Morgunblaðið - 07.10.1962, Síða 2
2
MORCriSBLAÐIÐ
Surmudagur 7. okt. 1962
Störmerkur þáttur í
æskulýðsstarfi
Eftir sr. Pétur Sigurgeirsson
'?oc"*qí
Sumarbúðir
Fyrstu kynni mín af sumar-
búðum voru þau, að um mitt
sumar 1957 dvaldist ég í búðum
lútersku kirkjunnar í New Jers-
ey-ríki í Bandaríkjunum. — Þær
heita Beisler-búðir og hafa að
jafnaði um 100 unglinga á nám-
skeiðum yfir sumarmánuðina.
— Nafn sitt fengu þær þannig,
að maður einn af nafni Beisler
hafði gefið 25 þúsund dali til
þeirra, er þær voru í byggingu,
og hlutu þær nafn hans.
Fagurt umhverfi
Búðir þessar eru á yndisleg-
um stað. Skógurinn prýðir um-
hverfið. Þar er stöðuvatn, sem
gott er að synda í. Aðalskálinn
er stór bygging. Þar er matast
og þar gistir mest af starfsliði
búðanna. Unglingarnir sofa í
sérskálum 10—12 í hverjum
skála. Sveitarforingi er þar fyr-
irliði úr hópi hinna eldri. Dag-
urinn er skipulagður frá kl. 7 á
morgnana til kl. 9,30 á kvöldin.
Það skiptast á bænastundir,
biblíulestur, kennsla, söngur, í-
þróttir, leikir, föndur, sund og
kvöldvökur. Hver dagur líður
þar eins og ljúfur draumur.
Bænastaðurinn
Einkum minnist ég helgi-
stundanna. Á hverju kvöldi
söfnuðust þátttakendur saman
við aðalskálann og skipuðu sér
í eina röð. Gengið var inn í
skóginn eftir mjóum stíg, sem
þangað lá, og enginn mátti mæla
orð. Eftir stutta göngu birtist
opið svæði. Þar reis hrjúfur tré-
kross og í kring um hann lágu
trjábolir. Þeir voru kirkjubekk-
irnir í þessari „opnu kirkju“. —
Þarna var stutt guðsþjónusta, og
að henni lokinni var gengið jafn
hljóðlega til baka.
Þegar Beisler kom
Einn daginn kom Beisler
kaupmaður til búðanna 1 fyrsta
skipti. Hann var hár og tíguleg-
ur maður. 1 matsalnum ávarp-
aði hann æskufólkið og sagði
frá, hvers vegna hann hefði stutt
sumarbúðirnar. Hann var djúpt
snortinn af því, sem hann sá og
heyrði.
„Þegar ég var drengur", sagði
hann, „átti ég þess kost að dvelj-
ast í sumarbúðum, og þar leið
mér svo vel, að ég strengdi þess
heit, að styðja þá hreyfingu, ef
ég yrði einhvers megnugur síð-
ar á ævinni". Með gleðitár í aug-
unum óskaði hann unglingun-
um til hamingju með hinar nýju
búðir.
I Vatnaskógi
Dvöl mín þennan hálfa mánuð
í Beisler-búðunum sannfærði
mig um gildi þeirra. Eins og
öllum landslýð er kunnugt, var
það séra Friðrik Friðriksson,
hinn ástsæli æskulýðsleiðtogi,
sem fyrstur manna hóf slíkt
sumarstarf í KFUM, og er
Vatnaskógur kunnasti staðurinn
fyrir þá starfsemi. Víðast hvar
hefur kirkjan erlendis sumar-
búðir og hafa æskulýðsfélög
kirknanna í hinum ýmsu kirkju-
deildum þar góða samkomustaði
til móta og námskeiða. Sækjast
unglingar eftir að fá yist í búð-
unum og eru lagðar inn um-
sóknir til sumarbúðastjóranna
löngu áður en tími námskeið-
anna heist.
Séra Pétur Sigurgeirssou.
Að Löngumýri
Fyrir nokkrum árum hófst
sumarbúðastarf hér á landi, sem
beinlínis var á vegum þjóð-
kirkjunnar. Það var á Löngu-
mýri í Skagafirði, en skólann
þar lánaði frk. Ingibjörg Jó-
hannsdóttir forstöðukona til
þeirrar starfsemi og 1954 voru
fyrstu sumarnámskeiðin. Sum-
arbúðastjóri var séra Ólafur
Skúlason æskulýðsfulltrúi. —
Einnig hafa mót verið haldin
þar á staðnum í sambandi við
sumarbúðirnar. Starf þetta gaf
strax góðan árangur. Nú hefur
Löngumýri verið gefin kirkj-
unni með það fyrir augum, að
þar verði áfram skóli fyrir
stúlkur. Eflaust verða þar sum-
arnámskeið fyrir börn og ungl
inga. Það vakti gleði,' þegar
biskup íslands, dr. Sigurbjörn
Einarsson, tilkynnti það á síð
ustu prestastefnu að frk. Ingi-
björg hefði gefið kirkjunni
þennan stað, og færði hann gef-
andanum þakkir kirkjunnar
fyrir gjöfina og fögur hugsjóna-
störf.
