Morgunblaðið - 14.09.1962, Page 3

Morgunblaðið - 14.09.1962, Page 3
r Föstudagur 14. sept. 1962 MORGVNBL AÐJÐ 3 Forsætisráöiierrafrú Israels skrifar nafn sitt í g estabókina. MaÖur hcnnar virðir fyrir sér mynd „Þetta er ekki skoðun stjórnarinnar“ sagði fru Ben-Gurion og sagði álit sitt á krossfestingunni langdvölum uu.x Israels. Ben-Gurion spurði hvenær Þjóðminjasafnið hefði verið byggt. 1944 var honum svarað „Sanaa árið og lýðveldið var stofnað?“ sagði hann. „Já, byggingin var reist til minning ai um þann atburð", var hon er eftir dætur séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði. „Var það saumað á íslandi?“, spurði forsaetisráðherrann. „Já“, sagði Kristján Eldjárn. „Og hvemig hefur betta varð veitzt?“ „Teppin hafa verið geymd á bóndabæjum víðs- vegar um landið sagði þjóð- minjavörður. „Já, einmitt", sagði forsætisráðherra. En bona hans benti á skaubbún- ing í næsta glerskáp og sagði „Þetta er fallegt. Mikið er þetta fallegur búningur. Er hánn enn notaður?" Svo var haldið áfram að skoða safn- ið. Fréttamaður Mbl.. gekk við hliðina á frú Ben-Gurion, þeg ar komið var að krossfesting- aimynd úr ivaþólskum tíma. Þar sást Jesús Kristur á kross inum. Frúin staðnæmdist allt í einu, hristi höfuðið og benti á myndina, sneri sér síðan að fréttamanninum og sagði, .Þetta hefur aldrei gerzt. Vit ið þér, að þetta hefur aidrei. gerzt. Jesús Krist- ur var mikilmenni og hann væri mikilmenni, ef hann lifði í dag. En ég trúi ekki að hann hafi verið sonur Guðs, það getur ekki verið, til þess hafði ’ -nn hvorki and lega né líkamlega hæfileika. En hann er einn mesti maður sem hefur lifað.“ „Er þetta skoðun manna í ísra el?“ spurði fréttamaður Mbl. „Þetta er bara mín persónu- STAKSIHWAR DAVID Ben-Gurion, for- sætisráðherra ísraels, lét fréttamenn bíða eftir sér í Þjóðminjasafninu í gærmorg- un, því þangað kom hann ekki fyrr en rétt um hálf tólf leytið. Ráðgert var að hann kæmi alllöngu áður, en við- ræður hans við Ólaf Thors forsætisráðherra ’ stjórnar- ráðinu stóðu nokkuð lengur yjtir en ráðgert hafði verið. Fréttamenn létu það ekki á sig fá, heldur biðu beir eftir Ben-Gurion og fylgdarliði hans. Sumir sögðu að for- sæti-'ráðherrar íslands og ísraels hlytu að vera búnir að leysa öll heimsvandamál eftir svo langar viðræður. „Ætli þeir séu ekki búnir að ’eysa upp Arababandalagið?" sagði einhver. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra og frú og "'.ristján Eldjárn þjóðminja- vörður voru meðal beirra sem tóku á móti forsætisráðherra- hjónum ísraels í Þjóðminja- safnshúsinu. Þangað komu • þau ásamt dóttur sinni og fylgdarliði. Þegar gengið var inn í frunsta sal Þjóðminja- safnsins mátti sjá að for- sætisráðherrahjónin höfðu drjúgan áhuga á því sem þar bar fyrir augu. Kristján Eld- járn hugðist sýna þeim safnið saman, en varð viðskila við for ætisráðherrann sem talaði miki > og lengi við Gylfa Þ. Gíslason og spurði hann ma gs úr safninu. Forsætisráð herrann benti á drykkjarhom í háum glerskáp og spurði, til hvers þau hefðu verið notuð. „Úr þeim var drukkið“, sagði menntamálaráðherra. „Já, auð vitað“, sagði þá forsætisráð- herra ísraels. Þó menning Gyðinga sé jafn gömul og raun ber vitni virtist for- sSetisráðherrann undrandi þeg ar honum var bent á einhverja muni sem eru meira en 1000 ára gamlir. Við drykkjarhornin rifjað- ist það allt í einu upp fyrir Ben-Gurion að hann hafði séð Gylfa Þ. Gíslason áður. Hann benti á hann með vísi- fingri hægri handar og spurði, „Þér hafið verið í ísrael?“ „Já“, svaraði menntamálaráð- herra. „Hvenær var það?“ „Það var 1948“. „Já alveg rétt. Ég man eftir yður“. Og svo héldu þeir áfram að skoða safnið, en frú Ben- Gurion sem fundið hafði mann sinn aftur, endurtók spurninguna, „Hvenær voruð þér í ísrael?" „1948“, svaraði menntamálaráðherra enn. „Þá ættuð þér að koma bangað aftur og sjá mismuninn", sagði frúin. „Er hann mikill?" spurði menntamálaráðherra. „Mikill", endurtók frúin, „þér ættuð nú að vita það“. Það var augsýnilegt að hún var ísraelsmaður í húð og hár ern þótt hún hafi dvalizt Dr. Kristján Elðjárn býður minjasafnið. um sagt. VirtiSt honum lika það vel. Þegar gestirnir stóðu fyrir framan stórt teppi með mynd uru af höfuðdyggðunum í konulíki frá 1700, var forsæt isráðherrann ekki alls kostar ánægður með pað sem hann sá. Hann benti á eina af fígúr unum og sagði „Sara, hún er ekki karlmafur. Hvers vegna gera þeir han. ð karlmanni?" En þá var honum bent á að nafnið ætti við næstu persón una fyrir ofan. Teppi þetta Ben-Gurion velkominn í Þjóð- (WMÍMWVM safninu. lega skoðun. Og góði maður eí þér setjið þetta á prent verð if þér að taka það rækilega fram, að þetta er ekki skoðun stjórnarinnar“. Svo benti frú in enn á krossfestinguna og sagði, „Þetta er vitleysa. Þetta >efur aldrei gerzt. Eg er sósialisti og trúi ekki, að þetba hafi gerzt. Það gat ekki gerz. En hvað eruð þér? Eruð þér kaþólskur?