Morgunblaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 1
24 síður
©míimMa
49 árgangur
210. tbl. — Laugardagur 22. september 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsína
Goðafossmenn
ekki ókærðir
í EINKASKEYTI, sem Morg
unblaðinu barst í gærkveldi
Irá New York segir, að sl.
miðvikudag hafi verið lögð
fram kæra gegn mönnum
þeim, sem í vetur stóðu að
smygli bappdrættismiða frá
írlandi, en miðarnir voru
fluttir með Goðafossi til
New York. í skeytinu segir,
að ekki verði lögð fram á-
kæra á hendur íslenzku sjó-
mönnunum þrem, heldur að-
eins þeim þrem mönnum,
sem staðnir voru að verki, er
þeir voru að flytja miðana á
brott. — A hinn bóginn verða
íslendingamar kvaddir til að
vera við réttarhöldin sem
vitni.
SKEYTIÐ HLJÓÐAR ÞANNIG:
Sl. miðvikudag var lögð fram
kæra á hendur þrem mönnum
frá New Jersey, er s.I. vetur
höfðu gerzt sekir um að smygla
til Bandaríkjanna írskum happ-
drættismiðum að verðmæti sex
milljónir dala. Menn þessir eru:
Frank J. Gardner, framkvæmda-
stjóri fyrirtækis sem kallað er
Nacirema Operating Company,
Framh. á bls 2
Argentína á barmi borgarastyrjaidar:
Barizt skammt frá
Buenos Aires
Buenos Aires, 91. sept. — AP
ÁSTANDIÐ í Argentínu
er nú orðið með þeim hætti,
að helzt lítur út fyrir að
landið rambi á barmi borg-
arastyrjaldar.
■fc Forseti landsins, Jose
Maria Guido, fékk taugaáfall
í dag eftir að hann hafði, að
því er virðist, misst öll tök á
málum landsins.
•Á í dag kom til bardaga
milli hins svonefnda „rauða
hers“, sem hliðhollur er
stjórninni og „bláa hersins“,
hers uppreisnarmanna, sem
Juan Carlo Ongania stjórn-
ar. —
TÍr Samkvæmt síðustu
fregnum frá AP hafði
Ongania lýst því yfir
síðdegis í útvarpsávarpi, að
uppreisnarmenn muni hefja
loftárás á svæðið milli Villa
Rosas og Pilar, gefist herlið
stjómarinnar ekki upp. Voru
íbúar þessa svæðis hvattir
til að flytjast þaðan þegar í
stað.
Bardagarnir í dag urðu að-
eins 24 km suðaustur af Buenos
Aires. Um mannfall hafa fregn-
ir ekki borizt. í héraðinu Campo
de Mayo, þar sem uppreisnar-
menn hafa aðalbækistöðvar sín-
ar, unnu fallhlífarhermenn að
því í allan dag að grafa skot-
grafir og koma upp vélbyssu-
vígjum. í höfuðborginni sjálfri
unnu hermenn stjórnarinnar að
því að koma upp götuvígjum til
varnar mögulegri framrás upp-
reisnarmanna að sunnan. Verzl-
unum og skrifstofum í Buenos
Aisír var lokað í dag og fólk
allt sent heim.
Tók yfirstjórn hersins í
sínar hendur —
í gæhkvöldi var haldinn fund-
ur þeirra Jose Octavio Cornejo
Framhald á bls. 23.
Meðfylgjandi mynd var tekin í flugstöð í St. Louis í Missourl,
þar sem verið var að ljúka smíði tveggja manna geimfars, sem
ætlað er til 1—2 vikna ferðar umhverfis jörðu.
Míu komust lífs af
iir flugvél SÞ.
sem skotin var niður í Kongó. Fimm
sœrðust þar af einn lífshœttulega
Elísabethville, 91. sept.
— (AP — NTB) —
í D A G fundust Svíarnir tíu
úr flugvél Sameinuðu þjóð-
anna, sem skotin var niður
yfir Norður-Katanga í gær,
fimmtudag. Einn þeirra var
látinn, er að var komið,
fimm voru særðir, þar af
einn lífshættulega, — en
fjóra hafði ekki sakað. Full-
víst þykir, að vélin hafi ver-
ið skotin niður, en ekki er
enn ljóst hverjir hafi valdið.
