Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 18
MCRCVNBLAÐ1Ð
_ f ' i I f L_ ) 1 t 1J ? ‘
Sunnudagur 23. sept. 1962
Sigmundur
Sveinsson
Kveðja
VEG-NA þess að ég gat ekki fylgt
Sigmundi Sveinssyni síðasta spöl»
inn, langar mig til að senda hon»
um kveðju mína og hlýjar hugs-
anir, þangað sem hann dvelur
núna, og þakka honum fyrir hans
ástúðlega viðmót og vináttu á
umliðnum árum. Hress og glað-
ur, með blessunarorð á vörum,
kom hann inn úr dyrunum, og
á sama hátt fór hann í hvert sinn
er hann kvadidi. Hann hringdi til
mín þegar hann var að búa sig
í sína síðustu för að Sólheimum.
Hafði hann þá legið undanfarna
daga en var eitthvað hressari þá
stundina. Hann hlakkaði til að
fara austur. Hann sagðist vera
reiðubúinn að fara héðan alfar-
inn, hann kviði engu í því efni.
Það var aðeins eitt sem hann
ætti efir að ganga frá. Ég vona
að hann hofi fengið þá ósk sína
uppfyllta að ljúka því.
Það var gott að vera í návist
Sigmundar. Það hafa líklega flest
ir fundið, sem kynntust honum
nokkuð að ráði. Fávitarnir á Sól
heimum í Grímsnesi, heimilinu
sem dóttir hans, frú Sesselja
hefir byggt upp af miklum mynd
arskap og nærfærni við fávitana,
sanna bezt hugarþel þeirra til
Sigmundar. Þegar þeir sáu hann
koma, uppljómuðust andlitin og
þeir þyrptust í kringum hann og
kölluðu hann afa, en þegar hann
kvaddi, voru andlitin tómlátleg
og þá sást enginn brosa.
Sigmundur Sveinsson var
óvenjulegur maður, óeigingjarn
og vildi öllum hjálpa. Hann jós
á báðar hendur af auðlegð hjarta
gæziku sinnar til að reyna að
græða líkamleg og andleg mein
samferðafólks síns á lífsleiðinni.
Hann hafði stöðugt bænasam-
band við almættið og þegar hon
um fannst mikið við liggja, þá
talaði hann við guð eins og mað-
ur við mann. og með öllum þeim
krafti sem 1 honum bjó, varð
honum oft að bæn sinni.
Margir hafa talað og skrifað
fallega um Sigmund, en ekkert
var þar ofsagt. Hann var láns-
maður eins og hann hefur sjálf-
ur sagt, átti góð og vel gefin
börn og yndisiega konu, og fékk
að lifa langa ævi við góða heilsu.
Vinir Sigmundar, sem eru marg
ir, munu lengi minnast hans.
Helga Þ. Smárl.
Hætta lánum til smíða
á línuveiðurum utan
Færeyja
A HAUSTI komanda mun ferða
Skrifstofan SUNNA efna til 28
daga ævintýraferðar um Aust-
urlönd. Hefur ferð þessi verið
lengi og vel undirbúin, til þess
að hún megi bæði verða þátttak-
endum hin eftirminnilegasta og
þó eigi alltof kostnaðarsöm. —
Skoðaðir verða hinir merkustu
sögustaðir í nálægari Austur-
löndum, dvalizt viku í „Landinu
helga“, sex daga í Egyptalandi,
Bagdad sótt heim, og verður það
austasti áfangastaðurinn.
Öll þessi 28 daga ferð með
dvöl í beztu gistihúsum og ann-
arri fyrirgreiðslu verður lítið
dýrari en sem svarar andvirði
flugfarseðlanna einna saman, ef
keyptir væru sínu í hvoru lagi.
Reynslan í Austurlandaferð-
um hefur kennt, að hæfilegur
hraði og fjölbreytni verður að
haldast í hendur, til þess að
ferðin verði þægileg og lærdóms
rík, en með því rnót-i ætti hún
að geta orðið það ævintýri, sem
ógleymanlegt verður hverjum
þeim, er þess nýtur.
Héðan verður flogið til Lon-
don og þaðan til hinnar fornu
Væringjaborgar, Istanbul, við
Sæviðrasund. Þar á að skoða hið
markverðasta, sem enn má
finna frá fornum og sögufræg-
um dögum keisara, kalifa, pre-
láta, soldána, kirkjur, musteri,
leikvanga og hallir, sem bera
vitni hinni margbreytilegu sögu
þessarar gömlu menningarborg-
•r. —
Frá Istanbul verður flogið til
Beirut, og eftir viðdvölina þar
verður farið í bifreiðum upp í
Libanonsfjöll til Balbek og ann-
arra sögufrægra staða á leiðinni
til Damaskus, sem er sögufræg
og sérkennileg borg I útjaðri
Sýrlands-eyðimerkurinnar. Má
gera ráð fyrir, að mörgum þyki
forvitnilegt að sjá „bazari"
hinna austurlenzku borga,
hlusta á köllin frá turnum must-
eranna, renna inn í hina annar-
legu móðu þess lífs, sem sum-
staðar er í dag mjög svipað því
og það var á dögum kalífa „Þús-
und og einnar nætur“.
