Morgunblaðið - 13.09.1962, Blaðsíða 22
22
MC RGVNBL AÐlh
Fimmtudagur 13. sept. 1962
Vilhjálmur náði 4. bezfa
stökki undanrása 15,76m
IVáði því í þriðju tifrauai á mjög vondri braut
Aðeins 9 menn náðu tilskiEdu lágmarki
VILHJÁLMUR Einarsson náði fjórða bezta árangri í undan-
keppni í þrístökki á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í gær-
kvöldi. Hann stökk 15.76 metra í sinni þriðju tilraun. Lág-
markið til að komast í úrslitakeppni var 15.50, en þeirri
stökklengd náðu ekki nema 9 menn. Var því farið niður á
við til að fylla 12 manna úrslit og 12. maður í úrslit var
Norðmaðurinn Odd Bergh með 15.40 metra.
Fréttamaður Morgunblaðs-
ins í Belgrad símaði í gær, að
Vilhjálmur hefði í fyrstu
ekki sýnt sitt bezta. í fyrsta
stökki stökk hann „aðeins“
15.34 m. Þetta virtist fá nokk-
uð á hann, því að í annarri
tilraun virtist hann mjög
taugaóstyrkur og stökk hans
misheppnaðist algjörlega. En
hann sýndi síðar sitt mikla
og góða keppnisskap. — 1
þriðju tilraun undirbjó hann
sig vel og stökkið virtist hon-
um létt og auðvelt. Það mæld
ist 15.76 m — langt yfir lág-
markið til úrslitanna og
reyndist vera fjórða lengsta
stökk í undankeppninni.
Fréttamaður Mbl. sagði að
keppnin í þrístökki væri af-
skaplega hörð, þar sem í Ev-
rópu væru allir beztu stökkv-
arar heimsins. Sérstaka at-
hygli vakti stökk Pólverjans
Jaskolskis, sem var óvenju-
lega fjaðurmagnaður, stekk-
ur án ails erfiðis og nær mjög
góðum árangri.
Brautin þótti mjög laus og
slæm. Odd Bergh ségir í við-
tali við NTB-fréttastofuna,
að engan hefði órað fyrir því
að stökkbraut á Evrópumóti
yrði svo laus og vond. „Hún
var beinlínis slæm á köfi-
um“, segir hann. „Heima í
Noregi hefði ég sett norskt
met með jafn vel heppnuð-
um stökkum og hér“, bætti
hann við.
ir Söguleg keppni
í>að var ekki táralaus undan-
keppnin. Flestum gekk verr en
þeir eiga að venjast heima fyrir,
eins og kemur í Ijós af því að
fara verður niður lágmarkið,
15,50, til að fá 12 menn í úrslit.
ALÞJÓÐA frjálsíþróttasam-
' Landið hóf fundi sína í Bel
, grad í gær. Á fundi sínum
gær samþykkti sambandið að
heimila notkun trefjagler
1 stanga í stangarstökki. Sam-
þykktin var gerð hálftlma áð
■ ur en mótið hófst oa, geta kepp
endur á mótinu bví notað sín
ar trefjaglerstangir ef þeir
' vilja.
Það var stjórn sambands
ins sem gerði áðurgreinda sam
þykkt. Fullskipað þing alþjóða
■ sambandsins sem haldið hef-,
1 ur í næstu viku, verður að
< staðfesta þessa samiþykkt.
Einna sárust hljóta vonlbrigð
Bússans Vitold Kreer að vera.
ÞETTA er veður fyrir okk-
ur, sögðu ísl. frjálsíþrótta-
mennirnir er fréttamaður
Mbl. í Belgrad kom að máli
við þá í gær. Það var 30
stiga hiti um miðjan daginn,
allheitt um hádegisbil, en
varð síðan dálítið svalt. Það
sögðu ísl. strákarnir. „Þetta
er dásamlegt“.
Þeir létu mjög vel yfir
öllu viðurværi, ágætis mat-
ur er á boðstólum og hús-
næði einnig.
Vilhjálmur keppir í úrslit
um á morgun og þá er
einnig dagur Valbjarnar.
Hann byrjar tugþrautar-
keppnina og fer einnig e.t.v.
í stangarstökkskeppnina.
