Morgunblaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 20
20
MORGVFBLAÐ1Ð
Sunnudagur 16. sept. 1962
„^^HOWARD SPRING: _
32
RAKEL ROSiNG
legt. I>ér mundi þykja það gott
og þú hefðir gott af því. Þú þarft
að fá svolítinn lit í þig, svolítinn
lit. Hann hefur allur farið í hárið
á þér. Segðu mér eitthvað um
Julian.
Hann kom með einhverja frú
Bannermann með sér — og það
er nú heldur betur fegurðardís,
pabbi. Eg hef aldrei séð neina
fallegri. Hún er Júði. Það er eins
og þaer séu svona þessar júðsku
konur — annaðhvort andstyggi-
legar eða þá ógurlega fallegar.
Hefur þú nokkurntima heyrt
Rakel nefnda, pabbi?
Rakel, Rakel? Hver var Rakel.
Mér finnst þessi fiskur ekki sem
beztur. Hvað finnst þér?
Rakel var fræg leikkona. Hún
var líka júðsk. Eg hugsa, að hún
hafi líka verið ógurlega falleg,
rétt eins og frú Bannermann —
þegar hún var ung.
Fallegar Júðakonur! Hvað vor-
um við að tala um? Mér fannst
við vera að tala um Julian og
fiskinn. Hann er hreint ekki góð
ur.
Við vorum að tala um frú
Bnnnermann, sem kom með Juli-
an.
Er hann nú farinn að flakka
um með fallegum giftum konum?
Til hvers er hann að því?
Það er nú dálítil raunasaga í
sambandi við það.
Mér finnst nú fiskurinn sá
arna hálfgerð raunasaga. Ha, Ha!
Hún var ekki búin að vera
gift nema einn dag, þegar mað-
uiinn hennar varð fyrir hræði-
legu slysi. Það er meira segja
ekki enn vitað, hvort hann verð-
Ur örkumlamaður fyrir lífstíð.
Já, það er Maurice Banner-
mann. Eg þekki hann. Eg hef ver
ið í stjórnum hlutafélaga með
honum. Eg sá giftingarfréttina í
TIMES og svo næsta dag smá-
grein um slysið, sem hann hafði
oiðið fyrir. Og mér brá heldur
illilega við — illilega við. Svo
að það er kvenmaðurinn. Hvern-
ig komst Julian í kynni við þessi
hjón?
Hann virðist hafa hitt þau af
tilviljun í Vatnahéraðinu. Hvað
er þessi Bannermann?
Bannermann? Hann er allt
mögulegt. Honum skaut upp á
stríðstímanum. Einstakur náungi
— einstakur. Á heima við Port-
mantorgið. Kom þangað einu
sinni. Fullt hús af málverkum
— franskt dót mestmegnis. Skil
það ekki. Eintómir sterkir litir.
Mér var vísað inn í lesstofuna
hans og hvað heldurðu, að hann
hafi verið að gera. Spila á selló
— þú veizt, þetta stóra, sem byl-
ur í eins og bjórtunnu. En hvað
er þetta? Þú étur ekki neitt. —
Þetta flesk er gott. Mjög gott,
Curle.
Fyrirgefðu, pabbi, en ég gæti
blátt áfram ekki borðað flesk á
eftir fiski. Þú hlýtur að hafa
dásamlega góða meltingu.
Víst hef ég það, víst hef ég
það. En þið, þessar ungu stúlk-
ur það er eins og þið getið aldrei
komið almennilegri máltíð ofan
í ykkur.
Hann hlýtur að vera merkileg-
ur maður þessi Bannermann. Eg
vona bara, að hann komist bráð
lega á fætur.
Merkilegur. Já, það má
kannske vel segja, en hann er
Júði, skilurðu.
Kannske hitti ég hann þegar
ég fer til borgarinnar.
Borgarinnar? Hvað ætlarðu að
vilja þangað? Líður þér ekki
fullvel hérna?
Upavon lávarður stundi þung-
an. Og ætlar að skilja mig eftir
einan hér. Lofa mér að stikna
hér í minni eigin feiti? Þú ert
með svoddan óðagot, það er gall-
inn á þér. Það eru allir með þetta
óðagot. Hvers vegna giftirðu þig
ekki?
Mina yppti öxlum, þessu gat
Ihún engu svarað.
k Jæja, ef þú þarft að fara þá
ferðu. En borðaðu nú. Nú get-
urðu smakkað á matnum. Kara-
mellubúðingur. Reyndu svolítið
rauðvin með honum.
