Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. sept. 1962 MORGVWBL4ÐIÐ 11 •Mh'3 ingarframkvaemidirnar hjá ykkur í sumar, fyrir utan þetta myndarlega hús? __ Það er t.d. verið að byggja sildar- og fiskimjöls- verksmiðju. en gamla verk- smiðjan brann í fyrra. Hrað- frystihús Ólafsvíkur og Kirkjusandur h.f. eiga verk- smiðjuna sem á að afkasta 1500 málum á sólarhring. Ver- ið er að setja niður vélar og grafa fyrir síldarþró og er aetlunin að hafa verksmiðj- una tilbúna fyrir vetrarsíld- veiðarnar. Þá er Kaupfélagið Dags- brún að ljúka við byggingu 600 ferm. sláturhúss, þar sem dagslátrun á að verða 450 kindur. Menn eru nú farn- ir að hlakka til að rétta, því á fjalli eru um 2000 fjár frá hreppsbúum. Nýja sláturhús- ið var byggt með dálítið nýst- árlegum hætti. Veggirnir voru steyptir og pússaðir liggjandi og gluggar og hurðir sett í ' áður en þeir voru reistir. Er okkur sagt að þetta sé fyrsta tilraun til að byggja á þenn- an hátt án þess að hafa ein- angrun undir. Það hefur að- eins tekið 2% mánuð að byggja sláturhúsið og spar- ast mikill kostnaður með þessu. A.f íbúðarhúsum eru 4—5 í byggingu sem stendur. Eitt aðalhagsmunamálið hér er aukin vatnsveita fyrir þorpið og höfnina, en vand- ræði hafa verið með vatn. Verður að sækja vatnið 4 km. leið upp á fjallið hér fyrir ofan og er unnið að því núna. Þetta er fram- kvæmd upp á 2 millj. króna. — Og hvað með hafnar- framkvæmdir? — Grettir var hér í 13 daga í sumar við dýpkun á höfn- inni og var það til mikilla bóta. En við búum við lé- leg hafnarskilyrði miðað við þann góða skipaflota sem við eigum. Það er mjög aðkall- andi að bæta höfnina. Að undanförnu hafa verið í athugun möguleikar á að gera fullkomna hafskipahöfn og vonandi fær maður að vita með haustinu hverjar likur eru til þess. Meðan við röbbum við Guðbrand, hafa hjálparmenn hans staðið hálf verklausir, svo við tefjum hann ekki leng ur frá að bera skápa með hreppsskjölunum inn í hina nýju og rúmgóðu skrifstofu. Flutningsleiðin styttist um 60-70 km Til að komast frá Ólafsvík til Hellisands er um tvennt að velja, að aka 70-80 km. leið fyrir Jökul eða bíða eftir fjöru og fá farartæki með drifi á öllum hjólum til að aka sér um 10 km. leið eft- ir fjörunni undir Ólafsvíkur- enni. En þegar komið er Helli sandsmegin má nú sjá hvar uppýttur vegur teygir sig upp í Múlann. Framkvæmdir byrjuðu fyrir mánuði og vega spotti lagður yfir sæmilega greiðfæran kafla, en það sem eftir er verður erfiðara, því sprengja verður veginn inn í Múlann og talað er um að byggja þurfi yfir verstu kafl ana vegna grjóthruns. Gerð áætlun mun þó verða endur- skoðuð í vetur, en eftir að Byrjað er á nýja veginum fyrir ólafsvíkurenni, Hellissands- megin. Sést hvar hann liggur upp að Enninu. Síðan verður að sprengja hann utan í það. Halidór Finnsson, oddviti í Grafarnesi, eiginkona hans Pálína Gísladóttir, og 3 af börnunum, Guðrún Halla og Halldór. hafizt verður handa næsta sumar, verður ófært eftir fjörunni milli „Neshrepps utan Ennis“ og Ólafsvíkur- hrepps .,inan Ennis.“ — Það verður geysilegur munur að fá þennan veg vegna flutninga héðan, sagði Bögnvaldur Ólafsson, for- I Grafarnesi í Grundarfirðl er að rísa myndarleg kirkja. — % hlutar hennar eru í byggingu og á sá hluti að rúma 200 manns í sæti. stjóri Hraðfrystihúss Helli- sands. — Stundum hefur orð- ið að aka sjávarafurðum all- an hringinn. kringum Jökul til Ólafsvíkur. Höfnin á Rifi, sem er okkar höfn, er svo ný- lega komin, en þar geta smærri skip lagst upp að. Vatnajökull er þó einasta ís- lenzka frystiskipið, sem leggst þar að bryggju. Annars standa vonir til að haldið verði áfram með hafnargerð- ina þar. Það þarf að ramma niður stálþil og dæla sandi úr höfninni í uppfyllingu. Það er nú eiginlega mál mál- anna hér. — Hvað er langt á milli Sands og Rifs? — Það eru 3 km. Áður en gerð var höfn þar, sem er góð svo langt sem hún nær, þá var ekki hægt að gera út héðan nema trillur, sem