Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. sept. 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Tvær nýútkomnar garðyrkjubækur Litmyndabækurnar: Tré og runnar og Garðblóm BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hef- ur á þessu hausti gefið út tvær Tnerkar litmyndabækur, sem vert er að vekja abhygli á. Fyrri foókin er Tré og runnar, með 3ö7 litmyndum, tei'knuðum af danska teiknaranum Verner Hancke, en Ingólfur Daviðsson, grasafræðingur, hefur skrifað ís lenzkan texta með myndunum. iHin bókin er einnig verk þeirra Haneke og Ingólfs Davíðssonar, ©g nefnist Garðblóm, í litum, með 508 litmyndum af skrautblóm- um, sem ræktúð eru í skrúðgörð um. Fyrir íslenaka skrúðgarðarækt endur er mikill fengur í báðum iþessum bókum. Ingólfur Davíðs- son ákrifar af sinni alikunnu þökkingu og snilld, lýsingar á Ihverri tegund og hefur gefið þeim jurtum íslenak nöfn, sem ekki höfðu það fyrir. Er Ingólfur kunnur nýyrðasmiður, enda á Ihann heiðurinn af flestum nafn igiftum þeirra plantna, sem bætzt Ihafa við íslenzkt gróðurríki, síð asta aldarfjórðunginn. Ingólfur skýrði frá heimkynn um tegundanna, hugsanlegri vaxt arhæð þeirra, blómalit og rækt- unaraðferðum. Jafnan lætur hann þess getið hvort tegundin sé ein ær eða fjölær, og á hvern hátt sé auðveldast að fjölga henni. í Tré og runnum eru myndir af ílestum nýjustu rósaafbrigð- um, sem nú eru mest eftirsóttar í skrúðgarða (eða rösklega 40 rósaafbrigðum), margar hverjar undur fagrar og tiltölulega auð- veldar í ræktun hér. Um ræktun þeirra segir Ingólfur m.a. (Mynd og texti nr. 187). „ — En nú taka við bastarðarrósir, eða kyhblend ingarnir (hibrid), þ.e. kynbætt- ar rósir, sem aðallega er fjölgað með ágræðslu brums fagurrar, stórblóma rósar á rót villirósar, sem fóstrar ágræðinginn. Rósirn ar gróa saman og upp af hinu á- grædda brumi vaxa sprotar, sem foera stóru, fallegu blómin. En stundum spretta „villisprotar" upp af rótum fóstrunnar. Ber að sníða þá af. — Á vorin eru dauðir og skemmdar greinar klipptar af. Ennfremur er Skorið dálít.ið ofan af heil'brigðum greinum frá árinu áður; um Mt á Remontant-rósum, en allt að % lengd ársgamalla greina á Tehybrid — og Ferneti- an-rósum (sjá nr. 191). Ofan af „Polyanth- eða búket“-rósum, (sjá nr. 210), er skorið enn meir -------“ og þannig heldur Ing- ólfur áfram að leiðbeina um rækt un ágæddra rósa, með einföld- um leiðbeiiningum. í fáeinum vel völdum setningum, sem fylla ekki eina blaðsiðu bókarinar, og eru þó svo mikilvægar fyrir hvem þann, sem gróðursetur og ræktar þessar viðkvæmu rósir, að sá verður að kunna skil á þeim grundvallaratriðum í rækt un þeirra, sem Ingólfi tekst á svo einfaldan en skýran hátt, að benda ræktandanum á. Ég vissi það áður en ég lauk upp þessum tveim bókum, að Ingólfur Davíðsson hefur skrif- að meira en nokkur annar íslend ingur, um garðyrkju og að hann var enginn nýgræðingur í leið sögn um ræktun trjáa, runna og blómjurta, en þó verð ég að játa það, að með þeim fáorðu ræktunarleiðbeining'um, sem Ihann skrifar í þessar tvær bæk- ur, um 805 tegundir plantna, kem ur hann mér oft mjög mikið á óvart. Bg dláist að lagni hans við að segja flest, sem segja barf, í fáeinum setningum, um ræktun hinna fjölmörgu plantna. I»að má hiklaust telja útkomu þessara tveggja litmyndabóka með mestu viðburðum, sem til þessa hafa átt sér stað í útgáíu íslenzkra fræðirita í garðyrkju, og ég efast ekki um, að þær eiga eftir að hafa mikil áihrif á blóma 'þekkingu alls almennings á næstu árum, auk þess sem bær munu verða til þess að vekja áhuga á tilraunum með ræktun fjölda nýrra tegunda, sem ennþá hafa ekki verið reyndar hér í ræktun. Haf: höfundar og útgefandi beztu þakkir fyrir áræðið, að gefa ís- lenzkum ræktunaráhugamönnum kost þessara ágætu bóka. Hafliði