Morgunblaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ
Lau?arda?iir 22. sept. 1962
Nýlegt 7 lampa
Philips útvarpstæki til sólu
Uppl. í síma 23409.
Bezta afmælisgjöf
barna og unglinga —
FISKABÚR með FISKUM
Margar teg. af fiskum.
Einnig allt tilh. fiskarækt.
Grenimel 28.
Sími 19037 eftir ki. 7.
Barngóð kona
óskast tvo daga í viku,
þriðjud. og fimmtud., til
að gæta tveggja barna frá
kl. 8.30 f. h. til kl. 4
e. h. — Uppl. í síma 11107.
V élritunarstúlka
óskast. M. a. léttar erl.
bréfaskriftir. Vinnutími og
kaup samkomulagsatriði.
Tilb. Og upplýs., merkt:
„Skrifstofa — 7912“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 25/9.
Hafnarfjörður
Ljósmyndastofa Hafnar-
fjarðar er opnuð aftur.
Opið frá kl. 10—12 og
1%—6 e. h. — Laugardag
lokað kl. 12. — Sunnudag
opið frá kl. 3—4.
íris Sigurberg.
Gott herbergi óskast
til leigu fyrir skólapilt í
vetur. Upplýsingar í síma
18108.
Keflavík
Til sölu er 6 manna fólks-
bifreið, smíðaár 1952, í
mjög góðu standi. —
Uppl. í síma 1767.
Vil kaupa
2ja—3ja herb. fbúð í góðu
húsi í Austurbænum. —
(helzt innan Hringbrautar)
Mjög mikil útb. Uppl. i
síma 14383.
Hellulagning
Fróði Br. Pálsson
garðyrkjumaður.
Sími 20875.
Óskum eftir
2—3—4 herbergja íbúð
fyrir 1. október. Fyrir-
framgreiðsla. Uppl. í síma
32894.
íbúð
Vil kaupa 3—4 herbergja
íbúð í Haga — eða Mela-
hverfi. Góð útborgun. Tilb.
sendist Mbl. fyrir mánu-
dagskvöld, merkt: „íbúð
— 3388“.
Grindavík
Húseignin KROSSHÚS i
Grindavík er til sölu eða
leigu. Upplýsingar gefur
Ellen Einarsson, Krosshús-
um. — Sími: (92) 8108.
Stúlka óskast
í kvenfataverzlun. Ekki
yngri en 20 ára. Tilb. send-
ist Mbl., merkt: „Kven-
fataverzlun — 3389“ sem
fyrst.
Til sölu
Erika ritvél og Serinelli
harmonika. — Upr'..
síma 32902.
Citroen bifreið,
árgangur 1946, til sölu og
sýnis að Grettisgötu 20 C
eftir hádegi laugardag og
sunnudag.
I dag er laugardagur 22. september
265. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 01:00.
Síðdegisflæði kl. 13:24.
Slysavarðstofan er opi.i allan sólar-
hrlnginn. — Pæknavörður i-.R. (fyrli
vitjanir) er á sama stað fra kl. 18—8.
Simí 15030.
NEYÐARLÆRNIR — simi: 11510 —■
frá kl. 1—5 e.h. alla virka daga nema
laugardaga.
Kópavogsapótek er opið alla vlrka
daga kl. 9.15—8. laugardaga frá kl
9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100
Sjúkrabifreið HafnarfjarðaT síml:
51336.
Holtsapótek, Garðsapótek og Apó-
tek Keflavíkur eru opln alla virka
daga kl. 9—7, iaugardag frá kl. 9—4
og helgidaga frá kl. 1—4.
Næturvörður vikuna 15.-22. sept-
ember er í Vegturbæjar Apóteki
(Sunnudag í Apóteki Austurbæjar).
Næturiæbnir í Hafnarfirði vikuna
15.-22. september er Jón Jóhannes-
son simi 50365.
FREITIR
Ljósmæður: Aðalfundur Ljósmæðra
félags íslands verður í Hábæ laug-
ardaginn 22. september kl. 13.30. Ljós
mæður fjölmennið.
Munið Ieikfangahappdrætti Thor-
valdsensfélagsins. Hinn 1. október
næstkomandi verður dregið um 100
vinninga. Meðal þeirra eru stórar
ítalskar brúður, þríhjól, skip, flug-
vélar og stórir bílar og m. fl.