“ „Nei, ég er lútherskur" sagði fréttamað- urinn. „Kona sonar míns var kristin" hélt frúin áfram, „ég hafði ekkert á móti því. Hann er vel giftur. Ég segi alltaf, að mér líki ákaflega vel við hana og á ég að segja yður af hverju? Hún er frá Mön og mér þykir vænt um hana af því að h' n yfir^af land sitt, foreldra sína o„ trú, til þess að fylgja manninum sín- um, syni mínum.“ „Hvernig kynntust þau?“ „Hann særðist í stríðinu og var fluttur í sjúkrahús og hún er hjúkrun arkona eins og ég. En sjáið þér, þarna er dóttir mín.“ „Já, Renana, hún er doktor." „Hvernig vitið þér að hún er dokto;?“ „Það stendur i frétta tilkynningu sem blöðin hafa íengið. „Já, einmitt. En vitið Framhald á bls. z3. Þjóðfylking Framsóknar og komma Þjóðfylking Framsóknar og kommúnista í kosningum innan verkalýðsfélaganna hefur enn einu sinni verið staðfest. Tíminn lýsir því yfir, í gær í forystu- grein, að kosningarnar til næsta Alþýðubandalagsþings eigi alls ekki að snúast um það „hvort menn fylgja austri eða vestri í alþjóðamálum“, heldur um það hvort menn séu með eða móti viðreisnarstefnunni, sem núver- andi ríkisstjórn hefur markað í íslenzkum efnaúagsmálum. ,í samræmi við þetta verður afstaða Framsóknarmanna í kosningunum til Alþýðubanda- lagsþings", segir Tíminn. Þá vita menn það. Frarr.sókn- armenn varðar ekkert um glæpa- verk og yfirgangsstefnu komm- únista úti í heimi. Þessvegna seg- Tíminn að Alþýðusambands- kosningarnar í haust elgi ekki að snúast um það „hvort menn fylgja austri eða vestri í alþjóðamálum". fslenzkir verka- menn og launþegar eiga að áliti Tímans og Framsóknarmanna að Ioka augunum gjörsamlega fyrir þeirri kúgun, sem verkamenn og aðrir launþegar hafa verið beittir af kommúnistum austan járntjalds. Hins vegar er það skoðun Framsóknarmanna að vegna þess að T mmúnistar hafa barizt eins og Tjón gegn viðreisnarstefnu nú- verandi rikisstjórnar þá beri Framsóknarmönnum innan Iaun- þegasamtakanna að styðja þá af alefli! Velmegun í stað hruns Allir munu sammála um það að hér á Iandi ríki nú einhver mesta velmegun, sem um getur í sögu þjóðarinnar. Atvinna er mikf og stöðug, framleiðslu- tækin eru rekin með fullum krafti og tekjur fólksins eru hærri en oftast áður. Af þessu leiðir að fólkið getur veitt sér meira en áð,ur. Það ræðst í að byggja ný hús, fegra heimili sin og búa þau betur <>g glæsilegar. Aðrir kaupa sér bif- reiðir eða ný og betri tæki til atvinnu sinnar. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að þessi mikla velmegun og góða afkoma al- mennings á íslandi sprettur fyrst og fremst af þeim ráðstöfunum, sem viðreisnarstjórnin gerði á sínum tíma til þess að hindra það hrun, er við blasti þegar vinstri stjórnin jafst upp. fs- lenzkur almenningur hefur þannig fengið velmegun og meira atvinnuöryggi en nokkru sinni fyrr i stað hruns og öng- þveitis vinstri stjórnarinnar. Göngum hægt um gleðinnar djnr En við fslendingar verðum að minnast þess að það er oft ekki síður vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Við verðum að standa trúan vörð um árangur viðreisnarinnar. Það má ekki henda að verðbólguófreskjunni verði að nýju hleypt lausri, stór- fellt .„pphlaup verði hafið rr.illi kaupgjaló.. og verðlags og þvi jafnvægi þar með raskað, sem tekizt liefur með ærinni fyrir- höfn að skapa í íslenzkum efna- hag„m?Ium. Við verðum að ganga hægt um gleðinnar dyr og gí. að okkur. Það er eðlilegt og sjálfsagt að fólkið njóti ávaxta góðærisins, en það má ekki snúa þvi upp . ný vandræði með því að þverbrjóta þau lög- mál efnahagslífsins, sem jafnan verður að hafa i heiðri, ef heil- brigð þróun á aú geta haldið I áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.