. E.t.v. er trú margra ráða- manna í Evrópu bezt lýst með orðum eins þekkts embættis- manns í Bonn, eins og Time skýr ir frá: „í þriðja þætti (leikrits- ins, þ.e. umræður EBE) mun allt fara vel. Hetjan mun taka í hönd ásbmeyjarinnar og þau gartga inn í sólsetrið með bros á vör. íbuðir til sölu Lítil 2ja herb. íbúð við Njáls- götu. 4ra herb. íbúð við Miklubraut. 5 herb. íbúð við Holtsgötu. Lítið einbýlishús við Sogaveg. Nýtt einbýlishús í Kópavogi. I smíðum Glæsileg 6 herb. efri hæð með bílskúr í Safamýri. 3ja herb. íbúðir við Háaleitis- braut. 4ra herb. íbúðir í Safamýri. Þið, sem ætlið að selja í haust, talið við okkur, sem allra fyrst. — Höfum kaupendur að íbúðum af öllum gerðum og stærðum. Sveinn Finnsson hdl Málfiutningur. Fasteignasala. Laugavegi 30. Sími 23700. Heimasími sölumanns: 10634. Herdís veikist hast arlega í leikför í FYRRADAG, er Rekkjuflokk- urinn svonefndi, var staddur á Þórshöfn, veiktist Herdís Þor- valdsdóttir, leikkona, hastarlega af nýrnasteinum. Lék hún þó um kvöldið, en í gær sótti Tryggvi Helgason hana í sjúkra- flugvél sinni og flutti til Reykja- víkur, þar sem hún var lögð í sjúkrahús. Leikflokkurinn var I leikför úti á landi. Skömmu eftir að hann lagði af stað, eða hinn 10. þ. m., valt bíllin með leikfólk- ið, í Grundarfirðinum. Engan sakaði, leikararnir léku um kvöldið, fengu annan bíl og héldu förinni áfram. Höfðu þeir haft sýningar á Rekkjunni á Norðurlandi, en áttu eftir Aust- firði, e. Herdís veiktist. Varð að aflýsa sýningu á Vopnafirði 1 gær. Leikstjórinn, Klemens Jóns- son, og mótleikari Herdísar, Gunnar Eyjólfsson, komu einnig í bæinn. — Flugslys Framh. af bls. 1 ferð til þess að það tækist, og þaut áfrarn gegnum steinsteyptan varnargarð og út í Guanabara flóann. Jjreyflar rifnuðu af vél- inni, áður en hún stöðvaðist. Farþegar þyrptust út á vélar- vængina og héldu sér, þar til hraðbátar lögreglunnar komu á vettvang, en meðan beðið var, barst flakið frá landi. Meðal þeirra sem fórust var tveggja mánaða barn, barnabarn dr. Ose de Castro, sem verið hef- ur aðalfulltrúi Brazilíu á afvopn- unarráðstefnunni í Genf. Haft er eftir einum björgunarmanna að kona ein hafi synt langa leið að landi me£ barn í fanginu. Henni tókst ekki að komast alla leið, yfirbugaðist af þreytu og lézt, en barninu var bjargað. Flugvélin átti að fara til London frá Paris. íbúðir til sölu 4ra herb. íbúðarhæð' í Hlíðun- um. 4ra herb. íbúðarhæð við Kleppsveg. 3ja herb. íbúð'arhæð við Há- tún. 3ja herb. jarðhæð við Skip- holt. 3ja herb. jarðhæð við Hjalla- veg. 2ja herb. íbúðir víðsvegar um bæinn. Eimbýlishús í smíðum í Kó'pa- vogi. Höfum kaupendur að íbúðum af ýmsum stærðum. Gestur Eysteinsson Fasteignasala og lögfræðiskrifstofa, Skólavörðustíg 3A. Sími 2 29 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.