Morgunblaðið - 26.09.1962, Side 22

Morgunblaðið - 26.09.1962, Side 22
22 M0RGVNBLAÐ1Ð Miðviku'dagur 26. sept. 1962 Ingo rukkaður um 43 millj. kr. INGIMAE Johannsson, hinn heimskunni sænski hnefaleika- meistari brá sér til Bandaríkj- anna að horfa á leik þeirra List- ons og Pattersons. Ingimar hef- ur ekki hætt sér til Banðaríkj- anna Iengi af ótta við rukkun um ógoldna skatta. Og skatt- yfirvöldin voru ekki sein með rukkunina er hann var kominn vestur. Fréttamaður sænska íþrótta- blaðsins, sem verið hefur vestra og skrifað um undirbúning leiks ins, skrifaði heim, að Patterson vildi gjarna að Ingo sæi leikinn. Fréttamaðurinn hafði samband við einhver yfirvöld, sem sögðu honum að Ingo gæti óáreittur komið til Bandaríkjanna, því það tæki 30 daga að fá heimild til að gera hanri „landfastan" vegna ógoldinna skatta. Hann 5 beztu skíðamenn frá hverju landi Á FUNDI þeirrar nefndar al- þjóða skíðasambandsins, sem fjallar um brun og svig, var í gær ákveðið að eftir 1966 yrði breytt gildandi tilhögun um þátt takendafjölda frá hinum ýmsu löndum í þessum greinum. Eftir það fá „leiðandi" skíðaþjóðir að senda 5 þátttakendur.í hvora þess ara greina á heim.smeistaramóti. Aðrar þjóðir fá einungis að senda 4 í hvora grein. Fram að þessu hafa allar þjóðir mátt senda 3 í hvora grein. Þessi gamla regla gildir á Olympíu- leikunum í Innsbruck 1964. Gunnar Felixson farinn utan í GÆR var sagt frá hrakningum Akranesliðsins á sunnudaginn til leiksins, sem svo var frestað. Kom þá leiðindaprentvilla. Stóð: „En KR-menn létu veðurguðina kom ast upp í 11—12 vindstiga blást- ur og svo framvegis. — Þetta átti að vera KRR-menn. Þetta bað góður KR-ingur okk ur að leiðrétta og er það ljúft. Sömuleiðis sagði hann að KR yrði af markahæsta manni sínum í leiknum á laugardaginn. Gunn- ar Felixson væri farinn til Lond on í 10 daga ferð. Það kemur á móti því að Skagamenn mun vanta Helga, sagði sami maður. gæti því óttalaus verið vestra í 29 daga. Hvort sem það var vegna þessara . skrifa eða ekki, fór Ingo vestur. En á þriðja degi veru hans kom rukkunin. Yfir- völdin segja að hann skuldi 1 miUjón dala (43 millj. ísl. kr.) í skatta síðan hann keppti við Patterson. Nú vilja yfirvöldin fá samkomulag í málinu. Þau segj ast ekki munu kyrrsetja Ingo, en vilja að samið sé endanlega og ákveðið um greiðslu skuldarinn- ar. — Ingimar hefur enn ekkert um þetta skattamál sagt. horfinn af landi brott. Efni- viðurinn stendur uppi þjálf- aralaus. — Hvaða grein finnst þér mest gaman að? spurðum við Kjartan í gær. — Tugþraut, svaraði' hann á stundinni. — En af einstökum grein- um? — Ég veit það ekki. Þetta er allt jafn gaman, spjótið kannski og grindahlaupin eru , , 'í„ / ' ' /S/O&JeLS/ // /// w. fefr Kjartan í kringlukasti.... — Koma þau að horfa á þig setja metin? — Nei. Ég held þau hafi aldrei komið. Pabbi kom í sum ar þegar hann var heima. — Er hann utanlands? — Já, hann kennir Indverj. um að fiska. Kjartan er sonur Guðjóns Illugasonar skipstjóra í Hafn- arfirði sem nýlega var sagt frá hér í blaðinu og konu hans Bjargar Sigurðardóttur. Kom tíl Rvíkur með strætó — á nú fimm drengjamet