Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. sept. 1962
Smávegis um sambúð
kirkju og kommúnisma
r* ># ■
eftir ölaf Olafsson krlstniboða
HVERNIG kristinni kirkju hef-
ur farnazt í löndum með komm-
únískt stjórnarfar, er óefað við-
kvæmt mál. Að minnsta kosti
hefur reynzt erfiðleikum bundið
að fá heildaryfirlit um það.
Brezkur maður, John Law-
rence að nafni, hefur reynt að
bæta úr því, enda haft til þess
skilyrði öðrum fremur. Hann
var í nokkur ár fréttafulltrúi
í brezka sendiráðinu í Moskvu.
Hann hefur farið austur þang-
að mörgum sinnum. Nýlega gaf
• hann út Sögu Rússlands, og hef-
ur fengið lof fyrir. Hann er einn
ig kunnugur vel þeim þjóðum,
er fylgja Ráðstjórnarríkjunum
að málum.
í þessu greinarkorni er stuðst
við greinar eftir hann, en þær
eru óhlutdrægar og byggjast á
persónulegri þekkingu og
reynslu.
Fullur þriðjungur mannkyns-
ins hefur um árabil búið við
kommúnískt stjórnarfar, sem sé
i Kína, í Rússlandi og fylgiríkj-
um þess. Að sjálfsögðu eru að-
stæður breytilegar og viðhorf
ólík í jafn óhemjulega stórum
ríkjum. Þannig hafa kommún-
istar farið með völd í Rússlandi
í fjörutíu ár, en í flestum hin-
um landanna miklu skemur.
Eins og alkunna er hefur af-
staða stjórnarvalda Rússlands til
trúarbragða yfirleitt, og þó eink
um til kristinnar kirkju, þrá-
faldlega breytzt.
Svo mjög hefur kveðið að á-
hrifum kirkjunnar í þjóðiífi
Rússa og Pólverja, á liðnum
tímum, að hann hafa engar rík-
isstjórnir getað sniðgengið með
öllu, eða látið afskiptalausa og
farið sínu fram eins og hún
væri ekki til.
Allt öðru máli gegnir um
Kína. Þar eru kristnir menn svo
veigalítill minnihluti, að hugs-
anlegt var að kirkjan yrði lát-
in í friði, ríkisstjórnin sýndi
henni svipað afskiptaleysi og
öðrum minniháttar samfélögum.
Reyndin varð allt önnur. Svo
margt sögulegt gerðist í sam-
bandi við það, að frá því verð-
ur að segja sér i lagi.
Rétttrúnaðarkirkjan (orþó-
doksa) í Rússlandi hefur notið
þess hve þjóðleg hún er, yfir-
völdunum mjög að skapi.
Mótmælendakirkjan í Austur-
Þýzkalandi er látin gjalda þess
hve þjóðleg hún er. Á hana er
litið sem fulltrúa þýzkrar þjóð-
rækni og óttast að afleiðing þess
geti orðið sú, að hún hallist á-
kveðið að sameiningu Þýzka-
lands. En það hefði óhjákvæmi-
lega valdamissi kommúnista í
för með sér. Sem stendur þyk-
ir ekki hyggilegt að grípa til
opinberra ofsókna gegn kirkj-
unni. Hins vegar stafar henr.i
hin mesta hætta af myrgvísleg-
um mótaðgerðum kommúnista
henni til tjóns. í bæ einum með
um 30 þús. íbúum fækkaði
kirkjulegum barnaskírnum á níu
árum úr þrem hundruðum niður
í sextíu, en giftingum úr 350
niður í tuttugu. Fermingum
fækkaði hlutfallslega meira á
sama tíma. Svo mjög hafa borg-
aralegar athafnir kommúnista
unnið á.
Rómversk-kaþólska kirkjan er
þó miklu óvinsælli í löndum
kommúnista en evangeliska
kirkjan eða mótmælendur. Því
veldur ófrávíkjanleg og opinská
andspyrna páfastólsins gegn
kommúnisma og ennfremur, að
kirkjan er rígskorðuð alþjóðleg
stofnun.
Mótmælendakirkjan er, bæði
í Kína og Austur-Evrópu, undir
sterkum grun um að vera vin-
veitt Bandaríkjunum.
