Morgunblaðið - 13.09.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.09.1962, Qupperneq 13
Fimmtudagur 13. sept. 1962 MORGUNBL 4 Ðlh 13 avid Ben-Gurion kom til íslands í gærkvöldi, í op- inbera heimsókn. Hann hefur ver- ið forsætisráðherra ísraels allt frá stofnun ríkisins að rúmu ári undan- teknu. Hann fæddist 16. október 1886 í Plonsk, smáþorpi í hinum rússneska hluta Póllands, um 45 míl- ur frá Varsjá. Ættarnafnið var Green, en hann breytti því í Ben- Gurion skömmu eftir að hann sett- ist að í ísrael. Nokkrir ættliðir forfeðra hans höfðu átt heima í Plonsk en afi hans og faðir, sern hét Avigdor, voru mikilsvirtir menn- ingarfrömuðir, Faðir Davids helgaði sig Zionistahreyfingunni, sem þá var ný af nálinni, og lét kenna bömum sínum hebr esku. Ben-Gurion hefur sagt, að faðir hans hafi kennt honum að unna Gyðinga þjóðinni, ísrael og hebreskri tungu. David var vel gefinn drengur og hann var ekki nema 14 ára þegar hann stofnaði félag til að útbreiða hebreska tungu og menningu meðal unglinga. Nokkru síðar fór hann til náms í Varsjá og 1903 gekk nann í félag Zionista og sósíalista. Vann hann mikið fyrir málstað þeirra hreyf- inga og talaði á allskonar funduir ★ D MMMNi David Ben-Ourion s, umarið 1906 fór David Ben Guri- on að heiman í hópi brautryðjenda til að heimsækja land feðra sinna og undirbúa jarðveginn fyrir stofnun samveldis Gyð- inga. Hann fór í land i Jaffa í heimildar- leysi og hóf vinnu í fyrsta landbúnaðar- héraði Gyðinga. Hann tók virkan þátt í starfi sósíalistiskra Zionista og varð við- urkenndur áhrifamaður og mælskusnill- ingur. Haustið 1907 fluttist hann í af- skekktan smábæ og skipulagði varnir landnemanna gegn ræningjum, sem herjuðu svæðið. Árið 1910 bauð Izhak Ben-Zvi, núv. forseti Ísraelsríkis, Ben-Gurion sæti í ritnefnd fyrsta hebreska sósíalistablaðs- ins í Jerúsalem. Hann markaði stefnu fyr ir hreyfingu Gyðingaverkamanna, sam emingu Gyðingabyggða í Palestínu og sjáifstjórn þeirra. Vorið 1912 fór hann ásamt Ben- Zvi til Konstantinopel til að læra lögfræði og geta þannig orðið virkari fulltrúi fólks- ins. En vorið 1915 voru þeir báðir gerð- ir brottræktir frá Palestínu sakaðir um að egna til uppreisnar og tyrkneski landsstjórinn lét þau orð falla að þeir mættu aldrei framar stíga bar á land. í>eir héldu til Bandaríkjanna og stofn uðu hreyfingu til að koma á landnámi í Gyðingalandi og Gyðingaiher til að berj ast með Bandamönnum. Hinn 5. desem- ber kvæntist Ben-Gurion Paulina Mun- veiss, sem síðan hefur staðið við hlið manns síns og gætt heilsu hans og vel ferðar. Ben-Gurion gekk í nýstofnaða Gyð- ingaherdeild eftir að Bandaríkin fóru að taka þátt í heimsstyrjöldinni og komst með henni til Egyptalands í ágústmánuði 1918, en eftir heimkomuna hófst nýr þáttur í starfinu. Þá laut Palestína brezkri umboðsstjórn. Fj yrsta takmark Ben-Gurions var sameining verkalýðshreyfingarinnar, er skiptist milli fjölda flokka. Stofnaði hann verkalýðssamband og varð aðalritari þess Undir stjórn hans vann samband- ið að launabótum og bættum vinnuskil yrðum og undirbjó grundvöllinn að stofn un þjóðarheimilis Gyðinga. Árið 1930 gerðist það, að tveir helztu verkalýðsflokkarnir runnu saman og stofnaður var „Mapi“ flokkurinn þ.e. verkamannaflokkur Israels. Allt frá 1920 var Ben-Gurion leiðtogi Zicnistahreyfingarinnar og árið 1933 þegar verkamannaflokkurinn hafði unn ið um helming þingsæta á 18. Gyðinga- ráðstefnunni varð hann stjórnarmeðlim ur Gyðingasamtakanna, en tveimur ár- um síðar formaður. Forseti