Mina nartaði eitthvað i búð-
inginn en afþakkaði rauðvínið.
Mig langar ekki í þetta gums,
sagði lávarðurinn. Fer beint í
ostinn. Er hann nógu geymdur
þessi ostur, Curle?
Hann tæmdi glasið, fyllti það
aftur og blés mæðilega. Ánægja.
Það er það. sem við þurfum og
allur heimurinn þarnast. Ánægja.
Eg hefði gaman af að sjá þess-
ar frönsku myndir, sagði Mina.
Eg er svo hrifinn af öllum þess-
um málurum eins og Monet Og
Gauguin og þeim öllum — og
Van Gogh. Hann skar af sér eyr-
að Og sendi það innpakkað til
kærustunnar sinnar.
Upavon, sem var með glasið
við varirnar blés nú ofan í það,
svo að vínið frussaðist um allt
skyrtubrjóstið. Hvað segirðu?
Skar af sé» eyrað? Eyrað?
Já, það gerði hann.
Guð minn almáttugur. Og þig
langar að sjá myndir eftir svo-
leiðis mann?
Já. Hann var dásamlegur.
Mér finnst nú hálf-ankannalegt
að gera það.
Eg ætla að heimsækja frú Bann
ermann og sjá myndirnar.
Júða og leikkonur og fólk, serr
sker af sér eyrun — ég veit ekki,
væna mín. Eg veit ekki. Komdu
með portvínið, Curle. Þú ættir
að smakka á því, væna mín og fá
þér ofurlítinn bita af ávöxtum.
Nei, þakka þér fyrir, Curle, ég
aetla að drekka kaffið inni hjá
mér. Þú afsakar mig, pabbi. Eg
þarf að skrifa einhverja glás af
bréfum. Á ég að koma á eftir og
sitja hjá þér?
Já, gerðu það, væna mín. Eg
er svo einmana.
Hann beit vandlega endann af
vindlinum og Curle gaf honum
eld. Ofmikið óðagot og þeyting-
ur. tautaði hann, þeytingur, ösk-
ur og hávaði......
Þegar Mina kom inn, klukku-
stund seinna, sat hann í stóra
stólnum við arininn og steinsvaf.
Hálfreyktur vindillinn lá í ösku-
bakkanum, en stórt, tómt konjaks
glas stóð við hliðina á honum.
Jæja, veslingurinn, hann hafði
átt erfiðan dag.
2.
Julian var enn ekki kominn á
fætur, þegar síminn hringdi í
Andagarðinum. Hann skellti sér í
slopp, leit ásakandi á Charlie
Roebuck og skeiðaði inn í setu-
stofuna.
Halló. geispaði hann í símann.
Þetta er Mina. Þú ert líkastur
iþví sem þú þyrftir að fá fötu af
köldu vatni yfir þig.
Þú værir vís til að sjá um það.
Ætlarðu að fara að segja mér að
bréfið mitt sé eintóm brjálsemi?
Nú er óhætt að kveikja.
Öðru nær. Það er óvenju gáfu-
legt. En ég var nú búin að ætla
mér að koma til borgarinnar,
hvort sem var.
Svo að þú ert með?
Eindregin. Eftir frú Harrison,
er frú Bannermann alveg eins og
af himni send. En mér þykir þú
taka fullfnikið upp í þig að segja,
að hún geti ekkert lært í skólun-
um. Heldurðu, að ég sé eins góð
og hvaða skóli sem er.
Þú getur æft hana í samleik,
góða mín. Það er helzt þar, sem
hún gæti flaskað.
Jæja, láttu mig sjá um það, en
vertu vænn og hlauptu yfir í
Pantongötu og athugaðu, að allt
sé í lagi þar. Eg kem eitthvað um
eitt-leytið.
Allt í lagi, sagði Julian og
greip hendi fyrir símann. Nú ....
engin kveðja til C'harlie Roe-
buck? Já, ég skal segja honum
það.
Þetta var Mina, sagði hann við
Charlie. Og engin kveðja til þín,
veslingurinn.
Charlie bylti sér og dró áforeið-
una upp fyrir höfuð, um leið og
hann sagði: Þú getur hitað kaff-
ið, úr því að þú varst að asnast
á fætur. Og andartaki síðar, þeg-
ar Julian var kominn inn í stof-
una, kallaði hann: Og hvað sagði
Mina?
Hún sagði, að það væri engin
kveðja til Charlie Roebuck, öskr-
aði Julian, hálfhlæjandi.
