Morgunblaðið - 13.09.1962, Page 24
Préttasímar Mbl
— eftir loknn —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
202. tbl. — Fimmtudagur 13. september 1962
David Ben-Curion
Sjá blaðsíðu 13.
Mikil þátttaka í
umferðarkönnuninni
1»AÐ var sýnilegt, þegar um
háldegisbilið í gær, að mjög mik-
11 þátttaka yrði í umferðakönn-
uninni og að almenningur hefði
mikinn áhuga fyrir að gera sitt
til að hún mætti heppnast að
vonum. Stöðugur straumur
manna var fyrir hádegi vestur
í Hagaskóla þar sem stjórn Um-
ferðakönnunarinnar er til húsa,
til að fá fleiri akstursspjöld, því
þeir höfðu þegar útfyllt sitt
spjald, sem gerir ráð fyrir allt
að 30 ferðum yfir sólarhringinn.
Um tíma var það óttazt mest
að ek:ki væri til nóg af slílkum
aukaspjöldum, en vonazt er þó
til að svo verði ekki. Nú er
hægt að fá slík spjöld á hvaða
benzínafgreiðslustöð sem er inn-
an könnunarsvæðisins. Fólki
skal bent á það að setja slík
aukaspjöld í sama umslag og
þau, sem það fékik send í fyrstu
þegar það sendir þau til baka.
Farþegatalning í strætisvögn-
um gekk ágætlega og er ekki
vitað til að ferðum hafi seinkað
af þessum ástæðum, enda var
aðstoðarfólki bætt við á erfið-
ustu leiðirnar. Miðarnir í strætis
vögnunum voru svo mikið notað
ir, að prentsmiðjan hafði vart
við að prenta nýja miða ti'l
dreifingar.
Á flestum gatnamótuim, þar
sem umferð er mikil oig grein-
ist í mismunandi bæjarhluta,
eru ungir piltar og stúlkur við
talningu bifreiða allan daginn.
Flest eru þetta unglingar 14-
16 ára, sem þannig hafa sýnt
framtakssemi sína til þess að
vinna sér inn dálaglegan auka-
skilding þessa tvo daga, sem
könnunin stendur yfir.
Eins og við var búist, eru ýms-
ir, sem finnst það fyrir neðan
sína virðingu að taka þátt í
könnuninni, en sem betur fer
virðast þeir ekki margir, því
hvar sem fréttamaður Mbl. leit
inn í bíl í gær, sá hann hálfút-
fyllt akstursspjöld í sætinu.
Ef einhverjir hafa ekki útfyllt
spjöld sín í gær, skal þeim
bent á að Umferðarkönnunin
óskar þess að þeir geri það 1
daig og endursendi síðan spjöld-
in, því það er þó betra að fá
Framhald á bls. 23.
Víðir II
I GÆR fengu 13 skip góðan Þessa mynð tnk Einar Guðmundsson i sumar er Víðir H kom til Raufarhafnar með þann mesta
cíiHo-ofie. ín míi,.- w „f aíla er settur hefir verið í skipiS í einni veiðiför á sumarsíldveiðum alls 1340 mál.
síldarafla um 70 mílur NV af
Raufarhöfn. — f gærkvöldi
bárust blaðinu þær fregnir
að erfitt væri orðið um vik
að ná síldinni þar sem mik-
úr tveimur skipum.
Afli skipanna er sem hér
segir:
Björgúlfur fékk 800 tunn-
Afli eftirtalinna skipa fer í
bræðslu: Freyja GK 600 mál,
Vörður ÞH 500, Hilmir 950,
Árni Geir 650, Víðir H 500,
slær íslandsmet í síldarafla
Hefir veitt um 32000 mál í sumar
iU straumur væri og síldin
stygg. Síldin er yfirleitt
blönduð og fer mest af henni
í bræðslu, þó verður saltað
ur sem eru saltaðar á Rauf-
arhöfn og Sigurður Bjarna-
son fékk 1500 tunnur, sem
saltaðar verða á Siglufirði.
Sekt, afli og veiða-
færi hálf milljon
Brezkur togari tekinn í landhelgi
undan Glettinganesi
í GÆRKVÖLDI kom varð-
skipið Óðinn með brezka tog-
arann Northern Jewel til
Seyðisfjarðar og var skip-
stjóri togarans, Malcolm
Smith, ákærður fyrir land-
helgisbrot, sem hann játaði
og var í gærkvöldi dæmdur
í 260 þús. króna sekt og afli
Einn bílstjórinn fyllir .it spjald sitt
og veiðarfæri gerð upptæk,
en þau voru metin á 230 þús.
Um kl. 11 á þriðjudagskvöld
kom varðskipið Óðinn að tog-
aranum Northern Jewel þar sem
hann var að veiðum 1,4 sjómíl-
ur innan fiskveiðitakmarkanna
út af Glettinganesi. Svo háttar
til að leyfilegt er að veiða inn að
6 mílna mörkunum norðan línu,
sem dregin er beint til hafs frá
Glettinganesi en sunnan þessar-
ar línu má ekki veiða innan við
12 mílur. Staða togarans, er
hann var fyrst mældur upp, var
1,4 sjómílur SV úr horninu, sem
myndast við 6 mílna línuna og
línu þá er dregin er til hafs
frá Glettinganesi, en einmdtt í
það horn er styzt út fyrir fisk-
veiðimörkin.
Akraborg 1600, Snæfell 900,
Arsæll Sigurðsson H 700,
Höfrungur II 1350, Valafell
600 og Gjafar 1100.