samtakanna var Dr. Ohaim Weizmann. Ben-Gurion vann ótrauður að land- búr.aðar- og iðnaðarmálum. Þótt hann skipulegði varnir Gyðinga gegn síendur teknum árásum Araba var hann algjör- iega andvígur almennum hefndarráð- stöfunum gegn óvopnuðum Aröbum. Árið 1936 ræddi hann við brezka stjórn arrefnd, sem rannsaka skyldi hið alvar iega ástand er hlaust af æsingum og upp þotum Araba, og féllst Ben-Gurion á tillögu nefndarinnar um skiptingu lands ins. 1939 sótti hann ráðstefnu í Lundún um til að ræða vandamál Palestínu. David Ben-Gurion var leiðtogi í bar- áttu Gyðinga gegn tillögum brezku stjórn arinnar í hvítu bókinni 1939, sem tak- markað hefur innflutning Gyðinga og jarðakaup þannig að þeir hefðu jafnan orðið í minnihluta. Iregar Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur og Gyðingar Palestínu buðu strax alla aðstoð sína í barátt- unni gegn hinum sameiginlegu óvinum lýst) Ben-Gurion stefnu sinni á bá leið, sem frægt er orðið, að þeir mundu berj ast í styrjöldinni eins og hvitbók væri engir til, en þeir mundu og berjast gegn hvítbókinni eins og engin styrjöld væn. Eftir því sem á styrjöldina leið sann- færðist Ben-Gurion um að brezka um- boðsstjórnin væri dauðadæmd og á ráð- stefnu Zionista í New York 1942 gekkst hann fyrir sambykkt ályktunar um að krefjast þess að Palestína yrði samveldi II Gyðinga. Þegar spennan jókst að styrjöldinni lok inni með því að ákvæðum hvítbókarinn- ar var haldið til streitu þrátt fyrir þörf- ina á að finna 9amastað fyrir heimilis- lausa Gyðinga í Evrópu, gerði Ben-Gur- ion ráðstafanir til að mæta hverju sem koma kynni og fór til Bandaríkjanna til að afla fjár til vopnakaupa vegna vama landsins. 1946 varð hann varnarmála- ráðunautur Gyðingasamtakanna og hélt áfram að búa sig undir árás Araba. Hinn 29. nóvember sambykkti alls- berjarþing Sameinuðu þjóðanna álykt- un um skiptingu landsins og hófust þá þegar árásir Araba og annarra á Gyð- ingibyggðir og samgöngur. Gaf Ben- Gurion sig þá allan að varnarmálum með alþekktri elju sinni. Hann varð leiðtogi sljórnarvalda allra Gyðinga og þannig raunverulega forsætis- og varnarmála- ráðherra hins væntanlega Gyðingarík- is. Þegar Ísraelsríki var stofnað 14. maí 1948 og Bretar voru að fara varð hann yfirmaður bráðabirgðastj órnarinnar. íðan ríkið var stofnað hefur Ben- Gurion verið forsætis- og landvarna- máiaráðherra allra ríkisstjóma ísraels r.ema einnar og foringi stærsta stjórn- málaflokksins, enda hefur hann borið hæst í stjórnmálalífi landsins og verið einn þekktasti þjóðarleiðtogi Veraldar. Eitt helzta takmark hans hefur ver- ið að hagnýta auðlindir landsins og skapa heimili og atvinnumöguleika fyrir milljón innflytjenda, sem komið hafa síðan 1948, eflt menntun, menningu og vísindalegar rannsóknir í landinu. Hefur hann lagt meginá'herzlu á að ai’ka þurfi menntun og menningu inn- flytjendanna og byggja Negev eyði- mörkina. sem er meira en hálft landið. Hann sýndi fram á hve mikið atriði hanr. telur að rækta eyðimorkina með því að setjast að á samyrkjubúi í henni miðri meðan hann var utan stjórnar (des 1953 — feb. 1955). Á alþjóðavettvangi hefur hann leitt athygli manna að mikilvægi sjálfstæðis undirokaðra þjóða í Afriku og Asiu og því hversu áríðandi er að bæta hag þeirra, heil'brigðismál og menntamál og áð þróaðri og efnameiri þjóðir verði að retta þeim bróður- og hjálparhönd. Und ir leiðsögn hans hafa ísraelsmenn miðl að vanþróuðum löndum af þekkingu sinni og reynslu með því vandamálin eru oft miög lík