• Mose Tshombe fylkisstjóri í
Katanga heldur því fram, að her
menn miðstjórnarinnar í Leo-
Kommúnistaríkin kaupa hér vörur
tii sölu á frjálsum markaði
Hafa þannlg aflab sér dýrmæts
gjaldeyris
A Ð undanförnu hafa við-
skipti íslands við Austur-
Evrópuríkin verið tekin til
ýtarlegrar athugunar hér í
blaðinu. Margt athyglisvert
■— og sitthvað furðulegt —
hefur komið í ljós í því sam-
bandi, eins og alþjóð er kunn
ugt. En ekki virðast þó öll
kurl komin til grafar enn, að
því er viðskipti þessi áhrær-
ir. — Samkvæmt upplýsing-
um, er Mbl. hefur nú fengið,
átti sér stað á tímabilinu
1958—1961 mikill útflutning-
ur héðan til Tékkóslóvakíu á
gærum, húðum og skinnum
— án þess að vörusendingar
þessar kæmust nokkurn tíma
inn fyrir tékknesk landa-
mæri. Jafnframt keyptu svo
Ungverjar nokkurt magn af
frystum fiski, sem þeir síðan
seldu til Austurríkis.
Tékkar keyptu áðurnefndar
vörur skv. vöruskiptasamningi
fyrir tékkn. krónur og vorum við
um leið skuldbundnir til að kaupa
af þeim tékkneskar iðnaðarvör-
ur fyrir jafnháar upphæðir. —
voru vörurnar héðan sendar til
Hamborgar með það fyrir aug-
um, að þær færu áfram þaðan
til Tékkóslóvakíu. Er þarna að
sjálfsögðu um fullkomlega eðl'-
lega leið varanna að ræða.
Það sem hins vegar gerð-
ist, var það, að í stað þess að
vörusendingarnar héldu á-
fram til Tékkóslóvakíu, létu
Tékkar leppfyrirtæki sitt í
Hamborg annast sölu var-
anna vestan járntjalds fyrir
frjálsan gjaldeyri, dollara og
sterlingspund, sem þá skorti
mjög.
Það mun hafa verið Samb.
ísl. samvinnufélaga, sem hóf út-
flutning þennan til Tékkósló-
vakíu — og hefir verið stærsti
útflutningsaðilinn. En aðrir út-
flytjendur umræddra vöruteg-
unda hafa síðan talið sig til-
neydda að gera slíkt hið sama.
— öll umrædd ár hefur útflutn-
ingur þessi samtals numið millj-
ónum króna.
Framhald á bls. 23.
poldville séu valdir að verklnu.
Eru ýmsir þeirrar skoðunar, að
svo kunni að hafa verið. Her-
mennirnir hafi talið flugvélina
vera frá Katangaher, sem þeir
hafa áitt í höggi við á þessum
slóðurn.
Það voru fjórar þyrlur S.Þ.
sem komu á slysstaðinn þegar 1
dögun ag fundu flugmennina
tíu. Flugvélin var skotin niður
á könnunarflugi hjá Khiumba,
sem er um 30 km. norðverstur
af Kabongo. Þegar flakið fannst,
voru þar fyrir nokkrir hermenn
miðstjórnarinnar í Leopoldville,
sem vinveittir eru S.Þ. Höfðu
þeir ekkert aðhafzt á slysstaðn-
um, en í gær hafði Robert Gard-
iner, fulltrúi S.Þ. sem stjórnar
aðgerðum herja S.Þ. í Kongó,
fyrirskipað hermönnum Katanga
Framh. á bls. 23
12.
sprengjan
Stokkhólmi, 21. september
NTB-AP.
FORBÁÐAMENN jarðmælinga-
stofnunarinnar í Uppsölum til-
kynntu í dag. að á tækjum stofn
unarinnar hefði mælzt, að kjarn-
orkusprengja hefði verið sprengd
I gufuhvolfinu yfir Novaja
Semlja, tilraunasvæði Rússa. Var
sprengingin 8—10 megalestir.
Þetta er tólfta kjarnorkuspreng-
ing Rússa á skömmum tima.