Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 3
Sunnu'dagut 23. sepí lð62 tí'ÓRCVnBLAÐIÐ ■Ma ■MaMftAMkMi I SRAELSRIKI114 AR eftir David Ben-Gurion 1 I ENGU þeirra landa, sem öðl- uðust sjálfstæði eftir lok síð- ari heimsstyjaldar — nema ísrael — var „fagnað“ með vopnaðri árás og innrás herja á sjálfstæðisdegi sínum. Hin nýja þjóð á bernskuskeiði bar þrátt fyrir þetta engan kala í brjósti til nágranna sinna, arabísku ríkjanna fimm, og eftir að innrásar herirnir höfðu verið hraktir á brott og átökin leidd til lykta, undir- skrifaði fsrael í samræmi við niðurstöðu öryggisráðsins vopnahléssamninga við Liban on, Jórdaníu, Egyptaland og Sýrland. írak eitt neitaði að skrifa undir. í upphafi allra samninganna kemur fram sá höfuðtilgangur þeirra, að tryggja varanlegan frið í Pale stínu. Prettán ár eru liðin, síðan samningaviðræðunum um vopnahlé lauk, en engu að síður neita arabaþjóðirnar, sem undir samninginn rituðu stöðugt að viðurkenna fyrsta ákvæði hans. Þær draga enga fjöður yfir, að takmank þeirra sé. að ryðja ísrael úr vegi, jafnframt því sem þau halda áfram að lítilsvirða sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem skyldar aðildarríkin til að ráða deilumálum sínum frið- samlega til lykta. Fyrir fáum vrkum lýsti Nasser yfir því, að styrjöld milli Egyptaiands og fsrael væri óumflýjanleg. Utanríkis- ráðherra Sýrlands sagði í þing ræðu hinn 8. janúar: „Pale- stína er höfuðvandamál Sýr- lands. Þangað til Ísraelsríki er úr sögunni, mun Sýrland líta á sig sem fórnarlamb sárr ar lítilsvirðingar." Æðsti mað ur sýrlenaka hersins, Zahar- a-Din, hershöfðingi, sem fyrir mörgum vikum leysti upp sýr lenzka þingið, lét svo um- mselt hinn 13. janúar. að Arab- ar yrðu að „þjarma að og rífa niður ríki fsraels.* Allt fram til þessa dags hef ur fsrael verið umkringt ó- vinum við öll landamæri sín — í suðri, austri og norðri, og orðið að leggja sig fram til hins ýtrasta, til þess að tryggja tilveru sína, frelsi og sjálfstæði og einingu. En þetta átak, sem eitt sér hefur kraf- izt gífurlegrar vinnu og fjár- muna hefur þó ekki megnað að stöðva eitt andaratak upp- byggingu landsins: Móttöku þeirra, sem landflótta hafa verið. útlægra gyðinga, rækt- un hrjóstrugra og ófrjósamra landssvæða, endurlífgun gam allar menningarþjóðar, sem í 2000 ár var slitin frá rótum sínum, sköpun nýs ríkis, sem sameinar í sér hugsjónir hinna gömlu spámanna og landvinn inga nýtízku menningar. Þegar forfeður okkar fyrir 3300 árum komu til þessa lands, eftir að hafa yfirgefið Egyptaland og eftir að hafa gengið um eyðimörkina í 40 ár, virtist mjólk og hunang drjúpa af hverju strái. En þeg- ar ég kom hingað í fyrsta skipti fyrir 56 árum, var hvorki glas mjólkur né smjör klínu að hafa í búðum land- nema gyðinga. Nú framleiða bændur okkar meiri mjólk en þjóðin sjálf þarf til neyzlu og hér skortir hvorki hunang né döðlur né aðra sæta ávexti. Ennþá ríkir þó vatnsskortur Qg vöntun er á mörgum öðr- um náttúrugæðum. Á sjálfstæðisdaginn fyrir 14 árum bjuggu í landinu 650 þúsund gyðingar og nálægt 70 þúsund Arabar og Drúsar. f sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 14. maí 1948, þar serr^tefna hins nýja ríkis var mórkuð, segir m.a. svo: „Ísraelsríki skal standa op- in gyðinga-innflytjendum og útlægum gyðingum, sem þang að leita; það skal helga sig uppbyggingu landsins til hags bóta öllum þegnum þess; það skal reist á grundvelli frelsis, réttlætis og friðar með þeim hætti, sem Spámenn ísraels hafa sagt fyrir