voru hafðar í Krossavík. Nú er hægt að hafa þessa 5 100- 150 lesta báta okkar í höfn- inni á Rifi. En héðan er stytzt á miðin frá Breiðarfjarðar- höfnum. Á netaveiðatímanum er t.d. aðeins 10-15 mín. stím á Sandabrúnina, sem eru góð mið. En það er eins og línu- fiskurinn sé alltaf að færa sig utar, og er orðið 2-5 tíma stím hjá línubátunum. í Rifi er lítil síldarverk- smiðja og er nú verið að koma þar upp síldarþró og síldargeymum. Er ætlunin að vinna þar síld á vetrarvertíð- inni, en undanfarin tvö ár, þegar fengist hefur grimmd- arveiði, hafa bátarnir orðið að fara með aflann suðurfyrir — Byggðin þar er alveg ný, er það ekki? — Þessi 4 hús með 8 íbúð- um sem þar eru hafa verið byggð á sl. 3 árum. Reyndar hefur Hellissandur allur byggzt upp á mjög skömtn- um tíma. Hraðfrystihúsið var byggt 1942. Síðan hefur það verið stækkað og endurbætt Og Fiskimjölsverksmiðjan kom ekki fyrr en 1952. Undan farin ár hefur Jökull þar að auki haft saltfisk- og skreið- arverkun hér. — Hvað ert þú búinn að vera hér lengi? — í 12 ár, ætlaði að vera eitt, segir Rögnvaldur. Og það eru búin að vera ströng ár. — Á þeim tíma hefurðu séð miklar breytingar á staðn um? — Já, þegar ég kom hér var þetta dæmigert þorp upp á gamla móðinn. Menn höfðu garðholu og kú og réru. Nú er allur búskapur í þorpinu að hverfa. síðasta kýrin var drepin í vetur og kindum fækkar með hverju ári. Það kemur af aukinni atvinnu, fólk þarf ekki á þessari bú- bót að halda lengur. Og at- vinnan er næg. Þrír bátar héð- an eru á síld, hinir tveir eru á heimamiðum og aflinn er unninn í frystihúsinu. Auk þess hafa menn unnið í bygg ingarvinnu og einnig að fram kvæmdum á loranstöðinni í Gufuskálum, en þar hafa ver- ið reist hús fyrir 12 fjölskyld- ur á undanförnum árum. Hér í þorpinu eru nú í sml8 um 4 íbúðarhús og stórt »g myndarlegt félagsheimili. Standa vonir til að hægt verði að taka það að einhverju leyti í notkun um áramótin. — Hvað eru margir íbúar hér? — í hreppnum eru um 500 manns, og 12 fjölskyldur búa við loranstöðina, sem tilheyr- ir hreppnum. Og yfir vertíð- artímann er að auki mikill fjöldi aðkomufólks hér á Hellisandi. Er við kveðjum á Hellisandi eftir heimsókn í kauptúnin þrjú, sem standa á um 40 km. strandlengju á norðan- verðu Snæfellsnesinu, hugs- um við með okkur að það sé vissulega ekki orðum aukið að það sé uppgangsstaður. — E. Pá. Mjólkurbú fyrir allt Snæfellsnes er í byggingu í Grundarfirði Þýzk samkoma á Hellu HELLU, 18. ágúst. — Sendiherra Sambandslýðveldisins Þýzkaland H. R. Hirschfeld, bauð fólki af þýzkum ættum, sem búset.t er á starfsvæði ræðismanns dr. Karls Kortssonar, héraðsdýralæknis, á- samt fjölskyldum þess, til ’ vik- myndasýningar og kaffidrykkju í Hótel Hellu sl. laugardag. V: þarna samankomið 70—80 Vestur-Berlínar úr rústum styrj aldarinnar. í þakkarávarpi sínu sagði dr. Karl Kortsson, að hann vonaði bóndasonur frá Holstein, hefur mikinn áhuga á kornrækt. Dvaldi hann hér til sunnudags og skoðaði þá kornakrana á manns. að samkoma sem þessi yrði hald Rangárvöllum. Var hann þar við Sendiherrann flutti ávarp og in oftar og helzt árlega héðan í slátt á byggi. Einnig sá hann þar sagði m.a. að hann hefði lengi frá. fyrstu tilraun, -m hér er gerð haft hug á að efna til svona sam Samkomugestir voru mjög með ræktun á 1 anadisku h\eiti. kvæmis, til kynningar og vin- ánægðir með að £á þetta tæki- Hafði sendiherrann orð á þeim áttutengsla milli Pjóðverja og færx til að koma saman og auka miklu möguleikum, sen. væru hér Isleixdinga. Þá var sýnd kvik- kynni sín á milli. á söndunum til stóraukinnar korn mynd í litum um uppbyggingu Þýzki sendiherrann, sem er ræktar. J.Þ. Flutningar ekki stöðvaðir Aþena, 19. sept. NTB. FÉLAG grískra kaupskipa- eigenda lýsti því yfir í dag, að það gæti ekki tekið fyrir flutn inga með grískum kaupskip- um til Kúbu Er kennt um f jár- hags erfiðleikum kaupskipa- eigenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.