HANN STUNDAÐl engar íþróttir til 12 ára aldurs en fór þá í fótbolta með ÍBH. Þegar hann varð 15 ára slæddist hann í handbolta og varð ís- landsmeislari í sínum flokki með Haukum. Þegar hann var 16 ára vaknaði einhver áhugi hjá honum fyrir frjálsum íþróttum, sérstaklega spjót- kasti. Hann kom til Reykja- víkur með strætó, gekk í KR og vakti strax athygli. Nú þeg ar hann er 18 ára er hann efni legasti íþróttamaður íslands í frjálsum iþróttum — gæti orð ið stór stjarna, segir ung- verski þjálfarinn Gabor. Pilt urinn sem um ræðir heitir Kjartan Guðjónsson, 18 ára piltur frá Hafnarfirði. Svona ganga efnin Iaus hjá okkur. Til viljun ein ræður hvort þau koma fram. Þegar hann var 14 ára, þá slóst hann í hóp með nokkrum Hafnfirðingum og söfnuðu þeir saman aurum til að kaupa spjót. Þeir vildu hafa það úr stáli — og þá var ekki um ann að að ræða en karlaspjót. — Strákarnir köstuðu því, Kjart an lang lengst, 47 metra. Svo brotnaði spjótið, það var soð ið saman. Það brotnaði aftur, og var soðið á nýjan leik — og oft. Svo hætti Kjartan óg fór í handboltann. Um þennan pilt hefur ungverski þjálfarinn Gabor sagt: „Þetta er bezti efnivið- ur sem ég hef séð, bezti nemandi sem ég hef feng- ið. Ef ég fengi að þjálfa þennan pilt fram að næstu Ólympíuleikum, þá er ég viss um að hann yrði þar stór og skær stjarna. Þessi piltur á að einbeita sér að tugþraut — og hvílíkum árangri gæti hann ekki náð“. Og hver er svo aðstaða þessa pilts sem er svo mikið efni. Hann er örfaður af þjálfara annars íélags, sem hefur feng ið þennan þjálfara með því að ganga sníkjandi milli manna til að greiða ferða- og dval- árkostnað þjálfarans. Um þjálfarann segir Kjart- an: „Hann hefur bókstaflega kennt mér að kasta kringlu, kúlu og spjóti, sérstaklega kringlu. Tilsögn hans hefur verið mér allt“. Kjartan Guðjónsson, þessi stæðilegi KR-ingur, 1.94 m á hæð, 18 ára gamall, sem aðeins hefur æft samfleytt í nokkra mánuði á tveimur árum á nú 5 drengjamet. Hann hefur einu sinni keppt í fimmtar- þraut og bætti þá margra ára gamalt met Braga Friðriksson ar úr 2505 stigum í 2521 stig. Hann hefur tvívegis keppt í tugþraut og bætti drengjamet ið í bæði skiptin fyrst úr 4409 stigum i 4961 stig og mánuði síðar í 5182 stig. Hann hefur bætt bæði drengjamet Péturs Rögnvaldssonar í grindahlaup um. 110 m grindahlaup á há- um grinaum úr 16,4 í 15,9 sek. og 110 m á lágum grindum úr 15,5 sek í 15,4 sek. Þar að auki hefur hann tvíbætt drengjamet sem Huseby setti fyrir 20 árum í kringlukasti með íullorðinskringlu. Huse- by kastaði 42,82 m en Kjartan hefur lengst kastað 43,65 m. Hann nálgast óðum drengja metin í kúiuvarpi og kringlu- kasti, sem hann enn ekki á. Og hann vantar 11 cm upp á drengjamet í spjótkasti, hefur lengst kagtað 58,55 (í fyrra- dag) með spjóti fullorðinna, en metið er 58,66. Drengja- spjóti hefur hann kastað 60,36 metra, drengjakringlu 48,70 m, kúlu íullorðinna 14,12 m og drengjakúlu 16,18 metra. Hvaða stórveldi heims, sem væri myndi himin höndum taka að eigiiast slíkt tugþraut armannsefni, og þar mundi slíkt efni fá beztu þjálfun. Hér var erlenuur þjálfari eiginlega af