Morgunblaðið - 26.09.1962, Síða 5

Morgunblaðið - 26.09.1962, Síða 5
Miðvikudagur 26. sept. 1962 MORCVWBL AÐIÐ MARGIR lesendur blaðsins kannast við Regínu á Gjögri af þeim fréttum frá Strönd- um, sem hún hefur sent okk- ur hér á Mbl. í áratug. Nú eru þessar fréttir hættar að koma frá Regínu a.m.k. í bili, því að hún er ekki lengur á Ströndum. Hún og fjölskylda hennar tóku sig upp í sumar og fluttu austur á Eskifjörð, þar sem Regína segir að þau ætli að vera árið og ef til vill lengur. bessi mynd var tekin af x Regínu, þegar hún var að koma út úr flugvélinni, sem flutti hana af Ströndum til Reykjavíkur. Erlingur Einars- son flugmaður er að hjálpa henni út, en sonur hennar kemur á eftir. Héðan fór Reg- ína svo fljúgandi til Eskifjarð ar, þangað sem maður hennar, uppkominn sonur og tvær dætur voru komin á undan henni. H.f. Jöklar: Drangjökull er í Ríga fer þaðan til Helsinki, Bremen og Hamborgar. Langjökull er í NY. Vatna jökull fer frá Rotterdam í dag til Lond ©n og Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er vænt- anleg til Leith í kvöld. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herjólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. I>yrill fór frá Rvík I gærkvöld. Skjald breið er á Vestfjörðum á norðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norð- urleið. Skipadeild SÍS: Hvasafell fór 19. þ.m. frá Archangelsk áleiðis til Lim- erick I írlandi. Er væntanlegt þangað 27. þ.m. Arnarfell fer væntanlega í dag frá Sölvesborg til Gdynia, Töns- berg og Rvíkur. Jökulfell er væntan legt í dag til Rvíkur. Disarfell er í Avenmouth, fer þaðan til London. Litlafell er 1 Vestmannaeyjum. Helga fell er á Akureyri. Hamrafell kemur um 4. október til íslands frá Batumi. Hafskip h.f.: Laxá losar sement I Skotlandi. Rangá kom til Eskifjarð- ar 25. þ.m. H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar- foss fór frá Rvík 22 þm. til Dublin og NY. Dettifoss fer frá NY 28 þm. til Bvíkur. Fjallfoss fór frá Kotka 22 þm. til Leith og Rvíkur. Goðafoss kom til Charleston 23 þm. fer þaðan vænt- anlega 27 þm. til Reykjavíkur. Gull- fose fer frá Leith 25 þm. tii Kaup- xnannahafnar. Lagarfoss kom til Rvík ur 25 þm. frá Kotka. Reykjafoss er á Eskifirði fer þaðan í dag til Raufar- hafnar, Húsavíkur, Ólafsfjarðar, Dal- víkur, Siglufjarðar og þaðan til Kaup jnannahafnar og Hamborgar. Selfoss fór frá Reykjavík 22 þm. til Rotter- dam og Hamborgar. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 15 þm. frá Hull. Tungu foss kom til Sauðárkróks 25 þm. fer þaðan til Grímseyjar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Seyðisfjarðar. Loftleiðir h.f.: Eiríkur rauði er vænt enlegur frá NY kl. 05.00. Fer til Oslo og Helsingfors kl. 06.30. Kemur til baka frá Helsingfors og Oslo kl. 24.00. Fer til NY kl. 01.30. Þirfinnur karls- efni er væntanlegur frá NY kl. 06.00. Fer Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Stafangurs kl. 07.30. Snorri Sturlu- eon er væntanlegur frá Stafangri, Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 23.00. Fer til NY kl. 00.30. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan- leg aftur til Rvíkur kl. 22:40 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Innanlandsflug í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) Vest- mannaeyja (2 ferðir), Heílu, ísafjarð- ar, Hornafjarðar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Vestmannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar, Kópaskers, Þórs- hafnar og Egisstaða. Söfnin Tæknibókasafn IMSl. Opíð alla virka daga frá 13—19 nema laugar- daga. Asgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Minjasafn Reykjavikurbæjar, Skúla túni 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 e h. nema mánudaga. Listasafn íslands er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðvikurdögum frá kl. 1.30 til 3.30 e.h. í svanalíki lyftist moldin hæst. Hann ljómar fegurst og hann syngur skærast. Þá angurljóð hans oss í hjartað skera, vér erum sjálfir vorum himnl næst. Þá oss í draumi banagrun þau bera, oss birtist lífsins takmark fjærst og æðst. Því er sem duftið dauða þrái að hrærast við djarfa, sorgarblíða rómsins kvak. Því er sem loftið bíði þess að bærast við bjarta, himinfleyga vængsins tak. (Einar Benediktsson: Úr Svanur). ★ MENN 06 = amlefn/= Ernst Valdemar Dreyer-Eim- boke, skipamiðlari í Hamiborg efndi fyrir skömmu til mót- töku í tilefni af því, að hann hefur verið útnefndur aðal- ræðismaður íslands í Ham- borg. Meðal