Kvenfélag óháða safnaðarins: Árlð-
andi félagsfundur næstkomandi mánu
dagskvöld kl. 8.30. Teikningar að
kirkjustólum fyrirliggjandi.
Aðalfundur félagssamtaka Verndar
verður haldinn í Breiðfirðingabúð
föstudaginn 28. september kl. 20.30
Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmynd.
Stjórnin.
KAFFISALA. Kvenfélags Háteigs-
sóknar, sem ákveðin var á sunnu-
daginn í Sjómannaskólanum, fell-
ur niður.
Messur á morgun
Dómkirkjan. Messa kl. 11 í.h. Séra
Jón Auöuns.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f.h.
Séra Sigurjón Þ. Árnason.
Neskirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra
Jón Thorarensen. (Fólk er beðið að
athuga breyttan messutíma).
Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f.h.
Séra Garðar Svavarsson.
Háteigsprestakall. Messa í hátíðar-
sal Sjómannaskólans kl. 2 e.h. Séra
Jón Þorvarðarson.
Langholtsprestakall. Messa í Lang-
holtskirkju kl. 11 f.h. Séra Ár,líus
Níelsson.
Bústaðasókn. Messa í Réttarholts-
skóla kl. 2 e.h. Séra Gunnar Árna-
son.
Elliheimilið. Guðsþjónusta kJ. 10
árdegis. Heimilispresturinn.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa í
Þjóðkirkjunni 1 Hafnarfirði kl. 2 e.h.
Séra Kristinn Stefánsson.
Reynivallaprestakall. Messa að
Reynivöllum kl. 11 f.h. og að Saurbæ
kl. 2 e.h. Safnaðarfundur eftir messu.
Sóknarprestur.
Grindavík. Messa kl. 2 e.h. Sóknar-
prestur.
Útskálapreslakall. Messa að Hvals-
nesi kl. 2 e.h. Safnaðarfundur eftir
messu. Sóknarprestur.
Keflavíkurkirkja. Messa kl. 5 síð-
degis Við guðsþjónustuna syngur
Hreinn Líndal Haraldsson þrjú ein-
söngslög. Séra Björn Jónsson.
Innri Njarðvíkurkirkja. Messa kl. 2
síðdegis. Séra Björn Jónsson.
dLÖÐ OG TÍMARIT
Barnablaðið Æskan, septemberheft-
ið er nýkomið út. Efni blaðsins er
m.a. Sjö árum síðar. Brottfarardag-
urinn runninn upp. Moskva, sérstæð
borg. Fyrsti róðurinn. Réttir. Davíð
Copperfield. Framhaldssögur. Úr öll-
um áttum o.fl.
Get ég þeygi gert að þvi,
guðs þó feginn vildi,
þó að smeygist þankann í
það, sem eigi skyldi.
(Húsg.íngur).
+ Gengið +
23. ágúst 1962.
Kaup Sala
1 Enskt pund .... 120,38 120,68
1 Bandank j adollar 42.9r 43,06
1 Kanadadollar 39,85 39,96
100 Danskar krónur .... 620,21 621,81
100 Norskar krónur .... 600,76 602,30
100 Sænskar krónur .... 833,43 835,58
100 Pesetar 71,60 716,0
100 Finnsk mörk 13,37 13,40
100 Franskir £r. — 878,64
100 Belgisk.- fr. .. .... 86.28 86,50
100 Svissnesk. frankar.... 992,88 995,43
100 V-þýzk mörk .... 1.074,28 1.077,04
100 Tékk. n.ur .... ... 596,40 508,00
Þ E G A R helztu menníngarvið-
burðir sumarsins, svo sem feg-
urðarsamkeppnir, fótboltasigr-
ar yfir Neggvanum og ráð-
stebbnur pípulagningamanna og
kokka og rótarímanna og ann-
arra samnorrœnna hugsjóna-
manna, eru fyrir bi, þá er kannski ekki úr veigi, aö gefa
gaum að þeim hámenníngarlegu stobbnunum, sem reistar
eru fyrir almannafé í þágu íslenzkrar menníngar og kallast
félagsheimili í sveitum lannsinns. Einginn skyldi þó œtla
Jobba það skyni skroppinn, að hann viti ekki, að laxveiöar
og sjóstángaveiðar eru menníngarlegasta sport, sem tiðkað
hefur verið af mörlandanum; síðan hestavíg löggðust fyrir
róða sœllar minníngar. En hann œtlar bara að láta það bíða
betri tíma að ræða slíkt í menníngardálkum sínum, enclx
hafa tjéðar sjókindur nóg af dálkum fyrir. í
Hinsvegar hitti Jobbi að máli nokkra ágœta fulltrúa
svokállaðrar ýngri kinnslóðar í landinu að lukkulega af-
lokinni verzlunarmannahelgi, en sú er sem kunnugt er
lángvinnsœlust allra Helga.