Við Vestmannsvatn
Æskulýðssamband kirkjunnar
i Hólastifti, sem stofnað var
1959 hefur beitt sér fyrir því, að
byggðar yrðu sumarbúðir fyrir
kirkjuna. Má segja, að samband-
ið hafi verið stofnað að nokkru
leyti til þess að sameina krafta
til þeirra framkvæmda. Vegna
mikils velvilja ábúenda í Fagra-
nesbæjum í Aðaldal hefur kirkj
an fengið svæði við Vestmanns-
vatn í Grenjaðarstaðasókn til
þess að byggja þar sumarbúðir.
Byrjað var á verkinu hinn 28.
maí í vor. Undir ötulli forustu
formanns byggingarnefndar, sr.
Sigurðar Guðmundssonar á
Grenjaðarstað, séra Sigurðar
Hauks Guðjónssonar á Hálsi í
Fnjóskadal og Gylfa Jónssonar,
sem skipa byggingarnefndina,
miðar verkinu vel áfram. Jón
Geir Ágústsson, byggingafull-
trúi, teiknaði húsið og hefur af
árvekni vakað yfir smíði þess.
ar á slíka þjónustu. Bygging
eins og sumarbúðir við Vest-
mannsvatn kosta mikið fé. Ýms-
ir aðilar hafa þegar sýnt í verki,
að starfið mætir velvild og
skilningi.
Þeir, sem í bernsku áttu þess
kost að mótast af kristilegum
áhrifum og eignuðust guðstrú,
er varð lífakkeri þeirra í öldu-
róti og stormum, eru í þakkar-
skuld við kirkjuna er fóstraði
þá, feður þeirra og mæður um
aldaraðir. Beisler kaupmaður,
sem ég minntist á, vann fagurt
verk er hann studdi sumarbúða
hreyfinguna. Mættu margir gera
slíkt hið sama í voru landi. .
trt í óbyggðina
Þegar vér lesum guðspjöllin,
er víða hægt að sjá, að Kristur
lagði leið sína út í óbyggðina.
Hann fór þangað til þess að
vera einn á bæn. Hann gekk
þangað með lærisveinum sínum,
er hann var að kenna þeim. Og
hann fór þangað, er mannfjöld-
inn fylgdi honum til að hlusta á
hann og læra af honum.
Margir staðir og friðsælir
fjarri byggðum eru ákjósanlegir
samkomustaðir, þegar um það
er að ræða að gefa æskunni orð
og anda Jesú Krists, svo að á-
hrif af boðskap hans verði
djúp og varanleg.
f kyrrð og næði
Hafi það verið mikilvægt að
draga sig í hlé frá hávaða og
glaumi dagsins við andleg störf
á fyrri tímum, er það ekki síður
nauðsyn í nútíma þjóðfélagi. —
Nú er hraðinn orðinn svo mikill
á öllum hlutum, að erfitt er að
láta nokkurn nema staðar. f nú-
tíma þjóðfélagi er næði ekki til
nema af skornum skammti. Hin
svokallaða menning á til marga
góða hluti, en hún á marga
„fylgifiska“, sem hafa ill áhrif
og spilla æskunni, sem á ekki
dómgreind til þess að greina á
milli hvað er menning og hvað
ómenning.
Óhollur félagsskapur
Vissulega nær kirkjan til
æskunnar ef hún reynir þar
sem hún er staðsett í bæ og
sveit. Hún gerir það með ýmsu
móti, sunnudagaskólum og guðs-
þjónustum, æskulýðsfundum og
e.t.v. með tómstundastörfum. En
samt sem áður eru unglingarnir
hlutfallslega svo skamman tíma
in’nan veggjá kirkjunnar. Eftir
hverja stund þar taka við hinar
mörgu stundir á götunni, í mið-
ur hollum félagsskap, í sjoppum
og kvikmyndahúsum. Og leggja
oft margir aðilar saman áróðurs-
mátt sinn, sem stefnir að því að
þurrka út þau áhrif trúar og
siðgæðis, sem kirkjan vildi inn-
ræta.
Sár staðreynd
Það er sár staðreynd að þurfa
að viðurkenna, að í kristnu þjóð-
félagi um nær þúsund ár skuli
margt vera haft fyrir börnun-
um og búið í hendur þeirra,
sem er þeim syndsamlegt og
leiðir þau út á glapstigu. Þau
eru ginnt með mörgu móti út á
hálar brautir. Og hér er ekki
um vora þjóð eina að sakast. Líf
vort er svo samofið þeim straum-
um og stefnum, sem í heiminum
ráða. Milli þess, sem er að ger-
ast frá degi tiJ dags úti í hinum
stóra heimi, eru þræðir og þeir
liggja svo að segja inn á hvert
íslenzkt heimili, og með þeim
berast áhrifin þangað, hvort
sem þau eru góð eða ill.
