Morgunblaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 3
i Sunnudagur 16. sept. 1962 MORGUIV BTAÐ1Ð 3 NÚTÍMA víkingur, sem vinn- ur á vegum Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), átti s.l. vor kapp við fullt tungl 2000 km vegalengd norður með austur- strönd Indlands — og bar sigur úr býtum. íslendingurinn Guðjón Illuga son, fiskveiðaráðunautur hjá FAO, vissi, að veðraskipti og straumbreytingar ýfa Bengal- flóa jafnan nokkrum dögum eftir tunglfyllingu. Þessar breytingar spilla enn hinu óstöðuga aprílveðri, sem er undanfari mansúnvindanna úr suðvestri á sumrin. apríl s.l. kom Guðjón bát sín- Þegar fullt tungl var 21. um í örugga höfn við ósa hinn- Guðjón Illugason athugar nót. FAO-„víkingur“ siglir í opnum bát yfir Bengalflóa ar hlykkjóttu Hooghly-ár fyrir neðan Calcutta. Síðar komu leiðsögumenn þar á staðnum til liðs við Guðjón og sigldu bátnum gegnum 200 mílna langt völundarhús af vatna- skurðum í hinum óbyggilegu fenjum þar um slóðir til Khulna í Austur-Pakistan, en þangað var ferðinni heitið. Guðjón hafði farið hina 2000 kílómetra löngu vega- lengd frá Manar á Ceylon á tíu dögum, skipt fjórum sinn- um um áhöfn, fengið sér fjór- um sinnum vatnsbirgðir, elds- neyti og matvæli. Varð að hreinsa austursæluna í veðurofsanum Frá 14. til 17. apríl hafðl Guðjón aðeins sofið sjö klukkustundir af sjötlu og tveimur. Og 16. apríl, þegar báturinn lenti í hvirfilvindi við False Dive-nes nálægt Madras, hafði hann barizt í fimm klukkustundir við að stefna hinum 37 feta langa opna stálbáti upp í vindinn. Báturinn tók tvisvar sjó, þeg- ar Guðjón varð að þjóta frá stýrishjólinu til að hreinsa austurdælu, sem var mjög mikilvæg öryggi bátsins. Eini hásetinn um borð gat ekkert aðhafzt af eintómri skelfingu. „Þetta var ekki miklu hættu legri ferð en hver önnur“, sagði Guðjón, þegar hann tók sér hvíld milli verkefna í aðal bækistöðvunum í Róm. „Þó var hún nokkuð erfiðari, en það var ærin ástæða til að fara hana*. Sú ærna ástæða var, að Guð jón þurfti að nota bátinn við næsta verkefni sitt í Austur- Pakistan, og það hefði tekið sex mánuði að flytja hann norður með öðrum farartækj- um. Báturinn var FAO No. 1 (Ceylon), einn fjögurra báta, sem FAO hefur útvegað til nota á Ceylon og Indlandi. Guðjón hafði notað þennan 36 hestafla opna bát í tvö ár Aukið eftirlit með lyf jum LISSABON 13. sept. (NTB) Læknar hvaðan æva úr hekninum, sem nú sitja ai- við Ceylon og auk þess í þrjú ár við Indlandsstrendur. Veiddu sex tonna riahákarl Fyrir fimm árum varð til um Guðjón mikil tröllasaga, sem var á hvers manns vör- um á Malabarströnd í ná- grenni Mangalore. Þá var Guð jón að kenna 16 mönnum notk un skjóðunótar við eina af sjö fiskveiðakennslustöðvunum í Indlandi. Stendur FAO fyrir þessum stöðvum og hefur orð- ið ótrúlega mikið ágengt. Skyndilega komu þeir auga á eitthvað, sem virtist vera þétt fiskitorfa á grunnsvæð- inu. Með lítilli ífæru og um 50 faðma reipi veiddu þeir fé- lagar sex tonna, þrátíu og tveggja íeta langan risahá- karl. Eftir fimmtán klukkustunda baráttu, biðu um 100.000 manns á ströndinni eftir að fá að sjá stærsta fisk, sem nokk- urn tíma hefur veiðzt við Ind landsstrendur. Síðustu tvö árin á Ceylon hélt Guðjón áfram leitinni að nýjum og auðugri fiskimiðum. Leit þessa hófu sérfræðingar frá FAO árið 1951. Hlutverk Guðjóns vai að kynna almenn ingi þrjár veiðiaðferðir; botn- vörpuveiðar, veiðar með skjóðunetum og veiðar með nylon-netum á hafsbotni. „Fiskaflinn við Ceylon hef- ur tvöfaldazt síðan árið 1956, þegar annar fiskveiðaráðu- nautur hjá FAO kynnti nylon net á Ceylon", sagði Guðjón. „Á sama tíma hafa litlir mót- orbátar verið smíðaðir svo hundruðum skiptir. Þó nota enn allflestir fiskimanna við Ceylonsstrendur ævafornar veiðiaðferðir. Enn er ærin ástæða til að kynna nýjar og hagkvæmari veiðiaðferðir á Ceylon, því að ekki veiðist þar nóg til að svara eftirspurn, og verður bvt að flytja inn fisk“. Guðjón byrjar að sinna hinu nýja verkefni sínu í Austur- Pakistan í' september. Hann mun vinna með Kenneth