um. Það mun tryggja þjóðfélagslegt og stjórnmálalegt jafnrétti allra þegna sinna, burtséð frá trú- arbrögðum, kynþáttum og kyni. Það ábyrgist trúfrelsi og rétt öllum til handa til að fylgja samvizku sinni, mál- frelsi, menntunarfrelsi ag frelsi á sviði menningar. Það mun standa vörð um helga staði allra trúarbragða. Það mun í einu og öllu halda í heiðri þær grundvallarreglur. sem mannréttindaskrá Sam- einuðu þjóðanna byggir á. Sjálfstæðisyfirlýsingin hefur einnig að geyma sérstakan boðsikap til Arabanna í ísrael og nágrannarikjunum: „Þó að nú sé í algleymingi öflug árás, sem við höfum átt við að etja mánuðum sam an, beinum við þeim boðskap til Araba í ísrael, að þeir haldi friðinn ag leggi fram sinn skerf til uppbyggingar ríkisins á grundvel'li fullkom- ins jafnréttis borgaranna og hlutfallslega sanngjörnum full trúafjölda í öllum stofnunum landsins, jafnt tímabundnum sem varanlegum/ „öllum ríkjum umhverfis okkur og þjóðum þeirra rétt- um við hönd friðar og góðs sambýlis og hvetjum til gagn kvæmrar hjálpar og sam- vinnu við hið sjálfstæða rlki gyðinga, sem nú hefur verið komið á fót í þeirra eigin landi. Ísraelsríki er reiðubúið til að inna sinn skerf af hönd- uim til sameiginlegra átaka fyrir framþróun landanna fyrir botni Miðjarðarhafs." Þessi síðastnefndi boðskap- ur • var fluttur fyrir daufum eyrum. Við botn Miðjarðar- hafsins voru það aðeins tvö ríki múhameðstrúar, hvorugt arabiskt, sem gengu til sam- starfs við ísrael, þ.e.a.s. Tyrkland og íran. Hvatning- um þeim, sem beint var til Araba innan endimarka ísra- elsríkis sjálfs, var að vísu vel tekið En nágrannaríkin ara- bísku saméinuð í Arababanda laginu, hófu og héldu síðan uppi viðskiptalegri einangrun gagnvart ísrael og öllum er- lendum fyrirtækjum, sem at- vinnurekendur stunda í ísrael. Eins og fram kemur í sjálf- stæðisyfirlýsingunni, lítur hið nýja ríki á það sem æðsta takmark sitt, að veita mót- töku flóttamönum gyðinga. Jafnvel meðan allt var í báli og brandi um landamœri rik- isins þver og endilöng. stóðu hlið þess galopin, fyrst og fremst fyrir þeim gyðingum, sem lifað höfðu af ofsóknir nazista í Þýzkalandi og fyrir flóttamenn frá arabalöndun- um umhverfis. Á fyrstu 4 ár- unum eftir að ríkið var sett á stofn, frá 15. maí 1948 til 15. maí 1952, veitti það mót- töku samtals 697.554 innflytj- endum: 336.387 frá Evrópu (að mestu leyti fólk, sem verið hafði í þrælkunarbúð- unum) 237.251 frá Asíu (aðal- lega frá Yemen og írak), 81.422 frá Afríku (flestir frá Marokkó, Túnis og Líbýu), 6209 frá Ameríku og 320 frá Ástralíu. Þeir, sem þá eru ó- taldir, um 20.000, komu frá ó- kunnum stöðum. Það tók Bandarí'ki Norður-Ameríku tvo áratugi frá því að sjálf- stæðisyfirlýsing þeirra var gefin út að tvöfalda íbúafjölda David Ben-Gurion sinn; í ísrael gerðist það á fjórum fyrstu árunum. Ég efast um, að nokkurt annað nýtt ríki hafi orðið að horfast í augu við slífca erfið leika sem á vegi Ísraelsríkis urðu fyrstu árin. Pæstir inn- flytjendanna áttu grænan eyri, þeir höfðu fæstir fengið að njóta menntunar og sér- þekfcingu skorti þá. Margir voru haldnir sjúkdómum, eink um þeir sem komiu frá Asíu og Afríku. Hvorki biðu þeirra húsnæði né atvinna og engir skólar voru til fyrir börn þeirra. Um hríð var hinum aðkomnu komið fyrir í þorp- um, sem fyrir löngu höfðu lagzt í eyði, og nokfcrum hverfum bæjanna Jaffa, Ram- la, Lod. Tiberias, Safrad, Bait Se‘an og Askalon, en strax á öðru ári (á árinu 1949 einu saman fluttust 239.424 manns til