Hin forna þjóðkirkja Arm-
ena hefur haft hag af að hún
er í nánum tengslum við arm-
enska þjóðræknishreyfingu ut-
an Rússlands. Af öllum minni-
hlutaþjóðflokkum Ráðstjórnar-
ríkjanna, hafa Armenar notið
mestra vinsælda. Kirkja þeirra
hefur haft vissa þýðingu fyrir
utanríkismálin, vegna áhrifa
sinna meðal þess mikla fjölda
Armena, sem eru í nágranna-
löndunum. Hins vegar er sá
möguleiki ekki útilokaður, að
armensk þjóðræknishreyfing
gangi ríkisvaldinu úr greipuin
og snúist gegn því. Hjá Armen-
um eru kirkjumál og þjóðmál
svo samofin. Er þetta rétt eitt
dæmi þess, hve samskipti kirkju
og kommúnisma geta verið
flókin.
Yfirgnæfandi meirihluti krist-
inna manna í Rússlandi eru í
rétttrúnaðarkirkjunni. Henni
næst stærst er aðalkirkjufélag
mótmælenda, baptistar.
Lítið er vitað um afdrif Volgu
Þjóðverja. Þeir hafa dreifzt um
Síberíu og víðar. En þeir voru
lúterskir. Einnig voru Eistland
og Lettland að mestu leyti lút-
ersk. Fyrstu árin undir ráð-
stjórn átti kirkja þeirra landa við
afar þröngan kost að búa, líkt
og aðrar stofnanir, sem ástæða
þótti til að ætla að kynnu að
verða aflgjafi andkommúnískr-
ar þjóðræknishreyfingar. Marg-
ir prestar flýðu undan rúss-
neska birninum áður en hann
hremmdi lönd þeirra. Þeir sem
eftir urðu voru yfirleitt fang-
elsaðir eða fluttir úr landi. Að-
eins tíundi hluti prestastéttar-
innar héldu embættum sínum.
Biskupar Eistlands höfðu postul-
lega erfðavígslu, en samhengið
rofnaði er þeir voru allir hrakt-
ir frá embættum sínum og fang-
elsaðir. Kjör eistnesku og lett-
nesku kirknanna hafa verið
bærilegri síðan Stalin féll frá,
þó varla svo að orð sé á ger-
andi.
Rómversk-kaþólskir menn í
Ráðstjórnarríkjunum eru yfir-
leitt af pólskum uppruna, og eru
Iangflestir búsettir í landbúnað-
arhéruðum, sem áður lutu pólsk
um yfirvöldum.
f Moskvu er ein rómversk-
kaþólsk kirkja í notkun. Kaþólsk
ir menn sækja guðsþjónustur
rétttrúnaðarmanna, þar sem þeir
eiga ekki annarra kosta völ.
I Næst stærsta kirkjufélag
Rússlands, baptistar, telur hálfa
fjórðu millj. meðlima og áhang-
enda sem eru ekki allir skírðir
sem fullorðnir). Forseti þess,
Zhidkow, nýtur álits sem einn
af ágætismönnum kristninnar.
Rússneskir baptistar kváðu yfir-
leitt vera heittrúarmenn í þess
orðs beztu merkingu. Þeir eru
viðurkenndir sem góðir þjóðfé-
lagsþegnar.
Smærri trúflokkar eru afar
margir í Rússlandi og hafast
sumir hverjir við sem-illa liðin
neðanjarðarstarfsemi, og hafa
sætt ofsóknum yfirvaldanna allt
frá keisaratímum. Þeir bera á
sinn hátt vitni „ólæknandi trú-
hneigð“ rússnesku þjóðarinnar.
Rétttrúnaðarkirkjan hefur allt
af stórveldi verið í þjóðfélag-
inu. Með valdatöku bolsévika
hófst tuttugu ára ofsóknartíma-
bil, sem er útaf fyrir sig mikill
kapituli í píslarvættissögu krist
innar kirkju í heiminum. Kirkju
hús eru alltof fá, enda troðfull
um helgar. Gizkað er á að um
þrjátíu millj. manna sæki
kirkju, sjálfsagt ekki hverja
helgi. Flest börn eru skírð, ef
til vill af rótgrónum vana hjá
mörgum, fremur en beinlínis af
trúarlegum ástæðum. Kristin-
dómsfræðsla barna og unglinga
til 18 ára aldurs, er bönnuð ut-
an heimilanna, eða til þess er
gert er ráð fyrir að þau séu
ónæm orðin fyrir trúarlegum
áhrifum. En er unga fólkið hef-
ur. staðfest ráð sitt og stofnað
eigið heimili, fer það ósjaldan
að fordæmi hinna eldri í trúar-
efnum.
Fjandskapur kommúnista í
garð rétttrúnaðarkirkjunnar, or-
sakaðist upphaflega nokkuð af
því, að hún var talin vera með-
mælt endurreisn keisarastjórnar
í landinu. Það er fyrir löngu úr
sögunni. í síðari heimsstyrjöld
sýndi kirkjan í verki hollustu
sína við ríkisstjórnina.
