Morgunblaðið - 13.09.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.09.1962, Qupperneq 17
Fimmtudagur 13. sept. 1962 MORGVNBLAÐtÐ 17 Einar Einarsson húsa- smíðameistari 80 ára Mánudaginn 3. september varð Einar Einarsson húsasmíðameist- ari hér í borg áttræður. Einar er Skaftfellmgur að ætt, fæddur 3. sept. 1882 að Svínadal í Skaft értungu. Foreldrar hans voru Einar Jónsson og Valgerður Ólafsdóttir, er bjuggu í Svína- dal. Tæpum 5 mánuðum áður en Einar Einarsson fæddist, lézt faðir hans. Giftist þá Valgerður óðru sinni og þá Birni Eirí'kssyni frá Hlíð í Skaftártungu ogbjuggu þau áfram í Svínadal og dvald- ist Einar enn um sinn með þeim. Árið 1895 missti Einar móður sína, en var hjá stjúpa sínum til ársins 1901. Það ár hóf Ein- ar trésmíðanám á Stokkseyri í Árnessýslu og lauk því á 3 ár- um. Síðan vann Einar eitt ár íhjá Jóhannesi Reykdal í Hafnar firði, þeim er um þær mundir reisti fyrstu rafmagnsstöðina á íslandi. Sumarið 1905 vann Ein- ar sem trésmiður í Vestmanna- eyjum hjá danska byggingar- tneistaranum Bald við að reisa þar franskt sjúkrahús. Sá sami Bald reisti og franska spítalann í Reykjavík, sem nú er Gaign- fræðaskólinn við Lindargötu. í Vestmannaeyjum kom brátt í Ijós, að hinum danska bygginga- meistara fannst mikið til hæfi- leika Einars koma og ekki síður til skyldurækni hans, þar sem Einar kom ætíð á réttum tíma til vinnu og hvarf síðastur frá starfi. Árið 1907 réðst Einar sem verkstjóri og byggingarmeistari til Jóns Þorlákssonar landsverk- fræðings við brúarsmíðar og voru helztu brýrnar, sem Einar lét þannig byggja, á Fnjóská og Rangá. Alls mun Einar hafa Stjórnað um 50 brúarsmíðum víðsvegar um landið og þar af 8 eitt sumarið. Árið 1916 og upp úr því hafði Einar með höndum byggingu á fjórum hafskipa- 'bryggjum: Tveimur á Oddeyri og tveimur á Siglufirði. En kunn astur er þó Einar Reykvíking- um fyrir húsasmíðar hér í höf- uðborginni. Munu þau hús, sem hann hefur verið byggingameist- ari við í Reykjavík, vera á eitt- hvað á þriðja hundrað að tölu. Ber þar mest á gamila Lands- bankahúsinu, húsi Lárusar G. Lúðvígssonar' í Bankastræti, Gamla Bíó, Hótel Borg, eldri helming Hafnarhússins, Foss- vogskapellu (þar hafði Einar í fyrstu umsjón með framkvæmd- uim, en alla yfirstjórn, er hús- ið varð fokhelt orðið) og síð- ast kirkju Óháðasafnaðarins í Reykjavík. Um 20 trésmiðir hafa lokið sveinsprófi hjá Einari í trésmíðum. Vorið 1930 og fram á haust það ár stjórnaði Einar verklegum framkvæmdum á Þingvöllum í sambandi við Al- þingishátíðina þar og unnu þá hjá honum upp undir 150 manns Af því, sem að framan er greint, sést, að Einar Einarsson hefur verið mikill og fjölhæfur etarfsmaður og notið hins mesta trausts. Þessu veldur kunnátta hans, áreiðanleiki, stundvísi og mannkostir. Einar hefur einnig látið fé- lagsmál og trúmál til sin taka. Hann var í nokkur ár í stjórn og formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur árið 1922, í stjórn landsmálafélagsins Varðar í 4 ár (1927-31) og í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins fram til þessa dags. Yfir 