Morgunblaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 1
Sunnud, 7. október 7962
•.•.jWAj.'ip'XS;
ÁGÚST Jónsson á Hofi
sagði mér, er ég spurði
hann af hverju hvammur
sá, er stóð þeirra Vatns-
dælinga er geymt í áður
það er réttað, héti Setu-
konueyri, að í Hofslandi
voru 3 tjarnir sem hétu
sérkennilegum nöfnum:
Ponta, Pína og Setukona.
Ekki vissi hann af hverju
þessi nöfn voru tilkomin.
En ein þessara tjarna, Setu
kona, er í fyrrgreindum
hvammi, skammt norðan
hæjarins á Hofi.
í hvamminum er grasgott og
við tjörnina er þægilegt að
girða, því heita má að hún
veiti aðliaid á tvo vegu og því
er þetta lcjörinn staður til þess
að varðveita villt fjallastóð
yfir dimma haustnóttina. Við
skulum nú eyða dagstund og
næturstund norður í Vatnsdal,
, fylgja stóðinu frá því það
kemur á brúnirnar fyrir ofan
Grímstungu, reka það niður
dalinn, framhjá réttinni á
Undirfelli og yfir Vatnsdalsá
undan Setukonueyri. Síðan
fylgjum við því aftur yfir í
hrossaréttina á Undirfelli og
þar lýkur sögu okkar.
★
Ég þóttist hafa himin hönd
um tekið er Einar forstjóri
Ásmundsson í Sindra, sá kunni
áhugamaður um hesta-
mennsku og hrossarækt,
hringdi ti' mín og spurði hvort
ég væri ekki tilleiðanlegur að
koma norður í Vatnsdal. Mér
þótti boöið gott og þar sem svo
stóð á aö nota átti helgina
Hrossin rekin vestur yfir Vatnsdalsá.
Setukonueyri
að miklu leyti til þessarar
farar sló ég til með góðu sam-
þykki ritstjóra Mbl.
Við tygjuðum okkur í
skyndi á augardagskvöldið og
héldum 5 saman sem leið ligg
ur upp í Fornahvamm. í för-
inni voru, auk okkar Einars,
Björn Thors blaðamaður, Þórð
ur Einarsson, forstjóri stál-
smiðju Sindra og Einar Sig-
urðsson frá Norðtungu í Borg-
arfirði. Þetta var samstilltur
hópur, káiir og fjörugir ferða-
félagar. Á leið okkar upp
Borgarfjórðinn bar margt á
góma sem ekki verður ritað
um að þessu sinni. Auðvitað
var af og til minnzt á hesta
og hestamennsku en einnig
járn og jarnsmíðar, verzlunar
og viðskiptamál og ofurlítið á
fagrar konur.
Á 11. timanum fyrir hádegi
Einar forstjór! Asmundsson í Sindra er hér kominn á hest-
bak og ríður í fararbroddi yfir Vatnsdalsá.
á sunnudag ókum við í gegn-
um Vatnsdalshóla. Þrír ferða-
félaganna höfðu aldrei komið
í Vatnsdal óður. Ókum við
því hægt fram dalinn. Við,
sem höfðum farið þar um fyrr
reyndum eftir föngum að
fræða hine um kennileiti og
merkustu staði. Við renndum
heim að myndarbýlinu í Ási
og tókum þar benzín á bílinn.
Nokkru íyrir hádegi ókum við
í hlað í Grímstungu. Þar hitt-
um við Péturínu húsfreyju O'g
eiginkonu fjallkóngsins, Lár-
usar Bjórnssonar í Gríms-
tungu. Spurðum við hana
hvenær hún vænti þess að
stóðið kæmi ofan af heiðinni
og taldi hún okkur óhætt að
fríðlista okkur svo sem okkur
sýndist um Vatnsdal fram um
eða yfir kl. 2. Við héldum því
næst niður dalinn að austan
niður að Hofi. Þangað fýsti
Einar að koma sem fyrst, því
þar átti hann jarpa hryssu
fallega, sem hann raunar hafði
ekki séð ennþá. Á hlaðinu á
Hofi hittum við tvo ferða-
langa, báða að sunnan og
þekkja hestamenn þá vel. Það
voru þeir Aðalsteinn bústjóri
á Korpúifsstöðum og Höskuld
ur dælustöðvarstjóri að Reykj-
um í Mosfellssveit. Það var
því mannmargt við hádegis-
verðarbo’ðið að Hofi. En frú
Vigdís Ágústsdóttir lét sér
hvergi r.'iegða og bar fyrir
okkur veiziumat eins og gest-
ir þeir, ssm komið komið hafa
að Hofi, eiga jafnan að venj-
ast. Á bæjum þeim er ég hef
þegar neint hittum við aðeins
húsfreyjurnar heima og nokk-
uð af yngri kynslóðinni, börn
og vinnufólk, því hvarvetna
voru bændurnir á fjalli. Um
kl. 3 síðd. sáun* við hreyf-
ingu á brúnunum fyrir ofan
Grímstungu.