Aftur á móti trúa kommún-
istar þeirri kreddu enn, að trú-
arbrögð séu „ópíum fyrir fólk-
ið.“ Er þá átt við að þau séu hin
mesta hindrun fyrir þjóðfélags-
lega þróun og vísindalegar fram
farir. Þau dragi úr viljafestu og
trufli með draumórum hugsjón-
ir þeirra, sem vilja berjast fyr-
ir betra heimi.
Um 1939 þótti séð að hinar
tíðu kristindómsofsóknir hefðu
misst marks. Var kirkjunni veitt
aukið frelsi innan vissra tak-
marka. Biblían hefur verið gef-
in út í litlu upplagi, en ekki
leyft að hafa hana til sölu í
bókabúðum. Nokkur klaustur
voru opnuð og guðfræðikennsla
leyfð, án þess að í sambandi við
Bréfberar í Reykjavík munu I
, næstu daga fá ný einkennis- |
klæði í stað hinna gráu, sem ’
þeir hafa íklæðst til þessa. 'i
Nýju einkennisfötin eru grá- j
fblá á lit og úr mun betra
i efni en hin gömlu. Myndin
sýnir einn bréfberanna í nýja |
, einkennisbúningnum.
(Ljósm. Mbl. ól. K. M.) j
hana fari fram kennsla í komm-
únískum fræðum.
Á árunum 1943 til 1958 virð-
ist stefna ríkisstjórnarinnar
hafa verið sú, að leyfa guðsþjón-
ustuhald og menntun presta, en
aðra kirkjulega starfsemi enga.
Þó var þess vænzt að kirkjan
sem slík styddi friðarhreyfingu
kommúnista. Búizt var við, að
ef kirkjulífið yrði hamið inn-
an kirkjuveggja og klausturs-
múra, þá myndi það verða sjálf-
dautt.
En er su von brást þjörmuðu
stjórnarvöldin að kirkjunni með
nýjum aðgerðum, þó alls ekki
sambærilegum við ofsóknirnar
fyrir þrjátíu árum. Mörgum
klaustrum og kirkjum hefur
verið lokað, prestar og biskup-
ar verið dregnir fyrir rétt og
bornir lognum sökum.
Kunnugir telja að kirkjulegri
starfsemi og trúarlífi almenn-
ings stafi hætta af síaukinni iðn-
væðingu þjóðfélagsins.
Sökum menntunarskorts presta
stéttarinnar, bæði rétttrúnaðar-
og baptistakirkj unar, er hún illa
undir það búin að leysa kirkju-
leg vandamál líðandi stundar.
Kennsla í guðfræði hafði verið
afnumin með öllu um tuttugu
ára skeið. Mikill skortur er á
hæfum kennslukröftum við hina
nýju prestaskóla, sem þó bæta
úr brýnni þörf. Meðal hinnar
ungu kynslóðar prestastéttar-
innar eru menn, sem fylgjastvel
með tímanum, að svo miklu
leyti sem kringumstæður leyfa.
Kirkjunnar menn er fengið
höfðu menntun sína fyrir bylt-
inguna (1918), hafa nú látið af
störfum. Þeir menn sem tóku
vigslu til prestsþjónustu á of-
sóknatímabilinu, verðskulduðu
hina mestu aðdáun. En mennt-
un þeirra var að eðlilegum á-
stæðum mjög ábótavant. Kirkj-
unni bætast nú æ fleiri ungir
menn frá prestaskólum, er tóku
til starfa að stríðslokum. Líkur
benda til að rétttrúnaðarkirkja
Rússlands muni að fáum árum
liðnum ,hafa fleiri unga menn
í ábyrgðarstöðum en kirkja
nokkurs annars lands.
Ólafur Ólafsson.
. . . allir þekkja
Medica kremin
Heildsölubir gðir:
O. JOHNSON & KAABER HF.
HOYAIMG
ALUMINIIM
Sölustjóri A/S Nordisb Aluminiumindustri, Oslo, herra
K. Ildstad mun dvelja hér á landi alla þessa viku.
Sölustjórinn verður til viðtals þennan tíma á skrifstofu
okkar og veita allar upplýsingar varðandi framleiðslu-
vörur verksmiðjusamsteypunnar. Einnig mun hann
heimsækja þau fyrirtæki sem óska kynnu sérstakra upp
lýsinga eða leiðbeininga.
Einkaumboð á íslandi fyrir
A/S NORDISK ALUMINIUMINDUSTltl, OSLO
Friðrik Jorgensen
Ægisgötu 7 — Símar: 11020 og 11021.