Morgunblaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 5
, Sunnudagur 16. sept. 1962
íuortcTJNnr. aðið
5
LJÓÐ dagsins velur að L
þessu sinni Jóhann Haf-
stein. Um val sitt segir
hann:
ÉG HEF valið „Fákar“ eftir Einar Benediktsson vegna þess
að mér hefur svo oft fundizt ég vera kominn á bak sönn-
um gæðingi í góðra vina hópi, þegar ég hef lesið kvæðið
eða heyrt með það farið. Það lyftir, bætir og hressir.
f morgunljómann er lagt af stað.
Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.
Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað,
]>ar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð.
— Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.
— Brúnirnar þyngjast, þeir harðna á hvarm.
Það hrökkva af augunum neista-él.
Biðullinn þyrpist með arm við arm.
Það urgar í jöxlum við bitul og mél.
Þeir stytta sporin. Þeir stappa hófum
og strjúka tauma úr Iófum og glófum. I
Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél I
logar af fjöri undir söðulsins þófum. i
Nú hrífur eðlið hvern hlaupagamm.
Hófblökin dynja fastar á vang.
Sveitin, hún hljóðnar og hallast fram.
Hringmakkar reisa sig upp í fang.
Það hvín gegnum nasir og hreggsnarpar granir.
Nú herðir og treystir á nágrana þanir.
Það þarf ekki að reyna gæðingsins gang,
þeir grípa til stökksins með fjúkandi manir.
Það er stormur og frelsi í faxins hvin,
sem fellir af brjóstinu dægursins ok.
Jörðin, hún hlakkar af hófadyn.
Sem hverfandi sorg, er jóreyksins fok.
Lognmóðan verður að fallandi fljóti;
allt flýr að baki í hrapandi róti.
Hvert si>or er sem flug gegnum foss eða rok,
sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti.
Maður og hestur þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna markaða baug.
Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt
úr farvegi einum, frá sömu taug.
Þeir eru báðir með eilífum sálum,
þó andann þeir lofi á tveimur málum,
— og saman þeir teygja í loftsins laug
lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum.
Hesturinn, skaparans meistaramynd,
er mátturinn steyptur í hold og blóð, —
sá sami, sem bærir vog og vind
og vakir í listanna heilögu glóð.
— Mundin, sem hvílir á meitli og skafti,
mannsandans draumur í orðsins hafti, —
augans leit gegnum litanna sjóð,
— allt er lífsins þrá eftir hreyfing og krafti.
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn,
sem dansar á fákspori yfir grund.
í mannsbarminn streymir sem aðfalls-unn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. _
Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund,
kórónulaus á hann riki og álfur.
— Ef innl er þröngt, tak hnakk þinn og hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist,
ei böl, sem ei þaggast. ei lund, sem ei kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist.
(Einar Benediktsson).
Orð lefsins
Jörðin viknar og kiknar, heimur
bliknar og kiknar, tignarmenni lýðs-
ins á jörðu blikna, jörðin vanhelg-
ast undir fótum þeirra, er á henni
búa, því að þeir hafa brotið lögin,
brjálað boðorðunum og rofið sátt-
málann eilífa. t>ess vegna eyðir bölv-
un jörðinni, og íbúar hennar gjalda,
þess vegna farast íbúar hennar af
hita, svo að fátt mannna er eftir
orðið. Jes. 24. 4-6.
] Flugfélag íslands: Millilandaflug —
Millilandaflugvélin Hrímfaxi fer til
Glasgow og Kaupmannahafnar kl.
08:00 í dag. Væntanleg aftur til Reykja
vífcur kl. 22:40 í kvöld. Flugvélin
fer til Oslo og Kaupmannahafnar kl.
10:30 í fyrramálið. Millilandaflugvél-
in Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið.
Innanlandsf lug: í dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Egilsstaða, Húsavíkur, ígafjjarðar og
Vestmannaeyja. Á morgun: er áætlað
eð fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Eg-
ilsstaða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar
ísafjarðar, Kópaskers, Vesmannaeyja
(2 ferðir) og Þórshafnar.
' ^>nar fiarveiandi
Arinbjörn Kolbeinsson til 24/9
(Bjarni Konráðsson).
Bjarni Bjarnason frá 17/9 um ó-
ákveðinn tíma (Alfreð Gíslason),
Bjarni Jónsson til septemberloka).
(Björn t>. Þórðarson).
Bergsveinn Ólafsson um óákveðinn
tíma (Pétur Traustason augnlæknir,
Þórður Þórðarson heimilislæknir).
Björn Guðbrandsson til 1 okt. (Úlf-
ar Þórðarson).
Gunnlaugur Snædal frá 20/8 í
mánuð.
Hannes Þórarinsson til 3 okt. (Ragn
ar Arinbjarnar).
Karl S. Jónasson óákveðið. (Ólafur
Helgason).
Kristján Þorvarðsson til 25/9. (Ófeig
ur Ofeigsson).
Kristjana Helgadóttir til 15. okt.
Staðg.: Einar Helgason Klapparstíg
25. Viðtalstími 10-11, sími 11228, vitj-
ana beiðnir í sama sima.
Kristín Jónsdóttir til 1 okt. (Ólaf-
ur Jónsson).
Stefán Bogason 27/8 til 27/9. (Jón
Hannesson).
Sveinn Péturson um óákveðinn
tíma. (Úlfar Þórðarson).
Valtýr Albertsson til 25/9.
Pennavinir
íri, 19 ára gamall, sem safnar fri-
merkjum og póstkortum, hefur á-
huga á að eignast íslenzkan penna-
vin. Heimilisfangið er:
Seamus O. Reachtagain
4 Bothar Na Beithe
de Sraid Corcaighe,
Ðaile Atha Cliath
Eire (Ireland).
