Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. sept. 1962 MORCVNBLAÐIÐ 5 Þórður Einorsson skrifar: A erlendum bókamarkaði Vítamín í hálfa öld WILLIAM G<jlding er sá höfund- ur brezkur, sem að undanförnu hefur vakið hvað mesta athygli meðal alvarlegri skáldsagnahöf- unda í Bretlandi. Hann er nú 51 árs að aldri, og enda þótt all- mikið af ljóðum og smásögum hafi birzt eftir hann í ýmsum tímaritum, vakti hann fyrst veru- lega athygli, er bók hans Lord of the Flies (Flugnahöfðinginn) kom út á vegum Faber & Faber árið 1954. Þó virðist eins og ekki hafi verið tekið eftir því merki- lega verki að neinu ráði, eða eins og það átti skilið, fyrr en bókin kom út á vegum hinnar vinsælu Penguin útgáfu árið 1960. Nú hefur bókin verið endurprent- uð hvað eftir annað, bæði í Bret- landi og vestan hafs og virðist vera helzta bókmenntalega um- ræðuefnið meðal háskólanem- enda og menntamanna hins enskumælandi heims beggja megin Atlantshafsins, og keppir í því efni við skáldsöguna Catcher in the Rye eftir banda- ríska höfundmn Frank Salinger. í skáldsögunni Flugnahöfðing- inn kemur fram alveg frábærlega frjótt ímyndunarafl Goldings og óvenjulega sterk persónuleg stíl- einkenni. í þessari stuttu skáld- sögu segir hann frá hópi drengja, sem lifað hafa af nauðlendingu bilaðrar flugvélar á lítilli eyði- eyju. Þar verða þeir að sjá sér farborða eins og bezt þeir geta og reynir þá á hæfileika þeirra til þess að búa saman í nábýli hver við annan og hjálpa hvorir öðr um. En jafnvel þessar ungu og óhörðnuðu mannverur bera innst í brjósti sér neista óvildar gagn- vart náunganum. Þetta er sem sé dæmisaga um það hve fjand- skapur og yfirdrottnun mannsins gagnvart meðbræðrum sínum er ríkur þáttur ; eðli hans, og þótt frásagan sé í sjálfu sér óhugnan leg sökum hins nakta og misk- unarlausa raunsæis höfundarins, þá er hún eigi að síður töfrandi og líður Jesandanum seint úr minni, svo sérstæður er stíll og efnismeðferð Goldings. Næsta bók William Goldings á eftir Flugnahöfðingjanum kom fyrst út ári síðar og nefndist The Inheritors, sem kannski mætti nefna Erfingja. Þetta verk hefur nú einnig verið endurprentað á vegum Penguin útgáfunnar, og svo virðist sem það hafi fyrst ver ið að koma út í Bandaríkjunum nú í sumar á vegum Harcourt, Brace & World útgáfufélagsins. Eiga síðbúnar vinsældir Flugna- höfðingjans þar vestra sjálfsagt sinn þátt í því. í þessari bók sinni gefur Gold itig ímyndunaraflinu enn lausan tauminn og efnið, sem hún fjall ar um, er mjög svipað i eðli sínu og hinar fyrri bókar hans, en tímabil það, sem sagan gerist á, er þeim mun fjarlægara. Fyrri bókin gerist £ vorum tímum, en sú síðari á þeim tímum, er Neanderthalsmaðurinn er um það bil að líða undir lok og önnur vera að taka við öllum ráðum á jörðu hér. Sagan segir frá þvi, er lítill hópur Neanderthalsmanna þrammar hægum og þungum skrefum upp á heiðar á áliðn um vetri, þar sem þeir hyggjast hefja veiðar sínar á nýjan leik. Þeir ná til veiðistöðva sinna, að vísu færri en áður, en þeir gera sér ekki grein fyrir því hvers vegna þeim hefur fækkað svo mjög. Og þeir verða fyrir ýmis- konar áföllum við veiðar sínar, Bezti veiðimaður þeirra kemur ekki aftur úr veiðiför sinni, og þeir halda áfram að týna töl- unni. Loks uppgötva þeir hver óvinur þeirra er. Það er nýr og áður óþekktur kynflokkur, sem homo sapiens nefnist, og er búinn bogum, örvum og smábátum gerð um úr holum trjábolum. í hinni blindu baráttu gagnkvæms ótta og örvæntingar, sem háð er í dimmum fenjaskógum megin- lands Evrópu, drepur hinn nýi maður síðustu konuna af kyn- þætti Neanderthalsmanna. En þrátt fyrir þetta flýr flokkur homo saipens undan myrkri skóg anna, því harm gerir sér ekki grein