Jónsson Úr Austur-Skagafirði BÆ, 12 sept. — Það er að verða haustlegt. Nokkrar frostnætur hafa þegar komið, kartöflugrös eru því mikið fallin og víða er verið að byrja að taka upp. Mér er sagt að uppskera sé misjöfn, enda var víðast seint sett niður í vor. Það fer nokkuð í vöxt að menn seti 1—200 kart- öflur í mold snemma vors (þétt- sái), en planti svo í garðana þegar góð grös eru komin og frosthætta er úti. Með þessu móti fá þeir góðar kartöflur til átu jafnvel tímanlega í júlí. Því miður er þó of víða hér um slóðir að menn setji ekki í garða, þar sem uppskera er alls ekki árviss á þessum slóðum. í vor sem leið voru fyrningar á heyjum ekki teljandi og á nokkrum stöðum heyvöntun, gekk þó fénaður vel undan, því að heyfóður og mat var hægt að fá þar sem vöntun var, en alltof víða verða vanhöld af. Lambablóðsóttar og ormaveiki verður vart, jafnvel hefur garna- veiki stungið sér niður á nokkr- um bæjum, er henni þó haldið í skefjum með bólusetningu í ungfé. Bústofni fjölgar heldur árlega og þó sérstaklega kúnum, því mjólkin virðist bændum tryggari gjaldmiðill, jafnvel þótt kúafaraldur gangi yfir annað slagið og geri mörgum slæmar búsifjar. Heyskapur er nú senn búinn og margir þegar hættir. Verður heyfengur líklegast ekki meiri en í meðallagi, en hey óhrakin. Það var allsstaðar byrjað seint að slá og spretta rír fram eftir sumri. Stórrigningar engar, en oft kuldatíð, svo að hey þorn- uðu seint. Víðast hvar eru hjón með börnum sínum og kaup- staðabörnum ein að heyvinnu, en vélakostur er orðinn það mikill að næstum má segja að heyvinna sé leikur hjá því sem áður var. Vegavinna Á Siglufjarðarleið frá Hofsósi er nú kominn upphleyptur og ágætur vegur til Haganesvíkur. Er það geysileg samgöngubót, enda veitir ekki af, því að alltaf eykst umferð. Ég átti nýlega tal við hinn mæta brúarvörð, Þor- stein Björnsson, sem opnar og lokar svokölluðu mæðiveikis- hliði við austari Héraðsvatna- brú. Ég held að hann opni og loki fyrir hverjum einasta bíl. Frá 28. apríl til ágústloka 1961 fóru 9150 bílar yfir brúna, en á sama tíma 1962 fóru 9954 bílar yfir. Mjög mikið af þessum far- artækjum eru þungir flutninga- bílar, sem reyna mjög mikið á vegina, enda má svo heita að vegheflar hafi ekki við. Nýlega sá ég í Morgunblaðinu að getið var um vegaframkvæmdir í Strákavegi til Siglufjarðar. Læt NOTID: # HARPO # HÖRPU SILKI • HÖRPU JAPANLAKK • HÖRPU BÍLALAKK • HÖRPU FESTIR • Jícupa ég því nægja að segja að ein- hugur Skagfirðinga, a. m. k. hér austan fjarðar, og Siglfirðinga er um, að þar verði gerð stór átök í framkvæmdum á næstu árum. Um afkomu manna efnalega er líklega of snemmt að spá, en sýnilegt er að sjómennirnir á Hofsósi eiga erfitt uppdráttar, þar sem fiskafli hefir verið ó- venju rír, svo að næstum aldrei hefir fengizt sæmilegur róður. Af þessu leiðir, að vinna í landi við frystihúsið og aðgerð aflans er einnig mjög lítil. Silungsveiði Silungsveiði í Höfðavatni og í sjónum hefir aftur verið með allra bezta móti. Höfðavatn var opnað til sjávar í vor, en það hafði verið lokað síðan 1940. — Þessi breyting virðist hafa gefið góða raun og er nú genginn í vatnið alls konar fiskur, svo sem þorskur, upsi, koli, rauðmagi og nýrunninn sjóbirtingur. Stang- arveiði, sem var mjög góð fyrri- part sumars, er nú að verða lítil þar sem silungur tekur illa þeg- ar að hausti líður. Heilsufar Að sögn héraðslæknis hefir heilsufar verið mjög sæmilegt. Um nokkurn tíma hafa lækna- skipti verið nokkuð tíð. Kandi- datar hafa verið hér að leysa af sitt skyldunám í héraði, en við höfum verið mjög heppin með þessa lækna. Nú er á förum héð- an ólafur örn Árnason, sem hefir getið sér almennar vin- sældir, en héraðslæknir er nú settur Valgarð Björnsson. Björn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.