30 ár var Einar í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík og frá 1951 til þessa dags hefur hann verið í stjórn Óháða Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Einar Einarsson er tvíkvæntur Fyrri kona hans, Sigurlína M. Sigurðardóttir er látin, en þau eignuðust sex börn og eru fimm á lífi, öll uppkomin. Síðar kvænt ist Einar, Hildi Magnúsdóttur. Einar Einarsson húsasmíða- meistari er maður vinsæll og mikils metinn. Menn hafa kunn- Fædd 14. október 1894. Dáinn 21. ágúst 1962. ÞEGAR mér barst dánarfregn Kristínar Þorsteinsdóttur vin- konu minnar, var sém að brysti strengur í brjósti mér. Við höfð- um verið vinkonur í hartnær 50 ár. Þó langt liði oft milli funda, þá var hún alltaf sama trygga góða vinkonan. Við þurftum ekki að endurnýja, eða halda vinátu okkar við með shntölum eða bréfaskriftum, hún hélzt allt- af óbreytt. Það var á haustdegi um borð í Drottningunni, sem ég sá hana fyrst. Það vildi þannig til að við lentum í sömu káettu, — vorum báðar á leið til Kaup- mannhafnar. A leiðinni út samdist svo á milli okkar, að við byggjum sam an um veturinn. Kristín var á leið út til náms í vefnaði og fleiru. Það var gott að búa með Kristínu. Hún var óvenju hátt- vís kona og skapgerðin mild og hlý. Hún var glaðlynd, og fljót að koma auga á það, sem skop- legt var. Að loknu nám-i sneri hún heim til átthaganna í Ólafs- firði, þar giftist hún eftirlifandi manni sínum Þorvaldi Sigurðs- syni sparisjóðshaldara. í Ólafs- firði hafði vagga hennar staðið, og þar ólst hún. upp í stórum syst kinahópi hjá ástríkum og góðum foreldrum, og þar lá starfsvið hennar til síðustu stundar. — Kristín var með afbrigðum list- ræn, og mundi hafa komizt langt á listabrautinni hefði hún stund- að lengur nám. En forsjónin var henni hliðholl. Hún átti góðan mann, og friðsælt og gott heimili. Þannig gat hún á margan hátt sinnt hugðarefnum sínum, list- hneigð sinni og löngun, og eru til eftir hana ótrúlega margir fjölbreyttir og fagrir munir. Það að að meta þann góða eiginleika hans, að orðum hans hefur ætíð mátt treysta. Glaðværð hans, gamansemi, og góðlyndi, þetta hefur allt fært honum marga vini. Þegar ég nú rita þessi orð um Einar, er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir tryggð hans og vináttu. Þessum góða vini mínum sendi ég nú hjart- anlegar hamingjuóskir á áttræð- isafmæli hans. Að lokum set ég hér vísu, er faðir minn orti til Einars, þegar Einar varð sex- tugur og með þeim ljóðlínum enda ég þessa afmælisgrein um sannan drengskaparmann: „í vinátunni hiverigi vei'll, velur götur beinar. Sextugur nú sittu heil'l, sómakrýndur Einar“. var eins og hún gæti allt, sem hún lagði hönd að, og ber heim- ili hennar þess glöggt vitni. Það var orðið langt á milli funda hjá okkur vinkonunum, og hugði ég gott til að hitta hana þegar ég kæmi norður. Það fyrsta sem ég frétti er þangað kom, var að hún lægi fársjúk í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Mér þótti vænt um að geta séð hana, iþót mér brygði nokkuð, og augljóst væri, að tvísýna væri á bata. Hún bar sig vel, og