Þrjú púðurskot
Er togarinn v*rð Óðins var
hjugigu skipverjar á togvírana og
sigldu síðan í NV og út fyrir
mörkin. Óðinn elti togarahn og
skaut að honum 3 púðurskotum
er nægðu til þess að hann nam
staðar og var þá um 10 milur
frá landi.
Eftir nokkurt þóf við yfir-
menn Óðins játaði skipstjórinn
hann er hann kom fyrir rétt á
Seyðisfirði og tók réttarhald í
málinu aðeins tvær klst.
Innan um marga togara
Malcolm Smith skipstjóri bar
því við, er hann kom fyrir rétt-
inn, að hann hefði óviljandi far-
ið inn fyrir fiskveiðitakmörkin.
Hefði hann verið þarna að veið-
um innan um marga aðra togara
og óttast að lenda með vörpu
sína í vörpu einhverra þeirra,
ennfremur hefði hann vitað af
skipsflaki á þessum slóðum og
óttast að lenda á því. Þess vegna
hefði hann ekki gáð að sér fyrr
en hann var kominn inn fyrir
línu.
Togarinn nam ekki staðar fyrr
en 42 mínútum eftir að hann var
staðinn að veiðunum.
Dómurinn
Rannsókn málsins var í gær
send saksóknara ríkisins og fór
hann þegar í stað fram á að
miál yrði höfðað gegn skipstjór-
anum. Erlendur Björnsson bæj-
f gær lönduðu auk þessa í
bræðslu eftirtalin skip er
fengu afla sinn í fyrradag:
Steinunn SH 416 mál, Víðir
II 960, Bergvík 622, Jón Garð-
ar 528 og Náttfari 870 mál.
Með þessum afla hefur Víð-
ir II nú slegið öll fyrri afla-
met á sumarsíldveiðum og
hefir nú fengið alls tæp
32000 mál og tunnur á þessu
sumri. Höfrungur H var í
gærkvöldi komin upp í ann-
að sæti.
gærkvöldi upp dóm í máli hans
og var hann dæmdur í 260 þús.
króna sekt og afli og veiðarfæri
gerð upptæk metin á 230 þúsund
krónur.
Tónlistarskólinn
flytur í ný
húsakynni
EINS og kunnugt er mun Tón-
listarskólinn flytja ■ ný og veg
leg húsakynni á komandi hausti.
Núna sem stendur er nokkurs-
konar millibilsástand, verið er
að vinna við húsnæðið á Lauf-
ásvegi 7, þar sem Menntaskólinn
n,un fá inni í vetur. f Skipiholti
er húsnæði Tónlistarskólans enn
eigi fullgert. Ráðgert er að skól
inn byrji í október og inntöku-
prófin munu fara fram í Tóna-
bíó fyrstu dagana í okt. Allir
nemendur eru beðnir um að
senda umsókn um skólavist og
á að stíla hana á Óðinsgötu 12, til
ritara skólastjórnar Hólmfríðar
Sigurjónsdóttur.
(Frá Tónlistarskólanum)
Frá því er skýrt í „News of
Taipei“, að þegar á árinu 1958
hafi Sovétríkin látið rcisa 16
eldflaugaskotstöðvar ■ Mand-
sjúríu.
Fékk Hfallerkaferð fyrir
miIijóRasfa málið
SIGLUFIRÐI, 10. sept — Síldar
verksmiðjur ríkisins norðan og
austanlands munu nú hafa tekið
á móti um 1.050.000 málum síld-
ar og síldarúrgangs og hafa ekki
áður fengið jafn mikið hráefni
til vinnslu á einu sumri.
Er milljónasta málinu var
landað í verksmiðjurnar, voru
tvö skip undir löndunarkrön-
um, Arnfirðingur frá Rey'kjavík
og Fiskaskagi frá Akranesi. Bæði
þessi skip gátu hafa lagt til
milljónasta málið, en í tilefni af
því efndu SR til happdrættis
meðal skipverja þessara tveggja
skipa um fría ferð til Mallorka
og heim aftur fyrir tvo. Settur
bæjarfógeti, Pétur Gautur Krist
jánsson, afhenti skipverjum lok-
uð umislög, öllum nema einum,
sem skroppið hafði í land, til að
síma til konunnar sinnar. Hlaut
hann afgangsumslagið, sem inni-
hélt vinninginn. Hinn heppni
ungi maður, Sævar Óskarsson
vélstjóri á Arnfirðingi fék’k því
kærkomið tilefni til að hringja
í konuna sína öðru sinni sama
daginn.
Fullkomnari tæki nú.
Til samanburðar við síldar-
aflann á sumarvertíðinni, sem
er um 2,3 millj. mál og tunnur
og er nýtt met, má geta tveggja
annarra mikilla síldarsumra,
1944, er aflinn var um 2.355.200
hl. og 1940 2.476.738 hl., en um
IV2 hl. er í málinu. Þá er þess
að geta að 1944 voru aðeins 126
herpinætur á vertíðinni og 1940
aðeins 171. En nú stunda á þriðja
hundrað skip veiðar með ólíkt
fullkomnari veiðitæki.
SR á Siglufirði hafa tekið á
móti um 554.700 málum síldar
og síldarúrgangs og Rauðka um
162.000 málum samtals af síld
og úrgangi. Þá hafa verið salt-
aðar 113.300 tunnur síldar á
Siglufirði og er hæsta stöðin Haf
liði með 10.200 tunnur. Alls hef-
ur verið saltað í 370.232 tunnur
á landinu og mun hæsta stöðin
Hafsilfur á Raufarhöfn með
15.892 tunnur.