H. Bain, sérfræðingi í líffræði sjávardýra hjá FAO, ásamt fjölmörgum aðstoðarmönnum frá Pakistan. Þeir munu hefja þarna rannsóknir, sem enn hafa aldrei verið gerðar. Hafin verður rannsókn á norðausturverðum Bengalflóa. hugsanlegri fiskveiðigetu á Þar verða einkum kannaðar botnvörpuveiðar og nylon- netaveiðar. Ennfremur verða kannaðar rækjuveiðar í ám og álum við hina miklu óshólma Ganges-ár í Austur-Pakistan. „Nú veiða menn rækjur í / síkjum og víkum“, sagði Guð- jón. „Ef til vill má fara að veiða rækjur lengst úti í flóa. Ef svo færi, myndu rækju- veiðar aukast til muna og sam tímis því velmegun fiski- manna þai um slóðir. Við munum reyna að fylgjast með ferðum rækjunnar, til þess að hægt verði að veiða þær þar sem nú næst ekki til þeirra. Auk þess munum við láta mönnum í té handhægari veiðafæri*’. Hilmar Kristjónsson, for- stöðumaður Veiðafæradeildar FAO, sem einnig er fslend- ingur, sagði: „FAO sendir yfir leitt ekki tæknisérfræðinga sína inn í hvirfilbyli á opn- um bátum eða biður þá að veiða rísahákarla næstum með berum höndum. Er Guð- jón þekkti bátinn sinni, þekkti hafið, enda hefur hann farið um þessi hafflæmi í níu ár. Hvað hákarlinn snertir, erum við þakklátir honum. Þó af- gangurinn væri mikill og at- hygli fólksins beindist fyrst og fremst að baráttunni við fisk- inn, varð þetta um leið til að beina athygli manna að hin- um sanna tilgangi vinnu Guð- jóns, en hann er að stuðla að því að auka veiðar indversku fiskimanna nna. þjóðaráðstefnu í Lissabon, hafa farið þess á leit, að eft- irlit með lyfjum verði aukið til þess að koma í veg fyrir að þau hafi skaðsamleg áhrif á þungaðar konur. Margir þátttakenöur ráð- stefnunnar hafa undirritað samþýkkt, sem senda á al- þjóða heilbrigðismálastofn- uninni (WHO). Segir í sam- þykktinni, að reyna eigi öli ný lyf á marsvínum, sem ganga með unga, áður en þau komi á markaðinn. Sr. Jónas Gíslason, Vík: Réttlættur 11. sunnudagur e. trinltatls: „En hann sagði líka dæmisögu þessa við nokkura, sem treystu sjálfum sér, að þeir væru rétt- látir, og fyrirlitu aðra: Tveir menn gengu upp í helgidóminn til að biðjast fyrir, annar var farísei og hin tolluheimtumaður. Faríseinin stóð og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, rang- lætismenn hórkarlar eða J>á eins og þessi tollheimtumaður. Eg fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast. En tollheimtu maðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér synd- ugum líknsamur! Ég segi yður: I>essi maður fór réttlættur heim til sín, en hinn ekki, því að sér- hver, sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en sá, sem nið- urlægir sjálfan sig, mun upphaf- inn verða.4* Lúk. 18, 9-14. f dænnisöigu guðspjallsins í dag dregur Jesús upp raynd af tveimur mönnuim, sem áheyrend ur hans könnuðust vel við. Og í augum fjöldans var næsta mik- iil munur á þessum mönnum, svo mikill, að þeir virtust oft vera fulltrúar tvegigja and- stæðna, sem ekki sýndist hœgt að samrœma. Jesús notar þá einnig til að sýna andstæður, en hjá honum hafa þeir skipt um hlut- verk að mati manna. Hinn mikilsvirti og vandaði mað- ur verður í frásögu Jesú dæmi manns, sem sækir Guðs hús til einskis gagns. Hinn, sem fjöld- inn leit niður á, fór réttlættur heim, vegna þess, að hann hafði veitt viðtöku þeirri náð Guðs, sem hann fann sig þarfnast. Þótt þessir tveir menn væru sama þjóðernis og getigju inn í sama musteri sömu erinda, til að tilbiðja sama Guð, þá varð árangur þeirra svo misjafn. Báð ir litu í eigin barm, prófuðu sjálfa sig frarami fyrir Guði. Annar sá fallega og geðþekka mynd. Honum fannst hann vera til fyrirmyndar. Hann fann mangt í fari sínu til að miklast af. Hann gat þakkað Guði fyrir, hve góður hann var og fullkominn. Hinn sá ólíka mynd. Hann sá ófullkomleika sinn og vanmátt, er hann stóð frarami fyrir Guði. Hann fann sig óverðugan í nær- veru Guðs. Þessi var munurinn. Annar maðurinn sá þörf Guðs á þjón- ustu sinni og starfi. Hinn sá þörf sína á þeirri náð og misk- unn Guðs, sem syndugum mönn- um veitist fyrir