landsins) reyndist ómögulegt að finna öllum hæli og atvinnu. Sérstök áherzla var lögð á það, að fá sem allra flesta til að setjast að til sveita, enda þótt aðeins örfáir innflytjend- anna ættu til bændafólks að telja eða hefðu haft kynni af slíkum störfum sjálfir. Mikið erfiði hlauzt einnig af því, þegar innflytjendur frá ó- líkum heimishlutum lentu í sama þorpi eða héraði; þeir skildu ekki hvorir aðra. Sum- ir töluðu rúmensku, aðrir ara- bísku, nokkrir pólsku, enn aðrir persnesku. Það var ekki vandalaust að starfrækja sam eiginlegt mötuneyti fyrir allt þetta fólk, sem hvert um sig hafði vanizt sínum sérstöku réttum heima fyrir. U.þ.b. 10 af hundraði voru ófærir til vinnu sakir elli, heilsuleysis eða annarra ástæðna. Margir voru blindir, hjartveikir, fatlaðir eða bundnir í báða skó af öðrum orsökum. Á tveim árum frá 15. m.ai 1950 til 15. maí 1952 fluttust 304.457 manns til landsins, að- allega frá Asíu og Afríku. Á þessu tímabili fluttist þjóðar- brot gyðinga í írak (Babylon) eins og það lagði sig til ísra- els. Voru það elztu samfélög gyðinga í Diaspora. í frak höfðu gyðingar verið búsettir allt frá því að fyrsta musterið var lagt í rúst 2500 árum áður. í hópi þessara innflytjenda, sem alls voru um 120.000 tals- ins, voru talsvert margir vitrir menn og vel gefnir, sem lögðu þýðingarmikinn skerf af mörk um, til þess að halda fólkinu saman. Tvöföldun þjóðarinnar, sem átti sér stað á fyrstu 4 árun- um. leiddi af sér alvarlegan skort á matvælum, fatnaði og öðrum nauðsynjavarningi, og reyndist óhjákvæmilegt að grípa til neyðarráðstafana, sem einnig lentu á herðum hinna reyndari manna í ríki gyðinga. Á þessu skamma, en erfiða tímabili fjölgaði aftur á móti til muna þeim land- svæðum, sem tekin voru undir ræktun, og áveitusvæði tvö- földuðust að víðáttu. Áður en ríkið var stofnsett, höfðu gyðingar á 7 áratugum komið á fót í Palestínu nálægt 300 þorpum. Á næstu 4 árum eftir stofnsetninguna uxu upp 340 ný þorp. Þau voru reist og byggð gyðingum frá Yemen, Marokko, Túnis, Egyptalandi, Líbýu, Tyrklandi, Póllandi, Rúmeníu, Búlgariu og Júgó- slavíu ásamt ungum landnem- um frá Englandi, Ameriku, Suður-Afriku og Vestur- Evrópu. Jafnhliða því, sem landbún aðurinn færði út kvíarnar. var lyft grettistökum við efl- ingu iðnaðar í landinu. Reist- ar voru verksmiðjur til fram- leiðslu á hjólbörðum, vatns- leiðslum, tilbúnum áburði, lyfjavörum, vefnaðarvörum, trjá- og málmivarningi og svo mætti lengi telja. Til þess að flýta fyrir því, að innflytjendurnir löguðust hver að öðrum og einnig með það fyrir augum að örva þá til að læra hebresku svo fljótt sem verða mátti, samþyfcfcti þingið, Knesset, lög árið 1949, sem tryggðu ókeypis skyldu- nám allra drengja og stúlkna á aldrinum 5 til 14 ára. Árið 1949 voru nemendur i skólum landsins þegar orðnir 108.844, þ.á.m. 6780 Arababörn. Árið 1962 var þessi tala komin upp í 420.700, þar af 37.000 ara- biskir nemendur. Manntal 22. maí 1961 leiddi í ljós, að íbúafjöldinn var þá orðinn 2.170.280: 1.932.309 (þ.e. 87,07%) gyðingar og 237.773 (þ.e. 10,93%) Arabar og Drúsar. Á þeim 14 árum, sem ísra- elsríki hefur verið við lýði, hefur landið í raun réttri tek- ið algjörum umskiptum. Allt mýrlendi hefur verið þurrk- að upp, tugmilljónir trjáa hafa verið gróðursett. einkum svæð in umhverfis Jerúsalem, uppi til fjalla og á sléttlendinu með fram ströndinni. Lands- svæði þau, sem vatni er veitt á, hafa fjórfaldast. Nýir ak- vegir hafa verið byggðir milli Tel Aviv og Haifa og