Liðsinni borgaranna
En framkvæmdir ’verða ekki
án fórna. Kirkjulegt starf býgg-
ist á því, að kristnir menn finni
hvöt hjá sér1 til þess að fórna
af tíma sínum, kröftum og fjár-
munum. Kærleikur Krists kall-
Vinyl — Gólfflísar
fyrirliggjandi í ýmsum litum.
Stærðir: 20 x 20 cm. og 30 x 30 cm.
HOLMSUND VINYL-GÓLFFLÍSAR eru
sterkar og endingargóðar.
E inka umboðsmenn:
LUDViG STORR & CO
símar 1-33-33 og 1-16-20.
I*
p
:
M U IM K s
rafmagns talíur
til allra lyftinota. .
Sly.Sveinbjörnssonlif.
Reykjavík.
Sumarbúðir á fögrum stað
Sumarbúðir kirkjunnar hafa
stórt hlutverk. Hér á landi eru
margir staðir sem hægt er að
reisa sumarbúðir á. Fegurð ís-
lenzkrar riáttúru þekkjurri vér.
í öllum landshlutum erú tilvalin
svæði með vötnum, skógarrjóðri
og öðrum landkostum. Vér höf-
um fundið hve dásamlegt það
er, að geta numið þar staðar og
notið hinnar djúpu kyrrðar,
hlustað á raddir náttúrunnar,
nið fossa, hjal lækjanna og söng
fuglanna. Dettur mér í hug, það
sem Valdimar Briem sagði:
„Guð, allur heimur, eins í lágu
og háu,
er opin bók um þig, sem fræðir
mig.
Já, hvert eitt blað á blómi jarðar
smáu
er blað, sem margt er skrifað á
um þig“.
Námskeið
í sumarbúðum eru starfrækt
námskeið fyrir aldursflokkana,
viku eða hálfan mánuð í einu.
Þegar einn hópurinn fer, kemur
annar í staðinn. Starfsfólkið
dvelst allt sumarið og annast
rekstur búðanna. Það er mikil
stund fyrir ungan dreng eða
telpu að koma á námskeiðin. —
Margt heillar hugann í hinu
nýja umhverfi. Ný verkefni
blasa við, nýr heimur. Hver dag-
ur byrjar með helgistund, og
ljúft er að safnast saman í sum-
arbúðum til þess að lofa Drott-
in. Hver dagskrárliður tekur við
af öðrum. Mikið er hægt að læra
á einum degi, þegar stefnt er að
ákveðnu marki, og allt hefur
sama tilgang. Loks hljóðna radd
ir í sumarskálanum. Himneskur
friður ríkir eftir hamingjusam-
an dag.
Mót
Þá eru skipulögð mót um helg
ar. Komið er í búðirpar á iaua-
ardegi. Þátttakendur iará í leM
og iðka íþróttir. Um kvöldið er
kvöldvaka og varðeldur og ideg-
inum lýkur með sameiginlegri
bæn. Daginn eftir er hóprium
skipt í smærri flokka til biblíu-
lesturs. Valið er ákveðið um-
ræðuefni og lesinn ritnirigar-
kafli. Svo er tími til leikja eða
sunds. Eftir hádegið er g.uðs-
þjónusta og þannig lýkur mót-
inu. ( ‘ ■
Fræðsludagar
I búðunum er þörf fræðsiu-
daga fyrir sérstaka námsljópa.
Þar er gott að hafa foringjanám-
skeið,- biblíulestrarflokka og. svo
framvegis. Þannig bætist prest-
inum aðstoðarfólk við hið frjálsa
kirkjulega starf. A margan hátt
eru sumarbúðir orkustöð, þar
sem fegurstu hugsjónir manns-
andans hafa djúptæk og varan-
leg áhrif á aeskufólkið, sem
þangað kemur.
Heilög jörð
Förum að dæmi Jesú og fylgj-
um honum, er hann kallar á oss.
Við fótskör Meistarans úti í ríki
náttúrunnar er jörðin heilög og
þrungin af mætti til að byggja
upp fagurt æskulíf og gróður-
setja það bezta í ungum sálum.
Þess vegna skulum vér taka
höndum saman og hjálpa ís-
lenzkri æsku að leggja leið sína
út í sumarbúðir, meðan íslenzka
sumarið skartar sínum fegursta
skrúða. Eftir dvölina þar verð-
ur unglingurinn sem nýr mað-
ur. Hann gleymir ekki, að eitt
sinn var hann í sumarbúðúm,
þar sem hánn eignaðist margar
unaðssturtdir, lærði að trúa: og
biðja; til Guðs. •!; j
' ■ ’’ ' ’ l’étuí Sigttrgeirsson.