fjölmargra gesta voru nokkrir þeirra fslend- inga, sem búsettir eru í bong- inni. Hinn nýi aðalræðismaður, sem í fyrstu bar nafnið Drey- er, gerðist meðeigandi skipa- miðlarafyrirtækisins Theodor & F. Eimbcke árið 1921. Það fyrirtæki er m.a. umboðsaðili Eimskipafélags íslands. Árið 1928 breytti Ernst Valdemar ættarnafni sínu í Dreyer- Eimbcke. Aðalræðismanninn skortir þrjú ár í sjötugt og er hann rnjög ern að sjá. Við aðalræðismannsskiptin í Hamborg verður sú breyt- ing, að aðalræðismannsskrif- stofan í Tesdorphstrasse verð ur lögð niður. Almenn skrif- stofustarfsemi í sambandi við embættið verður eftirleiðis innt af hendi af starfsfólki of- angreinds skipamiðlarafyrir- tækis, en það er til húsa í Raboisen 5. Hamburig 1. og ber mönnum að snúa sér þanigað með fyrirgreiðslubeiðnir sín- ar. 5 Óska eftir að kaupa háu verði skuldabréf í Happdrættisláni ríkissjóðs A og B flokki. Sendið nafn og símanúmer ásamt númeri bréfanna til afgr. Mbl., merkt: „Hátt verð — 3413“. Mæðgur, sem báðar vinna úti, vant- ar 2 herb. og eldhús. Má vera í kjallara. Fyrirfram- greiðsla kemur til greina. Tilb. sendist Mbl. fyrir 1. okt., merkt: „Mæðguir — 3417“. Herbergi Reglusöm miðaldra koina óskar eftir herb., helzt nærri háskólanum. — Til greina kemur einhver barnagæzla. Uppl. 1 síma 10454. Atvinna Stúlka eða pil'tur óskast til starfa í skrifstofu og léttr- ar vöruafgreiðslu með öðr- um. — Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Heildverzlun Aðalból, Vestuxgötu 3. Innflutnings-fyrirtæld óskar eftir duglegum og ábyggilegurp manni, sem getur unnið sjálfstætt. Til- greinið fyrri störf. Umsókn merkt: „Þagmælska - 3420“ sendist Mbl. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum gtærðum. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteigi 29. Sími 33301. Til sölu hjámiðjupressa (exsenter) höggþungi ca. 35 tonn. — Uppl. í síma 19360 kl. 12-13 daglega Og sími 10242 á kvöídin. Borðsiofuhúsgögn Til sölu vegna flutninga vönduð, dönsk borðstofu- húsgögn úr póleruðu birki. Til sýnis frá kl. 5—8 í dag og á morgun á Sólvallag. 17 (Sími 10291). Óska eftir íbúð til leigu 2ja, 3ja eða 4ra herb. Er- um finnsk hjón. Algjörri reglusemi heitið. Vinsam- legast hringið í síma 24839 eða 36562. Enska Kenni ensku. Áherzla á talæfingar sé þess óskað. Uppl. í síma 24568 kl. 4—6 e. h. Elísabet Brand. Saumavélaviðgerðir Gerum við allar tegundir saumavéla. Fljót og góð afgr. Baldur Jónssor, sf. Barónsstíg 3. — Sími 18994. íbúð — íbúð Óska að taka á leigu 2—3 herb. íbúð til 2 ára. Fyrir- framgreiðsla. Tilboð send- ist afgr. Mbl., merkt: — „Reglusemi — 3416“. Veizlustöðin, Þverholti 4 Sími 10391. Veizluréttir Kalt borð Smurt brauð Snittur V erzlunarhúsnæði til leigu strax í mjög góðu hverfi. Sanngjörn leiga. Tilboð merkt „Góður staS ur — 3415“ sendist Mbl. fyrir 29. þ. m. Verzlunarhúsnæði óskast í Voga- eða Heima hverfi. Má vera í bílskúr. Tilboð sendist Mlbl. fyrir nk. laugardag, merkt: „3018“. Stúlkur Stúlkur óskast í frágang. Uppl. í dag á Laugaveg 26 kl. 1—6. Lady hf. íbúð til leigu í Kópavogi, 4ra herbergja. Laus 1. október. Uppl. í síma 36873 milli kl. 3—7 e. h. 2ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu nú þegar fyrir fámenna og reglu- sama fjölskyldu. Uppl. í síma 15667. Ráðskona Kona með barn óskar eftir ráðskonustöðu. Tilboð send ist Mbl., merkt: „Ráðskona 313 — 3421“, sem fyrst. Laganema vantar vinnu til áramóta. Hefur bílpróf. Tilboð sendist Möirgun- blaðinu sem fyrst',. merkt: „3425“. Til leigu óskast gott einbýlishús eða 5—6 herb. vönduð íbúð. Tilboð merkt: „Reglusemi N 3424“ sendist afgr. Mibl. Húsmæður Stífa og strekki gardínur allt árið. Fljót afgreiðsla Otrateig 6. Sími 36346. — Vinsamlegast geymið aug- lýsinguna. íbúð Verkfræðingur, kvæntur, með 2 börn, óskar eftir að taka á leigu góða íbúð. — Uppl. í síma 10329. Nýr Royal, Station, til sölu, af sér- stökum ástæðum. Til sýnis í bílaverkstæði Bílaleigunn ar FALUR, Brautarholti 22. íbúð vantar mig 1. okt. Þrennt í heimili (fyrirframgr.) Uppl. í síma 20304. Stúlkur óskast í sælgætisgerð. Upplýsing ar í sírna 20145 eftir kl. 1% í dag. Vil kaupa f nýlegan 3ja fermetra ketil með brennara. Uppl. í síma 37036. Kona með stálpaðan dreng óskar eftir 2ja herb. íbúð. Uppl. í síma 33141 og 34940. 3ja herb. íbúð í kjallara við Rauðarárstíg, nýstandsett, til sölu. Laus strax. Uppl. í síma 15986. íbúð óskast 2—4 herb. íbúð óskast. Má vera í nágrenni bæjarins. Uppl. í síma 12018.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.