frá Bé‘erseba til Eilat. Olíuieiðsla hefur verið lögð frá Eilat að hreinsunarstöðvunum i Haifa. Iðnaðurinn hefur þróazt. Æðri menntastofnanir hafa verið settar á fót og byggðar upp. Hebreski háskólinn í Jerúsal- em, Weizmann-stofnunin og Rehovoth og Tæknistofnunin í Haifa, nefnd Teohnion, mið- stöðvar fyrir vísindarannsókn ir í landinu, hafa allar náð að standast alþjóðlegan mæli- kvarða ag gera nú. Stærð og íbúafjöldi landa er ekki ætíð í réttu hlutfalli við framlög þeirra á vísindasvið- inu. Að minni hyggju standa vísindi með meiri blóma í ísra- el og eiga sér betri þróunar- möguleika en í nokkru landi Vestur-Evrópu, Svíþjóð og England þó e.t.v. undan- skilin. Og þetta er reyndin, þrétt fyrir það, að íbúar lands ins séu fáir umfram 2 millj. og viðátta þess ekki meira en meðalstórra sýslu í t.d. Nor- egi. ísraelsmenn hafa nefni- lega einbeitt öllum kröftum sínum að því að auka miátt þjóðarinnar í andlegum efn- um. Stjórnmálaleiðtogar henn ar bera ekki aðeins ábyrgð á sínum herðum, heldur eru þeir opnir fyrir öllurn nýjung um, öllum möguleikum. ísrael er land, þar sem andleg verð- mæti eru haldin í mifclum heiðri; og þar er fólkið reiðu- • búið til að leggja á sig skatta, sem líkjast hvað helzt eignar- námi, til þess að geta bætt lífs skilyrðin, eflt menntun og vís indi. ísraelsþjóðin hagnýtir til hins ýtrasta hvert einasta tæki færi, sem henni býðst. Hún lætur hvorki fyrirhöfn né fjár muni hindra sig í því að senda beztu dætur sinar og syni trl þess að heyja sér fróðleik í öðrum löndum, og hún hefur lag á að hagnýta hann. þegar til baka er komið. Heilsustofnanir fsraels og sú læknisaðstoð, sem innflytjend- ur njóta, hefur leitt til þess, að dánartala er hin lægsta í heimi, lægri en nokkru riki Evrópu eða Ameríku, þ.e. 5,8 pro mille. Meðal dánar- aldur karla er 69,53 ár og 72,45 hjá feonum, þ.e. hærra en í Bandaríkjunum, Englandi, Frakfclandi, Þýzkalandi og Ítaliu. Holland eitt og Norður löndin koma rétt á undan. Þegar Japan er undanskilið í hinum enda álfunnar, stend- ur ísrael framar öllum lönd- um Asíu á sviði landbúnaðar, og á sviði iðnaðar stendur það ríkju Evrópu fyllilega á sporði. Það er öllum kunnugt, að 60% af því landssvæði, sem fsraelsríki tefcur yfir er eyðimörk. Negev-eyðimörkin. En það var þetta landssvæði, sem var vagiga þjóðarinnar. Þegar faðir ofekar allra, Abra- ham, fékk skipunina um að yfirgefa land sitt og fæðing- arstað og hús föður síns, til þess að takast á hendur ferð- ina til Fyrirheitna landsins, hélt hann til Negev, og það var í Be'erseba, sem hann settist fyrst að. Það gerði hann tvennt, sem í Biblíunni er sett fram, hvort gegn öðru í hrifandi og hástemmdum einfaldleika. í fyrstu Móse- bók má lesa eftirfarandi: „Og hann gróðursetti tamarisk- runn í Be‘erseba og ákallaði þar nafn Drottins, hins eiiífa Guðs“ (1. Móseb. 21,33). Hinn gamli höfundur gyðinga bjó yfir þeirri speki og dirfsku, sem með þurfti til þess að sameina í eitt vers tvö verk, svo ólík, sem þau voru en um leið gífurlega mikilvæg. Son- urinn fsak fylgdi fordæmi föður síns í Be'erseba, en hann gerði dálítið enn þýðingar- meira en að gróðursetja tré: hann gróf brunn. .,Og hann reisti þar altari og ákallaði nafn Drottins og setti þar tjald sitt; og þrælar ísaks grófu þar brunn.“ (1. Móeb. 26,25). Eins og á dögum patríark- anna er hin víðóttumikla Negev-eyðimörk fyrst og fremst gífurleg auðn. En engu að síður hefur hún að geyma Framhald á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.