tilviljun, fyrir frumkvæði örfárra rnanna — og er nú Við þökkum Kjartani spjall ið og þegar hann gekk út gat símastúlkan ekki orða bundizt og heimtaði að fá að vita hver þessi myndarlegi unglingur væri. Það ættu fleiri,en hún að gefa hor.um auga á íþrótta- vellinum. Þar á hann fram- tíð. — A. St.. og í grindahlaupi ■> Enska knattspyrnan ísland og Skotland í landsleik ÍSLAND og Skotland eru ná- grannar á landakortinu, en aldrei hafa þessi lönd háð lands- leik í íþróttum. Hinn fyrsti er nú ákveðinn og verður það yngsta sérsamband Islands sem að honum stendur. Landsliðið í körfuknattleik fer utan í keppn- isför og fyrsti landsleikurinn af 4 verður í Skotlandi 29. októ- ber næstkomandi. * Vel þjálfað lið Körfuknattleiksmennirnir fara ekki illa undirbúnir til leiksins. Þeir hafa æft sérlega vel og það er skoðun þeirra, sem með æfingunum hafa fylgzt, að þetta sé bezt spilandi lands-1 lið sem körfuknattleiksmenn hafa skipað. Körfuknattleikssambandið hef ur lagt í mikinn kostnað við æf- ingar liðsins. Valshúsið hefur verið tekið á leigu tvisvar í viku í allt sumar og farið hefur verið í æfingaferðir til Kefla- víkur og keppnisferðir eins oft og tök eru á. Það má því segja að ekkert hafi verið til sparað að undir- búa liðið sem bezt fyrir lands- leikinn í Skotlandi og þátttök- una í keppninni um svonefndan „Polar cup“, sem fram fer í Skotlandi og hefst 2. nóvember. I ★ Happdrætti Og allir körfuknattleiks- unnendur og íþróttavinir hafa tækifæri til að létta byrðar hins unga en mjög vel starfandi sam- bands með því að kaupa miða í happdrætti sambandsins. — Vinningurinn er Volkswagen- bifreið eða Landrover, eftir eig- in vali. Körfuknattleikssamband- ið væntir þess að menn slái tvær flugur í einu höggi, hjálpi því til við starf sitt og kaupi sér möguleika til að eignast góðan bíl. 10. umferð ensku deildarkeppninnar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit þessi: 1. deild Arsenal — Leicester 1:3 Birmingham — Fulham 4:1 Blackbum — West Ham 0:4 Blackpool — Manchester City 2:2 Everton — Liverpool 2:2 Ipswitch —* Wolverhampton 2:3 Leyton O. — SheffieM W. 2:4 Manchester U. — Burnley 2:5 N. Forest — Aston Villa 3:1 Sheffield U. — Tottenham 3:1 W.B.A. — Bolton 5:4 2. deild Bury — Charlton 3:1 Cardiff — Portsmouth 1:2 Chelsea — Swansea 2:2 I>erby — Grimsby 2:4 Huddersf ield — Preston 1:0 Luton — Leeds 2:2 Middlesbrough — Plymouth 3:0 Newcastle — Norwich 2:1 Scunthorpe — Stoke 0:0 Southampton — Sunderland 2:4 Walsall — Rotherham 1K) í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee — Clyde 2:0 Hibernian — Rangers 1:5 St. Mirren — Motherwell 2:0 Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Wolwes .. 10 7 3 0 28:11 17 Everton .. 10 7 1 2 21:11 15 Notts. Forest .... .... 10 6 2 2 21:11 14 Man. City ... 10 2 3 5 14:31 7 Bolton ( ... 10 2 2 € 14:22 6 Blackburn 2 2 6 15:26 6 2. deild (efstu og neðstu liðin) Huddersf 10 5 5 0 20: 8 15 Bury 10 7 1 2 20:10 15 Plymouth 10 6 1 3 20:11 13 Grimsby 10 2 1 7 14:21 5 Luton 10 1 3 6 11:20 5 Southampton ....... . 10 2 1 7 11:22 s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.