Eg á nú við annað en það.
Hún er að koma til borgar-
innar.
Til dvalar?
Já, eitthvað dálítið. Kemur
upp úr hádegi. Biður mig að at-
huga hvort íbúðin hennar sé I
lagi.
Norma Jean leit til jarðar, hæ-
versklega.
„Hvað eruð þér gömul?“
„Nítján í þessum mánuði“.
„Og hvað stór?“
,,Ég nota númer tólf“.
„Hæð?“
„Fimm fet fimm.“
,,Brjóstmál?“
„Þrjátíu og sex“.
„Mitti?“
„Tuttugu og fjórir".
„Mjaðmir?"
„Þrjátíu og fimm“.
Frú Snivelly skrifaði þetta allt
niður. „Jæja, ungfrú Dougherty.
„Frú Dougherty".
„Jæja, frú Dougherty. Þér verð
ið að vita, að nú á dögum er fyr-
irsetan vísindagrein. Hún er ekki
neitt, sem hver stúlka getur vað-
ið inn í, beint' utan af götunni,
og án æfingar og kunnáttu. Þér
verðið að verða yður úti um
hvorttveggja. góða mín“.
Svo heppilega vildi til, að
jafnframt ráðningarstofunni rak
ungfrú Snivelly einnig skóla fyr-
ir fyrirsætur, og nú bauð hún
Normu Jean þriggja mánaða
námsskeið fyrir hundrað dali.
„Þá er víst úti um þetta",
svaraði Norma Jean. „Ég á ekki
þessa peninga til í eigu minni“.
„Það gerir ekkert til, frú
Dougherty. Þér þurfið ekkert að
borga strax, heldur með því sem
þér vinnið yður inn sem fyrir-
sæta. Viljið þér taka að yður
þrælavinnu?"
„Það vil ég gjarna".
„Þér eigið mikið erfiði fyrir
höndum. Brosið yðar er ekki eins
og það á að vera. Þér brosið upp
á við í staðinn fyrir niður á við,
og það gerir nefið ofstórt. Og
svo verðið pér að láta slétta og
bleikja hárið á yður. Þér verðið
alveg ágæt ljóshærð. Beinlínis
dramatísk í útliti".
„En ég gæti ekki hugsað mér
að ganga með óekta Ijóst hár,
ungfrú Snivelly".
Næsta dag fór Norma Jean úr
vinnu sinni og byrjaði á fyrir-
sætuskólanum. Hún lærði þar
fatasýningu, málningu Og snyrt-
ingu og svo fyrirsetu hjá ungfrú
Snivelly sjálfri. Fyrsta verkið,
sem hún fékk að vinna, var á
alúminíusýningu í Los Angeles.
Þar fékk hún 10 dali á dag í níu
daga, og auðvitað gekk hver
eyrir til ungfrú Snivelly. Næsta
verkið gekk illa hjá henni. Hún
var send ásamt nokkrum fleiri
fyrirsætum í úti-myndatöku fyr-
ir verðlista stórverzlunar einnar,
og átti að sýna sportklæðnað. En
að tveim dögum liðnum var hún
endursend. Henni lét aldrei að
sýna fatnað, af því að hún gat
aldrei gert neitt teljandi úr föt-
unum, sem hún átti að sýna, þar
eð öll eftirtektin beindist að
henni sjálfri, en fötin urðu al-
gjörlega út undan. Fyrsta aug-
lýsinga-fyrirsetan hennar var í
sambandi við nýja flugvél, sem
American Airlines var að hleypa
af stokkunum. Myndirnar voru
teknar í verksmiðjunni. Hún var
þar í hálfgagnsæjum náttfötum
og átti að sýna, hve vel færi um
fólk í svefnklefum flugvélarinn-
ar. Ungfrú Snivelly var það
Ijóst, að skjólstæðingur hennar
hefði til að bera meira en meðal-
kynþokka, þegar hún frétti, að
hálfgerð vinnustöðvun hefði orð-
ið í verksmiðjunni, í heila viku,
vegna þess, að hver starfsmaður
þar fann sér eitthvert erindi, til
að fara þangað inn sem mynd-
irnar voru teknar, til að horfa á
frú Dougherty.
Þegar ungfrú Snivelly minnist
þessa tima, segir hún: „Hún var
duglegasta stúlka, sem ég hef
nokkurntíma haft með að gera.
Hún skrópaði aldrei úr tima.