— Þarna er skarinn að
koma, gall við í bílnum og
glaðnaði nú heldur yfir mönn-
um. Brátt sáum við þó að hér
'hafði okkur missýnzt. Þarna
voru þrír gangnamenn á ferð
og ráku féð á undan sér. Við
vorum ekki hingað komnir til
þess að vera í fjárrétt og kom
því heldur vonbrigðahljóð í
strokkinn. Við hugguðum
okkur þó við að horfa á hrossa
hópa koma ofan Austur-dal-
inn, en það mun vera hinn
raunverulegi Vatnsdalsbotn,
sem er austan Forsæludals.
Þar voru menn að smala stóði
Lárus bóndi og gangnastjóri Björnsson í Grímstungu og
Jóhannes Nordal bankastjóri standa fyrir stóðinu. Jóhannes
liorfir á eftir trippi, sem sloppið hefir á milli þeirra.
í heimlöndum, sem reka átti
saman við hrossahópinn er
hann kæmi niður á eyrarnar
fyrir neðan Grímstungu.
Nú þurftum við ekki lengi
að bíða. SKömmu eftir að féð
hafði verið réttað í Gríms-
tungurétt sáum við hrossahóp
bera við himin. Og nú var
ekki um neina missýn að ræða.
Hér kom megin-hluti stóðs
þeirra Vatnsdælinga brunandi
niður hlíðarnar. Gangnamenn
riðu fram með því og á und-
an, teymdu trússhesta sína og
voru guimreifir. Við spurðum
þá fyrstu hversu margt þetta
myndi vora Þeim kom saman
um að hópurinn væri með
minna móti. Einn sagði 12—14
hundruð, annar 15—17 hundr-
uð, svo við dróigum af því þá
ályktun að heppilegasit myndi
að fama hinn gulima meðalveg
og telja að hrossahópua-inn
miyndii vena siem svaraði 114
þúsiund.
Nú voru myndavélarnar þrifn-
ar fram og ljósmyndað svo
sem unnt var. Kalsa veður var,
norðaustan sveljandi, en úr-
komulaust og skýjað dumb-
ungsveður. Við tókum nú
kampakátir gangnamenn tali.
hittum Björn Bergmann kenn-
ara á Blönduósi sem hafði ver-
ið gangnamaður fyrir Guðjón
bónda á Marðasnúpi. Þá hitt-
um við Eggert Lárusson í
Grímstungu, Hallgrím Guð-
jónsson i Hvammi og svo nátt-
úrlega gangnaforingjann sjálf-
an Lárus Björnsson í Gríms-
tungu. En Lárus stóð ekki
lengi við. Hann reið fljótt af
stað og sagðist vera farinn
heim til Péturínu sinnar en
sagði okkur að koma á eftir
og fá okkur kaffisopa. Ein-
hvers staðar myndi hann eiga
rommdreitil að bæta það með.
Eftir að við höfðum þegið góð
ar veitingar í Grímstungu,
báðum við Einar Ásmundsson
um hesta sem okkur voru fús-
lega léðir. Við hugðumst síðan
fylgja stóðinu niður að Undir-
fellsrétt.
★
Það var myndarlegur hóp-
ur, sem rekinn var niður Vatns
dalinn að vestan þennan síðari
hluta sunnudags. Er á leið
reksturinn tók að rigna og
sletti með krapahríð. En allir
voru kálir og glaðir í hópi
rekstrarmanna. Niður við
Saurbæ hittum við Jóhannes
Norðdal oankastjóra, þar sem
Frh. á bls. 12