Kristleifur mun einnig
hlaupa á morgun. Þeim líð-
ur öllum vel og allir eru
bjartsýnir á góðan árangur,
segjast vera í bezta formi.
Hann varð 13. í röðinni með 15.40
m — sömu lengd og Norðmaður
inn Bergih komst á í úrslitin.
Kreer hefur um árabil verið
einn bezti þrístökkvari heimsins
og oftast í röð þriggja efstu. A
síðasta Evrópumóti í Stokkhólmi
var hann talinn einna sigurstrang
legastur. En þá komst hann held
ur ekki í úrslit, gerði tvö fyrstu
stökkin í undankeppninni ógild
og var svo varfærinn í þeirri
þriðju og síðustu að ekki nægði
8. Kari Rahkamo Finnl. 15,53
9. L. Gurgushinov Búlgar. 15,50
10. Emzo Cavalli Ítalíu 15.48
11. Hans Ruckhorn Þýzkal. 15,44
12. Odd Bergh Noregi 15,44
Kreer — grét enn
stökklengdin til úrslita. Þá
felldi hann höfug tár. Vafalaust
mun hann hafa tárfellt einnig
nú.
Úrslit undankeppninar urðu þessi
1. Josef Sohmidt Póll. 15,98
2. Jan Jasfkolski Póll. 15,86
3. Manfred Hinze Þýzkal 15,79
4. Vilhjálmur Einarsson 15,76
5. Olge Fedossew Rússl. 15,68
6. Radoslav Jocic Júgóslav 15,58
7. V. Goreiev Rússl. 15.54
Gabor
bjartsýnn
ÞJÁLFARI ísl. frjálsíþrótta-
mannanna sem úti eru. Sim-
oni Gabor, spáði því í gær við
fréttamann Mbl. í Belgrad,
Jað Vilhjálmur myndi stökkva
yfir 16 m í aðalkeppnirani
Hann væri í mjög góðri æf-j
ingu nú.
Sagði Gabor að hann teldi
sennilegt að Vilhjálmur yrði
einn af 6 fyrstu í greininni
jafnvel hefði hamn möguleika
á verðlaunum.
Gamper —
tvisvar 10.3 í gær
Aðeins 3 þfóðir iá
menn í árslit í 100 m
UNDANRASIR 100 m hlaupsins
á EM í gær voru að vana sögu-
Iegar. I þessari grein, þar sem.
engu má skeika, geta þeir sem
mestar vonir eru bundnar við,
verið slegnir úr keppni, óvænt
og miskunnarlaust. Svo fór og
nú. Englendingurinn Radford
var „sleginn út“ i undanúrslita-
ferð hlaupsins er hann hljóp á
10.5. Hann var af sumum talinn
„viss“ á verðlaunapallinn. Sömu
sögu er að segja með Berutti,
ítalíu, sem hljóp á sama tíma
— og fleiri.
Langmesta athygli vakti Þjóð-
Rússar unsiu tvö fyrstu
gullín" og Bretar eitt
//
RUSSAR og Englendingar unnu
3 fyrstu gullverðlaunin á Evrópu-
mótinu í gær. Rússar fengu tvö
og Bretar eitt. Rússinn Bolotni-
koff vann sem vænzt var 10 km
hlaupið létt og auðveldlera og
hafði alger yfirburði. Tamara
Press vann kúluvarp kvenna og
jafnaði eigið heimsmet 18.55 m.
Englendingurinn Kenneth Matt-
hews vann í 20 km göngu karla.
Tito setíi mótið að viðstödd-
um um 50 þúsundum manna. Það
var logn, mjög heitt og fagurt
veður. Meðal gesta í heiðurs-
stúku var Titov annar geimfari
Rússa. Flögg þátttökuþjóðanna
28 voru umhverfis völlinn en
þátttakendur gengu fylktu liði
inn á völlinn, Austurríki í farar-
broddi og síðan stafrófsröð þjóða.
Á þessum sólheita sumardegi
urðu mörg vonbrigðin í gær ekki
sízt þó hjá Norðmönnum. Þeir
áttu 5 menn í keppni og aðeins
einn komst : úrslit, Odd Berg í
þrístökki. Það var dapurleiki í
röðum Norðmanna eftir daginn.