Hún var full sjálfstrausts. Sleppti
atvinnunni sinni, aðeins upp á
vonina um, að ég treysti henni.
Og svo gerði hún eitt, sem hinar
gerðu aldrei. Hún grandskoðaði
hverja einustu mynd, sem af
henni var tekin. Ég á við, að hún
fór með þær heim og skoðaði
þær tímunum saman. Svo gat
hún komið og spurt ljósmyndar-
ann: „Hversvegna kemur þetta
ekki betur út?“. Og ljósmyndar-
inn útlistaði fyrir henni ástæð-
una, Og þá varð henni aldrei það
sama á aftur. Ljósmyndurunum
líkaði vel við hana, vegna þess,
hve samvinnufús hún var, og
kunni að fara eftir leiðfoeining-
um. Hún fékk mikla vinnu við
úti-myndatökur, þar sem verið
var úti allan daginn. og fékk þá
25 dali á dag. Og eins var mikil
eftirspurn eftir henni í baðfata-
myndir.
„Fjöldinn allur af fyrirsætum
er að spyrja mig, hvernig þær
geti orðið eins og Marilyn
Monroe, og þá segi ég við þær,
góða mín, segi ég, ef þú getur
sýnt af þér helminginn af þeim
dugnaði, sem hún sýndi, þá geng-
ur þér líka vel. En það er bara
engin, sem kemst í hálfkvisti við
hana að dugnaði“.
En þegar minnzt var á lita-
skipti á hárinu á henni, var hún
þver. Ungfrú Snivelly var sí og
æ að segja henni, að ef hún ætti
eitthvað að komast áfram, yrði
hún að láta slétta og bleikja hár-
ið. Það væri langmest eftirspurn
eftir þeim ljóshærðu. Þær er
hægt að ljósmynda ljósar, dökkar
og meðalljósar með því að breyta
birtunni. En eins og hárið á
henni væri núna, kæmi það allt-
af út of dökkt.
„Já, en þetta yrði aldrei eðli-
legt“, hélt hún áfram að and-
mæla.
Þá var það, að Raphael Wolff
bauð henni tíu dali fyrir sex
klukkustunda vinnu við auglýs-
ingu um hárþvottaefni. Og smá-
vægileg atvik geta oft valdið
miklum straumhvörfum. Wilff
vildi ekki ráða hana, nema hún
yrði Ijóshærð, og bauðst til að
kosta breytinguna sjálfur. Og
hún gerðist Ijóshærð — með sam-
vizkunnar mótmælum þó. Það er
erfitt fyrir konu að skilja, að
háralitur þeirra geti gert svona
mikinn mismun í augum karl-
manna. En hún lét undan og svo
var henni komið til sérfræðinga
í hárlitun þarna í Hollywood.
Hárið var klippt stutt og sléttað
og síðan var það bleikt, svo að
það var með gullslit — alve ólíkt
því platínuhvíta, sem hún hafði
síðar. Svo var það sett í stelling-
ar. Henni fannst þetta líta af-
skaplega tilgert út, og var óróleg
þegar hún sá það fyrst í spegli,
,Þetta var ekki ég sjálf“. En svo
sá hún áhrifin, sem það hafði.
Og þar sem hún var hagsýn,
hélt hún áfram að vera ljóshærð,
í ýmsum libbrigðum, gull eða
silfurlituðum.
Hún gat aldrei vanizt þessarl
framandlegu mynd, sem starði á
hana í speglinum. En hún vissi
vel, að hún var að verða meira
piltagull en nokkurntíma áður.
Einmitt það, að þetta var al-lt
óekta og tilbúið, gerði það að
verkum, að hún varð sjálf að
gerast ný persóna, svo að allt
hæfði hvað öðru. Lituð ljóshærð
kona er ekki eðlileg, þessvegna
getur hún ekki borið venjulegan
klæðnað eða málningu, eða sjálf
verið venjuleg. Þetta handa-
verk tízkufatakvenna, hár-
greiðslukvenna og fegrunarsér-
fræðinga leiðir það af sér, að sá
sem fyrir því verður missir sína
eiginlegu persónu. Þannig hafa
kvikmyndadísir oft og tíðum enga
í TILEFNI af því að ævi-
saga Marilyn Monroe hér
fyrir ofan hefur vakið
athygli á vandkvæðum
taugaveiklaðra barna,
svarar Sigurjón Björnsson,
sálfræðingur spurningu
þar að lútandi í Velvak-
anda í dag. — SJÁ bls. 6.