— Og hvað vóruð þið nú að bedrifa yfir helgina? Ég
spyr nú einsog sagt var á Króknum, seigi ég.
— O, við fórum í Mörkina einsog vanálega, svarar sá
mjósti og leingsti í hópnum og lagar sólgleraugun sín.
— En það var so drepleiðinlegt þar, að við brenndum
burt strax á sunnudaginn, seigir sá feitasti og -svelgist á
jórturtuggunni sinni.
— Þið hafiö náttúrlega hlustað á einkvurjar úrváls
hljómsveit og saungvara t einhvurju félagsheimilinu, eins-
og álltaf er verið aö auglýsa í útvarpinu, spyr ég.
— Já, það var nú meira annsgotans bölvað geimið,
seigir fulltrúi hinns svonefnda veika kinns.
— Jœja, svarar Jobbi (Ég.)
— Já, þaö var állt brjálað. Ég mundi hafa skemmt
mér álveg agálega, ef gœjarnir hefðu ekki œtl mig álla út.
— Nú, það hafa verið veitíngar á boöstólnum, seigi ég.
— Ja, þaö vóru einkvurjar kvennfélags- eða úng-
mennafélagskellíngar að selja öl og gos, segir fulltrúi
kvennfólksins og hefur nú álgjörlega tekið orðið af mann-
fólkinu, sem bara keppist viö að tyggja og svelgjast á og
laga sólbrillurnar sínar. — Nú o so var auvita fullt a bílum,
leigubílum sko, o þar var hœtt a fá alt sem mar vildi, ðú
sgilur. — Þa var bara vesst mar, a þa var eggert hœgt a
tvista, þa var so þraungt, en þa gerði eggert, þí strágarni
hevfðu kussemer eggi geda ða.
Alltílagi, ef kúnnamir eru glaöir, sagði Páll gamli roð-
hœnsn, og og sama seigir Jobbi.
JUMBÖ og SPORI
•*•
Teiknari: J. MORA
w PiBm
rn.i micim
Spori leysti'böndin af Júmbó, en
Arnarvængur hélt áfram að ríða
kringum verndarlíkneskjuna. Rauð-
skinnarnir voru alVeg þrumulostnir.
Enginn þeirra hafði ennþá jafnað sig
eftir hræðsluna og vonbrigðin að
geta ekki kvalið Júmbó.
Eigum við ekki að koma okkur af
stað, sagði Júmbó taugaóstyrkur og
hoppaði upp á hest Spora. Við verð-
um að bíða eftir Amarvæng, sagði
Spori, hann hefur flækt einhverju í
snöruna sína. Já, en Indíánarnir bíða
ekki, sagði Júmbó.
Skjótustu Indíánarnir höfðu nú
hert upp hugann og gripið boga og
örvar, og vinirnir þrír valhoppuðu
burt í örvadrífunni. Arnarvængur
dró verndarlíkneskjuna á eftir sér í
snörunni.
* * *
GEISLI GEIMFARI
X- X- X
Rex Ordway er ófáanlegur til þess
að tala. Heldurðu, að hann mundi
ella játa, að hann lét mér þessar upp-
lýsingar um eitrið í té?
Að sjálfsögðu ekki, hann elskar
þig, og það geri ég reyndar einnig.
Það er heppilegra, að við sjáumst
ekki saman hér. Bíddu eftir mér
fyrir utan.
Astra átti þá svona auðvelt með að
fá þessar upplýsingar hjá Ordway.