Frá Damaskus verður ekið
suður til Amman, höfuðborgar
Jórdaníu og haldið til Jerúsalem,
en eins og fyrr segir er gert ráð
fyrir vikudvöl í „Landinu helga".
Þar verða skoðaðir hinir kunnu
kristnu helgistaðir, Betlehem,
Golgata, Getsamane. Farið verð-
ur til Jeriko, út í eyðimörk
Judeu og reynt að skoða það,
sem forvitnilegast þykir í land-
inu að fornu og nýju.
Þátttakendur munu eiga þess
kost að sjá hið markverðasta á
fjórum dögum, en nota tvo til
þess að fara til Bagdad og sjá
þar m. a. hinar gömlu rústir
Babylonar.
Að lokinni Gyðingalandsdvöl-
inni verður flogið til Egypta-
lands og dvalizt heila viku í
landi Faraóanna. Meðan Kaíró
verður gist fer hópurinn til
Pyramidanna miklu og fer
hluta leiðarinnar á fararskjótum
eyðimerkurinnar, úlföldum. —
Stillt verður svo til að unnt sé
í þeirri för að njóta hins sér-
kennilega sólarlags þessa eyði-
merkursögu og undralands.
/ ' ■■■ -I - ' ■■'■ ' ■" -■■■ - - I .... . ;
Guðni Þórðarson, fararstjórí í 28 daga Austurlandaferð Sunnu,
ásamt líbönskum stúdentum við rústirnar af hofi Sólguðsins
í Balbek.
Frá Kaíró verður farið upp
Nílardal til hinna gömlu höfuð-
borga Forn-Egyptalands, Luxor
og Karhak, en þaðan yfir Nílar-
fljót til Dauðadalsins, þar sem
skoðaðar verða konungsgrafirn-
ar miklu.
Frá Egyptalandi verður flogið
Setjið pakkann á borðið
en barnið fer í skóíann
Corn Flakes er bezta hressingin sem
skólabarnið fær er það vaknar á morgn-
anna, og gleymið ekki að fá yður líka.
Það birtir yfir því við bragðið og kemur
yður í sólskinsskap, hvernig sem viðrar.
Fæst í næstu matvörubúð.
til Jerúsalem og farið þaðan yf-
ir „lokuðu landamærin" til
ísraels, en engin Austurlanda-
ferð er fullkomin án þess að
sótt sé heim hið nýja ísraels-
ríki, enda geymir það bæði forn-
helga sögustaði og mikil mann-
virki þeirrar þjóðar, sem nú er
að endurreisa mikið menningar-
líf á gömlum slóðum.
Frá Tel Aviv verður flogið til
Aþenu og þar skoðað hið mark-
verðasta, t. d. Akropolis og farið
til Delfi, hinnar fornfrægu vé-
fréttaborgar.
Frá Aþenu verður haldið til
Rómar, og eftir nokkra dvöl í
„borginni eilífu" verður flogið
til Lundúna og þaðan heim. —
Lýkur þar þessari 28 daga Aust-
urlandaför, sem margra mun
freista, og verður vegna hag-
kvæmra samninga, ótrúlega ó-
dýr.
Fararstjóri verður Guðni
Þórðarson, framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar SUNNU, en
hann hefur ferðazt um öll lönd
hinnar væntanlegu ferðar og á
að baki langa reynslu í farar-
stjórn víða um heim.
Einkaskeyti frá fréttaritara
Mbl. í Þórshöfn, 29. ágúst.
FÆREYSKA „Realkredit-
stofnunin“, sem selur hluta-
bréf sín í dönsku kauphöll-
inni, tilkynnti í dag, að hún
lánaði ekki fé til smíða á
fleiri línuveiðurum erlendis.
Frá 1957 hefur „Realkredit-
stofnunin“, sem danski ríkis-
sjóðurinn ábyrgist, lánað gegn
1. veðrétti helming þess fjár,
sem notað hefur verið til smíða
44 línuveiðara. Þar af hafa 42
verið smíðaðir í Noregi.
„Realkreditstofnunin“ hefur
veitt lán til smíði 6 línuveiðara
á árunum 1963 og 1964. Segir
stofnunin, að þá munu Færey-
ingar eiga 50 nýja línuveiðara
og upp frá því geti þeir sjálfir^
annazt viðhald flotans og aukið
hann eftir þörfum. Færeyskar
skipasmíðastöðvar geta smíðað
3 línuveiðara árlega.
Verð á línuveiðurum hefur
hækkað það mikið að undan-
förnu og talið er að þeir verði
of dýrir til þess að hagnaður
verði af þeim. Til þessa hefur
verið hagnaður af öllum línu-
veiðurum, en hann hefur ekki
verið mikill.
Stjórn „Realkreditstofnunar-
innar" skipa tveir Færeyingar
og einn Dani. Landsstjórnin i
Færeyjum hefur á þessu ári
gert samning við skipasmíða-
stöð í V-Noregi um smíði 15
línuveiðara, en lánastöðvun
„Realkreditstofnunarinnar" nær
ekki til þeirra. — Arge.
Trúlofunarhringor
afgreiddir samdægurg
HALLDÓR
Skolavörðustij 2
Ferö til Austurlanda