Morgunblaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASÍMAR MBÉ. — eftir Iokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 LANDIÐ OKKAR Sjá bls. 13 Heimildarlaus ráð- stöfun efnisnámu Fyrrv. bæjarstjóri Kópavogs ráð- stafaði námunni til formanns Þróttar ÖM nokkurra mánaða skeið hef nr Einar ögmundsson, formaður vörubílstórafélagsins Þróttar, tekið efni úr brunanámu upp undir Vífilfelli. Hann mun hafa gert þetta skv. „Ieyfisbréfi“ frá fyrrverandi bæjarstjóra Kópa- voga, Huldu Jakobsdóttur. Til endurgjalds átti hann að bera ofan í smá vegarspotta hjá Lög- bergi. Þegar nánari athugun var gerð á málinu fyrir skömmu, kom í ljós að allt bendir til þess að umrædd brunanáma sé ótví- rætt utan bæjarlands Kópavogs, og í sameiginlegri afrétt Kópa- vogs og Seltjarnamess og kannski Reykjavíkur. Undanfarið hefur Einar Ögmunds son selt úr þessari námu og haft þar ámokstursvél, sem hann á sjálfur. Tekur hann kr. 1.60 fyrir ámokstur á tunnu eða kr. 160 fyrir að moka á bílinn. Hefur hann selt hverjum sem er, en formaður Þróttar hef ur ekki haft áhuga á skipti- vinnu hjá bílstjórum félagsins um þetta. Hefur að undanförnu verið mikil umferð bíla þarna. Sala stöðvuð. Þegar mál þetta ba,r á góma á fundi bæjarstjómar Kópavogs í gæir, vegna fyrirspumar sem bæjarfulltrúi Sálfstæcjisflokksins, Sigurður Helgason bar fram, þá urðu um þetta talsverðar um- ræður. Og voru lögð fram rök, sem virtust sýna það ótvírætt, að Framihald á bls 2. —----------------------------------<®> Fiskkíló á 17,48 kr. f FYRRADAG seldi mb Hinrik Guðmundsson (áður Valþór NS 10) frá Flateyri fisk í Grimsby, 40 smálestir, fyrir 5819 sterlingspund, eða meðal verð pr. kg. 17,48. Aflinn var blandaður, koli, ýsa, lúða og skata. — Sami bátur seldi einoig í Grimsby hinn 23. ág. sl. 35 lestir fyrir 4809 sterl- ingspund. B/v Ingólfur Arnarson mun }selja í Grimsby eftir helgina um 140 lestir. Hey og hlaða eyðilögðust I fyrir austan í GÆR brann og eyðilögðust af vatni um 150 hestar af heyi er sjálfsíkveikja varð í hlöðu að Refsmýri í Fellum. Klukkan 7.30 í morgun var slökkviliðið hér í Egilsstaðakaup- túni kvatt að Refsmýri í Fellum og var þá eldur laus í hlöðu sem I voru um 300 hestar af heyi. Að Refsmýri er 17—18 km. vega lengd. Þar sem um sjálfsJkveikju var að ræða var mjöig erfitt að kom- ast að eldinum og þurfti að rífa upp heyið alveg niður á botn hlöðunnar áður en komizt var fyrir eldinn. Hlaðan sjálf var úr timibri með járnþaki. Timibur- stokikar voru í botni hlöðunnar, en þeir eru þar settir til þess að fá trekk í gegnurn heyið. Eld- urinn fór um alia stokkana og gerði það slölkikvistarfið mun erfiðara. Alls unnu að slöikkvistarfinu um 20 manns bæði frá Egilsstöð um og úr nágrenni Refsmýrar. Mikil hætta hefði verið af völd um eldsins ef hann hefði náð að breiðast út í heyinu, en þar sem slökkviliðið á Egilsstöðum hefir Ágreiningur vegna upp- sagnar flugstj. ÁGREININGUR hefur risið milli Flugfélags Islands og Félags ísl. atvinnuflug- manna vegna uppsagnar eins af flugstjórum Flugfélags ís- lands, Sverris Jónssonar. — Var Sverri sagt upp starfi hinn 31. ágúst sl. Félag flugmanna hefur óskað þess, að ástæður fyrir uppsögninni verði gerðar op- inberar, en beiðninni hefur verið synjað. Mun Flugfélag fslands telja sig hafa fulla heimild til þess að segja upp starfsfólki, þegar for- ráðamenn telja þess þörf, en fé- lag flugmanna telur hins vegar að slíkt brjóti í bága við samn- inga flugmanna við flugfélögin. Er hér um að ræða mismun- andi túlkun á samningum, þar sem flugmenn munu styðjast við grein, sem kveður á um það, að ekki megi víkja flugmanni frá störfum fyrir brot gegn lögum eða opinberum flugreglum, nema í samráði við stjórn F.I.A. eða að undangeng- ínoi dómsrannsókn, sem