Tvær enskar stúlkur 13 og 14 ára
óska eftir að komast í bréfasamband
við íslenzka jafnaldra sína.
Heimilisföngin eru:
Jean Arnold
113 Lutterworth Rd.,
Worthampton,
England.
og
Helen Burrows
2, Briton Road,
W orthamp ton,
EngJand.
Norskur drengur óskar eftir að
komast í bréfasamband við 11—13 ára
íslenzkan dreng. Áhugamál hans eru
íþróttir, frímerki og blaðatitlar.
Heimilisfangið er:
Bernhard Sandvik,
Stenberget 16,
Trondheim,
Norge.
Tvær enskar stúlkur óska eftir að
komast 1 bréfasambönd við íslend-
inga. Heimilisföngin eru:
Barbara Edmunds,
La Trinita 19,
Stanmore,
London,
England.
og
Christine Barnes
53B Baskett, Road
London W 10
England.
Nokkrir ítalskir háskólastúdentar,
sem leggja stund á verkfræði, hag-
fræði, tungumál og sálfræði óska
eftir að komast í samband við ís-
lenzkar stúlkur.
Heimilistfang eins þeirra (sem gefur
upplýsingar um hina) er
Edoardo Politano
28 Corso Matteotti
Torino,
Italy.
Enskur piltur, 17 ára gamall vill
skrifast á við íslenzkan jafnaldra
sinn. Áhugamál hans eru: Tónlist,
bækur, stjórnmál, tennis og sund.
Heimilsifangið er:
Christopher Maudsley,
36 Hollingbourne Road,
Norris Green,
Liverpool 11,
England.
Tvítugur Portúgali óskar eftir að
skrifast á við íslenzka stúlku.
Heimiiisfangið er:
José Baltazar Fava Rica,
R. Fialho de Almeida 32-50
Esq.,
Lisaboa 1,
Portugal.
Skrifstofustúlka
Dugleg stúlka, 20—30 ára gömul getur fengið at-
vinnu hjá þekktu fyrirtæki, við venjuleg skrif-
stofustörf. Tilboð, er tilgreini: aldur, menntun og
fyrri störf sendist afgr. Morgunblaðsins auðkennt:
„20—30 — 7834“.
Teiinur yCar
þarfnast daelegrar umhirðu RED WHITE TANN-
KREM fulinægir öllum þörfum yðai á því sviði.
RED WHITK er bragðgott og friskandi og inniheldur
A 4 og sr um fram allt mjög ódyrt.
Heildv. Kr. Ó. Skagfjörð h.f.
S>mi: 2 41 20.
IAUGARDALSVÖLLDR
í DAG K L. 4 LEIKA
KR. - FRAM
til úrslita í Reykjavíkurmótinu.
Framlengt verður, ef með þarf.
Tvítugur Svíi, sem hefur komið
til íslands og hefur áhuga á landinu,
tónlist og íþróttum, vill komast í
bréfasamband við íslenzka stúlku.
Heimilistfangið er:
Anders G. Carlsson
N. Parkgatan 3,
Vánnás,
Sweden.
11 ára gömul dönsk stúlka ósk-
ar eftir að skrifast á við íslenzka
jafnöldru sína. Áhugamál hennar eru:
frímerki, bækur og ballett.
Heimilisfangið er:
Marianne Br^rup
c/o Nielsen,
Fuglegárdsvænget 88
Gentofte,
Danmark.
Ungur tékkneskur jazzunnandi ósk-
ar eftir að komast í bréfasamband við
íslenzka jazzunnendur. Heimilisrfang-
ið er:
Milan Cadek,
3, Konevova 2456,
Praha,
Czechoslovakia.
+ Gengið +
23. ágúst 1962.
Kaup Sala
1 Enskt pund 120,38 120,68
1 Bandankjadollar 42,9P 43,06
1 Kanadadollar .... .... 39,85 39,96
100 Danskar krónur .... 620,21 621,81
100 Norskar krónur .... 600,76 602,30
100 Sænskar krónur .... 833,43 835,58
100 Pesetar 716,0
100 Finnsk mörk ... 13,37 13,40
:oo Franskir xr. > .... 876,40 878,64
100 Belffisk:- fr .... 86,28 86,50
100 Svissnesk. frankar ....994,46 997,01
100 V-þýzk mörk .... 1.074,28 1.077,04
100 Tékkn. c »4ur .... .... 596,40 598,00
Enginn nema heigullinn gortar af
því, að hann hafi aldrei verið hrædd-
ur. — M. Lannes
Hugrekki felst ekki í því að loka
augunum fyrir hættunni, heldur hinu
að horfast í augu við hana og
vinna bug á henni. — Richter
Komdu öllu í lag hið innra, og hið
ytra kemur af sjálfu sér. — Haweis
8TÍLKA
óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. Upplýsingar
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. MbL
fyrir 18. þ.m. merkt: „Skóverzlun — 7863“.
INGÓLFSCAFÉ
| BIIMGÓ í dag kl. 3
MEfiAL VINNINGA:
19 Teborð — Stálborðbúnaður
• Hárþurrka — Standlampi o. fl.
____Borðpantanir í síma 12826.__
INGÓLFSCAFÉ
Gömlu dansarnir í kvöid ki. 9.
Hljómsveit Garðars leikur.
Dansstjóri: Sigurður Runólfsson.
BoSrapantanir í síma 12826.
SILFURTUNCLID
Gömlu dansarnir
í kvöld
Hljómsveit M&gnúsar Randrup.
Stjórnandi: Ólatur Ólafsson.
Húsið opnssð kl 7. — Sími 19611.
Ókeypis aðgangur