fyrir því, að hann er þegar búinn að vinna bug á þeim, sem hann hefur talið vera sinn eigin- lega óvin. Með þessu vill Gold- ing sýna að maðurinn sé raun- verulega að flýja undan sjálfum sér eða óvini, sem sé ímyndun ein og hvergi til í veruleikanum. Milovan Djilas Hin blinda sókn mannsins í átt- ina til ljóssins sé, þegar bezt lætur, háð tiiviljunum einum og kringumstæðum líðandi stundar, og hið sama eigi við um örlög hans. William Golding er frábær sögumaður, og þegar við það bætist listrænn stíll íronistans og raunsæismannsins verður sag an öll svo hvöss og áhrifamikil í öllum sínum hrikaleik, að slíks eru áreiðanlega fá dæmi í bók- menntum siðari ára. Júgóslavneski kommúnistaleið- toginn, Milovan Djilas, gegndi ábyrgðarmiklu hlutverki í stjórn einræðisherrans, Titos, og þá ekki síður í sambandi við frelsun Júgóslavíu undan oki nazista í heimsstyrjöidinni síðari, en í þeirri baráttu fórust þau faðir hans, 2 bræður og 2 systur. Hann er bóndasonur frá Montenegro og fæddist árið 1911. Þótti hann mjög duglegur námsmaður, er hann stundaði nám við háskól- ann í Belgrad. Hann var hand- tekinn í fyrsta skipti árið 1937, er hann gekkst fyrir mótmæla- göngu gegn konungseinveldinu, og hlaut þá 3 ára fangelsisdóm. Árið 1953 var hann orðinn for- seti júgóslavneska þingsins og hafði tvívegis ávarpað allsherjar þing Samemuðu þjóðanna. Ári síðar hafði Tito varpað honum sem fanga inn í sama fangaklef- ann og hann hírðist í 16 árum áður. Bók hans Nýju stéttinni, sem var ein harðasta fordæming, sem fram nafði komið, á stjórnar- kerfi kommúnismans, var smygl- að til útgefanda hennar á vestur- löndum, og útkoma hennar varð auðvitað til pess að þyngja refs- ingu hans. Hann fékk að dúsa í fangelsi samtals 4 ár í það skipt- ið, og þó hóf hann að rita sjálfs- ævisögu sína. En það var síður en svo að hann léti sér segjast. Er honum var sleppt úr fangelsinu byrjaði hann að rita nýja bók, sem nefn- ist í enskri þýðingu Conversa- tions with Stalin, eða Samtöl við Stalin. Sú bók hefur nú verið gefin út á vesturlöndum og að vonum vakið feiknamikla athygli, og fyrir þetta tiltæki sitt hefur Djilas hlotið einn dóminn enn, að þessu sinni fangelsisvist upp á 8 ár og 3 mánuði. Margt heíur að sjálfsögðu ver- ið ritað um þessa bók í blöðum og tímaritum á vesturlöndum, og hinu gagnmerka tímariti, At- lantic Monlhly, segir Edward Weeks m. a. um þetta nýja verk Djilas: „Samtöl við Stalin er áhrifa- ríkasta og öflugasta árásin á hinn rússneska einræðisherra, sem ég hef séð á prenti fram til þessa, ekki síst sökum þess hve hún er rituð af miklum kunnugleik. Það hlýtur að konia mörgum lesand- anum kynlega fyrir sjónir að júgó slavneskur höfundur skuli hafa lent í fangelsi fyrir þetta rit, einkum eftir að Krústjoff hóf að hrinda Stalin niður af stalli sínum. Það væri synd að segja að fjandinn fái ekki að njóta sannmælis hjá Djilas. Hann hrós- ar Stalin fyrir stjórn hans á Rauða hernum, og einnig fyrir það hvernig hann hagaði skipun- um í æðstu embætti innan hers- ins eftir hreinsanirnar mildu, og setti unga og færa menn, sem voru honum trúir, í embætti þeirra, sem fengið höfðu að f júka. í bókinni er þetta haft eftir Stalin: „Hver sá sem hertekur eitthvert landssvæði hlýtur að koma þar á fót sínu eigin þjóð- félagskerfi.....Ef Slavar standa saman og rjúfa hvergi samtök sín, þá mua enginn geta lyft fingri framvegis". Og hann sýnir það ljóslega að Stalin hafi séð það betur fyrii en nokkur annar hve skjótt Þjóðverjar myndu rétta aftur við iðnað sinn og efna hag. Það sem einkum kemur Djilas í vandræði eru þessi um mæli hans: „Þeim mun betur sem ég kynntist hinum sovézka veru- leika, þeim n;un fleiri og stærri urðu efasemdir mínar“. Honum stendur stuggur af drykkjuskap rússneskra ráðamanna: „Ég veit svei mér ekki hver fjandinn það er, sem kemur þessum rússnesku leiðtogum tii að drekka svona óskaplega — hrein og bein úr kynjun?