þeim, sem hin unga þjóð hef ur nýverið átt við að etja. Verða stoínaðar samstarísneíndir á vegum Reykjavíkurborgar? Á F U N D I borgarstjórnar Reykjavíkur 6. sept. sl. var samþykkt að vísa til athug- unar borgarráðs tillögu um samstarfsnefndir í borgar- stofnunum. Miðar tillagan að því, að athugun verði lát- in fara fram á því, hvort ekki sé hagkvæmt og tíma- bært að koma á samstarfs- nefndum í fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar, er hafi það hlutverk að leita skipulagsbundið leiða til aukinnar hagkvæmni og gera að staðaldri tillögur um hagræðingu og sparnað í öllum rekstri. í heild var tillagan á þessa leið: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fela borgarstjóra og borgarráði að láta fram fara athugun á þvi, hvort ekki sé hagkvæmt og tímabært að koma á samstarfsnefndum í fyrirtækjum og stofnunum borg- arinnar, er hafi það hlutverk að leita skipulagsbundið leiða til aukinnar hagkvæmni og gera að staðaldri tillögur um hagræð- ingu og sparnað í öllum rekstri, t. d. með notkun tæknilegra hjálpargagna í auknum mæli, frekari skipulagningu vinnu og framkvæmda og með því að verðlauna þær tillögur ein- stakra starfsmanna, sem leiða til sparnaðar og hagkvæmari vinnutilhögunar. Enn fremur að fjalla um félagsleg málefni starfs manna svo sem aðbúnað á vinnu stað, starfsöryggi, heilbrigðis- hætti o. þ. h. Gert er ráð fyrir, að nefndir þessar verði fyrst og' fremst ráð- gefandi og að í þeim eigi sæti borgarfulltrúar, fulltrúar starfs- manna, forstöðumenn stofnunar eða fyrirtækis og hagsýslustjóri borgarinnar. Athugun þessi skal gerð í sam- ráði við Starfsmannafélag Reykjavíkur og henni hraðað eftir því sem tök eru á“. Flutningsmaður tillögunnar var óskar Hallgrímsson, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins. Vék hann að því í ræðu, sem hann flutti fyrir tillögunni, að á veg- um Reykjavíkurborgar hefði á undanförnum árum verið gert ýmislegt til hagræðingar í rekstri, en þrátt fyrir það hlyti þó öllum að vera ljóst, að í þess- um efnum yrði engin endanleg lausn fundin. í þessu skyni hefði t. d. verið ráðinn sérstak- ur hagsýslustjóri til borgarinn- ar og leitað ráða erlendra sér- fræðinga. En það væri skoðun sín, sagði ÓH, að slíkar sam- starfsnefndir gætu orðið til að efla þá hagræðingarstarfsemi, sem þegar hefur verið komið hér á. Birgir ísl. Gunnarsson (S) vék að því, að þessi mál hefðu verið allmikið rædd hér á landi á undanförnum árum. Minnti hann á, að árið 1959 hefði verið samþykkt á Alþingi þingsálykt- unartillaga Péturs Sigurðssonar um, að ríkisstjórninni yrði falið, í samráði við félög launþega og vinnuveitenda, að hefja rann- sókn á og gera tillögur um, hvort finna megi starfsgruncl- völl fyrir samstarfsnefndtr vinnuveitenda og launþega inn- an einstakra fyrirtækja. Á al- þingi hefði svo á sl. vetri verið borin fram fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar um, hvað. þessu máli liði. Hefði Emil Jónsson félagsmálaráðherra þá upplýst, að leitað hefði verið umsagnar ýmissa aðila, m. a. ASf og Vinnuveitendasambandsins, og hefðu undirtektir þessara aðila verið jákvæðar. Einnig hefði verið leitað umsagnar sam- vinnunefndar atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna, og sú nefnd hefði samþykkt að semja drög að starfsreglum slíkra nefnda. Lögðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins til, að tillög- unni yrði vísað til athugunar borgarráðs. Var sú tillaga sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.