Bolotnikoff vann fyrsta gull
mótsins í 10 km hlaupi. Hann
hafði forystu frá upphafi íil loka
að undanskildum smárykk sem
Þjóðverjinn Janke tók fram fyrir
hann. Þeir tveir hlupu saman sér
og varð allt að 50 m bil að næsta
hópi hlaupara. Bolotnikoff tók
svo gífurlegan endasprett þar
sem hann vann 7 sek. af Janke
á síðustu 400 m. Úrslit urðu
þessi:
EM-meistari Bolotnikoff Rússl.
28.54.0. 2. Janke Þýzkal. 29.01.6.
3. Fowler Engl. 29.02.0. 4. Hyman
Engl. 29.02.0. 5. Bogey Frakkl.
Framh. á bls 23
verjinn Peter Gemper. Hann
hljóp báða sprettina á 10.3 sek.,
undanrásir og undanúrslit. Slíkt
gerði enginn nema hann, enda
ekki heiglum lient. 10.3 náðn
einnig í undanrásum Þjóðverj-
inn Hebauf og Frakkinn Dela-
cour, en þeir náðu „aðeins“ 10.4
í undanúrslitum. Þjóðverjarnir
unnu hvor sinn undanúrslitariðil
sem voru þannig:
1. riðill: Heabauf 10.4, 2. Pi.
quemal, Frakkl., 10.4, 3. Berutti,
ítalíu, 10.5, 4. Radford, Engl.,
10.5, Bachwarow, Búlg., 10.5, 6,
Politiko 23.4 (meiddist).
2. riðill: Gamper, Þýzkal., 10.3,
2. Foik, Póll., 10.4, 3. Lagorge,
Frakkl., 10.5, 4. Zielinski, Póll.,
10.6, 5. Ouviakov, Rússl., 10.6, 6,
Meokin, Engl., 10.7.
3. riðill: Juskowiak, Póll.,
10.4, 2. Delacour, Frakkl., 10.4,
Schumann, Frakkl., 10.4, 4. Oz»
olin, Rússl., 10.5, 5. Jones, Engl.,
10.5, 6. Mandlik, Tékkóslóv., 10.6.
1 úrslit komast því tveir
Þjóðverjar, Gamper og Hebauf,
tveir Frakkar, Qplacour og Pi-
quemal, og tveir Pólverjar, Foik
og Juskowiak.
Helgi Dan atvinnumaður?
SVO kann að fara að Helgi
Daníelsson landsliðsmarkvörð-
ur íslands um langt skeið,
hverfi úr röðum áhugamanna
og gerizt atvinnumaður í Skot
landi. Helgi sagði í gær að
hann væri þess fýsandi að
enda sinn feril sem atvinnu-
maður, ef vel semdist fyrir
sig og fjölskyldu sína, en mál-
ið væri sér að öðru leyti ekki
kappsmál.
Skozka félagið Motheiwell,
eitt bezta 1. deildarlið Skot-
lands, er í markmannshraki.
Framkvæmdastjóri þess Ro-
bert Anoell skrifaði kunningja
sínum hér,.sr. Robert Jack á
Vatnsnesi og spurði hvort
hann vildi færa málið í tal við
Helga Daníelsson. Mikið orð
hafði farið af Helga í leik
íra og Islendinga í Dublin og
eftir peim orðrómi vildi
Ancell reyna Helga. Býður
hann honum til 2—4 vikna
dvalar í Skotlandi „til reynslu
og viðtals“ og eftir það muni
þeir ræða samninga ef báðum
lítist svo.
Robert Jack fer utan í næstu
viku og flytur þá Ancell þau
boð að Helgi sé reiðubúinn til
reynsluferðarinnar.
Helgi sagði í gærkvöldi, að
hann gerði sér engar gyllivon-
ir í þessu sambandi. Hins veg
ar þætti sér gaman að reyna
t. d. í 2 ár með góðu atvinnu-
mannaliði, ef góðar aðstæður
fengjust fyrir fjölskyldumann. .
Það væri skemmtilegur endir
eftir 15 ára puð í knattspyrnu.
Málið væri sér annars ekki
kappsmál, gróðavonir sagðist
Helgi ekki bera í brjósti sér-
staklega.