“. Það virðist lítill vafi á því að þessi bók eigi fullt eins mikið erindi til isienzkra lesenda og hin fyrri bók Djilas, sem á sín um tíma var gefin út í íslenzkri þýðingu. Eftir LYNN POOLE, Johns Hopkins Univer- sity. „Inniheldur D-vítamin.“ „í sex sneiðum af þessu brauði eru 41 prósent af láig- marks B-vítamínþörf manns- ins yfir daginn." Augiýsingar eins og þessar eru svo algengar í daglegu lífi manna víðast hvar í heim inum, að þeir hugsa sjaldnast nánar út í það. Þó var það eitthvert stærsta vísindaafrek tuttugustu aldarinnar, þegar fjörefnin fimdust. Fjörefni er lifrænt efni, sem verður að þvi er virðist óhjá- kvæmilega að vera í fæðu manna. Fjörefni hafa að visu alltaf verið fyrir hendi í fæðu manna, en það var efcki fyrr en þau voru einangruð og skilgreind, að hæigt var rrveð góðu móti að vita ná- kvæmlega, hvaða tegundir af fæðu innihéldu hvaða bæti- efni og hve mikið. UPPGÖTVUN FJÖREFN- ANNA. Fyrir um það bil fimmtíu árum stjórnaði ungur, rúm- lega þrítugur prófessor við Wisconsin-háskóla, Elmer V. McCollum að nafni, tilraun- um með fyrstu rotturnar, sem notaðar voru í heiminum til næringarefnarannsókna. Því hafði áður verið haldið fram, að öll fita innihéldi sömu nær ingarefni. Nú komst hann aft ur á móti að þeirri niðurstöðu, að rottur þær, sem fengu fitu, sem í var smjörfita og eggja- rauða voru staeltar og hraust ar, en þær sem fengu fitu án þessara efna, döfnuðu ekki. Efni þvi, sem er í smjörfitu og eggjarauðu, var síðar gefið nafnið A-vítamín. Frekari rannsóknir leiddu í ljós, að óþefckt efni í hrís- grjónahýði og hveitiklíði, sem vama beriberi — sjúfcdómn- um, má greina frá A-vítamíni — og var þeim gefið nafnið B-vítamín. Árið 1917 tók dr. McCollum við kennslustörfum i nýstofn aðri deild við Johns Hopkins háskóla, heilbrigðis- og heilsu verndardeild skólans. Þar hélt hann áfram ranr.sóknum sín- um og fann m.a. D-vítamín og fleiri fjörefni. Þótt dr. McCollum væri önnum kafinn við rannsóknir, kennslu og rit- og skipulags- störf, gaf hann sér tima til að leggja upp í herferð til að upplýsa almenning í landinu um það, hve þýðingarmikið rétt mataræði er. Hann not- aði hvert tækifæri, sem gafst til að tala og rita um hið „nýja mataræði.“ Um hina miklu vítamín- tízku segir dr. McCollum, að margir vítamínsölumenn ofck- ar daga séu „loeinir affcom- endur manna, sem fyrr á ár- um seldu kynjalyf og ómeng- uð Indíánalyf.“ Sú er þó reyndin, að undan- farin fimimtíu ár hefur matar- neyzla verið svip>uð hvað hi-ta- einingar snertir, en vítamín- neyzlan aukizt að mun. Nú er svo komið, að í hinum þró- aðri löndum eru sjúkdómar, er orsakast af vítamínsskorti, svo að segja óþekktir. MIKILL ÁVINNINGUR. Og þegar hinn aldni nær- ingarefnafræðingur, dr. Mc- Col'Ium, lítur yfír farinn veg síðustu hálfa öld, segir hann: „Langtum meira hefur áunn- izt heldur en vísindamenn nítjándu aldar nokkurn tíma dreymdi um. Um aldamótin voru augu ökkar algjörlega lokuð fyrir sambandinu milli næringarefna og heilsu manna. Aukin heil'brigði og betra mannlif yfirleitt er árangurinn af hinni nýju þekkingu, og umskiptin urðu svo mikil ög svo skjót, að þess eru ekki dæmi um annað það, er gert hefur ver- ið til að koma í veg fyrir sjúk dóma eða laefcna þá.“ En dr. McCollum er enn ekfci ánægður með mataræði manna. Hann telur, að enn skorti mikið á, að fólk neyti næigilega mifcils af mjólk, grænmeti og lifur — og einfc- um finnst honum of mikið um sælgætisát og neyzlu kol- vetna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.