leiðir seKt hans í ljós, en Flugfélagið aftur á móti vitnar til greinar um þriggja mánaða uppsagnar- frest af beggja hálfu. Mjög hljótt hefur verið haft um mál þetta, en það er nú komið á það stig, að til úrslita hlýtur að draga von bráðar. — Ráðgerðu flugmenn þvingunar- aðgerðir gegn Flugfélaginu til þess að knýja fram óskir sínar. Voru aðgerðir þeirra fólgnar í því að samkvæmt samþykkt trúnaðarmannaráðs félagsins áttu flugmenn að neita að gera samninga um dvöl á Grænlandi vegna staðsetningar leiguvél- anna tveggja þar. Slíka samn- inga verður að gera í hvert sinn við viðkomandi áhöfn, þegar hún fer utan, en venjulega dvelj ast áhafnir á Grænlandi í mán- uð | senn. Varð þá ljóst, að ef Flugfélag- ið stæði ekki við samninga sína á Grænlandi yrði slíkt talið samningsrof — og félagið mundi því missa samningana. Einhver afurkippur kom því í þessar mótmælaaðgerðir, enda mun Grænlandsflugið mjög hag- kvæmt, bæði fyrir Flugfélagið og flugmennina, en talsmenn flugmanna hafa ekki viljað láta neitt uppi um áform sin — og sömuleiðis Flugfélags hafa forráðamenn íslands varizt allra frétta af deilu þessari. Samkvæmt ákvæðum kjara- samninga flugmanna ber að skjóta ágreiningi um samnings- atriði til gerðardóms. Flugmenn munu enn ekki hafa gert það upp við sig hvort óska beri úr- skurðar gerðardóms um það, hvort Flugfélaginu sé skylt að opinbera ástæðurnar til uppsagn ar flugstjórans. fyrir um ári fengið kraft- mikinn slökkvibíl kom hann að góðum notum, enda reynist hann ágætur. Um 300 m. frá hlöðunni rennur á og var bíllinn settur við hana og hann notaður til að dæla vatni í heyið. Vindur var allhvass á SV og gat því farið illa. Slökkvistarfið stóð frá kl. 7.30 til kl. 2.30 í dag. Talið er að um helmingur heysins sé ónýtt. — Ari. ERFITT var að komast aðj eldinum á Refsmýri, og þurftii að rífa upp heyið alveg niður ] i botn hlöðunnar. ^ Togarar á veiðuih TOGARARNIR Sigurður og Þor steinn Ingólfsson eru nú að búa sig undir að fara út á veiðar i dag, en voru sem kunnugt er I síldarflutningum og hefur farið fram breinsun á þeim sJðan. Einnig fer Neptúnus út í fyrstu veiðiferðina eftir verfcfall. Stdrslys í gær á Keflavíkurvegi KEFLAVÍK, 21. sept. — Um 11 leytið í gærkvöldi varð ungur maður, Hafþór Hálfdánarson sem var á gangi á veginum milli Njarðvíkur og Keflavíkur fyr- ir bifreið. Var hann fluttur á sjúkrahúsið ■ Keflavík og reynd- ist höfuðkúpubrotinn og lífshættu lega slasaður. Var hann ekki kom inn til meðvitundar í gærkvöldi. Hafiþór, sem er 19 ára gamall, frá Hnausum á Snæfellsnesi, hef ur unnið á Keflavíkurflugvelli, en býr skammt frá þeim stað sem slysið varð, í Herðuibreið. Báðir á vinstri • vegarbrún. Hafþór var á leið til Kefla* víkur og gekk á vinstri vegar- brún. Bifreiðin, sem er af Volks- wagengerð var einnig á leið tii Keflavíkur. Lýsing er þarna á veginum, en dimmviðri var og skuggsýnt. — H. S. J. Kosið í Trésmiðafélagi Reykjavíkur um helgina Listí lýðræðissinna er B-listinn f D A G og á morgun fer fram kosning fulltrúa Trésmiðafélags Reykjavíkur á þing ASI. Kjörnir verða 6 fulltrúar og 6 til vara. Kosningin hefst kl. 2 í dag og stendur til kl. 22 í kvöld og 10—12 og 13—22 á sunnudag. — Kosið verður á skrifstofu félagsins, taufásvegi 8. — Þorleifur Th. Sigurðsson, Aðalfulltrúar: Magnús Jóhannesson, Kári ísl. Ingvarsson, Kristinn Magnússon, Magnús Þorvaldsson, Haraldur Sumarliðason. Varafulltrúar. Ólafur Ólafsson, Þorvaldur O. Karlsson, Eggert Ólafsson, Jón Þorsteinssoh, Guðmundur A. Sigfússon, Jónas S. Sigurðsson. Kosningaskrifstofa B-listans er á Bergstaðastræti 61. Símar: 20160, - 20161, - 20162. Stuðningsmenn B-listans mæt- ið á kosningaskrifstofunni og veitið aðstoð í kosningunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.