trúna. Annar taldi sig þurfa að hjálpa Guði, en hinn fann þörf sína á hjálp Guðs. Þessir tveir menn eiga skoð- anabræður á öllum öldum. Með miklum rétti raá skipta mönnum í tvo flokka: Þá, sem horfa mest á verðleika sína og finna því enga þörf á náð Guðs, og hins vegar þá, sem finna vanmátt sinn til að lifa Guði þóknanlegu lífi og verða því að sækja styrk Spenniriim bilaði aftur Eftir að gert hafði verið við spenni þann, sem bilaði í Áburð- arverksm. fyrr í sumar, og hann verið notaður síðan í einn raán- uð, bilaði hann aftur hinn 28. f.m. Næsta dag var nýr spennir tekinn í notkun, sem verksmiðj- an hefir fengið að láni hjá Raf- veitu Hafnarfjarðar. Framleiðsla verksmiðjunnar heldur því á- fram, þó eitthvað skorti á, að fullum afköstum sé náð. Sérfræðingur fré framleiðanda spennisins, sem einnig annaðist viðgerðina í sumar, er kominn til landsins og rannsakar nú hina síðari bilun. og kraft til Guðs fyrir Jesúm Krist. Líf okkar er raunverulega slík musterisganga, ekki aðeins þegar við göngum í Guðs hús til helgra tíða, heldur í öllum " tilvikum lífsins. Allt líf okkar á að vera þjónusta við Guð. Og þannig er það einnig. Hvort sem okkur líkar betur eða verr eram við allir þjónar Guðs og eigum að leiðarlokum að standa Guði skil þjónustunnar. Það gildir einu, hvort við viðurkenn- um þetta eða ekki. Guðspjallið í dag vekur þvi þessa brennandi spurningu: Hvernig þjónn er ég? Hvorum líkist ég meira, faríseanum eða tollheimtumanninum, ekki í dag legu lífi, heldur í afstöðunni tfl. Guðs? Reyni ég að komast af með eigin verðleika frammi fyr- ir Guði, eða viðurkenni ég van- mótt minn og þigg ég þá náð, sem Guð vill gefa mér? n. Þetta veldur hneykslun margra, ekki síður en kenning Jesú hneykslaði faríseana forð- uan. Ég hef heyrt stoltar yfirlýs- ingar manna um, að þeir hafni þeim Guði, sem krefst viður- kenningar mannsins á eigin van- mætti til guðssamfélagsins. Geti hann ekki létið sér nægja það, sem menn hafi sjálfir honum að bjóða, vilji þeir ekkert hafa með hann að gera. Svo höldnum aug um geta sumir raenn litið kristna trú. Syndin og afleiðing hennar I mannlegu lífi er ekki sök Guðs. Maðurinn sneri baki vlð Guði í yfirlæti. En kærleikur Guðs var svo mikill, að hann gaf son sinn í dauðann til að frelsa okkur. Engin fórn var of stór til að leysa okkur undan valdi syndarinnar, sem aðskildi okk- ur frá Guði. Guð er enginn „sadisti“, sem hefur ánægju af að auðmýkja manninnn til þess að auglýsa mikilleika sinn og raátt. Fjarri því. Guð er kærleiksríkur og þráir að úthella miskunn sinni yfir okkur. Guð vill gefa öllum mönnum hlut í hjálpræði sínu. Hið eina, sem við þurfum að gera, er að veita náð hans viðtöku. Hann hefur gjört fyrir okkur allt það, sem við ekki gátum sjálfir gjört. Augljóst er að sá einn þiggur gjafir Guðs, sem finnur þörf sína á henni, á sama hátt og sá einn leitar læknis, sem finnur, að hann er sjúkur. Sá, sem telur allt gott og fullkomið í lífi sínu, finnur eðli- lega enga þörf á náð Guðs. Þess vegna reynir Jesús í préd ikun sinni að opna augu okkar fyrir þörfinni. „Sá, sem upp hef- ur sjálfan sig, mun niðurlægja ast, en sá, sem niðurlægir sjólf- an sig, mun upp hafinn verða.“ Eina leiðin, sem fær var til að frelsa okkur, var leið kross- ins. Guð varð að fórna sjálfum sér okkur til lífs. Er það þá of mikið, þótt við syndugir menn verðum að fórna ofurlitlu af stolti okkar til að þiggja náð Guðs, þiggja fórn han? Engin önnur leið er gefin til guðssam- félags eftir kenningu Jesú. Það er auðvitað auðmýkjandi fyrir okkur að verða að viður- kenna eigin vanmátt til að leysa vandann, en stolt okkar frelsar engan. Jesús einn er frelsarinn. neinar ’þrautir til að komast tfl Guðs. Guð selur heldur enga að- göngumiða að ríki sínu. Aðgang- urinn er ókeypis handa öllum fyrir trúna á Jesúm Krist. f dag vill Jesús benda okkur á þörf okkar á náð Guðs. Hann vill vekja í hjarta okkar bæn tollheimtumannsins. Þá verð- um við einnig réttlætt fyrir trúna á Jesúm Krist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.