gerði jafn- vel að gamni sínú. Það sýndi rósemi hennar og sálarþrek. Kristín og Þorvaldur eignuðust eina dióttur, Sigurbjörgu, sem gift er Jóhannesi Elíassyni bankastjóra í Reykjavík. Ég sendi sjúkum eiginmanni Kristínar, einkadóttur, tengda- syni og barnabörnum mína inni- legustu samúðarkveðju. Einnig Ólafsfirðingum, sem mér finnst að muni nú hnípnir vera, og sjá skugga yfir bænum. Mín síðasta kveðja er þessi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. E. J. ViðtaEstími minn verður frauivecjls alla daga nema miðvikud. og laugard. kl. 1—2,30 e.h. miðvikudaga — 5—6 e.h. laugardaga mánuðina október til apríl — 10—11 f.h. Mánuðina maí til september er enginn viðtalstími á laugardögum. Símaviðtalstími alla daga nema miðvikud. kl. 9—10 f.h. Stofusími 18535 miðvikudaga — 4—5 e.h. Heimasími 35231 Hlutaðeigendur eru vinsamlega beðnir um að geyma auglýsingu þessa. Olafur Jónsson, læknir Hverfisgötu 106 A. Sr. Páll Pálsson Kristín Þorsteinsdóttir Minning þeirri umhyggjusamlegu alúð og vandvirkni, sem fátíð er. — Hann var mikill trúmaður, sem treysti á guðlega forsjón þeim til handa sem ekki iiggja á liði sínu og reyna að hjálpa sér sjálfir. — Hann eignaðist ástríka eiginkonu, sem stóð með honum jafnt i stríðu s.em blíðu og kvartaði aldrei þótt stundum væri þröngt í búi á kreppuárunum með stór- an barnahóp. Hjónaband þeirra var mjög farsælt, enda þau bæði mjög samrimd og umhyggja og ástúð þeirra beggja alveg gagn- kvæm. Eggert heitinn var fríður mað- ur sýnum og nettmenni á vöxt, Eggert Thorberg Grímsson Minningnrorð AÐFARANÓTT hins 28. ágúst sl. lézt að Hrafnistu Eggert Thor- berg Grímsson, verkamaður, sem mörgum Reykvíkingum var að góðu kunnur. Hann lifði þó ekki bernskuár sín í Reykjavík, því tæplega ársgamall fluttist hann með foreldrum sínum austur á Eskifjörð vorið 1892, og þaðan til Reyðarfjarðar vorið eftir. En aldamótavorið flytzt hann svo enn með þeim vestur að Lang- eyjarnesi við Breiðafjörð. Við Breiðafjörð stundaði Egg- ert, þegar hann hafði aldur til, jöfnum höndum landbúnaðarstörf og sjómennsku, bæði á opnum bátum og þilskipum, sem og smíð ar og hvað sem til féll, því hann var einstakur hagleiksmaður að hvaða verki sem hann gekk. Foreldrar Eggerts voru: Grím- ur Þorláksson, trésmiður, frá Melum á Skarðsströnd, Berg- sveinssonar, Eyjólfssonar í Svefn eyjum (Eyjajarls), og Jóhanna Kristjana Jóhannesdóttir frá Bú- stöðum í Seltjarnarneshreppi, Oddssonar (Reykjaætt úr Lund- arreykjardal). Hinn 22. janúar árið 1915 kvæntist Éggert eftirlifandi konu sinni: Elínborgu Lilju Jónsdótt- ur, ættaðri frá Haukagili í Austur Húnavatnssýslu. Þau hófu búskap sinn í Skáley á Hvammsfirði. Síðan bjuggu þau í Elliðaey og Stykkishólmi. En árið 1928 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Eggert réðist í vinnu hjá Reykja- víkurbæ, og var hann síðan skip aður fastur starfsmaður bæjar- ins árið 1942. Þau hjónin Eggert og Elínborg eignuðust 6 börn: Þorbjörgu hús freyju að Neðra-Dal undir Vest- ur-Eyja-fjöllum, Hannesínu hús- freyju í Keflavík, Kristínu hús- freyju í Reykjavík, Maríu hús- freyju í Reykjavík, Guðmund húsgagnasmíðameistara í Reykja- vík og Lárus, er lézt hálfs annars árs árið 1936. Systkini Eggerts, þau sem á lífi eru, eru: Jakobína húsfreyja að Bustarfelli í Vopnafirði, Þóra Emilía húsfreyja í Reykjavík og Davíð trésmiður í Reykjavík. Lótin eru: Jóhannes verkstjóri í Reykjavík, Jóhann Lúther vél- stjóri í Reykjavík og Þorlákur sjómaður, sem fórst með Leifi heppna í „Halaveðrinu" 1925. Eggert heitinn var einstakt val menni, sem öllum þótti vænt um er þeir kynntust honum. Trú- mennskan var honum í blóð bor- in. Öll störf sín rækti hann með og bauð af sér svo góðan þokka að öllum varð ósjálfrátt hlýtt til hans við fyrstu kynni. — Eigin- kona hans og börn mátu hann þó mest og báru djúpa virðingu í brjósti fyrir honum. — Hann var einn þeirra sjaldgæfu manna, sem aldrei lagði illt til nokkurs manns, heldur reyndi jafnan að draga fram kosti meðbræðranna. Hann var gæfumaður sem gladd- ist með glöðum og hryggðist með hryggum. Hann bar í brjósti djúpa ást til konu sinnar og barna og lagði á sig það erfiði, sem hann gat, til þess að þeirra hlutur yrði sem beztur. — Loks á elliárun- um tókst honum með sinni miklu elju að láta þann draum sinn rætast, að koma upp eigin húsi yfir fjölskyldu sína, og lagði hann þá oft saman nótt með degi meðan á byggingu þess stóð. Naut hann þá einnig hjálpar einkasonarins, sem þá lagði líka smíðanámið fyrir sig. En Eggert beitti einnig sinni meðfæddu hagleiksgáfu til þess að gera þessa byggingu eins vandaða. eins og útlit og frágangur hennar ber bezt vitni um á húsinu hans, sem hann byggði við Heiðargerði 76. Hann byggði það árið 1953. — Hann var innilega ánægður yfir þessu verki sínu, sem næstum var eins og það væri hluti af honum sjálfum. Eggert heitinn gekk þó ekki heill til skógar hin síðustu ár. Hann var búinn að þjást mjög af hjartasjúkdómi, sem háði hon- um við vinnu hans, svo að hann varð að beita sérstakri varúð við öll átök. En söm var eljan og trúmennskan yfir því sem hon- um var falið að inna af hendi sem fyrr; og það var næstum eins og hann gæti aldrei unnt sér hvíld- ar fyrr en hverju starfi væri lokið svo sem honum líkaði bezt. Síðastliðið haust tók hann sér loks hvíld frá útistörfum í þeirri von að geta þá hafið þau á nýjan leik þegar aftur voraði. En laust eftir áramótin síðustu veiktist hann skyndilega og hefur síðan legið milli heims og helju í sjúkrahúsum, og nú síðast á Hrafnistu unz yfir lauk. Með Eggerti Grímssyni er góð ur maður genginn til moldar. Hans mun sárt saknað af öllum þeim mörgu sem þekktu hann. En sárast munu þó sakna hans eiginkonan, börnin hans og barnabörnin. En það er huggun gegn harminum að minningin um þennan mæta mann lifir svo björt að þar ber engan skugga á. Starfsfélagí. Miðstöðvarketiil Óska eftir Súgkyntum miðstöðvarkatli 3ja til 4ra fermetra. Upplýsingar í síma 17962. Saumasiúlkur Nokkrar vanar saumastúlkur geta fengið atvinnu nú þegar. Upplýsingar í verksmiðjunni Brautar- holti 22 (inngangur frá Nóatúni). Verksmiíljan DÚKIiR HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.